This topic contains 59 replies, has 1 voice, and was last updated by Símon Sigurðsson 16 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Þetta er einungis sett inn með skemmtum og dægradvöl í huga. Eiginlega enginn tilgangur með þessari færslu annað en að menn hafi gaman af.
Tiltölulega gamall Unimog sem áður var í eigu einhverjar björgunarsveitar (að ég held HSSR) og kom þar af leiðandi hreinn og nánast ónotaður í hendur þáverandi eiganda síns þar sem hann var notaður í túristakeyrslu.
Sá eigandi „pimpaði“ hann aðeins upp, þjófum og öðrum misindismönnum til mikillar ánægju, þar sem hann hefur að ég held íslandsmetið í innbrotum. Dekkin telja einhverstaðar á milli 46 til 52″ og eru felgurnar hannaðar til að geta ráðið við úrhleypingar. Þessi bíll er og var kannski ekki sá hraðskreiðasti en það var ekki margt sem stoppaði hann.
Eitt af uppáhaldsaugnablikum mínum á þessum bíl var þegar ég keyrði fram hjá Jóni Ásgeiri baugs manni föstum á skafli á Hummer (nema hvað) á leið upp í Bragabót. Var búinn að hleypa vel úr Unimogginum og lallaði í gegnum skaflinn við hliðina án átaka. Það sem kannski gerði þessa athöfn enn ánægjulegri var að ég var með 20 starfsmenn Hagkaupa í skemmtiferð, sem alveg nærri því fóru á límingunum við það að „yfirtaka“ eiganda sinn.
Því miður hefur þessi bíl mátt muna fífill sinn fegri þessa daganna, en von er á að sá sem breytti bílnum í sínum tíma eignist hann aftur og geri hann aftur starf og ferðahæfan. Eflaust eru nokkrir hér á þessu spjalli sem geta sagt eitthvað um þennan bíl þar sem hann hefur komið víða, og óska ég hér með eftir góðum sögum.
Þessar myndir eru teknar á leiðinni upp að Sólheimaskála í maí 2000.
Kveðja
Birkir R
You must be logged in to reply to this topic.