Forsíða › Forums › Spjallið › Færð á fjöllum › Trúðagengið..
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Hrönn Sigurðardóttir 17 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.12.2006 at 10:28 #199146
Sælir Lúther
Takk fyrir síðast
(þú komst á mót við oss í nýliðaferðinni á síðasta ári þar sem þú lentir í smá holu á leið til baka)Ég var að skoða í myndasafninu.. helling af snjómyndum..
Hvar funduði þennan snjó… hvar er þetta á landinu… einn forvitinn
kv
Gunnar Ingi -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.12.2006 at 10:37 #571040
Þessar myndir eru teknar í Landmannalaugum síðastliðinn Sunnudag.
Matarveislan er í Hólaskógi.Kv. Lúther
12.12.2006 at 18:29 #571042Valur, hvernig voru dekkin a reynast og hvernig ertu með þau uppsett, VALSað? Beadlock? Skornir kubbar?
-haffi
12.12.2006 at 18:45 #571044Hvernig var 49" Ford að koma út í þessari ferð ???
12.12.2006 at 19:39 #571046Meira að segja alltof mikið
Hefur þú séð yfirferðina á henni,Úúffffff.
Sko,hún var búinn að fara inn í laugar og komin til baka sjáðu til,áður en við bara vissum af.
Ökumaðurinn og farþegar búin að borða einn eða tvo hamborgara með öllu og horfa á eina bíómynd.Þetta er náttúrulega skandall.
13.12.2006 at 00:11 #571048Jóhannes á við fordinn hans Benna.
Það er ekki komin mikil reynsla á þessi dekk en það sem komið er lofar góðu. Þetta eru mjög góð keyrsludekk, hoppa ekkert og fara vel með bílinn eigilega betur en GH. Myndirnar sem Lúther sýndi er nánast eina snjóreynslan sem ég hef með þessi dekk, ég festi mig aðeins einu sinni þegar ég skautaði út í djúpan krapapitt með 10 psi þrysting, hann lagðist bara á kviðinn og dinglaði dekkjunum. Eftir það fór ég með hann í 6 psi og var aldrei í vandræðum eftir það. Það sýndi sig að þessi dekk grípa mjög vel, hvort sem ég var í djúpum förum eftir fordinn eða fyrir utan þau, maður varð bara að passa að spóla ekki indan þeim.
Það verður gaman að prófa dekkin í þungu færi þar sem þörf er á að hleypa meira úr svo ég tali nú ekki um þegar lóló er komin í hann.
Dekkin eru á 15“ álfelgum með ásoðnum kanti, skornum kubbum og míkroskorin, naglarnir fara svo í þau á næstu dögumkv. vals
13.12.2006 at 11:20 #57105049" Ford bara virkar….. Það skipti engu hvort það var á nýföllnum púðursnjó eða í 1,5 m djúpum krapa – ég bara keyrði eins og á Laugaveginum…. Reyndar er sennilega erfiðara að aka Laugaveginn á Ford heldur en þarna
En þetta er bara gaman að keyra á þessu….
Svo þurfið þið bara að fara að koma með út að leika fljótlega….
Benni
13.12.2006 at 12:25 #571052Sæll Benni já við vorum ansi svekt að missa af þessari ferð en því miður komust við ekki og við getum varla beðið eftir að komast í ferð með þessu fræga Trúðagengi :)) Sérstaklega Yfirtrúðnum
13.12.2006 at 12:26 #571054En Benni veistu hvað þarf að gera til þess að hægt sé að keyra í efsta gír í sjálfskiptingunni á ford í lágadrifinu ????
13.12.2006 at 12:30 #571056Er það satt sem ég heyrði að þið hafið "hætt að fara áfram"
og snúið við ?.
Það er einhv sem ég hélt að Trúðar gerðu aldrei.
Hvernig eru aftur reglurnar hjá trúðunum..Ef þú snýrð við þá …….
Luter þú verður að útskyra málið.
Ég trúi ekki að þið hafið " hætt að fara áfram.
tókuð þið ekki bara 2… 90° beyjur ? eða…
13.12.2006 at 12:54 #571058Bjarki…. Við fórum hring.
Sæmi – Efsti gírinn er væntanlega Overdrive sem virkar ekki í lága.
13.12.2006 at 13:43 #571060hvað er það ???????????????
13.12.2006 at 13:54 #571062Ég ver nú eiginlega að segja ykkur frá smá reynslu sem ég varða fyrir í morgun. En þannig var að hlutfall gaf sig í afturdrifinu hjá mér. Og hringdi ég því að sjálfsögðu í Breyti. Og spurði að því hvort þeir gætu redda mér snarlega. Því ég ætlaði á fjöll eftir áramótin. Aron sagði að það væri ekkert mál að redda þessu umsvifalaust enda væri lítið að gera hjá þeim þessa stundina þar sem formanns fordinn væri í lagi þessa stundina og lyftan hann væri laus. En það fylgdi sögunni að formannsfordinn hefði farið á fjöll og ekkert bila um síðustu helgi. Sjá þeir því fram á uppsagnir og almennan niðurskurð ef Benni fer að hætta að ferðast. Ég hvet því jeppamenn að nota þetta einstaka tækifæri og nýta sér þjónustu þessa höfðingja á meðan Fordinn er í byggð.
PS þessi pistill endurspeglar ekki skoðun stjórnar, heldur er hann runnin undan rifjum Rottugengisins
13.12.2006 at 14:22 #571064Gat nú verið að það væri Rottugangur hér – ég hélt ég hefði beðið vefnefndina að eitra og setja gildrur fyrir þessa óværu….
En Ofsi – þú mátt eiga stæðið, þú verður bara að slást um það við Tacoma og Patrol eigendur, enda sér maður ekki öðruvísi bíla þarna uppfrá lengur.
Annars hitti ég Óþverra á hvítum patrol þarna uppfrá – hann kvartaði yfir því að gatið væri of lítið, eða hvort það var göndullinn sem var of stór…. Og svo benti hann á Pattann… Ég hef aldrei skilið þessa ást á patrol, en þetta var allt of mikið fyrir mig og ég ákvað að forða mér þegar Biggi rétti honum koppafeiti og dró fyrir gluggana, ég bara vildi ekki sjá meira…
Benni
13.12.2006 at 14:33 #571066Þú hefur gert rétt í því að forða þér, enda sennilega ekki skemmtileg sjón að sjá Óþverra taka Patta í ras…… .Jafnvel fyrir fólk sem ekki er almenn klígjugjarnt. En annars takk fyrir stæði, ég ætla þó ekki að vera þvælast lengi fyrir Patta og Tacoma fólki í nauð. Enda fólk sem þarf vissulega mikið á góðu bílaverkstæði að halda. Svo frétti ég að Biggi gæti orðið ávísað beint á sálfræðinga og félagsfræðinga. Þó svo að það hjálpi ekki vissum Snæland, enda er hann orðin of langt leiddur og er víst búinn að finna G blettinn í Bens.
13.12.2006 at 19:59 #571068Já Benni ég er að tala um Overdrive það á að vera hægt að gera það virkt í lágadrifinu og er ég að láta kanna það fyrir mig hvernig það er gert.Lét gera það á 38" Cruiser
sem við áttum og var það ekki mikið mál.Það ráðleggja manni allir að vera sem minnst í háadrifinu til að hlífa skiptingunni sem menn telja einn veikasta punktinn í þessum annars góðu bílum okkar Ég hef reyndar verið að nota háadrifið soldið þegar færið er gott.Ert þú eða trúðar að fara eitthvað um helgina ???
13.12.2006 at 21:46 #571070Hrönn mín finnst þér líklegt að við Hinir Trúðarnir fyrir utan Benna förum að kalla til enn einn Ford 350 á einhverjum risa blöðrum.
Það er alveg nóg fyrir okkur að reyna að fylgjast með að Benni geri ekkert af sér á þessari jarðýtu.Annars er verið að tala um smá vélsleðatest á Laugardagsmorgunn eða Sunnudag, og þar er allt í lagi að þið hjónin komið með, enda akandi um á Skidoo. Þarf líklega ekki að hafa áhyggjur að þið drífið neitt svoleiðis akandi.
LG
13.12.2006 at 21:51 #571072Mér var kennt það mjög snemma að venja mig alfarið af því að keyra í overdrive eða 5. gír í lágagírnum á hvaða bíl sem er. Þannig er að eins og nafnið ber með sér þá er overdrive orðið yfirgírun og það slítur skiptingunni mikið að því að mér er sagt að keyra svoleiðis um. Ég stútaði (þrátt fyrir góðar ráðleggingar góðra manna í byrjun) einum kassa í hilux á sínum tíma með því að keyra alltaf í 5. í lága vegna máttleysis sjálfrennireiðarinnar
Kv. Baddi
13.12.2006 at 23:01 #571074Heyrðu frændi okkur var sagt að það væri mjög gott fyrir þig að hafa góðan Pickup með í för til að flytja leifarnar af Ofur Pajero til byggða eftir þessar æfingar þínar við að reyna að elta Ford ???????
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.