FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Tryggingar í óbyggðum

by Óskar Erlingsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Tryggingar í óbyggðum

This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Guðlaugur Jónason Guðlaugur Jónason 12 years, 11 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 12.05.2012 at 07:09 #223490
    Profile photo of Óskar Erlingsson
    Óskar Erlingsson
    Participant

    Ágæti félagsmaður.

    Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um ökutækjatryggingu (heildarlög), 733. mál.
    Í bréfinu er þess er óskað að undirrituð umsögn þín berist í síðasta lagi 23. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is eða bréflega til Nefndasviðs Alþingis, Austurstræti 8-10, 150 Reykjavík.

    Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.

    Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/140/s/1171.html
    Vakin er athygli á því að allar umsagnir um málið birtast á vef Alþingis undir fyrirsögninni Innsend erindi á síðu viðkomandi þingmáls.
    Bent skal á að leiðbeiningar um ritun umsagna er að finna á vef Alþingis á slóðinni http://www.althingi.is/vefur/nefndaumsagnir.html.

    Það er mikilvægt fyrir fólk sem ferðast í óbyggðum að vita tryggingaskilmálana sem gilda. Nú lyggur fyrir að gera breytingu og spurningin er, ert þú sammála að haga þessum málum á þann hátt sem greint er frá í áðurvefndum drögum. Þín skoðun skiptir máli.

    Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá;
    Sigrúnu Helgu Sigurjónsdóttur
    ritara nefndasviðs Alþingis

    Sjá einnig umræður hér https://www.facebook.com/groups/ferdafrelsi/

    ÓE

  • Creator
    Topic
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)
  • Author
    Replies
  • 12.05.2012 at 19:29 #754179
    Profile photo of Ívar Örn Lárusson
    Ívar Örn Lárusson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 509

    Nú býst ég ekki við að stór hópur manna í þessum klúbbi sé löglærður og geti með góðu móti lesið þetta en ef ég skil allt rétt (og ég las fyrst og fremst samantektina neðst) þá er verið að hætta að tryggja mann á fjöllum.

    Í frumvarpinu er lagt til að slysatrygging ökumanns og eiganda muni ekki taka til tjóns sem verður við notkun ökutækis utan almennrar umferðar. Líkt og kemur fram hér að ofan þá er frumvarp þetta flutt í annað sinn, síðast var það flutt á 139. þingi og náði þá ekki fram að ganga. Við umfjöllun um frumvarpið í viðskiptanefnd (nú efnahags- og viðskiptanefnd) á 139. þingi var um það rætt að breytingin mundi væntanlega hafa áhrif til lækkunar á iðgjöldum þeirra ökumanna sem einungis aka um í almennri umferð en upplýst var fyrir nefndinni að iðgjöld ökumanna í áhættuakstri eru lægri en útgjöld vegna tjóna í þeim flokki og hefur fyrrnefndi hópurinn því borið hluta þeirra með hækkuðum iðgjöldum. Fram kom fyrir nefndinni að ökumönnum umræddra ökutækja, svo sem torfæruhjóla, torfærubíla og keppnisbifhjóla, stæði áfram til boða að kaupa slysatryggingu ökumanns sem frjálsa tryggingu.

    Og þá er spurning hvað er "almenn umferð?"
    Þýðir þetta þá ekki líka að þessir bílar og tæki sem eru utan almennrar umferðar fái rauð númer t.d. og borgi þá ekki bifreiðagjald?

    Ég held að það sé hlutverk klubbsins að útskýra þetta fyrir okkur hvað þetta þýðir og hvernig þetta hefur áhrif á okkur. Hverjar eru líkur á gildistöku þessara laga o.s.fv

    Kv. Ívar





    12.05.2012 at 19:31 #754181
    Profile photo of Ívar Örn Lárusson
    Ívar Örn Lárusson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 509

    Sé líka alveg fyrir mér að jeppaakstur geti flokkast sem almenn umferð. T.d. þegar ekið er á merktum slóðum hlýtur það að vera almenn umferð en meira spurningamerki við vetrarakstur.

    Hvernig er þá vetrarakstur á hálendinu sem er samt á vegi? Er það almenn umferð?

    Breyting:
    Almenn umferð: Öll meðferð ökutækja og önnur umferð á vegum sem opnir eru almenningi.

    Get ekki betur skilið þetta öðruvísi en svo að allur jeppaakstur fyrir utan snjóakstur utan vega á vetur sé almenn umferð.





    12.05.2012 at 23:46 #754183
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Held að þetta hljóti að vera réttur skilningur Ívar, þ.e. að akstur á allavega viðurkenndum slóðum sé almenn umferð (opinn almenningi) en við akstur á snjó og jöklum séum við ótryggðir. Í athugasemdunum er þetta skýrt svona:

    [quote:i26rcr3d]Frá því að gildandi umferðarlög öðluðust gildi hefur tegundum ökutækja fjölgað mikið, svo sem ökutækjum sem ekki eru notuð sem hefðbundin samgöngutæki, heldur við tómstundir. Notkun slíkra tækja má jafna við notkun á t.d. bátum og svifdrekum og er vandséð hvaða rök ættu að liggja baki því að notendur slíkra ökutækja njóti víðtækrar vátryggingarverndar á grundvelli laga um ökutækjatryggingar en ekki þeir sem nota ýmis önnur tæki í tómstundum. Ökutæki þessi voru ekki höfð í huga þegar ákvæði um slysatryggingu ökumanns og eiganda var fyrst lögfest en þá var gengið út frá ökutækjum sem notuð eru í almennri umferð, þ.e. fólksbifreiðar, hópferðabifreiðar, vöru- og sendibifreiðar og bifhjól. Síðar hafa bæst við margar tegundir ökutækja sem mörg hver eru bæði notuð í almennri umferð og t.d. í leikjum og keppni. Ekki er eðlilegt að skyldutrygging skv. 8. gr. frumvarpsins gildi þegar ökutæki er notað í tómstundum sem e.t.v. felur í sér áhættutöku, svo sem í leik eða keppni, oft á þar til gerðum svæðum. [/quote:i26rcr3d]

    Fari þetta í gegn verður væntanlega þörf á að skoða hvernig almenn slysatrygging snýr að þessu. Veit að Ísalp hefur verið í heilmiklum pælingum varðandi tryggingar í klifri, en menn hafa þurft að kaupa rándýrar tryggingar til að vera tryggðir í slíku sporti. Það er kannski það sem fyrir okkur liggur, þ.e. að kaupa fyrir morðfé sérstaka tryggingu fyrir akstur á snjó.

    Kv – Skúli





    13.05.2012 at 00:18 #754185
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Ég hef ekki lesið lögin alminnilega svo ég er ekki dómbær á hvað stendur þar. En hvað varðar upphæðir þá sé ég ekki að einhverskonar tryggingaviðauki til snjóferða þurfi að vera svo hrikalega há upphæð. Ég er ekki viss um að alvarlegu slysin sem á annað borð eru bótaskyld séu svo mörg m.v. fjölda jeppa í umferð. Hvað haldið þið?





    13.05.2012 at 00:43 #754187
    Profile photo of Ívar Örn Lárusson
    Ívar Örn Lárusson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 509

    ég hugsa reyndar að fjárhæðaviðbótin í slíkum tryggingum gæti verið þónokkur.

    Er örugglega af og til slys á fólki á fjöllum og fjöldinn sem þarf að borga þessi slys er orðinn svo lítill





    13.05.2012 at 15:28 #754189
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Kæmi á óvart ef tryggingafélögin myndu verðleggja svona tryggingu lágt, en hugsanlega gæti klúbburinn komið á einhverjum dílum um það.
    En fyrsta skrefið er væntanlega að gera athugasemdir við þetta og reyna að fá þetta lagfært eitthvað með viðræðum (lobbíisma). Væntanlega þarf að svara eitthvað þessum röksemdum í athugasemdunum. Þarna segir: "Síðar hafa bæst við margar tegundir ökutækja sem mörg hver eru bæði notuð í almennri umferð og t.d. í leikjum og keppni. " Það má náttúrulega með góðum rökum halda þvi fram að þegar jeppi er notaður til ferðalaga á snjó sé ekki um að ræða leik eða keppni, heldur sé þar verið að nota bílinn sem samgöngutæki á ferðalagi, rétt eins og fjölskyldubíllinn sem notaður í sumarfríi fjölskyldunnar eftir hringveginum. Fullkomlega sambærilegt. Má kannski halda fram að þetta séu einhver mistök. Hugsanlega væri hægt að leggja til að þetta sé útfært þannig að ökumannstryggingin gildi nema í keppni og inni á sérstökum akstursíþróttasvæðum. Það ætti að ná þessu sem talað er um í athugasemdunum.
    Kv – Skúli





    24.05.2012 at 19:39 #754191
    Profile photo of Hafliði Sigtryggur Magnússon R-3833
    Hafliði Sigtryggur Magnússon R-3833
    Keymaster
    • Umræður: 32
    • Svör: 604

    Við sendum inn í gær athugasemdir við frumvarpið, Ella vann þær fyrir okkur af sinni alkunnu snilld.

    Kveðja,
    Hafliði





    25.05.2012 at 09:37 #754193
    Profile photo of Hjörtur Sævar Steinason
    Hjörtur Sævar Steinason
    Participant
    • Umræður: 89
    • Svör: 1242

    Góðan daginn,
    þetta er mjög vel gert hjá ykkur !!!

    Kveðja Hjörtur og JAKINN.is





    27.05.2012 at 01:05 #754195
    Profile photo of Ragnar Magnússon
    Ragnar Magnússon
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 171

    stórt like á þetta





    27.05.2012 at 01:44 #754197
    Profile photo of Guðlaugur Jónason
    Guðlaugur Jónason
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 210

    Flott.





  • Author
    Replies
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.