This topic contains 67 replies, has 1 voice, and was last updated by Georg Þór Steindórsson 18 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.11.2006 at 17:48 #198934
Nú er ferðin hafin… Stebbi og Helgi fóru af stað um kl 15:00 og voru rétt áðan á Geysi.
Helgi, sem er nýliði í Trúðagenginu sver sig strax vel inn í gengið með því að dæla bensíni á díselbílinn á Geysi… Það var þó að vísu það lítið að þeir höfðu ekki áhyggjur af því.
Annars var bongóblíða á Geysi – fánar héngu beint niður og svolítill snjór…
Ég er farinn af stað…
Benni
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.11.2006 at 12:38 #567610
á ekkert að koma með eða kemst pajero ekki hvernar á að leggja í hann
11.11.2006 at 12:40 #567612Stefanía og Barbamamma eru á leið einbíla á fjöll á Mussó. Ég hvet alla félagsmenn að fylgjast vel með framhaldinu hér á vefnum
ÞVÍ NÚ FYRST FER ATBURÐARRÁSIN Á STAÐ.
Kæru félagsmenn NÚ SKEÐUR ÞAÐ.Ég allavega slekk á símanum um 14 og skríð undir sæng.
Georg ég er búinn að lofa börnunum mínum skemmtiatriðum hérna í bænum. þau voru farin að gleyma hvað ég er skemmtilegur:)
P.S.
Fordinn er ekki kominn í lag. Hópurinn er að taka rúnt inn á Hveravelli í sólinni meðan beðið er varahlutum.LG.
11.11.2006 at 12:47 #567614Jahá Lúther… maður veit þá hverjir eru vinir sínir ;->
Ég sé líka að þú talar af reynslunni hvað varðar mussó á fjöllum…. hm..
Mottó: Það verður að vera gaman … því annars er svo leiðinlegt.
kv. stef.
11.11.2006 at 19:57 #567616
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
allir komnir niður í árbúðir og ford komin í lag, bjórinn kominn á loft eftir góða steik og allir í góðum gír.
12.11.2006 at 12:36 #567618Allir sofandi í Árbúðum
12.11.2006 at 13:32 #567620Ég náði loksins sambandi við Benna for(d)mann. Þau voru að nálgast Sandá í grenjandi rigningu og hvassviðri. Í nótt og í morgun var alveg arfavitlaust veður mikill vindur og ausandi rigning. Lá vel á öllum mannskapnum í miklum krapa. Benni var kominn á öll dekkin aftur en bæði hjöruliðskross og spinilkúla höfðu neitað að standa í svona átökum, og sent annað framdekkið undan. Þorgeir, Lella og einhverjir fleiri eru að hugsa um að fara línuveginn og leika sér aðeins meira. Þetta voru 15 bílar. Ekki hafði Barbara þurft að spenna sleðahundana fyrir neinn bíl ennþá, svo væntanlega eru allir fyrir eiginn vélarafli.
Meira væntanlegt
MG fréttastofa
12.11.2006 at 13:50 #567622Voru ekki einhverjir sem ætluðu að fara Gljúfurleitina? Fóru engir í Setrið? Hvað voru margir sem snéru við á föstudagskvöldið.
-Einar (forvitinn)
12.11.2006 at 14:05 #567624Enginn fór Gljúfurleitin, Setrið var mannlaust um helgina og það sneru 3 bílar við frá Árbúðum á Föstudagskvöldið og fóru í bæinn. Einn af þeim bílum fór svo aftur á stað á Laugardaginn og svaf með mannskapnum í Árbúðum í nótt.
Benni og Valur eru við Geysi og ætla styðstu leið í bæinn. Restinn af bílunum er á línuveginum og stefna á Kaldadalinn.
LG
12.11.2006 at 17:39 #567626Hvernig stendur a þvi ad þad koma eingar myndir ur þessari truda ferd eru menn einkvad skomustuleigir ad hafa ekki farid eftir vedursp ein sem sat heima og hafdi þad gott a medan vedrid gekk yfir…. maggi willis
12.11.2006 at 20:16 #567628Maggi minn Strákarnir eru ekkert skömmustulegir yfir að hafa farið í þessu veðri, Þessir strákar sem leiddu hópinn kunna mannabest að lesa veður og vissu þeir allann tímann hvað þeirra biði
Þeir áttu til aðmynda frábærann Laugardag, keyrðu í sól og frosti á Hveravelli, enn myndirnar komast örugglega ekki á netið fyrr enn mannskapurinn kemur í bæinn og er ekki von á þeim fyrr enn um miðnætti eins og ástandið er núna.
Þeir eru bara í kaf snjó og erfiðufæri, bara gamanLG
12.11.2006 at 21:03 #567630Maggi W. til að fá myndir þarf fyrst að koma í bæinn. Vorum að koma um 20:30 í bæinn eftir að hafa farið línuvegin frá Kjöl yfir í Kaldadal. Fundum töluverðan snjó en ekki samt orðið sleða fært en lofar góðu. En það er sem sagt búið að moka Mosaskarðið ;->
Til áhugamanna um veðurfréttir og veðurspár…
Hvað varðar veður þá var einkar hentugt ferðaveður þennan sl. sólahring. Það var eins og fyrr segir rjómablíða í gær og lengst af nætur. um 5 í morgun hvessti hressilega en það skipti engu máli því það voru allir hvort sem er í fasta svefni fram til tíu. Þá tók við morgunmatur og meðan hann var borðaður þá hlýnaði og blotnaði þar af leiðandi í snjónum svo enginn var skafrenningurinn og var nánast orðið logn ef svo má segja.
Þar sem það lofar ekki góða ferðamennsku að vera kominn á hádegi í bæinn þá eyddum við deginum á ákaflega skemmtilegan hátt og í góðum félagsskap og fínu veðri á línuveginum (Skjaldbreiðarvegi).kv. stef. sem langar út úr bænum.
12.11.2006 at 21:21 #567632ja Stefania þad er semsagt komid gonguskidafæri…. ja þad er gott þegar ferdir ganga vel mb
12.11.2006 at 21:26 #567634þessi ferð var alger snilld frábær mórall gott og (slæmt) veður sem er hvorutveggja gaman,á eftir að henda inn nokkrum myndum , þakka öllum fyrir samveruna um helgina áfram trúðar
12.11.2006 at 21:30 #567636Hvað er þatta Stef. þið hænurnar getið galað feitt voruð bara að koma í geimið í blíðskapar veðri í gær, en hvað með þá sem komu ekki í skála fyr en kl. 0330 aðfaranótt laugardags alla vegana eldri helmingurinn var orðinn svolítið þreittur og kaus að koma í bæjinn aðeins fyr en hinir reindar í mjög góðum félagsskap.
Kv. Úlfurinn
12.11.2006 at 21:42 #567638ja Luter eg efa þad ekki ad menn kunni ad lesa i vedrid þad er bara fyrir mestu ad alt for vel….. mb
12.11.2006 at 21:49 #567640veðrið var ekkert svo slæmt þótt það hafi verið erfitt í smá tíma mér finnst líka gaman að lenda í smá háska
12.11.2006 at 21:51 #567642Stebbi við hópurinn vorum sammála þarna við Sandánna að þeir sem væru ,,forfallaðir,, sbr. leikfimi í gamla daga gætu farið í bæinn en við hin sem höfðum enga afsökun gátum ekki samvisku okkar vegna keyrt malbikið heim…
þar af leiðandi yfirgáfu okkur…
-einbjörn (úlfurinn einn á ferð þreyttur),
-tvíbjörn (valur og Þóra kona hans, þurftu að fylgja einbirni og þríbirni) og
-Þríbjörn (fordmaðurinn á þremur hjólum.)En ég er sammál þér þetta voru allt saman góðir og skemmtilegir ferðafélagar.
kv. stef.
Var þetta of flókið ???
12.11.2006 at 21:56 #567644BæBæ þetta háskalega er það eitthvað tengt KARLSDRÆTTINUM upp úr ræsinu…. segðu okkur frá því…
Ef það var eitthvað annað þá fór það fram hjá mér.kv. stef sem er ekki alltaf með á nótunum ;->
12.11.2006 at 21:58 #567646já það var gaman uuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuu eigum við að tala um eitthvað annað
12.11.2006 at 22:00 #567648hvað var musso dreginn oft upp 😉 alla helgina
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.