Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Trukkur með reynslu
This topic contains 59 replies, has 1 voice, and was last updated by Símon Sigurðsson 16 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
08.05.2008 at 20:46 #202419
Þetta er einungis sett inn með skemmtum og dægradvöl í huga. Eiginlega enginn tilgangur með þessari færslu annað en að menn hafi gaman af.
Tiltölulega gamall Unimog sem áður var í eigu einhverjar björgunarsveitar (að ég held HSSR) og kom þar af leiðandi hreinn og nánast ónotaður í hendur þáverandi eiganda síns þar sem hann var notaður í túristakeyrslu.
Sá eigandi „pimpaði“ hann aðeins upp, þjófum og öðrum misindismönnum til mikillar ánægju, þar sem hann hefur að ég held íslandsmetið í innbrotum. Dekkin telja einhverstaðar á milli 46 til 52″ og eru felgurnar hannaðar til að geta ráðið við úrhleypingar. Þessi bíll er og var kannski ekki sá hraðskreiðasti en það var ekki margt sem stoppaði hann.
Eitt af uppáhaldsaugnablikum mínum á þessum bíl var þegar ég keyrði fram hjá Jóni Ásgeiri baugs manni föstum á skafli á Hummer (nema hvað) á leið upp í Bragabót. Var búinn að hleypa vel úr Unimogginum og lallaði í gegnum skaflinn við hliðina án átaka. Það sem kannski gerði þessa athöfn enn ánægjulegri var að ég var með 20 starfsmenn Hagkaupa í skemmtiferð, sem alveg nærri því fóru á límingunum við það að „yfirtaka“ eiganda sinn.
Því miður hefur þessi bíl mátt muna fífill sinn fegri þessa daganna, en von er á að sá sem breytti bílnum í sínum tíma eignist hann aftur og geri hann aftur starf og ferðahæfan. Eflaust eru nokkrir hér á þessu spjalli sem geta sagt eitthvað um þennan bíl þar sem hann hefur komið víða, og óska ég hér með eftir góðum sögum.
Þessar myndir eru teknar á leiðinni upp að Sólheimaskála í maí 2000.
Kveðja
Birkir R -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.05.2008 at 18:39 #622682
Hér er mynd af nýja vörubílnum okkar í HSSR. Hann svarar nafninu Reykur 6. Ferlíkið á bakinu á honum heitir Boli
[img:2d9m2fui]http://www.hssr.is/images/myndaalbum/ALM_0509_2133_31_1.jpg[/img:2d9m2fui]
Vantar kannski eitthvað inn á myndina maður átti sig á stærðinni, en ég er rétt um 170 cm á hæð og get gengið uppréttur undir beltin á Bola þegar hann er þarna uppá. Hæð uppá hæðsta punkt á Bola er 495 cm þegar hann er á vörubílnum
fleiri myndir er af þessum tækjum er að finna á:
[url=http://www.hssr.is:2d9m2fui][b:2d9m2fui]www.hssr.is[/b:2d9m2fui][/url:2d9m2fui]
11.05.2008 at 18:47 #622684Svona úr því að ég er byrjaður á þessu, þá setti ég líka inn mynd af Reyk 1. Ákaflega góður bíll, og fallegur.
[img:vlynhxtm]http://www.skatinn.net/reykur1.jpg[/img:vlynhxtm]
11.05.2008 at 19:09 #622686Gaman að sjá myndirnar af þessari Markafljótsþveringu, óraði ekki fyrir að það væru til svona margir gamlir hertrukkar í nothæfu ástandi á Íslandi.
Varðandi París Dakar, þá var þetta nú þannig að þessir trukkar höfðu sinn eiginn flokk þar sem það voru einingis keppnistrukkar. Þeir bílar áttu lítið skillt við hinn almenna trukk á götunni og voru röragrindur með einhvern risamótor allt að 1000 hö.
Að minni bestu vitund lagði þessi flokkur upp laupanna eftir óhapp þar sem einn trukkurinn var að taka fram úr öðrum n.b. keppnisjeppa, fyrir utan veg og krassaði og létust allir þrír í trukknum. Þetta var einnig staðreyndin með ofurbílaflokkinn sem var í WRC keppninni og síðar kom í París Dakar. Og þá er ég tala um gömlu Peugeot 205 og 405 bílanna og kannski aðra, þekki ekki það svo nákvæmlega.
Man-inn sem umræðir á þessum spjallþræði var að mér skildist í rauninni þjónustubíll fyrir eitthvað lið en þjónustubílarnir eru einnig í innbyrðiskeppni. Bíllinn er byggður á venjulegri grind og er með tiltölulega óbreytta vél frá því sem sett var í framleiðslu. Það er helst gírkassinn og fjöðruninn sem eru öðruvísi. Kassin er 6 gíra í staðinn fyrir 5, og fjöðrunin er annar kapituli útaf fyrir sig.
Á þessari klippu frá París Dakar 1988 sést þegar einn af þessum "ofurtrukkum" er einmitt að taka fram úr "venjulegum" keppnisbíl.
[url=http://youtube.com/watch?v=9yd0Fis9DeE&feature=related:1ig4en3a][b:1ig4en3a]MAN twin Turbo París Dakar 1988[/b:1ig4en3a][/url:1ig4en3a]
En svona lýtur blessaður út í dag:
[img:1ig4en3a]http://pic50.picturetrail.com/VOL401/10947701/19468335/316758138.jpg[/img:1ig4en3a]Þótt þetta sé farið að fjarlægast upprunalega umræðuefnið nokkuð vil ég benda á þetta myndband af Ari Vatanen keyra Peugeot 405 í Pikes Peak.
[url=http://youtube.com/watch?v=TKgeCQGu_ug:1ig4en3a][b:1ig4en3a]Ari Vatanen Peugeot 405 Pikes Peak[/b:1ig4en3a][/url:1ig4en3a]
11.05.2008 at 20:46 #622688þetta er bara geðveikt og heyriði kraftinn
það liggur við að maður finni kraftinn við að
horfa a þetta sjukt va maðurkveðja Helgi
11.05.2008 at 21:57 #622690Úr myndasafni,,eigandi mynda [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=cars/4458/31173:2pyp1wp7][b:2pyp1wp7]Otti Rafn Sigmarsson[/b:2pyp1wp7][/url:2pyp1wp7]
11.05.2008 at 22:00 #622692The Pikes Peak International Hill Climb, stundum nefnd The Race to the Clouds er ein sögufrægasta kappaksturskeppni sem haldin er. Hún fer fram á leiðinni upp hið 4301m háa Pikes Peak vestan við Colorado Springs í Colorado USA. Keppnin var haldin í fyrsta sinn 1916, vegalengdin sem ekin er er tæpir 20km, byrjað í 2862m hæð og klifrað upp um 1439m upp á topp. Það eru 156 beyjur á leiðinni og meðalbrattinn 7%.
Núverandi met er 10:01.408min sett í fyrra (2007) af japananum Nobuhiro Tajima á sérsmíðuðum 1000hp Suzuki XL7. Vinningstíminn í fyrstu keppninni 1916 var 20:55.40min.
Myndbandið sem Birkir benti á er margverlaunuð stuttmynd frá 1988 gerð af franska leikstjóranum Jean Louis Mourey og heitir "Climb Dance" Ari Vatanen sigraði þá keppnina á Peugeot 405 Turbo 16 GR á tímanum 10:47.77min sem var þá nýtt met.
Þess má geta að í keppninni er líka trukkaflokkur og þar með er hægt að snúa sér aftur að alvörubílum (lesist trukkum) og þar með efni þráðarins eftir þennan útúrdúr.
11.05.2008 at 22:17 #622694Enn Hvar trukkurinn hans Varða úr Kópavogi,
Hann var 6×6 alvöru tæki, vantar myndir af honum,
Varði minn var hann ekki Gemsi eða hvað.
Já fyrigefðu Þorvarður Ingi, en þessi gamli hlúnkur er
alveg miljón.
kv A Sig./ ö1235
12.05.2008 at 09:49 #622696Jamm, það var líka alveg milljón að gera Reóinn út!
Þú finnur myndir á vefsíðunni minni http://www.boreal.is/g/main.php
amk í albúmunum "Rútuútgerð", "Reo Studebaker" og "Dr. Ulrich Münzer". Á heimasíðunni er ég líka búinn að skrá sögu Reosins að einhverju marki.
Ingi
12.05.2008 at 11:55 #622698ég var að fletta í gegnum myndir áðan, s.s. myndir af vestfjarðarleiðar rútum, vetrar myndir úr þórsmörk og fl. Fynnst það magnað hvað menn þorðu að fara útí á þessum tækjum, Verð að gefa honum Jóa í vestfjarðaleið stóran + fyrir að hafa smíðað og rekið þessa bíla, en þar eru nokkrir trukkar sem ekki er hægt annað en að bera virðingu fyrir, t.d. ellefan, 4, ég sá þarna flottann iveco og svo náttla múkkinn….
Hvar er hægt að skanna svona myndir ódýrt. þetta eru c.a 4-500 stk og gaman væri að koma þessu einhverstaðar á netið ef leifi fengist fyrir því.
12.05.2008 at 12:58 #622700Sæll Bazzi,
ég er svo fatlaður að ég bara tek stafrænar myndir af gömlu myndunum mínum á vél sem tekur nærmyndir. Ég er að vinna í að koma upp myndasafni m.a. af rútum, trukkum o.s.frv. Ég er alveg til í að vista rjómann af myndunum þínum á heimasíðunni minni ,a.m.k. kíktu á hana. Fljótlega kemur einhver gomsa af myndum til viðbótar.
Ingi
12.05.2008 at 13:00 #622702Þetta er gaman að sjá, mjög svo áhugaverður þráður og skemmtileg lesning.
Þessi trukkamenning sem var hér áður fyrr var auðvitað nokkuð mögnuð. Við hér í Grindavík eigum ennþá þennan svakalega trukk og enn þann dag í dag rekur fólk upp stór augu þegar hann keyrir framhjá.
Það merkilega við þessar MAN trukka og þá sérstaklega þessar Kat1 týpur er það að þeir eru á gormafjöðrun líkt og margir jeppar. Þið getið ímyndað ykkur hvernig þetta dótarí virkar í allskyns torfærum. Helsta notkun fyrir þennan ágæta trukk hérna í Grindavík er að hann getur keyrt í miklu stórgrýti og ófærð og er hann því mjög öflugur til þess að keyra í fjörunum hér í kring og þegar skipströnd voru nú næstum því á hverju ári hér við Grindavík þá kom hann sér ótrúlega vel.Það var árið 1986 sem að MAN trukkurinn okkar kom til landsins en það var einhver íslenskur bifvélaverkfræðingur í Þýskalandi sem fékk þá hugmynd að flytja svona bíla inn, sá fyrsti kom til björgunarsveitarinnar Ingólfs í Reykjavík og seinni bíllinn kom til okkar. Eftir það fór þetta svo að streyma inn til landsins eða þannig. Síðla árs 1986 kom bíllinn til okkar og í byrjun árs 1987 var hann kominn með stóran gám eða kassa að aftan sem átti að græja undir farþega og nota sem stjórnstöð. Ætli það hafi ekki verið síðsumars eða um haust 1987 þegar farið var í fyrstu fjallaferðina ef fjallaferð má kalla. Þá fór sveitin í útilegu á trukknum og fleiri einkabílum og var þá farið í Núpstaðarskóg. Þessi saga lifir ennþá hér fyrir sunnan og var ég nú ekki mjög gamall þegar þessi ferð átti sér stað en ég fékk nú samt að fara með. Þegar komið var í Núpstaðarskóg eða á leiðinni þangað inneftir fengu menn auðvitað að reynslu aka þessum svakalega trukk og prófa í ánum með þeim fyrirvara að passa sig á sandbleytu. Það var einn sem passaði sig ekki alveg nógu vel og dýfði framendanum á trukknum á kaf í sandbleytu í einum álnum á Núpsá. Menn voru nú ekkert mjög sáttir með þetta enda trukkurinn pikk fastur. Þá var hafist handa við mokstur en blautur sandur var ekki mjög auðveldur viðeignar. Þá voru hengdir aftan í trukkinn einir 5 bílar sem allir kipptu í á sama tíma en hann bara haggaðist ekki. Eftir nokkrar klukkustundir voru menn komnir að því að gefast upp en þá datt einhverjum það snjallræði í hug að kippa út tveimur fiski körum, sem voru undir farangur aftan í trukknum. Menn gengu svo upp eftir álnum með skóflur og körin tvö og stoppuðu þar sem álinn byrjaði. Þá settu þeir annað karið út í og á með einn hélt við þá fylltu hinir það af grjóti og sandi og fljótlega sat það fast. Sama var svo gert við næsta kar og svo var stórum steinum rúllað út í. Með þessu veittu þeir ánni frá trukknum og fengu því frið frá rennandi vatni á meðan þeir mokuðu. Svona hafðist bíllinn upp, 13 tímum seinna…
Ég hef undanfarið verið að kynna mér nýrri útgáfu af svona bílum og fór til Þýskalands um daginn til þess að prufuaka og skoða svona trukka. Endilega skoðið myndir frá þessu á síðunni hjá mér. Þessi bíll sem við erum að skoða á þessum myndum er MAN kat1a1 og árgerð 1999. Hann er útbúinn með einhverja tjakka í stað gorma. Í þessum tjökkum er einhver blanda af gasi og glussa og fjaðrar hann eins og hann sé gormum en með þeim möguleika að geta hækkað sig og lækkað eftir því hvernig landslagið er… Nokkuð magnaðar þessar hergræjur.
Slóð á albúm: http://album.123.is/?aid=67747&vt=all
Svo var ég að þvælast í Þýskalandi og Danmörku um daginn og rakst á 12 svona stykki á Hiab verkstæði í Danmörku. Þessir eru 8×8 og brynvarðir og á fjöðrum… Eiginlega bara fáránlegt. Mér var tjáð það á þessum stað að þetta væri 2008 módel af trukkum fyrir Danska herinn og að stykkið kostaði um 50 milljónir…
http://cs-001.123.is/DrawPicture.aspx?i … 09219&s=MS
Gat einhverra hluta vegna ekki sett inn þessa mynd, kann það hreinlega ekki…
Kv.
Otti Sigmarsson
12.05.2008 at 13:08 #622704[img:146xtwlw]http://cs-001.123.is/DrawPicture.aspx?id=564e3b2a-c224-479e-b464-e32242409219&s=MS[/img:146xtwlw]
[url=http://album.123.is/?aid=67747&vt=all:146xtwlw][b:146xtwlw]albúmið hans otta[/b:146xtwlw][/url:146xtwlw]
12.05.2008 at 14:24 #622706Af því að Bazzi minntist á Jóa í Vestfjarðaleið og Ellefuna þá má geta þess að hann verður sjötugur 22. júní.
Ellefan (stundum nefnd Trölli, númer R 52011) er stórmerkilegur bíll sem verður að tryggja að glatist ekki. Hún er ennþá í tiltölulega góðu ástandi og þess vegna góður tími núna til að tryggja varðveislu hennar. Það eru líklega ekki mörg áramót sem hún hefur ekki rutt leiðina inn í Langadal með áramótaferð Ferðafélagsins.
Undirvagnin er Scania 111 hertrukkur svipaður og þessi: [img:165bvmve]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5961/51291.jpg[/img:165bvmve] um 300hp og sjálskiptur.
Því miður á ég ekki tiltæka mynd af Ellefunni sjálfri en ef einhver lumar á henni má hann gjarnan setja hana inn.
12.05.2008 at 14:43 #622708[url=http://www.flickr.com/photos/ferdafelag/1577189990/in/set-72157602431335051/:1jallo8r][b:1jallo8r]Á kafi í krossá[/b:1jallo8r][/url:1jallo8r]
12.05.2008 at 14:52 #622710Mér sýnist að þetta sé Tvisturinn (R 52002). Hann er að vísu ekki trukkur þannig séð en eins nálægt því og einsdrifs, 13 metra löng rúta getur orðið, ótrúlegt farartæki. Ef ég man rétt slapp hann að mestu óskemdur frá þessu ævintýri. Þetta var líklega 1988.
12.05.2008 at 15:02 #622712En alveg ótrúlegt hvað menn fóru á honum
[url=http://picasaweb.google.com/Bubbi6/RsmerkurferIrTrukknum:gqacnoo7][b:gqacnoo7]IE Trukkurinn[/b:gqacnoo7][/url:gqacnoo7]
Kv Bubbi
13.05.2008 at 13:25 #622714Hérna eru nokkrar myndir af bílum frá Jóa [url=http://picasaweb.google.com/Bubbi6/GamlirTrukkar:29oyvtji][b:29oyvtji]Trukkar[/b:29oyvtji][/url:29oyvtji]
Bassi! var ekki pabbi þinn að keyra hjá Jóa ? getur þetta ekki verið hann þarna á sjöunni ?
Kv Bubbi
13.05.2008 at 21:35 #622716Ég varð bara að gefa ykkur stöðuna á trölla, Hann er við góða heilsu, með nýlega upptekinn mótor og allur yfirfarinn. Hann er í eigu Hópferðabíla Reynis Jóhannssonar í dag og verður það vonandi næstu árin. Hann gefur sér yngri bílum ekkert eftir og rúllar hring eftir hring yfir sumartímann.
Á mynd en kann ekki að setja hana inn.
13.05.2008 at 22:09 #622718Gott að gripurinn er í höndunum á traustum aðila. Ef þú ert með góða mynd máttu senda mér hana, ég skal skella henni inn, netfangið er í prófílnum mínum.
Hvað varðar nafnið á Trölla/Ellefunni þá var Trölla nafnið sjaldan notað hjá Vestfjarðaleið og ég heyrði Jóa aldrei nota það, hann kallaði hana alltaf Ellefuna.
Og Þorbjörn, hvað varðar manninn fyrir framan Sjöuna í myndasafninu þínu þá heitir hann Björgvin og er ef ég man rétt Bæringsson, þannig að það bendir flest til að hann sé faðir Bazza. Myndin segir alla söguna um hvers vegna rútumönnum er illa við undirakstursvarnir.
Samkvæmt mínum heimildum var Sjöan ekki eins heppinn og Ellefan, hún var seld austur á land og var í keyrslu í Kárahnjúkum og fékk þar herfilega meðferð. Seinasta sem ég frétti var að einhver væri búin að kaupa hana í bæjinn aftur og ætlaði að koma henni í stand.
13.05.2008 at 23:19 #622720[img:23t4dv7w]http://lh3.ggpht.com/Bubbi6/SCmSAlSb9CI/AAAAAAAABBU/m6WPpsQAdKo/IMG_0625.JPG?imgmax=576[/img:23t4dv7w]
þetta er kallinn… sennilega er þetta óvissu ferð sem hann fór með ferðafélagið inní setur, upp gljúfurleitina, inní setur og svo inní kerlingarfjöll og svo heim…
En hann hefur nokkrum spurt mig hvernig ég nenni að dröslast þessa leið. en eins og hann orðaði þetta rétt áðarn "að vera á 40 mann bíl fulllestuðum að skoppa þessar helv. drulluslóða, "
hann mundi eftir þessu atviki þarna á myndinni,
en hann sagðist hafa stoppað bílinn áður en hann settist alveg á rassinn því ef svo hefði farið hefðu þau þurft að bíða eftir öðrum trukk…. en takið eftir því að bíllinn er tómur á myndunum, en eins og hann orðaði það, helduru ekki að fólkið hafi löngu búið að forða sér úr þessum æfingum…svo lýsti hann því þegar þeir fóru einhverntímann inneftir á 11 til að gera við 4, og á bakaleiðinni fóru þeir útá eirar þarna fyrir neðan kellingarfjöllin og segir hann að sú leið hafi miklu frekar verið bjóðandi mönnum. og segist sjá mikið eftir því að hafa ekki farið þá leið strax, en þeir hafi aldrei þorað því nema þarna þar sem þeir voru á báðum trukkunum.
svo lýsti því fyrir mér þegar hann losaði eitt synn tuttuguna, úr steinholtsá, en þá þurfti hann að keira 11 oní ánna og veit henni frá bílnum svo hægt væri að komast í krókinn á 20 en straumurinn hafði áður staðið uppá miðja afturrúðu, og stóð hann á miðjum rúðum í 11 á meðan. Honum langar að sjá myndir af þessum æfingum.
En þessir bílar hafa sennilega ótalmargar skemmtilegar sögur og væri gaman að vera fluga á vegg í 70 afmælinu hjá honum Jóa,
En 11 er sennilega ástæðan fyrir því að ég hef áhuga á fjórhjóladrifi yfir höfuð. sennilega ein af mínum fyrstu minningum var þegar ég var að bera mig við dekkin á honum. Ég hef sennilega ekki verið neitt ægilega gamall… eða stór, það væri gaman að sjá þau við hliðiná 44" svo ég hefði smá samanburð
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.