This topic contains 38 replies, has 1 voice, and was last updated by Kjartan Rúnarsson 19 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Jæja hérna er meininginn að setja inn fréttir af hinni Trúðslegu Setursferð.
Var núna kl 20,40 að tala við Benna og var létt yfir hópnum það eru 4 44″ bílar 1 35″ og 3 38″ þannig að ferðin ætti að ganga nokkuð vel, En vegna þess að það voru léttklæddar Selfossmeyjar á ferli við Fossnesti þá tafðist þeim för og voru er ég talaði við þá við Sandá og að mýkja dekk fyrir mölina því engan höfðu þeir séð snjóinn nema í smá sýnishornaformi og þá aðalega á veginum uppfrá ánni en gerðu sér vonir um að finna meira af þessu hvíta efni er nær Kerlingafjöllum kæmi.
Þeir báðu að heilsa í bæinn og báðu menn að fara varlega með raddbandavökva sem gerir menn skrítna í kollinum og konur ástleitnar.Kv Klakinn.
You must be logged in to reply to this topic.