Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Trukka deildin.
This topic contains 27 replies, has 1 voice, and was last updated by Lúther Gestsson 17 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.03.2007 at 23:39 #199982
Hvað halda menn um Excursion á 46″ – 49″. Ætli þetta sé eithvað sem virki. Er að leita mér að bíl til að breita sem verður að rúma 6 + farangur. Í þeirri deild er ekki mikið úrval. Ætli excursion með 7,3 powerstroke sé að skila sér áfram á 49″. Hvað finnst mönnum um þessa bíla. endilega koma með sögur.
Kv Jón -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.03.2007 at 23:43 #585786
Veit þá þegar um 2 stykki af 46 tommu excursion og þeir eru vægast sagt rosalegir.
23.03.2007 at 00:40 #585788
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
jamm þetta eru svakalegir bílar….. ég held ad þu þurfir ekkert ad hafa ahyggjur af afleysi,,, eg er med ford 250 med 7,3 og setti hann a 39" irok…. og eg hef ekki ennþá séð tilgangin i því að lækka drifhlutföllin næg er orkan, enn þetta er dyr pakki að fara alla leid med svona bil enn held að þegar upp er stadið se það alveg þess virdi… allavega get eg ekki hugsad mer ad fara i einhvern annan bil enn fordinn eftir að hafa att þennann
ford kvedjur Mikki.
23.03.2007 at 16:31 #585790Hvar eru vörubíls eigendurnir núna. Geta þeir ekki ausið úr viskubrunninum.
Kv Jón
23.03.2007 at 16:36 #585792ætli þeir séu ekki bara farnir að viðra trukkana á fjöllum???
ég mundi halda það:D
Davíð sem er farinn í veiði(hús:D)
23.03.2007 at 18:04 #585794Fáðu þér bara Econoline.
Tekur amk 6 + mikinn farangur ef út í það er farið.
Fást í öllum stærðum og gerðum, breyttir óbreyttir og ekkert ómögulega dýrir.
+ þeir eru oftar en ekki töluvert léttari en t.d ford pickuparnir, eins ótrúlegt og það nú er.kv. Ívar
23.03.2007 at 19:09 #585796[url=http://www.123.is/hunar/default.aspx?page=video:3cgk1j5u][b:3cgk1j5u]þarna eru nokkur myndbönd[/b:3cgk1j5u][/url:3cgk1j5u]
23.03.2007 at 19:40 #585798[url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=ferdamyndir/5359/41409:1p9xoh62][b:1p9xoh62]Ofurtrkkar í snjó[/b:1p9xoh62][/url:1p9xoh62]
23.03.2007 at 22:34 #585800Það er nú hálfgert Landcruiser verð á þessum econlinerum. 13-14 ára bílar keyrðir 250þús + á 2,5 mil. Eru þeir að vikta mikið minna en excursion.
Kv Jón
24.03.2007 at 11:55 #585802Já ég er sammála því. Þetta eru draumóramenn sem eru að selja eld gamla econoline-a á þessum ofurverði.
Hinsvegar ættirðu að færa þig flokki ofar. Fá bíl á 3mkr og þá ertu kominn í bíl sem er kannski 5-7 ára og mun minna keyrður.
24.03.2007 at 12:35 #585804Það er engin spurning að Excursion er draumavagn í svona breytingu. Hef reyndar heyrt að hann sé með minni framhásingu en 250 og 350 pallbílarnir. Sjálfur er ég með 250 pallbíl með 7,3 Powerstroke og er vægast sagt sallaánægður með aflið í honum. Hann er reyndar alveg óbreyttur fyrir utan að ég fékk mér í hann superchip tölvu. Ég er ekki í minnsta vafa að svona vél fer létt með að snúa 49 tommunni. Auðvitað er 6.0 lítra sprækari en þeir eru líka dýrari í innkaupum. Ef þú átt nógan aur væri ráð að bíða eftir nýja Fordinum með 6.4 lítra biturbo vélinni. Þeir hljóta að bjóða Excursion með þannig vél líka.
Toooggg kveðja, Theodór.
24.03.2007 at 13:01 #585806Þar sem þetta á bara að vera gæluverkefni í skúrnum og notaður á sunnudögum þá er ég að horfa í ca 2000 til 2002 árg af excursion. Framhásingin er dana 50 ætti að vera lítið mál að skifta henni út. Er eithvað annað sem er að fara í þeim. hef heyrt að stýris endar séu af lélegrigerðinni.
Kv Jón
24.03.2007 at 13:44 #585808Að mínu mati er alveg nauðsinlegt að smíða nýtt stýri í þessa bíla þegar búið er að setja þá á 46"-49".Þegar að við keyptum okkar bíl þá var hann ókeyrandi í jeppaveiki
og allskonar stælum en Fjallasport smíðaði nýtt stýri í hann með Benz stýrisendum og er ég vægast sagt ánægður með þá breytingu og einnig veit ég að Benni lét Breyti gera það sama hjá sér og er einnig mjög ánægður með breytinguna í akstri plús að benz endarnir kosta minna og endast mun betur.Kveðja Sæmi
24.03.2007 at 13:53 #585810Mér skildist að þessir Excursion séu ekki lengur framleiddir. Allavega vorum við í Björgunarsveitinni á Hvammstanga (sem á bílinn á myndbandinu hérna að ofan) á þeirri trú þegar við létum IB á Selfossi panta hann handa okkur og svo Breyti setja 46" undir. Enda held ég að það sé algjört morð að kaupa sér svona stórann amerískann nýjann úr kassanum ef að ríkisstjórn íslands ætlar að setja hraðatakmarkara í þessa bíla. Þá held ég að það sé betra að fá sér eldri bíl sem kemst uppfyrir 80 klm. Enda get ég vottað að þeir rulla eins og ekkert sé á 110 klm hraða. Samt er ég ekki að mæla með hraðakstri. Hvað með Dodge Ram með 5,9 sexu?
Haffi
24.03.2007 at 14:23 #585812Exursion er ekki lengur framleiddur. Ég bölvaði mikið þegar ég komst að því því að ég ætlaði að taka svoleiðis bíl með 6,4 l vélinni og setja á 49"….
Varðandi F350 þá er þetta að standa sig alveg eins og við var búist og jafnvel enn betur… Ég nenni þó ekki að fara nánar út í þá sálma því að þá rísa hér upp á afturlappirnar þeir sem trúa því að létt og kraftmikið sé það eina sem virkar….
En varðandi bilanir þá eru þær allar tengdar framhásingu og stýrisendum. Enda skipti ég út stýrisendum strax, enda orginal dótið ekki nógu gott. Spindlar eru daprir og verður að skipta orginal út strax fyrir smyrjanlega spindla frá Ljónsstöðum. Það sama á við um krossa – en skv. einhverri andsk. evrópusambandsreglugerðinni þá er allt orðið ósmyrjanlegt í dag. Koppafeitin mengar víst svo mikið.
Framhjólalegur eru sambyggðar í dana60 eftir 2004 og því þarf að breyta því yfir í gamla systemið og það er til bolt on hlutir frá Dynatrac til þess. Við það lengist líka ytri öxullinn og það ætti að auka styrkinn.En heilt yfir þá er þetta nokkuð bilanalítið það sem af er og ég er mjög sáttur – aflið er hins vegar mikið og dekkin stór og með miklu gripi og því þarf að læra að slá af til að brjóta ekki og bramla framhásinguna. En svo ef það brotnar þá er þetta ódýrt í þetta Dana dót.
Benni
24.03.2007 at 14:27 #585814Held að það sé rétt hjá þér Haffi að þeir séu ekki framleiddir lengur er samt ekki alveg viss ?? en er örugglega mjög góður og gott pláss.
Ekki það að þetta komi þessari umræðu beint við en maður getur varla orðum bundist þegar að rokið er upp til handa og fóta og sett hraðatakmörkun á þessa blessuðu pickupa okkar þar sem fólki stafar svo hrikaleg hætta af þeim !!! Okei gott og vel en svo horfir maður uppá heilalausa mótorhjólamenn keyra á 300 kílómetrahraða og mæta fullt af bílum sem voru örugglega fullur af börnum !!!! Arrrrrrrrrggggg
Forgangsröðuninn á þessu helvítis landi.Hvernig slys halda menn að hljótist af þessu ??? og þessi akstur er sko ekkert einsdæmi.Vill samt taka það framm að ég er ekki að dæma alla mótorhjólamenn
hef sjálfur átt mörg hjól og þekki mjög marga sem eru
að hjóla og ger það eins og vitibornir menn án þess að stofna sér og öðrum í stór hætt.Sæmi
24.03.2007 at 14:34 #585816Þar sem pickup kemur ekki til greina(vegna fjölskyldu stærðar get ekki réttlæt það að eiga breitan jeppa og þurfa að gera upp á milli barnana hver kemur með). Þá er bara annaðhvort liner eða excursion, Suburban er of mikið fyrirtæki að breita. Enda á ég einn svoleiðis sem fjölskyldubíl. Mér líst best á excursion 2001-2002 með 7,3 miða við verð. Er í lagi með dana 60 undan ford 2003. fyrir utan stýris endana. Hvaðan hafa menn verið að taka chipa fyrir þessar vélar. Veitt einhver hvað banks kit er að kosta.
Kv Jón
24.03.2007 at 14:37 #585818Við erum með 5 manna fjölskyldu og það er mjög rúmt um alla nú svo geta menn annað hvort fengið sér lok á pallinn eða hús og er þá komnir með gríðarlegt farangurs pláss
Sæmi
24.03.2007 at 14:42 #585820Þessar hraðatakmarkanir eru nú auðleystar. Þegar þú setur inn tölvubreytingu er val þar sem stendur " viltu halda hraðatakmörkun? já eða nei" og svo velur maður annað hvort, bling og maður er ekki lengur bundinn við 80 km/klst.
Mæli að sjálfsögðu með að keyra á löglegum hraða en það er nú í góðu lagi að skvetta aðeins úr klaufunum í góðu færi á langaskafli þar sem hraðatakmarkanir eru ekki í gildi svo best sem ég veit.
Kveðja, Theodor.
24.03.2007 at 15:09 #585822Banks kit (Big hoss bundle) fyrir 6,0 l Powerstroke kostar með öllu 350.000
Það er með ísetningu hjá GK viðgerðum í Mosó.
Og þetta bara virkar og það alveg rosalega…..
Var áður með Superchip tunetölvu sem kom líka vel út en þar vantaði alla aukafídusana.
Banks dótið kemur með nýjum intercooler, öllum intercooler rörum sveruðum upp í 3", púst í 4" frá turbínu. Tunetalva og Palm talva til að stýra.
Kunningi minn er með tunekit frá Edge í 7,3 bíl og virkar flott.
Kjartan og Hákon í GK í moso eru svo báðir með Banks við sínar 7,3 vélar – held ég.
Benni
P.S.
Ford F350 er sex manna bíll og með húsi eða loki á pall þá rúmar hann allan normal farangur. Með sex manns er hann þokkalega rúmur þó svo að hann jafnist ekki á við Excursion.
25.03.2007 at 13:16 #585824Sá um daginn mynd af RAM sem búið var að setja tvær afturhásingar undir, sumsé sexhjóla. Frekar gamall, ef ág man rétt, grænn og mikill.
Gaman væri ef einhver gæti vísað á myndir af honum, en hann ætti að vera hér í einhverju albúmi.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.