FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Trukkur með reynslu

by Birkir Rútsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Trukkur með reynslu

This topic contains 59 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Símon Sigurðsson Símon Sigurðsson 17 years ago.

  • Creator
    Topic
  • 08.05.2008 at 20:46 #202419
    Profile photo of Birkir Rútsson
    Birkir Rútsson
    Participant

    Þetta er einungis sett inn með skemmtum og dægradvöl í huga. Eiginlega enginn tilgangur með þessari færslu annað en að menn hafi gaman af.

    Tiltölulega gamall Unimog sem áður var í eigu einhverjar björgunarsveitar (að ég held HSSR) og kom þar af leiðandi hreinn og nánast ónotaður í hendur þáverandi eiganda síns þar sem hann var notaður í túristakeyrslu.

    Sá eigandi „pimpaði“ hann aðeins upp, þjófum og öðrum misindismönnum til mikillar ánægju, þar sem hann hefur að ég held íslandsmetið í innbrotum. Dekkin telja einhverstaðar á milli 46 til 52″ og eru felgurnar hannaðar til að geta ráðið við úrhleypingar. Þessi bíll er og var kannski ekki sá hraðskreiðasti en það var ekki margt sem stoppaði hann.

    Eitt af uppáhaldsaugnablikum mínum á þessum bíl var þegar ég keyrði fram hjá Jóni Ásgeiri baugs manni föstum á skafli á Hummer (nema hvað) á leið upp í Bragabót. Var búinn að hleypa vel úr Unimogginum og lallaði í gegnum skaflinn við hliðina án átaka. Það sem kannski gerði þessa athöfn enn ánægjulegri var að ég var með 20 starfsmenn Hagkaupa í skemmtiferð, sem alveg nærri því fóru á límingunum við það að „yfirtaka“ eiganda sinn.

    Því miður hefur þessi bíl mátt muna fífill sinn fegri þessa daganna, en von er á að sá sem breytti bílnum í sínum tíma eignist hann aftur og geri hann aftur starf og ferðahæfan. Eflaust eru nokkrir hér á þessu spjalli sem geta sagt eitthvað um þennan bíl þar sem hann hefur komið víða, og óska ég hér með eftir góðum sögum.

    Þessar myndir eru teknar á leiðinni upp að Sólheimaskála í maí 2000.

    Kveðja
    Birkir R

  • Creator
    Topic
Viewing 19 replies - 41 through 59 (of 59 total)
← 1 2 3
  • Author
    Replies
  • 13.05.2008 at 23:36 #622722
    Profile photo of Einar Steinsson
    Einar Steinsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 752

    Þetta er það versta við þessa bíla, maður er alltaf á nálum að setja þá niður á rassinn eða kviðinn við svona aðstæður. Búin að þurfa nokkrum sinnum að stoppa og hlaða undir til að komast yfir svona hvörf. Að öðru leiti er alveg magnað hvað er hægt að komast á þessum hlunkum.
    Aaa…. þetta voru skemmtilegir tímar :) Bið að heilsa pabba þínum Bazzi.





    13.05.2008 at 23:40 #622724
    Profile photo of Þorbjörn
    Þorbjörn
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 545

    Einar varst þú að keyra hjá Jóa á þessum tíma ?





    13.05.2008 at 23:46 #622726
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 1919

    þú ert útí austurríki??? ég var búinn að tjekka á þessu, en Einar og Matti (fráfarandi umhverfisnefndarm) voru báðir að keira hjá Jóa og fengu þessa gömlu góðu daga…

    En við skulum ekki draga þennann góða þráð of langt frá efninu… fleirri flottar trukkamyndir. það voru nú fleiri rútufélög með einhverja trukka… Bjarni í túni, austurleið, Guðmundur Jónasson, Sæmundur, Helgi Pétursson, og fleirir og fleirir…
    það er löngu búið að fynna upp myndavélina. komið þessu á netið

    Ég er t.d. með bunka af myndum frá Brand. sem þurfa að komast í góðann skanna, veit einhver um ódýra þjónustu.





    13.05.2008 at 23:51 #622728
    Profile photo of Einar Steinsson
    Einar Steinsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 752

    Ég var að keyra hjá Jóa milli 1994 og 2000 minnir mig. Ekki svo langt síðan.





    14.05.2008 at 00:19 #622730
    Profile photo of Björn Pálsson
    Björn Pálsson
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 46

    Ingi áttu engar myndir af gamla 16?
    bestu kveðjur Björn Pálsson





    14.05.2008 at 05:03 #622732
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Þessi þráður er einn sá alskemmtilegasti sem ég man til að hafi orðið til í tengslum við f4x4. Ég var að velta því fyrir mér í tengslum við Unimogana sem verið er að tala um hér fremst í þræðinum, hvort Unimog sem verið hefur "heimilisfastur" að bænum Hvalshöfða í Hrútafirði undanfarin ár og hefur að því manni hefur sýnst verið notaður í skólaakstur, geti verið einn af þessum bílum? Reyndar hef ég ekki séð hann á hlaðinu að Hvalshöfða núna í vor, þannig að hann getur svo sem verið farinn þaðan núna. Spurning hvort einhver af húnvetnsku félögunum getur sagt okkur eitthvað um það?
    kv.





    14.05.2008 at 08:17 #622734
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir ég á slatta af myndum af trukkunum hans Jóa og myndir af öðrum trukkum á fjöllum líka ég skal reyna að setja myndir inn fljótlega.Ég var að vinna hjá Jóa frá árinu 1988 til um 2000 og var flest árin á sjöuni góðu.
    KV:Matti





    14.05.2008 at 10:44 #622736
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 1919

    er þetta ekki gamli 16? [img:1v2waru8]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/6145/51373.jpg[/img:1v2waru8]

    vona að hann [url=http://www.f4x4.is/new/profile/default.aspx?file=3598:1v2waru8][b:1v2waru8]Gústav Sveinsson[/b:1v2waru8][/url:1v2waru8] hafi ekki orðið sár út í mig þótt ég stelist í myndina hans





    14.05.2008 at 12:21 #622738
    Profile photo of Einar Steinsson
    Einar Steinsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 752

    Þessar myndir eru teknar 1988 eða 9 við Steinholtsá eftir að ökumaður á eldhústrukki frá Guðmundi Jónassyni gerðist full bjartsýnn og reyndi að fara upp á móti straum í miklum vatnavöxtum. Trukkinn þraut hreinlega afl og komst ekki lengra, síðan gróf undan honum og hann valt, um borð voru ökumaður og tvær ráðskonur. Önnur þeirra var komin út úr bílnum og sjónarvottur sagði að hún hefði verið komin hálf undir bílinn en verið svo heppin að hann valt á "rétta" hlið og hífði hana upp úr vatninu.
    [img:l4gdcltf]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5961/51376.jpg[/img:l4gdcltf]

    Þarna standa R 342 frá GJ og X 853 frá SBS á bakkanum. Ég var á X 853 ásamt Gulla heitnum á leiðinni að sækja fólk í Langadal sem hafði verið rútu sem festist í Krossá daginn áður (myndir af því er hægt að finna í link fyrr í þessum þræði hjá Þorbirni Gerðar)
    [img:l4gdcltf]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5961/51378.jpg[/img:l4gdcltf]

    R342 komin yfir að gera sig kláran að koma böndum í eldhúsbílinn.
    [img:l4gdcltf]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5961/51377.jpg[/img:l4gdcltf]

    Við Gulli komnir yfir líka. Á þakinu á eldhústrukknum er skálavörður úr Langadal sem ég man því miður ómöguleg hvað heitir, á bakkanum snýr baki í okkur Guðmundur Gunnarson frá GJ, Eygló skálavörður í Langadal og Gulli frá SBS.





    14.05.2008 at 12:39 #622740
    Profile photo of Birkir Rútsson
    Birkir Rútsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 135

    Þessi bíll frá SBS, er þetta nokkuð sá sami eða skyldur honum.

    [img:31fzqk0w]http://pic50.picturetrail.com/VOL401/10947701/19468335/317258326.jpg[/img:31fzqk0w]

    [img:31fzqk0w]http://pic50.picturetrail.com/VOL401/10947701/19468335/317258324.jpg[/img:31fzqk0w]

    Rakst á þennan bíl í Danmörku enn á númerum og skoðaður 07 en get nú ekki séð að hann er í nothæfu ástandi. Útigangsmenn búnir að hreiðra um sig í honum og tölvuskjáir og annað meint þýfi á víð og dreif.

    Væri annars gaman ef einhver veit hvaða bíll þetta er.





    14.05.2008 at 13:08 #622742
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Getur ekki verið að hann svari nafninu Kiddi?
    Stór maður, meðlimur í HSSK, eins og reyndar flestir sálaverðir í Langadal voru um áraraðir.

    Rúnar.





    14.05.2008 at 13:14 #622744
    Profile photo of Olgeir Engilbertsson
    Olgeir Engilbertsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 463

    Skemmtilegur þráður þetta.Ég ætla að reyna að setja hér mynd af bíl sem Bergur Sæmundsson í Stóru Mörk átti lengi og notaði í túristakeyrslu,aðallega í Þórsmörk. Þetta var að stofni til frambyggður kanadiskur Chevrolet vörubíll með drifi á öllum hjólum held ég örugglega. Bjarni í Túni átti svipaðan bíl. Trukkurinn hans Bergs var með farþegarýmið laust frá stýrishúsinu,sem er til bóta í veltingi og torfærum. Ekki þótti öllum þetta fallegur bíll og fékk viðurnefnið Bergljót. Við í ungmennafélaginu fórum í þessum bíl í Þórsmörk 1959 og þá tók ég myndina á gamla kassavél. Enn vantar hérna myndir af frægum fjallabílum svo sem Jólatrénu hans Guðmundar Jónassonar, Soffíu í Reykholti og fleirum.





    14.05.2008 at 13:15 #622746
    Profile photo of Einar Steinsson
    Einar Steinsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 752

    Alveg rétt hjá þér Rúnar. Olgeir sendu mér myndirnar og ég skal koma þeim inn: einar@ulfur.net . Bíllinn í Danmörku gæti verið gömul Scania frá Norðurleið.





    14.05.2008 at 15:14 #622748
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 1919

    þetta myndaalbúm þyrfti að komast inná þessa umræðu…
    [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=oldsite/303:1pogsuve][b:1pogsuve]unimogar[/b:1pogsuve][/url:1pogsuve]

    en þessi jaxl var/er inní frétta innskoti lengi vel á rúv, þar sem hann maraði ofaní einhverri á f. austann, en farðegunum var víst bjargað af þaki hans í gúmmíbát….. það væri skemmtilegra ef aðrir gætu sagt þessa sögu sem myndu hana betur. en ég man að hann var hífður í land með krana og var kominn í akstur fljótlega aftur.

    [img:1pogsuve]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/303/4081.jpg[/img:1pogsuve]





    14.05.2008 at 18:19 #622750
    Profile photo of Baldur Gunnarsson
    Baldur Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 43
    • Svör: 821

    Bazzi, ef þetta er bíllinn sem ég held þetta sé, þá fór hann í Jökulsá á Fjöllum þar sem hún rann inn á veginn á leiðinni uppí Herðubreiðarlindir. Mig minnir að skálaverðir þar hafi fyrst komið með bát, síðan fóru félagar úr Björgunarsveitinni Garðari á Húsavík þarna upp eftir á bláum ljósum með bát og björguðu fólkinu. Þyrla kom líka á staðinn og flutti eitthvað af liðinu á sjúkrahúsið á Húsavík.

    Þetta var líklega sumarið 2000. Því ég man eftir því hvað netagerðin sem ég var að vinna í nötraði þegar super-puman fór yfir okkur í hægu lágflugi.

    Væri nú gaman að heyra hvort hann hefur verið lagaður eftir þetta allt saman?





    14.05.2008 at 19:00 #622752
    Profile photo of Einar Steinsson
    Einar Steinsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 752

    Hérna kemur myndinn frá honum Olgeir "[url=http://www.f4x4.is/new/profile/default.aspx?file=4566:yqodzfl6][b:yqodzfl6]Weapon[/b:yqodzfl6][/url:yqodzfl6]"
    [img:yqodzfl6]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5961/51405.jpg[/img:yqodzfl6]
    Eftirfarandi texti fylgdi með myndinni frá honum:
    Þessi mynd er nú ekki mjög skýr,en samt segir hún sitthvað um ferðamátann á þessum árum,fatnað og fl. Ég sá einhversstaðar að þegar Chevrolet vörubílarnir voru teknir úr kössunum kom í ljós að einn bíllinn var Ford. Það var bíllinn sem Guðmundur Jónasson eignaðist og keyrði á yfir Tungnaá á Tangavaði 1949 og svo fyrsti bíll yfir Hófsvað 1950. Enn vantar marga gamla trukka eins og frambyggða Reoinn sem Austurleið átti auk þeirra sem ég nefndi í pistlinum á undan. Gaman af svona þráðum frekar en einhverju skítkasti út og suður.





    14.05.2008 at 20:03 #622754
    Profile photo of Ásgeir Bjarnason
    Ásgeir Bjarnason
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 340

    Óhappið sem Múkinn hér fyrir ofan lenti í var í Jökulsá á Fjöllum og barst þar með straumnum eina 500 metra. Bílstjórinn sá þann kost vænstan að skella sér til sunds í beljandi stórfljótið og reyna að labba til baka í þeirri vona að mæta einhverjum eða allavega reyna að komast uppí Herðubreiðalindir og gera skálavörðum viðvart. Þegar hann náði landi fleiri hundruð metrum neðar var hann svo kaldur og magnþrota að hann gat sig nánast hvergi hreyft. Þá var þýskur hjólreiðamaður þegar farinn af stað inn að Herðubreiðarlindum til að láta vita af óhappinu. Síðan var kallað út allt tiltækt lið björgunarsveita og lögreglu og Landhelgisgæslan látin vita. Þyrlan átti þó erfitt um vik að komast á staðinn þar sem töluverð þoka var á staðnum. Brugðu björgunarsveitarmenn þá á það ráð að fleyta björgunarbáti í böndum niður að Múkkanum og reyna þannig að ná til farþeganna. Sá bátur rifnaði og björgunarmennirnir komust við illan leik upp á þak rútunnar, sem nú var nánast alveg komin á kaf. Þegar þarna var komið var þyrlan komin af stað en fór frekar hægt yfir sökum þoku og þurfti að þræða í lágflugi upp ána. Nú var kominn vélknúinn björgunarbátur á staðin og var hann notaður til að ferja fólkið í land. Engin teljanleg slys urðu á fólki, en þetta er þó rútuferð sem rennur farþegunum seint úr minni.
    .
    Þetta er sagan í mjög grófum dráttum eins og ég man hana úr bókinni Útkall; Upp á líf og dauða, eftir Óttar Sveinsson sem kom út árið 2000. Í þeirri bók eru alveg magnaðar myndir og ótrúlega skemmtileg frásögn um óhappið. Ég hvet alla til að lesa Útkalls bækurnar hans Óttars, alveg frábærar bækur.

    Kv.
    Ásgeir

    P.s. Múkkinn var lagaður og notaður í mörg ár eftir þetta og gæti þess vegna verið enn í notkun





    14.05.2008 at 20:58 #622756
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    ‘Eg var fyrir norðan þegar þetta gerðist og fór með Jóa og fleirum þarna uppeftir að ná múkkanum upp.Það var Kári og stelpa með honum sem voru landverðir í Lindum sem reyndu fyrst að fara á litlum báti að bjarga fólkinu en voru hætt komin sjálf við það.En að ná múkkanum upp þá var settur spotti í gegnum báðar hliðarrúðurnar að aftan og síðan hengt aftan í blökk á úralnum minnir mig og svo dró gamla dreka scanian hann að landi og hífði hann síðan upp á pall og skilaði honum í bæinn.Hann var allur hreinsaður að innan sem var mikil vinna og allur verkaður upp,þess má geta að nmt símin virkaði eftir að hann var þurkaður og hreinsaður.Fólkið hélt svo áfram á sjöunni með sama bílstjóra undir stýri og kláraði ferðina eftir smá hressinu og aðhlynningu á Húsavík.Í Útkallsbókinni eru myndir frá mér og fleirum af þessu og góð frásögn.
    Og múkkinn er enn í fullu fjöri
    KV:Matti





    14.05.2008 at 21:51 #622758
    Profile photo of Símon Sigurðsson
    Símon Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 91

    Þetta er búinn að vera mjög líflegur og jafnframt fróðlegur þráður. Ég var að vinna í Kárahnjúkum nánast frá byrjun og sá alfarið um rútukeyrslu á svæðinu. Þvímiður þá komu flestir bílarnir ekki vel undan þessu volki og voru aðstæður oft á tíðum vægast sagt hrikalegar. Maður var keyrandi í göngum tugi kílómetra þar sem þau rúmuðu varla rúturnar "trukkana". Svo var það gilið, maður var að keyra niður í gilið í þannig aðstæðum að maður hélt að það væri mannlega ómögulegt, keðjaður á öllum skautandi niður mesta bratta sem ég hef séð á ævinni. Ég veit hreinlega ekki hvernig maður komst lífs af. Ég var mest á sjöunni eins og þið kallið hana, vestfjarðaleiðinni. Hún var alveg eins og hugur manns og þetta var einn af tveim bílum sem komust allt og bilaði nánast aldrei. Ég er með nokkrar myndir sem mig langar að deila með ykkur. Sjáiði Magirus Deutz trukkinn, þetta er ein sú svaðalegasta, hægt að setja undir hann endalaust stór dekk. Hann er til sölu sá með 40 sætum, beltum og öllu klabbinu. kíkið á slóðina og klikkið á "rútur" [url=http://nomis97.tripod.com/id15.html:3kfpgxj9][b:3kfpgxj9]Kárahnjúkarútur[/b:3kfpgxj9][/url:3kfpgxj9]





  • Author
    Replies
Viewing 19 replies - 41 through 59 (of 59 total)
← 1 2 3

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.