This topic contains 91 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years ago.
-
CreatorTopic
-
05.11.2004 at 17:51 #194797
Jæja gott fólk þá er komið að því. Jú A-hluti Trúðaferðarinnar eru lagðir af stað og voru um kl. 17 að renna inn á Árnes þar sem þeir tanka og þétta hópinn. Í þessum hópi eru níu 38″ bílar og eru þar fremstir í flokki Lúther, Gísli í skálanefnd og Óskar á Hi-Lux. Einnig er þar maður að nafni Ólafur Ágústsson og er hann á Barbí-Krúser, vel útbúinn og harðlæstur. Mikill hugur er í mönnum þrátt fyrir að allt sé marautt ennþá og rennblautt. Þeir fara Gljúfurleitin uppúr og vonast eftir barningi og ævintýrum og er það nánast á öruggt að ráoa þar sem þeir eru.
B-hluti hópsins fer núna um kl. 18 frá Select og ætla þau að fara Kerlingarfjöllin.
Magnús Guðmundsson
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.11.2004 at 20:14 #508034
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Skrýtið,,
Ásgreir sem kallar sig gúrku, kannski að ástæðulausu enda ekur hann´um á bil sem er á litinn eins og óþroskaður banani, en hvað með það,þessi björgunarleiðangur væri ekki í myndini ef þetta ameríska fjós hefði ekki verið með, þannig ekkert að segja að amersíksir bili ekki hahah, en svona í alvöru ekki senda Ásgeir í björgunleiðangur, það kallar allavega á 2 hópa eftir það hahha
Jónas
12.11.2004 at 21:12 #508036Já það er alltaf verið að skjóta yfir markið hérna hægri vinstri!
Ég vill bara hjálpa formanni klúbbsins að uppfylla drauma hans um að klára helst allt stafrófið. Mér finnst þetta vera ákveðin þjónusta sem ég býð uppá fyrir samferðamenn mína. En ég veit ekki betur en að ákveðinn landlooser eins og þú átt Jónas hafi bilað meira en minn í síðustu Nýliðaferð!
Það sést nú bara á skrifum þínum Jónas að þú ert "grænn" af öfund útí fjallatrukkinn minn 😉 væri ekki sniðugt að skipta þessari niðursuðudós út fyrir alvöru fjallabíl?
kv, Ásgeir
ps. Ég var nú kallaður Geiri Gúrka fyrir mörgum árum löngu áður en að ég fékk bílinn, ég vill frekar líta á hann sem óþroskaðan tómat sem á eftir að blómstra síðar
12.11.2004 at 22:55 #508038Var að tala við Gísla áðan og sagði hann að D hópur væri að nálgast sléttuna undir Loðmundi. Snjórinn er það lítill að þeir þurfa að fylgja sumarslóðinni því steinarnir standa töluvert uppúr. Bjuggust þeir við að sjá Setursfara þá og þegar, en þeir voru búnir að gera við flakið hans Lúthers, en eithvað var önnur felga hjá honum að gera honum lífið leitt.
Er D hópurinn víst með varahluti, dekk og eldsneyti til að gera við flesta hluti í bílum C hópsins.En spurningin er "HVAÐ VERÐUR LÚTHER BJARGAÐ OFT Í VETUR"
Legg ég til að opnaður verði veðbanki hér á netinu og veglegar upphæðir lagðar undir.Ferðakveðja
Bjarni
13.11.2004 at 00:27 #508040Náði slæmu sambandi við Lellu undir Loðmundi. Verið að fara að bjarga Lúter, en hann er búinn að plægja þar skipaskurð og affelga á tveim. Slæmt færi og skyggni og NMT samband slæmt.
Nánar síðar þegar betra samband verður á farsímakerfinu.
Keli.
13.11.2004 at 00:35 #508042Ég legg til með að allir leggist á eitt og gefi Lúther túbu af Sikaflex? í jólagjöf.
Kveðja
Stebbi sem skilur ekki allar þessar affelganir
13.11.2004 at 01:06 #508044Hann virðist farinn að undirbúa lagfæringar:
[url=http://www.f4x4.is/auglysingar/lesa.asp?a=17569:2p25vv7u]hér[/url:2p25vv7u]
-haffi
13.11.2004 at 01:40 #508046Hann segir að ástand skipti ekki máli………hmmmmm spurning um að selja trúðnum 6 gata miðjur.
13.11.2004 at 02:46 #508048Skýrsla frá Lellu:
Erum við Kerlingarfjöll á leið til byggða. Tvo tíma tók að ná Lúter upp úr skipaskurðinum á 2 hjólum, kominn á fjögur. Áætlaður komutími til R-víkur milli kl 6 og 7 í fyrramálið.
Keli.
13.11.2004 at 03:12 #508050
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já er til í þetta með veðbankann.
Ég ætla að segja að það þurfi að renna eftir honum 12 sinnum í vetur. Einhver tala sem ég er viss um að standist, 15.000 kall undir, og koma svo, bjóða betur.
Eigum við ekki að hafa það þannig að til að fá að vera með þurfi að greiða 500kr í félagsgjald og leggja lágmark 2500kr undir til að fá að vera með.
Jónas
PS, í síðustu nýliðaferð va nýliði á Cruisernum, hann hafði keypt hann deginum áður og ekki haft tíma til að renna yfir hann áður en lagt var í hann. Heyrst hefur að fyrri eigandi hafi rent aðra leið til tunglsins og hálfa til baka og í keppni við aðra Toyotu, svo ekkert var slappað af þannig bílar og menn hafi ekki fengið hvíld og þar með farið illa með tæki og tól, og þótti það ekki fréttnæmt að Patrol hafi hætt keppni vegna úrbræddri vél eftir aðeins 85 km
13.11.2004 at 07:02 #508052Síðasta skýrsla:
Lella og þorgeir ásamt Lúter eru við Skálholt. Hámarkshraði 60 KM/KLST þar sem allt er meira og minna í döðlum hjá Lúter og Cherokie er ekki í sem bestu standi heldur. Fyrstu bílar eru að skríða í bæinn, en áætlaður komutími á síðustu bílum er um kl 8:30. Allir sjálfkeyrandi, enginn í spotta, þannig að í heildina litið er þetta vel heppnaður leiðangur þrátt fyrir að Lúter hafi haldið að Loðmundarsléttur væru Panamaeiðið og ætlaði að plægja skipaskurð í það með þeim afleiðingum að hann satt pikkfastur (í annað sinn í þessum leiðangri) með eina skemmda felgu og affelgað á annari í (skipa)skurðinum. Það tók á annan tíma að bjarga pjattrollunni upp úr pyttinum, (skipaskurðinum) en miðað við þessa ferð, þá má alveg gera ráð fyrir því að Lúter nái að minsta að kosti25 til 30 festum á þessum vetri sem þarf að bjarga honum úr. En eftir því sem sögur herma, þá er hann nú orðinn vanur því að láta toga sig úr hinum og þessum festunum, og fer fjölgandi með ári hverju. Það er því óvitlaust að halda tölu yfir festurnar hans og vita hvort hann slær ekki met frá ári til árs í þeim efnum.
Kv. Keli. #E-1819
13.11.2004 at 13:36 #508054Veriði ekki með þetta skítkast. Það er rosalega auðvelt að sitja heima og rakka hina sem þora niður þegar þeyr festa sig. Það væri gaman að sjá hvað þið getið komist lengi frá þvi að lenda í vandæðum ef þið mynduð ferðast eins mikið og lúther gerir
13.11.2004 at 13:37 #508056annars var ég að heyra að hann Ingvi Reykur hafi verið að brjóta legu og að einhverjar rottur séu á leiðinni að ná í hann, Viljiði ekki skíta aðeins yfir það líka, allavegana virðist þið hafa lítið annað að gera
13.11.2004 at 14:17 #508058Bæring vertu ekki svona neikvæður, þetta er hluti af ánægjuaukanum í þessu sporti okkar. Ég er alveg viss um að Lútar hefur jafn gamann að þessu og við hin, þetta sýnir allavega að hann þorir og er kannski svolitill glanni líka. Lúter getur alveg svarað í sömu minnt og hefur gert á þann máta að allir hafi gamann að, engin bíði skaða eða verði súrir.
kv. vals.
13.11.2004 at 14:28 #508060Sælir félagar
ég tek undir það með vals þetta er hluti af gamaninu og þeim húmor sem er í gildi og hvað henn Lúter varðar þá getur hann svarað fyrir sig og gerir það ef honum finnst með þurfa en á meðan fréttir af þessu tagi eru í svona DV stíl er bara gaman af þeim
kv Klakinn
13.11.2004 at 14:38 #508062Hann Lúther er nefninlega ekki það sem hann Hlynur kallar [url]faramaður[/url].
13.11.2004 at 16:39 #508064Sé mig tilneyddann til að svara þessu, enda virðist þessu vera beint til mín.
[b:1vute3e7][i:1vute3e7]Veriði ekki með þetta skítkast. Það er rosalega auðvelt að sitja heima og rakka hina sem þora niður þegar þeyr festa sig. Það væri gaman að sjá hvað þið getið komist lengi frá þvi að lenda í vandæðum ef þið mynduð ferðast eins mikið og lúther gerir.[/i:1vute3e7][/b:1vute3e7]
Það er tvennt ólíkt að vera með skítkast eða gera létt grín að því sem gerist í ferðum sem þessari. Ef þú lest þetta yfir, þá er ekkert skítkast í gangi. hefði ég hins vegar skrifað þetta eftirfarandi: [b:1vute3e7]"Það er nú meiri auminginn sem hann Lúter er, að festa sig marg oft í hverri ferð og skemma bílinn þar á ofan sýnir hverlsags djöfuls böðull og aumingi hann er."[/b:1vute3e7] þá hefði verið um skítkast að ræða.
Furðulegt hvað margir ruglast á því að gera létt grín að hlutunum og halda að það sé að kasta drullu.
Og Lúter, ef þú lest þetta feitletraða hér að ofan, þá er ég alls ekki að meina þetta til þín, heldur að taka dæmi um hreinræktað skítkast og bera það saman við það sem ég skrifa í síðasta pistlinum mínum í morgunn þar sem gert er nett [b:1vute3e7]grín[/b:1vute3e7] að festunum þínum og óhöppum.
Alls ekki illa meint, þó svo að sumir þurfi að snúa út úr öllum hlutum.Kveðja. Keli, aka Borgarfjarðarmóri.
13.11.2004 at 17:35 #508066Það eru nú einusinni menn eins og Lúther sem gera þetta sport spennandi sbr. Tungufljóts ævintýrið sem var með eindæmum góð afþreying á leið heim eftir góðan dag á fjöllum.
13.11.2004 at 19:08 #508068að heyra hvað björgunarleiðangurinn hefur getað skapað mikla umræðu hér. Ég var kóari hjá Robba á 44" Crusernum
í þessari ferð, sem var ansi skrautleg á köflum. Bara svo það sé á hreinu þá stóð Lúter sig alveg ágætlega í þessari ferð, þar fer dreingur sem er algerlega óhræddur við að FÓRNA sér fyrir málstaðinn, og mættu þið skriffinnskupúkarnir hér taka ykkur hann til fyrirmyndar.
Vona að það gangi vel hjá honum að laga Patrolinn eftir ferðina, sem var jú farin í upphafi til að bjarga þessu helv… AMERISKA DRASLI sem ætti sem minnst að fara útfyrir 50km radius frá helstu þéttbýlisstöðum svo fljótlegra sé að koma þessu til byggða. En tilþrif mánaðarins á Lúther fyrir skipaskurðinn sem hann bjó til í nótt
Kveðja, Guðni
13.11.2004 at 19:40 #508070Lúddi stendur að sjálfsögðu undir væntingum og klikkar ekki á neinu. Hann Bazzi er bara vælukjói sem á sundurrifinn Togaíogíta jeppa, og kemst ekki neitt til að láta bjarga sér, sem er nú alvanalegt hjá honum. Hvað Ingva varðar, þá er hann á Toyotu og eru menn hissa á því að það þurfi að senda menn með varahluti úr bænum á eftir honum.
Góðar stundir
13.11.2004 at 20:13 #508072Voðalega geta menn velt sér upp úr smá skreppi á fjöll – Ég var með í hópnum sem skrapp í smá bíltúr á móti Lúther og félögum (ég heiti reyndar Benni en ekki Baldvin
En ég skil ekki hvað er verið að gera mikið úr þessu – við keyrðum í nánast auðu alla leið að Loðmundi og þar hafði Lúther affelgað í lækjarsprænu – honum var kippt upp og dekkjum reddað. Svo brunuðum við bara í bæinn og ég var sofnaður áður en birti að nýju. Þetta náði því varla að kallast vesen.
Annars er ég sammála því sem fram hefur komið um þessa blessuðu amerísku bíla – það á ekki að leyfa þetta dót á fjöllum eftir 1. september og ekki aftur fyrr en eftir 1. Júní og þá helst með eftirliti almennilegra jeppa.
Kveðja
Benni
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.