This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by HELGI JÓNAS HELGASSON 19 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Nú nýverið. Nánar tiltekið, um hina frábæru Hofsjökulshelgi, þá fórum við á nokkrum jeppum til baka um Sprengisand, þar sem fleiri bættust í hópinn.
Á þessari leið var tekinn údúrdúr uppá Tungnafellsjökul og ók hluti flotans austur af jöklinum, niður í Vonarskarð.
Ég keyrði fyrstur niður í skarðið og hef heyrt utan að mér að sumir telji að um mikinn glæfraakstur hafi verið að ræða.
Því vil ég lýsa þessu örlítið nánar svo menn átti sig á hvað er verið að tala um.1. Ástæða þess að þetta kom til álita var að einn í hópnum var með feril frá manni sem hafði ekið niður í skarðið á þessum slóðum helgina áður, þannig að vitað var að leiðin hafði verið ekin.
2. Vissulega var brekkan sem við fórum niður, bæði brött og löng. En áður en ég lagði í hana, gekk ég fyrst niður að henni, keyrði þangað og fékk mér aftur göngutúr vel niður í hana, skoðaði vel brattann, færið og síðast en ekki síst, hvað var fyrir neðan. Brekkan var ekki brattari en svo að vandalaust var að ganga hana, engin hálka og passlega harður snjór. En ef hægt er að ganga brekku vandræðalaust er hægt að fara niður hana á jeppa með ásættanlegu öryggi. Brekkan endaði svo í aflíðandi snjóbreiðu.
3. Enda ók ég niður brekkuna í 2 og lága og bíllinn dróg hjól lítillega. Algjörlega án vandræða eins og ég hafði áður talið. Í mig var kallað og spurt um hvort væri í lagi að koma niður. Ég svaraði því til að það væri í góðu lagi. 4 bílar til viðbótar komu niður, hver með sínu lagi. Svo virtist að brekkan skærist dálítið við umferðina og því gæti orðið erfiðara og áhættusamara að komast niður eftir því sem förunum fjölgaði. Þeir sem ekki voru komnir niður tóku þá ákvörðun að hætta við og aka frekar lengri leið. Nákvæmlega þannig á akstur á fjöllum, sem og annarsstaðar að ganga fyrir sig. Hver og einn ökumaður hagar akstri sínum eins og hann telur vera best. Lætur ekki aðra ákveða eitthvað fyrir sig sem honum ekki líkar. Hið besta mál.
4. Hefði ég verið fararstjóri í nýliðaferð þá hefði ég ekki farið þessa leið, hvað þá hvatt aðra til að gera slíkt hið sama, en þannig var þetta einfaldlega ekki, heldur var ég á ferð með fólki sem er fyllilega fært um að meta hvað það vill og hvað ekki. Og hefði líka klárað sig vel af þessari brekku.Þannig að ég vil vísa öllu tali um glæfragang og ábyrgðarleysi til föðurhúsanna, enda föstu leikatriðin sjaldan hættuleg, heldur þau óvæntu og óundirbúnu eins og dæmin sanna.
Lifið heil.
Jón Ebbi.
You must be logged in to reply to this topic.