Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Trooper Vs. Cruiser
This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Arnór Magnússon 19 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
20.09.2005 at 21:15 #196284
AnonymousSælir/ar…
Nú er ég 17 ára og tilturulega nýkominn með prófið. Ég er með smá pælingar varðandi Trooperana. Nú er ég að fara endurnýja bíl fyrir veturinn og vantar nokkur álit frá ykkur. Nú hef ég verið að skoða 38″ breytta Troopera og 38″ breytta 80 Cruisera. Þeir eru á nánast sama verði þrátt fyrir það að Cruiserarnir er 8 árum eldri og keyrðir rúm 300 þúsund á meðan Trooperarnir eru bara keyrðir 100 þúsund. Af hverju er Cruiserinn svona dýr eða Trooperinn ódýr?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.09.2005 at 22:57 #527220
Cruserinn er alltof dýr finnst mér en þeir eru samt miklu miklu meiri bíll heldur en Trooperinn.
20.09.2005 at 22:59 #527222Svarið hér fyrir ofan held ég að sé það eina rétta…..
Maður hefur heyrt voðamikið af vesenis-sögum af trooperum, þó hef ég líka einum voða ánægðum troopper eiganda.
20.09.2005 at 23:18 #527224ég var í svipuðum málum og og þú Aron, og fór út í að fá mér trooper 38", síðan hef ég nánast bara heyrt draugasögur af þessum bílum. en gott væri að fá álit annara á þessu.
20.09.2005 at 23:22 #527226
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er semsagt meira vit í að fá sér bara gamlan Cruiser ?
21.09.2005 at 00:09 #527228Fyrir það fyrsta þarf að vera hægt að fá keypta varahluti í bíla, það er mjög erfitt núorðið að fá varahluti í trooper, og svo er það hið fornkveðna, þú færð það sem þú borgar fyrir, cruiserinn er náttúrulega miklu meiri bíll, hef reyndar ekki kynnst trooper mikið af eigin raun en þetta eru svosem ágætis keyrslubílar en Lc80 hefur flest ef ekki allt fram yfir að mínu mati, sjáum til hvar og hvernig trooperinn verður þegar hann verður 9-15 ára gamall og keyrður vel á fjórðahundrað þúsund.
21.09.2005 at 00:18 #527230Ekki gleyma því að það er hætt að framleiða Trooperinn fyrir utan það að IH hafa ekki staðið sig vel í að eiga á lager og verðleggja varahluti. Gátu t.d ekki skaffað bremsuborða fyrir handbremsuna um daginn.
21.09.2005 at 00:39 #527232sælir
Mér finnst það varla skipta máli hvort 80 Cruiserinn sé betri eða viðhaldsfrírri eða miklu meiri bíll (sem hann er) þar sem þarna er verið að bera saman hest og flóðhest.
Tropperinn drífur einfaldlega meira í miklum snjó, en Cruiserinn hefur aftur á móti miklu betra kram, vél og meiri þægindi (kemur reyndar orginal læstur að framan og aftan sem er kostur).
Þar sem Cruiserinn er a.m.k. 4-500 kg þyngri en Trooperinn þá ættir þú frekar að spyrja þig í hvað þú ætlar að nota gripinn?
Ég tek það fram að ég hef enga persónulega reynslu af Trooper…..
kveðja
Agnar
21.09.2005 at 01:23 #527234"Þar sem Cruiserinn er a.m.k. 4-500 kg þyngri en Trooperinn " má vera ?
Hvað er Trúper Super þungur ?
Minn Crucier 80 vx 1995 24v með lúgu tudda og öllu þessu típikal sjáðu til viktar 2410kg á 39,5"
Er búinn að panta nýjan mótor, grind og boddy úr séstöku NASA títan og fer hann þá í 980kg.
Megrunar kv.
BenniPS.
Hvað er Trúper Super þungur ?
21.09.2005 at 08:21 #527236Sæll Benni
Hef svo sem engar staðfestar mælingar svo vel má vera að ég hafi rangt fyrir mér.
Auðvitað er mæld þyngd á bíl alltaf afstæð (olía, búnaður, eigin ást á bíl en ég gekk út frá því að 38" 80 Cruiser vigtaði 2.500-2.600 kg en Trooper 2.100 – 2.200 kg.
Líklega er farsælast að bera saman þyngd bíla miðað við upplýsingar frá framleiðanda.
kv
AB
21.09.2005 at 08:35 #527238skv [url=http://www.mynrma.com.au/landcruiser-gxl_toylangxlmar_specs.asp:aba8rlzg]þessu[/url:aba8rlzg] þá er þyngdin á 80 bílnum 2.230 kg beinskiptur.
Skv [url=http://auto.consumerguide.com/Auto/Used/reviews/full/index.cfm/id/2186/Act/usedcarreviewspecs/:aba8rlzg]þessu[/url:aba8rlzg] þá er ameríku útgáfan af Trooper 1.910 kg.
Sem sagt 320 kg munur óbreyttir !
kv
AB
21.09.2005 at 08:53 #527240
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
en hvernig er það, er eitthvað eftir af þessum Cruiser ef hann er keyrður 317 þúsund? Fer ekki að fara koma tími á vél eða eitthvað því um líkt..
Er að tala um þennan bíl:
http://www.bilasolur.is/Main.asp?SHOW=C … 20TDI%2038
21.09.2005 at 09:20 #527242Ég var á Hilux 2,4 tdi á 38" í fyrra vetur en því miðiur entist boddy og grind ekki lengur en fram á mitt sumar(blessuð sé mynning hans) , þannig á ég fór að skoða mér jeppa og hef prufað 80 og 90 cruisera ennig trooper og 00 árg af hilux.
Þetta er niðurstaðan sem ég hef komist af
Trooper: Svo aflvana að ég fann meira fyrir aflaukingunni á hilux einnig var mér bent á það að þetta væra drasl sem bilar, þannig að ég hef alveg hætt að skoða trooper jú einnig var mér bent á það að framfjöðruninn væri ekki sterk.
Hilux: hastur að framan og aftan (allavegana þessi sem ég prufaði) ekki gott að sitja í honum nánast alveg eins og í gamla, fannst hann heldur ekkert vera mikið sprækari en sá gamli(hvernig sem stendur á því).
90 cruiser: kraftmikill, góð fjöðrun, gott að sitja í honum, gott að keyra hann, þjónustan frá umboði er einnig góð, hins vegar eru 2 ókostir sem ég sé við 90 er að það vantar framhásingu sem mér finnst vera galla og að heddin eru fað fara í um 200þ (er mér sagt).
80 cruiser: Sterkir og góðir bílar gott að keyra hann, hins vegar ef þú ætlar að vera mikið á fjöllum þá er 44" það minnsta, sumir segja þá að þá þarftu að skipta um framhásingu og kostar það um 500þ hjá ljónstöðum (ef ég man rétt) svo eru aðrir sem segja að þess þurfi ekki.
Einnig þarf að skipta reglulega um stangarlegur.Þessir 80 bílar sem eru keyrðir um 300þ, það er í flestum tilfellum búið að fara yfir mótor, ef það liggur hins vegar ekki fyrir þá verður þú að taka það með í reikningin þegar og ef þú kaupir 80 bíl.
Þú þarft að hugsa þetta svona (held ég) þannig að nú er bara að setjast niður og pæla hvað vill ég, í hvða ætla ég að nota hann og hvað er ég tilbúinn að borga fyrir hann.
Ég vona að þetta hjálpi eitthvað
Kv
Sn
orri Freyr
21.09.2005 at 09:35 #527244Sæll félagi,
ég mundi halda að verðið á þessum bíl sem þú ert að benda á sé of hátt, Ég keypti nýlega mjög gott eintak á 38" fyrir 1900 kall en sá var aðeins ekinn 160 þúsund, og einn eigandi að frá upphafi.Hvað varðar bílaval, þá mundi ég frekar athuga léttari bíla svona fyrst um sinn. Hilux er t.d. töluvert léttari í viðhaldi heldur en Crúser.
Minn fyrsti bíll var forveri 80 bílsins, LC60, túrbínulaus meiri að segja (fást líka með henni). Sá bíll fór ótrúlega mikið enda eitthvað léttari. Svo er sá bíll líka töluvert sterkari en 80 bíllinn.Lítið er hins vegar til af þessum bílum.
Ég mundi skoða Hilux eða 4Runner ef ég væri í þínum sporum.
Gangi þér vel.
Siggi
21.09.2005 at 09:38 #527246Það er nú ekki rétt að það þurfi að skipta reglulega um stangarlegur í 80-cruiser, allavega ekki eftir því sem ég hef lesið.
Á tímabili voru notaðar lélegar legur í eitthvað af 12 ventla diesel vélinni, og fóru sumar þeirra að hrynja þegar þær voru komnar vel á annað-hundað þúsundið. Legurnar sem settar eru í staðin eiga að vera betri og eiga að endast. 24-ventla bíllinn hefur aldrei átt við þetta vandamál að stríða.
Sel það ekki dýrara en ég las það (googla 80-series big end bearings).
kv
Rúnar.
21.09.2005 at 10:05 #527248Sæll,
ekki ætla ég að bera saman bílana, en hef átt 2 stk Troopera á 38" s.l. 6 ár. Bilarnir virka vel og reynsla mín af umboðinu IH er ágæt. Láttu ekki sleggjudóma manna sem ekki hafa átt eða prófað Trooperinn villla fyrir þér, þetta er góður valkostur á góðu verði.Einar Gylfason
21.09.2005 at 13:50 #527250Hef átt tvo Troopera. Annan á 32" og hinn var á 35". Var mjög ánægður með þá báða og klikkuðu aldrei. Krafturinn var ok í seinni bílnum sem var 99′ árg, beinsk og dísel.
Miðað við verð á Trooper í dag, þá eru þetta lang bestu kaupin. Af hverju að kaupa Cruiser ekinn 300þ+ km, þegar þú getur fengið bíl sem er ekinn 100þ km og lítið sér á.
Eina neikvæða sem ég sé við Trooperinn er hugsanlega varahlutaþjónustan, en hana einfaldlega þekki ég ekki.
Því miður er hann ekki lengur framleiddur fyrir Evrópu, annars væri ég á einum.
21.09.2005 at 14:54 #527252
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég tek undir það sem Einar segir, sjálfur á ég Trooper 98´, keyrðan 230þús og ég get ekki sagt annað en að ég sé mjög ánægður með bílinn. Hvergi hægt að finna ryð í bílnum og kramið allt í mjög góðu standi. Get heldur ekki tekið undir með þeim sem segja að bíllinn sé vélarvana.
21.09.2005 at 15:25 #527254Ég er alveg á því að menn eigi að fá sér trooper.
Ég var á svona trooper á 35" reyndar og með tölvukubb og smá dútl. Ég get svo ekki skilið hvað bíl snorri var með fyrst honum fannst hilux kraftmeiri en til samanburðar Vann 35" ssk trooperinn Vectru ssk í spyrnu. En förum ekkert meira út í það.
Mín reynsla af trooper er nánast bara góð, þægilegur bíll, aflmikill (á að nálgast 200hö með superchip) og kommst heilan helling á 35". Gallinn er sá að mér finnst hann þungur, þó ekkert óviðráðanlegt, hrár að innan og lendir í vandræðum með varahluti.Ef ég ætlaði að fá mér bíl á 38" núna í þessum verðflokki væri það trooper.
Ég hef ekki mikla notkunnarreynslu af 80 LC en ég myndi ekki fá mér 10 ára gamlan jeppa á 2mkr. Sérstaklega ekki ef hann er keyrður 300 þús. því allir bílar eiga sér mörk.
21.09.2005 at 20:05 #527256Sæll Ívar, hvernig er það, mér var sagt að tölvukubbur í trooper væri ekki að virka neitt að ráði, bara meiri olíu. Er það rétt.
21.09.2005 at 21:38 #527258
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Bíllinn er keyrður 317 þúsund… er eittvað eftir af vélinni… Mér var sagt að hún gæti þess vegna hrunið á morgun, eða enst heillengi í viðbót, bara sprungin hvort ég vilji taka sénsinn.. Er eitthver meiri ending í þessum vélum en 350 þúsund km.?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.