FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Trúðslegt ferðalag.

by Sigurlaugur Þorsteinsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Trúðslegt ferðalag.

This topic contains 38 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Kjartan Rúnarsson Kjartan Rúnarsson 19 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 04.11.2005 at 20:47 #196584
    Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson
    Sigurlaugur Þorsteinsson
    Participant

    Jæja hérna er meininginn að setja inn fréttir af hinni Trúðslegu Setursferð.
    Var núna kl 20,40 að tala við Benna og var létt yfir hópnum það eru 4 44″ bílar 1 35″ og 3 38″ þannig að ferðin ætti að ganga nokkuð vel, En vegna þess að það voru léttklæddar Selfossmeyjar á ferli við Fossnesti þá tafðist þeim för og voru er ég talaði við þá við Sandá og að mýkja dekk fyrir mölina því engan höfðu þeir séð snjóinn nema í smá sýnishornaformi og þá aðalega á veginum uppfrá ánni en gerðu sér vonir um að finna meira af þessu hvíta efni er nær Kerlingafjöllum kæmi.
    Þeir báðu að heilsa í bæinn og báðu menn að fara varlega með raddbandavökva sem gerir menn skrítna í kollinum og konur ástleitnar.

    Kv Klakinn.

  • Creator
    Topic
Viewing 18 replies - 21 through 38 (of 38 total)
← 1 2
  • Author
    Replies
  • 05.11.2005 at 18:55 #531384
    Profile photo of Bergþór Júlíusson
    Bergþór Júlíusson
    Participant
    • Umræður: 40
    • Svör: 761

    hummmmmmm frétti að þessi ofurpatrol sé Lúther og ætlaði sá með varahluti uppeftir en komst ekki lengra en út fyrir bæjarmörkin, hefði verið fyrir innan bæjarmarka ef hann byggi ekki í Ártúnsholti. En annars var liðið á leið uppeftir aftur í Setrið að grilla, Þau sáu fleiri ferðalanga sem voru að koma frá Hveravöllum á leið í Kerlingarfjöll.





    06.11.2005 at 15:33 #531386
    Profile photo of Elín Björg Ragnarsdóttir
    Elín Björg Ragnarsdóttir
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 378

    Er ekkert að frétta af trúðum? Það hefur þó ekki allt gengið smurt síðan í gær, eða hvað?





    06.11.2005 at 21:41 #531388
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    Það tekur því varla að svara þessu það skeði ekkert í ferðinni.
    Bara um 30 festur.
    Bara eitt gatað dekk.
    Bara brotnir felguboltar á einu dekki.
    Bara þrír bílar skildir eftir.
    Og bara allt þetta á fyrstu 13 tímunum sem ferðin upp eftir tók.
    Kveðja Þorgeir.





    06.11.2005 at 22:05 #531390
    Profile photo of Vilhjálmur Freyr Jónsson
    Vilhjálmur Freyr Jónsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 446

    Fer þá B- björgunarhópur næstu helgi til að bjarga bílunum sem voru skildir eftir og C hópur standbæ til að bjarga B hóp





    06.11.2005 at 22:11 #531392
    Profile photo of Kjartan Rúnarsson
    Kjartan Rúnarsson
    Member
    • Umræður: 13
    • Svör: 248

    Ég held að það séu allir komnir heim.

    Allavega tókst viðgeðin vel á felguboltunum og ég fékk varadekk úr bænum.

    Ég vil þakka Árbúðarmönnum fyrir felguboltana, væri til í að fá hjá ykkur símanúmer svo ég geti skilað þeim.

    Ég þakka allavega fyrir góða og lærdómsríka bras helgi.

    Kv Kjartan





    07.11.2005 at 00:30 #531394
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    Það eru komnar inn nokkra myndir frá helginni á [url=http://trudur.alvaran.com:3tc5ekt0]Trúðasíðunni[/url:3tc5ekt0]
    Kveðja Lella





    07.11.2005 at 09:29 #531396
    Profile photo of Ágúst Þór Guðbergsson
    Ágúst Þór Guðbergsson
    Participant
    • Umræður: 71
    • Svör: 702

    Áhöfnin á Krílinu þakkar fyrir sig. Þótt ferðin hafi sóst seint upp í Setur var það bara krydd og eftirá bara gaman.

    Ágúst Þór og Andri Berg





    07.11.2005 at 10:52 #531398
    Profile photo of Jóhannes Ingi Sigurðsson
    Jóhannes Ingi Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 24
    • Svör: 134

    við á trooperinum þökkum fyrir okkur þetta var bara gaman.kv joi og sæþór





    07.11.2005 at 11:04 #531400
    Profile photo of Otti Rafn Sigmarsson
    Otti Rafn Sigmarsson
    Member
    • Umræður: 18
    • Svör: 131

    Sælir, við Árbúðarmenn sáum alls ekkert eftir því að hafa farið í Árbúðir, fórum á fætur um það leiti sem þið fóruð að sofa. Við renndum inn á Hveravelli á laugardaginn en það reyndist vera tvöfaldur björgunarleiðangur… Risastórt tröll, nafn hans verður ekki getið hér var fast og olíulaust í skafli nokkrum kílómetrum frá Hveravöllum, eftir smá spilerí og olíusopa reddaðist það nú og á heimleiðinni voru felguboltar og rær skildar eftir, teipaðar á skiltið sem vísar veginn inn í Kerlingafjöll, eyrnamerkt Trúðunum.

    Í gær, sunnudag fórum við upp í Skálpanes, þræddum framhjá sprungusvæðinu þar fyrir ofan og BAMM! komnir upp á jökul! Það er sko nóg af snjó á Langjökli, þrusuðum inn í Þursaborgir með þrjú pund í hjólunum á allt of miklum hraða, svo miklum að viftureim í Toyotu hafði ekki í Patrolana og slitnaði. Fór þá dagurinn í það að koma blessuðu toyotunni niður í Húsafell í viðgerð og vorum við komnir í bæinn um miðnætt í gær. Frábært skyggni til að byrja með á jöklinum en svo skall á hríðarbylur.

    Myndir úr ferðinni komnar í albúmið!

    Kveðja frá Árbúðahópnum
    Otti Sigmarsson felguboltalánari og Gemlingur!
    S: 823 1118





    07.11.2005 at 22:40 #531402
    Profile photo of Jóhannes Ingi Sigurðsson
    Jóhannes Ingi Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 24
    • Svör: 134

    hvernig á ekkert að setja inn einthverjar fleiri mindir úr ferðinni kv jói





    07.11.2005 at 23:22 #531404
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    ég er búin að setja inn myndir, en þið hinir sem voruð í ferðinni?
    kveðja Lella





    07.11.2005 at 23:24 #531406
    Profile photo of Kjartan Rúnarsson
    Kjartan Rúnarsson
    Member
    • Umræður: 13
    • Svör: 248

    Ég fæ myndirnar frá kóaranum mínum á morgun, við höfðum svo sem ekkart annað að gera en að taka myndir í ferðinni þannig að það ættu að vera nokkrar myndir

    Kv Kjartan





    08.11.2005 at 09:31 #531408
    Profile photo of Ágúst Þór Guðbergsson
    Ágúst Þór Guðbergsson
    Participant
    • Umræður: 71
    • Svör: 702

    Því miður tók ég ekki myndir. Alltaf verið latur við það.

    Agust





    08.11.2005 at 11:24 #531410
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Hæ

    Þetta var flott ferð – takk fyrir okkur á Pajeró…

    Við tókum eitthvað af myndum og ég reyni að koma þeim einhverstaðar á vefinn fljótlega.

    En Kjartan – Svona er að selja Pajeró og fá sér Patrol, en horfðu á björtu hliðarnar – þú verður allavega góður ljósmyndari fyrir vikið :) Og þú getur alltaf fengið far með mér…..

    Benni





    08.11.2005 at 12:03 #531412
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    [url=http://www.pixagogo.com/3941944130:1rso0f5m]Hér[/url:1rso0f5m] eru myndir frá Sigga
    Kveðja Lella





    08.11.2005 at 15:22 #531414
    Profile photo of Kristján Arnór Gretarsson
    Kristján Arnór Gretarsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 971

    Hvað var verið að bogra inní hjólaskálinni á pæjunni ??

    ..eins og sést á nokkrum myndum.





    08.11.2005 at 16:00 #531416
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Sæll

    Ég hætti að geta beygt til hægri og var að athuga það – það reyndist vera ísklumpur sem var að flækjast þar sem hann átti ekki að vera og þurfti að slá hann í burtu.

    Ef menn eru að fiska eftir því hvort bíllinn hafi ekki verið að standa sig þá var þetta eini 44" bíllinn sem kom án bilana heim – hinir voru ýmist með vandræðagang í læsingum, milligír eða með brotinn felgubolta….. Og viti menn ég dreif bara alveg jafn mikið og hinir 44" bílarnir, jafnvel meira á stundum …… Og líka minna stundum. :-)

    Og þegar ég var að ryðja þá voru hásingabílarnir að reka hásingarnar í grjótin sem ég keyrði yfir… Klafar eru yfirburðabúnaður :-)

    benni





    08.11.2005 at 21:43 #531418
    Profile photo of Kjartan Rúnarsson
    Kjartan Rúnarsson
    Member
    • Umræður: 13
    • Svör: 248

    Já, Maður verður að hafa kóara sem hefur gaman af ljósmyndun svo hann hafi eitthvað að gera meðan maður er að standa í viðgerðum.

    Það er aldrei að vita að maður þiggi far hjá þér einhvern tíman í framtíðinni enda fór Pajeroinn vel með mann þó svo að hann væri ekki alltaf á öllum hjólunum.

    Kv Kjartan





  • Author
    Replies
Viewing 18 replies - 21 through 38 (of 38 total)
← 1 2

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.