This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 18 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Ágætu félagar.
Nú er ég kominn í smá vesen við eitt tryggingarfélagið.
Þannig er að keyrt var á Audi bílinn minn kyrstæðann við bensínstöð í Hveragerði í sumar. Annað ljósið sem er Xenon var eyðilagt. Tryggingarnar keyptu nýtt ljós sem kostar kr. 94.000.- hjá Heklu.
Vandamálið er það, að ekki er til Xenon ljós í bílinn með sama lit og það gamla.
Gömlu ljósin eru með bláum lit en það nýja með hvítum og er blátt ófáanlegt.Ég tel að tryggingarnar verði að skaffa mér bæði ljósin, þannig að bíllinn líti ekki út eins og maður með glóðarauga. (svo að vitnað sé í einhverja samlíkingu) þar sem að þeir geta ekki fengið ljós með sama lit og hitt sem er í bílnum.
Tryggingarnar sögðu mér að þeir hefðu borgað bæði ljósin ef peran kostaði innan við kr. 5000.- en fyrst að peran kostaði kr. 94.000.- borguðu þeir hana ekki.
ÞARNA STANGAST EITTHVAÐ Á.
Semsagt ég á að leggja út fyrir nýju ljósi þó svo að ég hafi verið í 100% rétti.
Þess má geta að í þessari gerð af Audi (S6 plus ABT) er stök pera ekki fáanleg heldur þarf að kaupa peruna, spennirinn og rafmagnslúmið comlett.
Endilega tjáið ykkur hvað ykkur finnst um svona uppákomu. Langar að fá ykkar álit áður en lengra er haldið.
Kveðja.
Elli.
You must be logged in to reply to this topic.