This topic contains 91 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Jæja gott fólk þá er komið að því. Jú A-hluti Trúðaferðarinnar eru lagðir af stað og voru um kl. 17 að renna inn á Árnes þar sem þeir tanka og þétta hópinn. Í þessum hópi eru níu 38″ bílar og eru þar fremstir í flokki Lúther, Gísli í skálanefnd og Óskar á Hi-Lux. Einnig er þar maður að nafni Ólafur Ágústsson og er hann á Barbí-Krúser, vel útbúinn og harðlæstur. Mikill hugur er í mönnum þrátt fyrir að allt sé marautt ennþá og rennblautt. Þeir fara Gljúfurleitin uppúr og vonast eftir barningi og ævintýrum og er það nánast á öruggt að ráoa þar sem þeir eru.
B-hluti hópsins fer núna um kl. 18 frá Select og ætla þau að fara Kerlingarfjöllin.
Magnús Guðmundsson
You must be logged in to reply to this topic.