This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 18 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.12.2005 at 16:59 #196772
Ágætu félagar.
Nú er ég kominn í smá vesen við eitt tryggingarfélagið.
Þannig er að keyrt var á Audi bílinn minn kyrstæðann við bensínstöð í Hveragerði í sumar. Annað ljósið sem er Xenon var eyðilagt. Tryggingarnar keyptu nýtt ljós sem kostar kr. 94.000.- hjá Heklu.
Vandamálið er það, að ekki er til Xenon ljós í bílinn með sama lit og það gamla.
Gömlu ljósin eru með bláum lit en það nýja með hvítum og er blátt ófáanlegt.Ég tel að tryggingarnar verði að skaffa mér bæði ljósin, þannig að bíllinn líti ekki út eins og maður með glóðarauga. (svo að vitnað sé í einhverja samlíkingu) þar sem að þeir geta ekki fengið ljós með sama lit og hitt sem er í bílnum.
Tryggingarnar sögðu mér að þeir hefðu borgað bæði ljósin ef peran kostaði innan við kr. 5000.- en fyrst að peran kostaði kr. 94.000.- borguðu þeir hana ekki.
ÞARNA STANGAST EITTHVAÐ Á.
Semsagt ég á að leggja út fyrir nýju ljósi þó svo að ég hafi verið í 100% rétti.
Þess má geta að í þessari gerð af Audi (S6 plus ABT) er stök pera ekki fáanleg heldur þarf að kaupa peruna, spennirinn og rafmagnslúmið comlett.
Endilega tjáið ykkur hvað ykkur finnst um svona uppákomu. Langar að fá ykkar álit áður en lengra er haldið.
Kveðja.
Elli. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.12.2005 at 18:16 #534884
Sæll Elías!!
Ég myndi halda að þetta væri eitthvað sem þú ættir að taka upp við lögfræðing hið fyrsta þar sem að þetta er stóri kallinn á móti litla kallinum.
Veit ekki betur en að tryggingafélög séu skyldug til að skila af sér bíl þeim er þeir þurfa að bæta í því formi sem hann var eða kaupa hann af viðkomandi eiganda. Eins og þú lýsir þessu að þá ert þú í 100% rétti og þar af leiðandi er bara að bjóða þeim að laga þetta eða hreinlega kaupa af þér bílinn.
Ég get bent þér á mjög góðan lögfræðing, hefur unnið fyrir mig skaðabótamál, reyndar að sækja á eitt félagið slysabætur, en tel að það sé varla til mannlegri lögfræðingar en einmitt þetta fólk.
Vil ekki nefna þessa aðila hér, en get látið þessar upplýsingar í té í maili.
Kveðja
Siggi
P.S. Tryggingafélögin komast alltof oft upp með sína skíta túlkun á lögum þessa lands og svívirða heiðarlegt fólk sem hefur réttinn sín megin og fá meira að segja hjálp frá ríkinu til þess.
03.12.2005 at 18:40 #534886já ég myndi halda að það væri best að tala við lögfræðing, ef þessi tryggingarfélög vilja ekki gera neitt fyrir mann, þá gera þau það venjulega þegar maður sendir lögfræðing á þau. Allavega hefur það verið reynslan hjá þeim sem ég þekki.
Svo mætti kannski benda þeim á að þú átt ekki einu sinni að fá skoðun á bílinn með mislitum perum. Það stendur nefnilega skýrum stöfum í reglugerð um búnað ökutækja að öll aðalljós skulu hafa sama lit.gangi þér vel
03.12.2005 at 18:44 #534888Þakka þér fyrir.
Ef til vill er þetta ekki réttur vettvangur fyrir svona mál, en mig langar að heyra ykkar álit og/eða ef einhver hefur lent í sambærilegum málum.
Ég hef ekki nefnt tryggingafélagið ef hugsanlega þeir skiptu um skoðun varðandi þetta mál.
Jú mikið rétt, oft er það að sá stóri sem "valtar" yfir þann litla.
Tel hinsvegar að við félagsmenn ættum að standa saman ef þannig mál koma upp.
Styrkur okkar gæti legið í samstöðu (t.d. það sem við álítum að rétt sé og fram komi í spjalli á vefnum okkar) félaganna, það er að segja ef við teljum réttilega, að okkur sé vegið.
Kveðja
Elli
03.12.2005 at 18:47 #534890Þakka fyrir góðan punkt varðandi mislit ljós í reglugerð.
Ég er sannfærður um að ef þið félagarnir "kommentið" á einmitt svona punkta þá styrkist staðan.
Kveðja
Elli.
03.12.2005 at 18:57 #534892Ein ágæt regla. Alltaf að biðja um allt skriflegt sem sagt er við mann. Þá þora tryggingakallarnir ekki að reyna að ljúga að þér um rétt þinn.
03.12.2005 at 19:47 #534894Takk Birgir. Bað gaurinn að senda mér á e-mail staðfestingu á höfnun með tilvitnun í tryggingarskilmála.
Þetta var á fimmtudaginn og ekki hefur hann sent staðfestinguna nú þegar að þetta er skrifað.
Kveðja
Elli.
03.12.2005 at 22:05 #534896Valla er það löglegt að skila dolunni frá sér ólöglegri er það?
04.12.2005 at 00:28 #534898Sælir Elías. ertu viss um að þú getir ekki fengið peru?, hef verið að flytja inn xenonkitt og get fengið allar týpur af perum, frá hvítu yfir í dökkblátt. Trúi ekki að þú getir ekki skipt út perunum, hafðu samband ef þú vilt reyna.
Bjarni8468614
bjarni@venue.is
04.12.2005 at 01:22 #534900…….og þakka þér ábendinguna.
Eftir því sem mér er sagt er allt heila klabbið sambyggt.
Í öllum öðrum gerðum Audi er hægt að fá perur sem sjálfstæðan varahlut og þá með þeim lit sem fyrir er.Þetta eru einungis upplýsingar frá Heklu.
Mun hafa samband.
Kveðja.
Elli.
04.12.2005 at 02:00 #534902Sæll Elías
Ég lenti í vandræðum með tryggingafélagið mitt varðandi mál sem konan lenti í. Eftir mikið rifrildi og vesen fór ég inn á althingi.is og fletti upp í bæði umferðarlögum og vátryggingalögum, prentaði allt út sem mér hentaði og undirstrikaði. Fór svo niðureftir með þetta upp á vasann og þá heyrðist ekki múkk í þeim, borguðu allt þegjandi og hljóðalaust.
Þeir treysta bara á það að fólk nenni ekki að gera neitt í málunum, þannig að það er um að gera að láta þessa samráðspappakassa heyra það. Maður verður að passa upp á sitt sjálfur, því þeir gera það alveg örugglega ekki fyrir þig, né nokkur annar.
Kveðja
Hvati
04.12.2005 at 08:35 #534904Ég rak augun í það að Sigga finnst, síðan kannski ekki rétti vettvangurinn fyrir mála af þessu tagi. Ég er því nú ekki sammála, heldur finnst mér þetta einmitt rétti vettvangurinn. Allavega getur hann verið upphafið af aðgerðum. Nú er 4×4 einu sinni hagsmunarklúbbur þó hann sé kannski ekki neytendafélag enda hefur hann ekki bolmagn til þess, að reka sig sem slíkan. Auðvita skiptir framsetning pistlana mál og í þessu tilfelli hér er ekki einu sinni nefnt nafn tryggingarfélagsins. Ég er þó á því að hægt sé að nefna nöfn fyrirtækja sem eru ekki að standa sig, á spjallinu. Ef það er gert á málefnalegan hátt og sérstaklega ef þau fá tækifæri á því að verja sig. Ég hef t.d lent í afskaplega leiðinlegum viðskiptum við fyrirtæki í jeppageiranum og nú er komið á annað ár frá þeim viðskiptum. Þau viðkynni voru þau verstu sem ég hef lent í á minni löngu ævi. Ég hef gengið með það í maganum hvort ég eigi að segja frá því síðan þá og er ég minntur reglulega á þetta atvik. Bæði vegna eftir hreta af viðgerðinni og það að fleiri hafa lent í svipuðu. Í þessu ákveðna tilviki var það aðalega einn hlutur sem gerði mig reiðan, Þ.a.s viðhorf fyrirtækisins til kúnnans. Þ.a.s til mín. Fyrirtækið er rekið á þeim grundvelli að viðskiptavinurinn hafi á röngu að standa og honum þurfi ekki mikið að sinna. Og hann eigi ekki að skipta sé af þrátt fyrir að allt sé komið í óefni hjá fyrirtækinu. Nú hafa all oft verið birtir pistla hérna á vefnum þar sem veist hefur verið að fyrirtækjum, bæði á réttlátan og ranglátan hátt. Fæst af þeim svara fyrir sig, heldur vilja þau frekar bíða af sér storminn, á vefnum í dag er frekar einfalt fyrir þau að svara ásökunum, allavega einfaldara en það að skrifa blaðagrein, sem kæmi seint inn í blaðið og lenti kannski á slæmum stað í blaðinu. En á þessum vettvangi hér þá kæmi svarið í upphafsþræðinum. Og gæti sá sem er að verja sig meira segja uppfært þráðinn ef honum þætti ekki nægilega margir hafa lesið hann.
Nú svo kemur inn í þetta alt samann að við sem klúbbur og stjórn sitjum beggavegna borðsins. Þ.a.s á sama tíma og verið er að gagnrýna velvildarfyrirtæki 4×4 á vefnum þá er sama fyrirtæki að rétta klúbbnum hjálparhönd í einhverju formi. Í svona tilfellum getur verið erfitt að meta hvor hafi rétt fyrir sér, en samt hlýtur það að vera skilda stjórnar að standa með félagsmanni svo framarlega sem hann hefur rétt fyrir sér. Þó það sé hætta á því að tapa viðskiptarfélaga samtímis. Svo er enn ein hlutur í þessu öllu samann, það er ritskoðun á vefnum, Einmitt þegar ég var í þeim hugleiðingum að segja fá þeim hörmulegu viðskiptum sem ég lenti í, þá var andinn einhvernvegin þannig að ég átti á hættu að lenda í ritskoðun og ef ég hefði lent í því þá hefði betur verið heima setið en segja sannleikann. Því þarf að fara mjög varlega í alla ritskoðun ( enda segir neðanmál undir þráðunum að pistlar séu á ábyrgð þeirra sem skrifa þá ).
Góða stundir.
04.12.2005 at 13:53 #534906Ég hef lent í því að vera á bíl sem var ekki með alveg sama litinn á framljósunum að kvöldi til í myrkri og var stoppaður af löggunni sem sendi mér svo sekt uppa 5000 kr fyrir að vera á ólöglegum bíl í umferðinni og þegar ég spurðist fyrir um þetta þá var mér sagt að bílar með sitthvorn litinn í aðalljósum gætu haft ruglandi áhrif á þá sem koma á móti
04.12.2005 at 14:41 #534908Varðandi þessar spurningar sem Ofsi kom inn á, þá er ég einfaldlega þeirrar skoðunnar að hlutverk klúbbsins sé að gæta hagsmuna félagsmanna. Sá hluti starfseminnar sem snýr að þessu er ekki sérlega kostnaðarsamur, og gæti mjög vel rúmast innan þess ramma sem félagsgjöldin marka. Ég held að það yrði til bóta fyrir starf félagsins, ef það hætti að sækjast eftir auglýsingum og öðrum fjárframlögum frá fyrirtækjum.
-Einar
04.12.2005 at 19:38 #534910Mig minnir að þetta með mislit ljós sé að aðeins má nota gular eða venjulegar ekki í bland. Xenon ljós eru svo nýtilkomin í bíla að einhverju magni að það er óvíst að það sé komin reglugerð um hitastig Xenon pera.
04.12.2005 at 20:39 #534912Ég er nokkurnveginn sammála Ofsa með það að þetta eigi alveg heima hér á spjallinu, Þó þetta sé ekki jeppi sem um ræðir, og við getum kallað til aðstoðar og fengið skoðanir hjá öðrum félögum okkar hér. En ég er ekki alveg sammála Eik með það að klúbburinn eigi að gæta hagsmuna félagsmanna, heldur starfi þeirra og því sem tengist meðal annars jeppamennsku og útivist. (þess vegna var 4×4 stofnaður á sínum tíma).
Ég er líka á því að menn eigi að birta það sem birtingarhæft er ef það kemur upp um lélega viðskiftahætti eða léleg vinnubrögð;- til dæmis hjá breytingarverkstæði sem vandar ekki til verka og skellir svo skollaeyrum við. Þá geta hættulegir bílar verið í umferð og valdið (hugsanlega) hættu. Ég lenti nefninlega í því að ákveðinn maður sem rekur ákveðið fyrirtæki ætlaði að hafa við mig viðskifti en lét aldrei sjá sig og kostaði það mig einhverja aura. Það væri gott að fá nokkrar sögur og bera þær saman, og geta því hafnað viðsiftum við hina og þessa hrotta.
P.S. Þessi pistill er skrifaður af ábyrgð undirritaðs:Hafþór Atli. H-1811
04.12.2005 at 20:51 #534914Elías, varstu búinn að kíkja á partasölur? Kannski er þetta til þar.
Haffi H-1811
04.12.2005 at 21:49 #534916og um leið stuðninginn vegna þess að allt skiptir máli í þessu sambandi.
Þannig er að þetta er eini bíllinn sinnar tegundar á landinu og sá eini einnig með þessa útfærslu af aðalljósum, þannig að þetta er ekki til á partasölum.
Það að bíllinn sé ekki jeppi (er reyndar 4×4) finnst mér ekki skipta máli í þessu tilfelli. Ég kom með þennan þráð þar sem að ég er félagsmaður og er sammála Einari að svona mál eru hagsmunamál okkar allra þ.e.a.s. viðskipti okkar við tryggingarfélögin sem og viðskipti við bifreiðaumboð og þjónustuaðila almennt.
Kveðja.
Elli
05.12.2005 at 12:25 #534918Sæll
Mislitar perur eru tölvert mikið vandamál og erfitt að eiga við.
Xenon perur eru eftir því sem ég kemst næst svipað uppbyggðar og sparperur og sparperur breyta litnum sínum á ákveðið löngum tíma. S.s. pera með sama litarhitastig frá sama framleiðanda getur verið aðeins öðruvísi á litinn en önnur eins sem er búin að vera í notkun í einhvern tíma.
Ef illa fer með tryggingarnar gætirðu reynt að semja um það að selja heila ljósið, kaupa nýtt og láta tryggingafélagið greiða mismuninn.
Kv Izan
05.12.2005 at 12:46 #534920bíl þessi Audi hjá þér en það er eitt sem vekur forvitni mína og hún er sú hvar þetta er tekið ?? https://old.f4x4.is/new/photoalbum/?file … 3794/25086
En hvað tryggingarfélögin varðar þá hef ég aldrei lent í veseni með þau og ég hef lent í því að slasa mig mikið á hjóli sem ekkki var tryggt og hef ég fengið það bætt þ.e.a.s. læknis og sjúkraþjálfun og vinnutap svona eins og um hefði verið að ræða tryggt ökutæki.
Kv
Snorri Freyr
05.12.2005 at 13:50 #534922Svo er þessi fína auglýsingaherferð í gangi núna hjá einu tryggingafélagi. "Ef þú ert tryggður færðu það bætt"
Maður tekur ekki ljósið úr og reynir að selja það og svoleiðis vesen. Þeim ber einfaldlega að laga þetta, sama hvað það kostar. Er nokkuð þitt tryggingafélag að borga þetta tjón ???.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.