FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Trúðaferð í Setrið

by Magnús Guðmundsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Trúðaferð í Setrið

This topic contains 91 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 20 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 05.11.2004 at 17:51 #194797
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant

    Jæja gott fólk þá er komið að því. Jú A-hluti Trúðaferðarinnar eru lagðir af stað og voru um kl. 17 að renna inn á Árnes þar sem þeir tanka og þétta hópinn. Í þessum hópi eru níu 38″ bílar og eru þar fremstir í flokki Lúther, Gísli í skálanefnd og Óskar á Hi-Lux. Einnig er þar maður að nafni Ólafur Ágústsson og er hann á Barbí-Krúser, vel útbúinn og harðlæstur. Mikill hugur er í mönnum þrátt fyrir að allt sé marautt ennþá og rennblautt. Þeir fara Gljúfurleitin uppúr og vonast eftir barningi og ævintýrum og er það nánast á öruggt að ráoa þar sem þeir eru. :)

    B-hluti hópsins fer núna um kl. 18 frá Select og ætla þau að fara Kerlingarfjöllin.

    Magnús Guðmundsson

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 41 through 60 (of 91 total)
← 1 2 3 4 5 →
  • Author
    Replies
  • 12.11.2004 at 03:32 #507994
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    Um kl 03 náði ég talstöðvarsambandi við hópinn og var hann enn í námundan við loðmund og Lúther pikk fastur nema hvað.

    Kv.
    Benni





    12.11.2004 at 10:20 #507996
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    Hversu langt þurftirðu að keyra til að ná talstöðvarsambandi við þá? Að Geysi? eða styttra?
    kv Lella





    12.11.2004 at 10:39 #507998
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Er ekki hægt að nota VHF endurvarpann á Bláfelli til að ná sambandi við þá? Svo er líka NMT á Skrokköldu sem dekkar Setrið og nágrenni vel. Er það rétt skilið að ekki hafi nást samband við C-hlutann síðan um þrjú í nótt?.

    -Einar





    12.11.2004 at 10:41 #508000
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    Já þeir svara ekki í síma eins og er.





    12.11.2004 at 10:52 #508002
    Profile photo of Gísli Þór Þorkelsson
    Gísli Þór Þorkelsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 1363

    heyrði frá Inga uppi í setri kl 10,47 en þá voru allir sofandi nema hann þeir komu í setur kl ca 9,00 á tvemur bílum en pattinn hans lúters var skilinn eftir undir loðmundi með leka framfelgu ,,,
    þeir vonast eftir að fá að sofa örlítið lengur áður en ævintírin hefjast að nýju
    Gísli Þór





    12.11.2004 at 11:56 #508004
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    Sæl Lella.

    Nei ég er hér fyrir norðan og náði í þá í gegnum endurvarpa rás 46.

    Kv.
    Benni





    12.11.2004 at 12:00 #508006
    Profile photo of Soffía Eydís Björgvinsdóttir
    Soffía Eydís Björgvinsdóttir
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 296

    Það er ekki amarlegt að fá svona framhaldssögu á föstudegi. Ég vona að það koma reglulega fréttir af þessum björgunarleiðangri. Sérstaklega er gaman að heyra um þessa snjóskafla. Ég er eiginlega búin að gleyma hvernig þeir líta út….

    Kveðja
    Soffía





    12.11.2004 at 12:18 #508008
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    Hópur D fer að gera sig kláran til að bjarga Pattanum hans Lúthers :-)
    En annars eru strákarnir að skríða á fætur og fara að finna Cherokee-in að sjálfsögðu eru þeir með PUNKT!!!!!
    Í Setrinu er KAFSNJÓR svo það er örugglega einhver ævintýri í vændum hjá þeim í dag.
    Svo bara gaman framundan.





    12.11.2004 at 14:01 #508010
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Þetta er að verða hinn gagnlegasti túr. Hópur D að gera sig kláran í að bjarga hóp C sem var í björgunarleiðangri að bjarga bíl úr hóp B … Verður spennandi að sjá hvað við komumst langt í stafrófinu og hversu margir komast í snjóinn fyrir bragðið.

    Kv – Skúli





    12.11.2004 at 14:01 #508012
    Profile photo of Jack Hrafnkell Daníelsson
    Jack Hrafnkell Daníelsson
    Participant
    • Umræður: 34
    • Svör: 728

    D-Hópurinn er að gera klárt eftir að neyðarkall barst úr setrinu, en þar er allt eldsneytislaust og dekkjalaust. Brottfarartími ekki endanlega ákveðin, en vonast til að geta lagt af stað um kl. 16:00.

    Nánar síðar.





    12.11.2004 at 14:18 #508014
    Profile photo of Jack Hrafnkell Daníelsson
    Jack Hrafnkell Daníelsson
    Participant
    • Umræður: 34
    • Svör: 728

    Þess má geta að ég mun verða í sambandi við Lellu og Þorgeir meira og minna fram eftir kvöldi og nóttu til að fá fréttir af gangi ferðar upp í Setur.

    Keli.





    12.11.2004 at 15:00 #508016
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Svona á þetta að vera. Það er rétt kominn nóvenber og strax þarf að fara að sækja Lúdda. Þessi vetur lofar svo sannarlega góðu, og eflaust verður Lúddi sóttur oftar í vetur. Muna svo "aldrei að sleppa góðu basli"

    Góðar stundir





    12.11.2004 at 16:04 #508018
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    Hópur C er að klára að gera við Cherokee-inn og lítur allt vel út þar. Hópur D er að verða klár er verið að safna saman dekkjum um bæjinn.





    12.11.2004 at 16:59 #508020
    Profile photo of Ásgeir Halldórsson
    Ásgeir Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 848

    Þið hóið kannski í mig ef hópur E á að fara af stað á morgun.

    Þýðir ekkert að senda svona grjónadollur í svona alvöru mission! Amerískt bilar ekki það hefur marg sannað sig!

    Ásgeir á alvöru fjallabíl!
    896-8969





    12.11.2004 at 17:19 #508022
    Profile photo of Árni Samúel
    Árni Samúel
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 42

    Var að tala við Inga og þeir voru alveg að detta í Setrið. Búnir að sjóða hásinguna og notuðu u.þ.b. 50 pinna í það. Vonandi að það haldi. Það er um 8°C frost hjá þeim núna og búið að vera í allan dag þannig að vonandi sækist ferðin heim eitthvað betur.





    12.11.2004 at 18:12 #508024
    Profile photo of Jack Hrafnkell Daníelsson
    Jack Hrafnkell Daníelsson
    Participant
    • Umræður: 34
    • Svör: 728

    Þorgeir tjáði mér fyrir nokkrum mínútum að það væru 3 bílar í D-hópnum að skríða niður Kambana með dekk, eldsneyti og rafsuðuvír í farteskinu. Búist við þriggja punda færi frá Geysi.

    Nánar síðar

    Keli.





    12.11.2004 at 18:26 #508026
    Profile photo of Ásgeir Halldórsson
    Ásgeir Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 848

    Er sem sagt musso með í för?

    Jæja þá er ég farinn að gera græna tröllið tilbúið!





    12.11.2004 at 18:55 #508028
    Profile photo of Sigurður G. Kristinnsson
    Sigurður G. Kristinnsson
    Participant
    • Umræður: 6
    • Svör: 149

    Það er alveg merkilegt með þessa bensínpúka þurfa alltaf að eyða tveimur vikum í skúrnum til þess að komast af stað, ef ykkur vantar hjálp get ég skroppið tek bara olíu á Geysi og allt klárt. Getur ekki verið stór mál að skreppa í setrið ef Lúter var 17 tíma þangað.





    12.11.2004 at 19:51 #508030
    Profile photo of Jack Hrafnkell Daníelsson
    Jack Hrafnkell Daníelsson
    Participant
    • Umræður: 34
    • Svör: 728

    Skýrsla: Lella.

    Verið að hleypa úr við sandana. Baldvin við Geysi og Gísli skammt á eftir.

    Símtalið orðrétt:
    Lella: Þetta eru nú ljótu lygamerðirnir sem sögðu að allt væri á kafi í snjó. (Grimmilegt urr). Henti kóarunum út að hleypa úr, og það er eins gott að það komi fram að það er Þorgeir sem er kóari hjá MÉR!

    Keli: Nú? Átti ekki allt að vera á kafi í snjó?
    Lella: Jú, svo var sagt. Ég talaði við Lúter í gær og hann sagði að það væri þreifandi bylur og skafrenningur og það væri bara keyrt eftir punktum. (urrað meira)
    Keli: Hvað er að frétta af þeim ofan úr Setri?
    Lella: Þeir ku víst vera lagðir af stað niðrúr, en sækist seint enda með tvær skemmdar felgur.
    Keli: Þú lætur vita þegar eitthvað fer að gerast hjá ykkur, það verður lítið gaman að fara einhverja anskotans fýluferð þegar búið er að tilkynna um kafsnjó alla leið og koma svo að öllu marauðu, hvergi korn að sjá.
    Lella: Ég skal finna snjó þó að ég þurfi að fara upp á jökul til þess. Það verður sko ekki liðið að láta ljúga að sér að allt sé á kafi og svo er hvergi hvítt korn. (urrað enn meira).

    Þar með lauk þessu símtali, en ég skal vel skilja að Þorgeir hafi gefið sér tíma til að hleypa úr meðan frúin tók mesta ergelsið út í símanum.

    Næsta skýrsla vonandi fljótlega.

    Keli.

    P.S. Þetta er í þriðja skipti sem ég reyni að setja helvítis svarið inn. Eintómar villumeldingar.





    12.11.2004 at 19:55 #508032
    Profile photo of Jack Hrafnkell Daníelsson
    Jack Hrafnkell Daníelsson
    Participant
    • Umræður: 34
    • Svör: 728

    Þetta átti að sjálfsögðu að vera við Sandánna.

    K.K.





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 41 through 60 (of 91 total)
← 1 2 3 4 5 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.