This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by sigurfari 20 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar og gleðilegt ár.
Eins og e-h ykkar vita varð ég fyrir því um daginn að 44″ dekkjunum mínum, ásamt felgum var stolið úr læstri geymslu þar sem ég vinn. En það var smá ljós í myrkrinu, þar sem heimilistryggingin hjá mér náði yfir þennan skaða þar sem hún bætir þau dekk SEM SKRÁÐ ERU UNDIR BÍLNUM (bílinn hjá mér er sem betur fer breittur fyrir og skráður á 44″) og eru í læstri geymslu þar sem sjáanlegt tjón eftir innbrot sést. Þetta er óháð því hvort geymslan ykkar er á heimilinu eða vinnustað eða e-h staðar annarsstaðar.
Ég er tryggður hjá Sjóvá og voru þeir í alla staði hinir almennilegustu og kynntu sér verð á þessum hlutum, (16″ Landcruser felgur liggja ekki á lausu og verðið á þeim frekar hátt)ásamt notuðum 44″ dekkjum og gerðu svo tilboð sem ég gekk strax að og var sáttur við.
Ég vil því eindregið hvetja ykkur til að ath hvort þið séuð vel tryggðir því það er verulega þungt (tala nú um ekki um rétt eftir jól) að bera svona skaða. Þó vona ég að til þess þurfi ekki að koma að þið þurfið að notfæra ykkur þær.
Ég vil að lokum þakka ykkur sem hringduð til að reyna að aðstoða mig við að hafa uppi á dekkjunum. Því miður, þorir sá sem getur veitt upplýsingar ekki að tjá sig…
kveðja, Guðni
You must be logged in to reply to this topic.