This topic contains 67 replies, has 1 voice, and was last updated by Georg Þór Steindórsson 18 years ago.
-
CreatorTopic
-
10.11.2006 at 17:48 #198934
Nú er ferðin hafin… Stebbi og Helgi fóru af stað um kl 15:00 og voru rétt áðan á Geysi.
Helgi, sem er nýliði í Trúðagenginu sver sig strax vel inn í gengið með því að dæla bensíni á díselbílinn á Geysi… Það var þó að vísu það lítið að þeir höfðu ekki áhyggjur af því.
Annars var bongóblíða á Geysi – fánar héngu beint niður og svolítill snjór…
Ég er farinn af stað…
Benni
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.11.2006 at 19:32 #567570
[url=http://www.visir.is/article/20061110/FRETTIR01/61110092/-1/frontpage:1z6johje][b:1z6johje]Ekkert ferðaveður er á landinu í kvöld og í nótt[/b:1z6johje][/url:1z6johje]
10.11.2006 at 20:00 #567572[b:oalc5alf][url=http://www.belgingur.is/index.php?pg=landshlutar3km&kort=MH&pos=003&st=VEL:oalc5alf]Hér[/url:oalc5alf][/b:oalc5alf] má sjá hvernig veðrið verður á hálendinu næstu klukkutímana. Það lítur út fyrir að vindur snúist um 11 leitið íkvöld, og að upp úr því verða víða hvasst. Sé eitthvert fóður fyrir skafrenning, verður skyggni líklega ekki mikið.
-Einar
10.11.2006 at 20:13 #567574Liðið safnaðist saman á select um 19:00. Þarna voru einungis mættir patrolar á 38" – 44" dekkjum. Sennilega er einn bíllinn í varahluti. Fréttir bárust af öðrum trúðum sem að voru komnir að Bláfellshálsi og fram hjá ræsinu. n.b. það er búið að setja tunnur og drasl yfir veginn áður en komið er að skarðinu og sést það líka illa. Voru þeir búnir að finna blindbyl á hálsinum og vegurinn var í felum. Skipti engum togum pattarnir ruku af stað allir 6 bílarnir þannig að ég náði ekki mynd af því. Einn komst í Mosfellssveitina þá þurfti hann að stoppa… sennilega allt of langur leggur fyrir svona bíl.
For(d)maðurinn lagði aðeins seinna af stað þar sem Ýtan hans Þorgeirs kemst ekki hraðar en 60 km/klst. í meðvindi, niður brekku þannig að hann taldi sig ná þeim MJÖG fljótlega.
Hálka er á þingvallarveginum og voru því lokurnar settar á. Svo verður bara framhaldið að koma í ljós.
Fyrir þá sem sáu veðurfréttirnar hjá Sigga Storm þá er dandalafínt veður á morgun.
…
Þar sem björgunarsveitir höfðu fréttir af því að trúðarnir væru að leggja í hann þá sáu þeir ekki vit í öðru en að manna Maninn og 1 stk. patrol til að koma í humátt á eftir þeim… Skyldu þeir vita af veðurspánni… eða björgunarsveitin sem trúðarnir á Bláfellshálsinum mættu… það ætti einhver að kenna þessu liði að hlusta á veðurspár. ;->.kv. Stef.
P.s stal þessu frá Lellu…,,Var beðin um að koma þeim skilaboðum til skila að komin er 1,5 metra gjá í Kjalveg 800 metrum frá afleggjarnum í Skálpanes þegar farið frá Geysi.
64.31.393 N
019.52.304 V
svo farið varlega
kveðja, Lella,,
10.11.2006 at 21:36 #567576Heyrði í Lellu. Þau eru komin framhjá Geysi og gengur allt vel. Það er snjókoma hjá þeim en auður vegurinn. Þau heyrðu í hinum trúðunum sem voru á undan og kom í ljós eins og svo oft áður að ,,Veðrið,, var staðbundið við Bláfellsháls. Komu þeir við í Árbúðum en héldu svo áfram í rjómablíðu inn í Setur.
kv. stef. sem stefnir út úr bænum á morgun í humátt.
10.11.2006 at 21:55 #567578Hver er að fara Sóleyjarhöfða innúr ??? er þetta huglausa ferðafélagið ? Ég held bara í þá von að Sóleyjarhöfði verði farinn heim, enda eru sóleyjarnar fallegar þarna.
Góðar stundir
10.11.2006 at 22:09 #567580Þetta getur ekki orðið gaman hvorki ég né Hlynur með þeim.
Enn hvernig er það Hlynur, ég var að fá nýja Polarisinn afhentann úr Stormi áðan, eigum við ekki að fara að tilkeyra nýju sleðana okkar um helgina? Eða eru þessir Skidoo menn ekki búnir að afhenta þinn.
Lúther
10.11.2006 at 22:17 #567582Lúther mér skilst að ef þú vilt fá göt í skíðin þín þá sé rétt að fara inn á Kjöl því þar er enginn snjórinn og ,,veður,, vandfundið undir stjörnubjörtum himninum á Bláfellshálsinum hjá lellu as we speek… og BARA gaman.
Myndi ég frekar benda þér einmitt á Sóleyjarhöfðavaðið … ég veit að þú myndir aldrei þora þar yfir á ófrosinni ánni á svona mottudruslu.kv. stef. ;->
10.11.2006 at 22:21 #567584sjá myndir í myndaalbúmi.
10.11.2006 at 23:00 #567586??????
kv. stef
sem er alltaf opin fyrir breytingum.
10.11.2006 at 23:56 #567588Mins er sko á Polaris, ekki á neinu skíþódóti.
Góðar stundir
11.11.2006 at 00:05 #567590Auðvitað valdirðu Polaris, fyrirgefðu Hlynur!! Minn er samt örugglega krafmeiri enn þinn.
Hópurinn er snúinn við rétt hjá Kerlingarfjallaafleggjarnum, skollið á alveg glórulaust veður og enginn sér ekki neitt. Þau ætla að silast til baka í Árbúðir og vera þar í nótt.
LG
11.11.2006 at 00:13 #567592Ef þú snýrð við ertu hættur að ….áfram…
Hvað eru trúðarnir að gera ?
Lúddi þurfum við að fara að bjarga þeim inn í Setrið ?
11.11.2006 at 01:46 #567594Stefanía mín þú hefur greinilega ekkert fylgst með ferðum Trúða í gegnum árin. Ertu ný í þessum félagskap? Ég fór yfir Sóleyjarhöfðann ófrosin í fyrra á vélsleða, gaman að sega að þar var ég á Skidoo 800 Renegade sdi árgerð 2004. sem þykir nú ekki merkileg græja svosem.
Ferð þú á þínum bíl á stað á morgun???
Enn af ferðalaginu er að frétta að allir eru komnir í hús í Árbúðum nema Stebbi og Helgi sem eru týndir og finnast ekki. þeir eru þó enhverstaðar á milli Árbúða og afleggjarans í Kerlingrfjöll.
Já alveg rétt, ekkert merkilegt svo sem enn Ford Formannsins var skilinn eftir á 3 hjólum í einhverjum skaflinum og fer sveit 3 frá Jeppaþjónustunni Breyti eldsnemma í fyrramálið að reyna að koma Fordinum á lappir. Ekki dugði að kalla til hjálparsveit 4×4 til þar sem stórvirkar græjur og risa verkfæri þarf til aðstoðar.
Bjarki það var vitað mál að þeir myndu klúðra þessu án okkar. Einu sinni snúið við þú getur ekki hætt.
Lúther
11.11.2006 at 02:09 #567596Keyrði Titanic á ísjaka?
-haffi
ps.
11.11.2006 at 05:59 #567598Vorum Að Koma Hinn Helmingurinn í Bæinn Glerhált og klikkað veður á hellisheiðinni Samt Bara Gaman.
11.11.2006 at 08:54 #567600Hvað kom fyrir Fordinn hjá Benna ????
og Árni er einhver snjór uppá Hellisheiði ?? Er að
spá í að fara þangað með sleðan og rúnta með börninn eða uppá Lyngdalsheiði
11.11.2006 at 10:49 #567602Fordinn Hjá Benna Bilaði Nú ekkert Svaða Lega Vinstra Framhjólið Fór eitthvað úr sambandi fór sennilega splitti eða eitthvað álíka en bílinn er óskkemdur sýndist okkur það var reyndar klikkað veður á þessum slóðum.En Hrönn ég færi frekar upp á lyngdalsheiði held ég meiri snjór þar.
11.11.2006 at 11:56 #567604er einhver á leiðinni í setrið langar að kíkja var í hópnum sem snéri við í nótt nennti ekki að sofa í árbúðum
11.11.2006 at 12:25 #567606Georg hringdu í Val í síma 824-5274 hann er að fara uppúr, eins er Einar sól og fleiri á leiðinni líka. Elsku Georg viltu fara og bjarga þessum félögum mínum til byggða.
Lúther
11.11.2006 at 12:29 #567608Er ekkert að frétta…hm? Lúther ég er búin að gera bílinn minn að bæjarjepplingi sem ekki má hleypa úr þannig að við förum á eðalbíl sem þú kannast við… hvítur musso.
Þar sem For(d)manninum vantar varahluti úr bænum og þetta er letiferð þá var ákveðið að gista í Árbúðum næstu nótt líka en taka rúnt um hálendið í dag í leit að sköflum. Þar sem þessi ákvörðun var tekin þá kom annað neyðarkall í bæinn… það vantar hveiti, salt og pipar og síðast en ekki síst paprikuduft algjört must. Þetta er sem sagt ekki staðalbúnaður í Árbúðum … skil ekkert í Stebba…Lúther … Einar ætlar að hvíla sig í dag og verður því í bænum.
sayanara.
kv. stef.p.s. við förum milli 13:00 og 14:00 úr bænum Barbara og ég.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.