This topic contains 91 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years ago.
-
CreatorTopic
-
05.11.2004 at 17:51 #194797
Jæja gott fólk þá er komið að því. Jú A-hluti Trúðaferðarinnar eru lagðir af stað og voru um kl. 17 að renna inn á Árnes þar sem þeir tanka og þétta hópinn. Í þessum hópi eru níu 38″ bílar og eru þar fremstir í flokki Lúther, Gísli í skálanefnd og Óskar á Hi-Lux. Einnig er þar maður að nafni Ólafur Ágústsson og er hann á Barbí-Krúser, vel útbúinn og harðlæstur. Mikill hugur er í mönnum þrátt fyrir að allt sé marautt ennþá og rennblautt. Þeir fara Gljúfurleitin uppúr og vonast eftir barningi og ævintýrum og er það nánast á öruggt að ráoa þar sem þeir eru.
B-hluti hópsins fer núna um kl. 18 frá Select og ætla þau að fara Kerlingarfjöllin.
Magnús Guðmundsson
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.11.2004 at 22:06 #508074
Pæliði í því hvað lífið væri leiðinlegt ef persónur eins og Lúther væru ekki til.
Ég mæli með að uppá vegg á hverju heimili sé a.m.k ein mynd af Lúther bara svona til að lífa uppá tilveruna
kv Lella
13.11.2004 at 22:11 #508076Sko þetta er ekki allveg á í réttum farvegi hjá ykkur félagar… ekki sá ég þig gera neina hluti Benni minn nema þá helst að keyra í förum eftir okkur hina… En það er nú annar angi, braut ekki toy bæði fram og aftur drif og var dregin í bæinn… og lúter að slíta felgubolta og missa hjól. Ég man ekki betur en að þú hafir ekki haft næga fjöðrun til að halda framm endanum á pæjuni uppi og rústað brúsagrindinni framan á pæjuni. En ég skal allveg keppa við þig í langstökki með frjálsri aðferð
Jeppi er ekki jeppi nema á honum standi JEEP
Ingi R-3073
13.11.2004 at 22:25 #508078Já ég er nú bara eiginlega hálf vonsvikinn með skrif margra hér ef ég á nú einu sinni að reyna að vera alvarlegur á þessari síðu.
Ég hef orðið fyrir því að þurfa að skilja jeppann minn eftir upp á hálendi og veit að það er síður en svo skemmtileg lífsreynsla, enn þá var líka gott að eiga félaga eins og Begga hennar Soffíu að sem skrifaði hér að ofan.
Enda var ég fyrstur manna að bjóða Inga framm aðstoð mína við að ná jeppanum hans heim eftir síðustu helgi, Mörgum hér fynnst það hafa verið óskynsamlegt ákvörðun hjá honum að hafa þegið hana, enn vonandi gefa þeir þá honum bara síma númerið sitt.
Aðstæður voru mjög erfiðar á köflum í þessum túr eins og oft vill verða á þessum árstíma, enn hópurinn hafði bara eitt markmið sem var að ná bílnum niður og held ég að einmitt samheldni og jákvæðni allra hafi gert það að verkum að það tókst.
Allir held ég að hafi þegið drátt hjá öllum í þessum túr og það komu upp ýmis vandamál sem við þurftum að fá aðstoð frá úr bænum með, enn það var ekkert mál, um leið og símtalið kom var lagt af stað.
Ég er með það mikið tjón utan á bílnum mínum eftir slitna teyguspotta( og það marga) að hann má ekki einu sinni vera á götunni bíllinn
En þegar ég fer eftir helgi að kaupa varahluti og fæ svima köst yfir verðalagningunni get ég þóalltaf hugsað til baka og skemmt mér yfir anægulegri helgi sem ég átti með frábæru fólki.Enn það er alltaf gaman að lesa hnyttinn svör Hlyns Snælands sem gerir þó ekkert mikið meira enn að keyra túrista að Gullfoss og Geysi í 25 pundum þó hann kunni ekki að tala við þá.
Gísli, Benni, Lella og Þorgeir TAKK kærlega fyrir hjálpina.
FERÐAKVEÐJUR
Lúther
13.11.2004 at 22:52 #508080
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
gaman að skoða þetta spjall en eina sem mig langaði að benda á afhverju eru menn með þetta diss á amerískt og hrísgrjónadollur hef séð willis með hilux hásingum og það nýlegan og ofugt hehe svo eru menn að segja hvað er best er þetta ekki allt sama gubbið
13.11.2004 at 22:55 #508082Þakka fyrir mig Lúter minn.
Sjaldan hef ég séð þig svara af eins mikilli kurteisi og sjaldan hef ég farið á fjöll af eins mikilli ánægju eins og að hjálpa ykkur. Ég sá snjó og bara það var þess virði.
13.11.2004 at 23:37 #508084Þetta voru fínar ferðir – báðar tvær.
Lúther, það var ekkert að þakka – mín var ánægjan og ég kem hvenær sem ég get til að hjálpa toppmönnum eins og þér á fjöllum.
Ingi – Þetta var ekki brúsagrind – ýtutönn væri nær, en hún þarf bara að vera aðeins sterkari – allavega ef keyrt er á 40 á ískannt (b.t.w. ekki í förum) :). En í langstökki keppi ég ekki við þig, og reyndar ekki hástökki heldur – mér finnst nebblega svo gaman að geta keyrt bílinn minn heim án þess að vera með naflastreng í næsta bíl
En annars verð ég að draga þetta með amerísku bílana til baka – það er alltaf gaman að góðu basli, allvega eftir á, og það væri bara svo lítið um það ef allir væru á japönskum eðalvögnum Þá yrðum við bara að treysta á Lúther
En eins og þeir segja þá er allt gott sem endar vel, jafnvel þó bílar komi dálítið laskaðir heim.
Kveðja
Benni
14.11.2004 at 00:32 #508086Þó svo að ég hafi ekki verið í þessari margumræddu ferð þá verð ég samt að vera sammála mörgum hér að ef ekki væri fyrir persónur einsog Lúther, og fleiri innan þessa klúbbs, þá væri þetta ekki það sem það væri í dag. Svona menn gefa lífinu lit, þeir eru ekki með nein stærilæti eða telja sig yfir aðra hafnir, heldur gera grín vægðarlaust grín að sjálfum sér og fórna sér fyrir náungann. En svona að lokum … Lúther …. þú hefur mikið skemtana gildi 😉
Með einlægum óskum um snjóþungann vetur
Páll og gamli Ford
( hinn bensín draugurinn )
14.11.2004 at 01:55 #508088Sælir félagar
Það eru ekki margir sem eru jafn hreinskiptir og ákveðnir og Lúther og það þarf meira en lítið til þess að vera til í að fórna tíma og bíl eins og þú hefur gert,mér hefur fundist þessi þráður vera bara góður og gaman að lesa hann þar til einn fann út að það var skítkast hérna sem ég hafði ekki gert mér grein fyrir enda ekki lesið þessa pistla með því hugarfari,heldur bara til þess að hafa gaman af,það þarf að leita að leiðindum til þess að finna þau!
Keli skrifaði allt hér í góðu og við hin höfðum gaman af og enginn var að gera lítið úr neinum en það má efalaust finna brodda ef leitað er en það þarf vilja til ég fann ekki neitt svona og Benni(Hmm) sem ég þekki vel til er ekki sá versti sem við höfum með í ferðir allavega skal ég fara með honum og þeim sem hann velur hvenær sem er og ég vona bara að þeir sem hafa verið að dæma hér séu til í að leggja í púkk til að hjálpa til við varahlutakaup og vinnu við að gera kallinn ferðafærann aftur því þá vitum við að það er allavega 1 sem er til að koma og sækja okkur.
Ég er hálf hissa á þessum skrifum sumra sem látið hafa týruna sína skína hér og láta sér sæma að dæma aðra við minnumst ferða hjá Rottunum í fyrra vetur sem var ansi skrautleg og eins og Ofsin sagði menn voru hálf fúlir yfir því að þurfa ekki að koma til hjálpar en allir höfðu gaman af lýsingunni.
Svo Lúther takk fyri að vera þú og Glowe sömuleiðis fyrir ferðalýsinguna svona á þessi félagskapur að vera og Benni minn ég veit að það er alltaf til spotti fyrir gamlan amerískan hjá þér ef á þar að halda
Kv Klakinn
14.11.2004 at 12:55 #508090Ég fór þarna uppeftir með Benna í bíl og í fyrsta skipti sem ég varð vitni af svona alvöru ferð,þegar við komun á staðinn og við sáum ferstuna hjá lúther vissi ég strax að þetta gæti farið á tvennan hátt góðan og slæman,og því miður fór það svo að pattinn hans Lúthers skemmdist við að losa hann en þarna sýndi hann hversu djarfur hann er að hjálpa öðrum og ég færi hvert sem er til að aðstoða hann.
Mbk
Jóhannes
14.11.2004 at 17:41 #508092Við hjónakornin höfðum smááhyggjur af þér því það síðasta sem við heyrðum áður en við fórum í Hvanngilið um helgina voru fréttir af felguvandræðum hjá þér.
Þegar Jón Ofsi og Danni birtust svo við skálann okkar síðla gærdag með varahluti í Reyk (ótrúlegt en satt!) þá var í för með þeim dökkur Patrol. Við rýndum út um gluggann og mátti heyra "ja, svei mér þá, Lúther bara mættur hingað í björgunarleiðangur! Hann er nú meiri kappinn!" Og meintu menn þetta í fullri alvöru og fannst það þér líkt að skreppa úr einum björgunarleiðangri í annan! Kom í ljós að þetta var nú annar Patrolmaður, ekki Lúther. En fyrstu viðbrögð segja nú sína sögu.Það er ómetanlegt fyrir jeppamenn og konur að eiga félaga eins og Lúther sem eru viljugir að bjarga öðrum, þrátt fyrir að koma svo sjálfir haltir heim úr túr. Og eru viljugir að fórna sér. Ef augu mín sviku mig ekki þá var einmitt mynd af Lúdda úti í Þjórsá í Stöðvar Tvö-fréttinni að hjálpa til.
Ferðakveðja
Soffía :o)
19.11.2004 at 11:49 #508094
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvernig er þetta með þenna Lúther ætlar hann ekkert að gera af sér um helgina?? Það er orðið nokkuð ljóst að maðurinn er bílaníðingur af verstu gerð. Væri ekki ráð að þeir hjá NASA fengju hann í vinnu við að prufukeyra búnað frá þeim. Ef hann nær ekki að eyðileggja búnaðinn þá er óhætt að fljúga á honum út í geyminn.
Mæli með því að hann verði gerður að VIP kúnna hjá Ingvari Helgasyni, Bílanaust, Bílabúð Benna og öðrum ágætist verslunum sem þjónusta svona dólga.
Það er nokkuð ljóst að maðurinn (Lúther) væri orðinn gjaldþrota ef hann æki ekki um á Patrol.
Tooooooooooooooooooogkveðja, Patrolman.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.