This topic contains 91 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
05.11.2004 at 17:51 #194797
Jæja gott fólk þá er komið að því. Jú A-hluti Trúðaferðarinnar eru lagðir af stað og voru um kl. 17 að renna inn á Árnes þar sem þeir tanka og þétta hópinn. Í þessum hópi eru níu 38″ bílar og eru þar fremstir í flokki Lúther, Gísli í skálanefnd og Óskar á Hi-Lux. Einnig er þar maður að nafni Ólafur Ágústsson og er hann á Barbí-Krúser, vel útbúinn og harðlæstur. Mikill hugur er í mönnum þrátt fyrir að allt sé marautt ennþá og rennblautt. Þeir fara Gljúfurleitin uppúr og vonast eftir barningi og ævintýrum og er það nánast á öruggt að ráoa þar sem þeir eru.

B-hluti hópsins fer núna um kl. 18 frá Select og ætla þau að fara Kerlingarfjöllin.
Magnús Guðmundsson
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.11.2004 at 18:28 #507914
Núna rétt í þessu var A-hlutinn að fara yfir fyrsta vaðið á Gljúfurleitunum og er ísbarningur og hvít jörð. Allir komust þeir yfir og eru bílar sæmilega heilir ennþá!!!!. B-hlutinn var að leggja af stað í þessum skrifuðum orðum.
MG
PS. Þar sem ég verð tölvulaus og ekki í netsambandi eftir kl. 19 væri gaman að fleiri kæmu að þessu fréttaþræði og halda honum lifandi og skemmtilegum.
05.11.2004 at 21:06 #507916Heyrði í Gísla nú fyrir stuttu og voru allir bílar búnir að fá drátt, voru að baslast eitthvað upp með Hnífánni. Veðrið var svona la la slydda en ekki mikið rok, ekki var að heyra annað en menn væru bara kátir með allt saman. Ekki er búið að vera mikill snór en það eru skaflar svona hér og þar og þá mikið blautir.
Kveðja Bjarki.
05.11.2004 at 23:27 #507918Hópur B er ný lagður af stað frá Kerlingafjöllum og eru þeir búnir að vera að pompa eitthvað niður um ís, eingin stórvandamál þó.
Lúther og Gísli eru lagðir af stað á móti þeim í ?björgunartúr? og eru á sandöldunum í byli eins og Lúther orðaði það.
?björgunartúr?…bölvað bull og þvæla… ég veit nefnilega að Lella er með tertu og Lúther er að hugsa um hana fyrst og síðast.
Allt í góðum gír hjá öllum.
Kv.
Benni
06.11.2004 at 00:08 #507920Ég var að tala við Benna(hmm),hann talaði um að það væri smá vatnasull og smá basl á B hópnum og nefndi að það væri ca klukkutími til einn og hálfan í að þau kæmu í setrið.
Á meðan við vorum að spjalla kallaði einhver í stöðina og sagði mikið helvíti er þetta djúpt,það kom ekki fram staðsetning.Af því að minnst var á tertur hér að ofan,þá er Stebbi trúður einnig með tertu sem ég færði þeim áður en þau lögðu af stað,sem sagt að Lúther og Gísli ætla að passa það að terturnar verða ekki kláraðar áður komið er í setrið.
kv
Jóhannes
06.11.2004 at 00:28 #507922trúðar. Var að heyra í flugsveit og rottum sem voru að gera sig klára í björgunarleiðangur að hætti Lúters,SOS setur kallar, allt var tekið með í reikninginn, þorramatur síðan í fyrra og allur pakkinnn. Við vonum samt að Lúther vatnsberi noti kunnáttu sína í að leiðbeina fólki yfir stórfljót að hætti SIMMA skuggaskelfis.
06.11.2004 at 13:42 #507924Góðann daginn félagar!
Ég var að tala við Lúther núna upp úr kl. 13. Hann staðfesti að hann og Gísli hefðu farið að bjarga tertunni úr B-hópum í gærkvöldi, en talsvert bras var á þeim í Kerlingarfjöllum. Allir voru samt komnir inn í Setur um kl 01 í nótt. Allur hópurinn fór upp úr kl. 1130 í morgun inn í Nautöldu og könnuðu pottinn.
Þá fóru nú ævintýri að gerast. Lúther á nú flóðabíl. Bíllinn hjá honum datt niður um ís í Blautukvíslarbotnum og voru þeir svo lengi að ná honum upp að flæddi inn í hann og fór vatnið upp fyrir pedala. Á svipuðum stað sleit Cherokee bremsurör hjá sér og var skilinn eftir og voru þeir að brasa við hann núna. Hannes Jón braut öxul en hann ekur um á Patrol. Lúddi skildi nú ekki hvernig það gat gerst á svo góðum bíl. Skrítið!!. Heyrði ég í Stebba Trúð á bakvið og talaði við Óla Gústa og lá greinilega vel á öllum.
Veðrið hjá þeim er slyddusuddi, þokaslæðingur og því miður ágætis hiti.
Þeir voru semsagt á leiðinni inn í Setur aftur til að gæða sér á tertunni frá Jóhannesi (JÞJ) og öðrum veitingum.
Síðan er stefnan tekin á Kisubotna og verður gaman að heyra hvernig það gengur.Kveð að sinni, meira seinna
MG
06.11.2004 at 14:48 #507926Hva er virkilega hækt að brjóta eitthvað í Patrolum…
Kv.
Benni
06.11.2004 at 15:57 #507928Jú Lúther hringdi í mig og sagði allt vera að gerast núna. Þrír meðreiðarsveinar hans fóru mjög óvænt í fyrsta flugtímann. Óskar á Hi-Lux var fyrstur og nauðlenti með sprungna framhásingu. Ingi á Cherokee sem var búið að fara mikill tími í að laga bremsurör hjá var annar og brotlenti hann með sprungið framdrif. Þriðji var ekki nafngreindur og virðist hann hafa lent stórslysalaust allavega við fyrstu sín. Þetta gerðist á leiðinni frá Nautöldu. Annars sagðist hann vera að ryðja snjóföl fyrir eftirfarana ásamt Magga Skogh. Hannes Jón sem braut öxulinn áðan er á 44" Patrol nýja laginu.
Meira seinna
MG
06.11.2004 at 17:57 #507930Var rétt í þessu að tala við Óskar, menn virðast bara mjög ánægðir með þetta allt saman þrátt fyrir brot,1stk framhásing ceeroke, 1stk framdrif hi-lux (Óskar), 1stk framöxull patrol, 1stk dekk nokkurgöt patrol (Gísli), og eitthvað af gangbrettum. Óskar sagði það engu skipta hvort vantaði afturdrif eða framdrif í totuna, bara standann, átti að skila karokee kveðjum frá Óskari ABBA.
Kv. Bjarki
06.11.2004 at 18:17 #507932Ég var að tala við Þorgeir Trúð núna rétt fyrir 1730. Sagði hann að þau hefðu farið að sandbrekkunum við Kisubotna og þar hefði Lella konan hans gert tilraun til að velta nýja Mussonum þeirra en tókst ekki og snör handtök Lúthers, enda maðurinn ávallt á tánum, hefðu varnað því. Hann fann ekki krókinn að framan og batt hann í kastaragrindina og afleiðingarnar þær að hún skekktist aðeins. Þriðji flugmaðurinn var víst Gísli og er hann sennilega með "Kitty Kitty Bang Bang" útbúnað því hann komst óskemmdur frá því.
Allir eru komnir í hús heilir og hressir og væri verið að reyna að kveikja í kolunum. Gengi það eitthvað brösuglega í rigningunni.Í B-hópnum voru einnig níu bílar og voru mestu vandræðin hjá þeim norðan við Loðmund í gærkveldi.
MG kveður
06.11.2004 at 18:52 #507934
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það fær greinilega einhver annar en þessi crúser lúði skyrtu á næstu árshátíð.
Enter.
07.11.2004 at 17:31 #507936Er ekkert að frétta af þessum Trúðum ????????
Hilsen
Kalli.
07.11.2004 at 18:05 #507938Allt gott að frétta hjá þeim.
Töfðust aðeins við Sól-vað en patrol fór þar niður um ís og tók einhverja 3 tíma að ná honum upp aftur.
Eru núna á blússandi siglingu á kvíslaveitu…
Kv.
Benni
07.11.2004 at 23:50 #507940Ekki veit ég nú allveg hvaðan heimildirnar hafa komið sem hér að ofan hafa komið fram en jæja jæja.
Eyþór kom á móti okkur að Sóleyjarhöfðanum með myndatökumann með sér og er líklegt að þetta verði í fréttunum á Stöð 2 á morgun
Þökkum fyrir góða helgi
Lella og Þorgeir
08.11.2004 at 11:37 #507942Gaman að sjá hvað það hefur margt gerst sem fór alveg framhjá mér – en ég er líka bara svo viðutan.
En ferðin var alveg meiriháttar og Trúðarnir frábærir fararstjórar.
Áhöfnin á (blautum) Pajeró þakkar kærlega fyrir frábæra helgi.
Kveðja
Benni
08.11.2004 at 15:32 #507944Er búin að setja inn nokkrar myndir eru í myndaalbúminu undir Paji,
kv Lella
08.11.2004 at 22:56 #507946Ég vil þakka fyrir alveg frábæra og viðburðaríka helgi.
Ég er búinn að setja inn nokkrar myndir í myndaalbúmið
Kv Kjartan á Stutta Pajero
09.11.2004 at 21:19 #507948jh………………………..
09.11.2004 at 22:52 #507950hæ öll sömul,
mig langar að leiðrétta tvennt
1. Öxull brotnar ekki í Patrol
2. Ég er á 95 módel af Patrol á 38" ef einhver vill endilega breyta því – þá er það velkomið, setjið bara lyklana í póstkassann merktan mér á Háaleitisbraut 109.
Hlakka til.Myndir frá mér eru á http://www.raudheimar.com
09.11.2004 at 23:31 #507952Jæja, Við þökkum öllu samferðafólkinu kærlega fyrir samveruna í þessari ferð. Við höfðum gagn og gaman af 😉
Við erum búin að setja slatta af myndum inn undir shooter og ef einhver hefur áhuga á að skoða allar myndirnar okkar úr ferðinni óritskoðaðar (481 stk) þá eru þær á http://www.ljosmyndir.tk
Ágúst og Hrafnhildur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
