Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Trooper – veikir hlekkir?
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
20.01.2004 at 16:59 #193519
Sælir strákar,
allir bílar hafa kosti og galla
hverjir eru helstu gallar troopers fyrir utan umboðið?
Hvað er að bila í þeim, sérstaklega bílum komnir yfir 150 þús?kv. HannesJón
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.01.2004 at 17:19 #485188
Sæll Hannes
Ég á nú ekki svona bíl en þekki aðeins til þeirra. Ég held að þetta séu mjög góðir bílar. Túrbínan í þeim hefur verið gölluð og umboðið hefur allavega kallað einhverjar árgerðir inn vegna þess.
Svo hefur mér sýnst að þyngdardreyfingin sé svolítið vitlaus í þeim og það sé að há þeim svolítið. Þetta geta þó eigendur svona bíla væntanlega frætt þig betur um.
Það virðst hins vegar allar sölur vera fullar af þessum bílum á 38" dekkjum hvort sem það er vísbending um einhver leiðindi eða ekki.
BM
20.01.2004 at 17:24 #485190
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Hannes. Þetta eru nú ágætisbílar. En ég myndi nú ekki kaupa svona bíl sem er ekinn meira en 100 þúsund. Finnst allt meira en það orðið svoldið mikið þegar maður ætlar að nota þá eins og maður gerir. Sérstaklega þegar maður er að borga fleiri milljónir fyrir þetta. Túrbínan var gölluð í 99 bílnum. Held ég fari rétt með. Annars hafa þeir verið spakir. Einn stór galli er hvað hann er framþungur. Það háir þeim svolítið. En að borga kannski 2,5-3,4 millur fyrir trooper ekinn 150 þúsund er way off.
Jónas
20.01.2004 at 18:00 #485192
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Hannes.
Við eigum einn árgerð 1998 – óbreyttan á 32" dekkjum. Ég sé ekki eftir því að hafa gefið konunni hann nýjan í afmælisgjöf á sínum tíma. Og reyndar get ég satt að segja ekki kvartað yfir umboðinu heldur (svona afþví þú nefnir það sem galla). Það er að vísu tiltölulega lítið fyrirtæki en ég kann því ekki illa.
Bíllinn er ekinn rúmlega 160 þúsund km. Í tvígang hafa einhverjir skynjarar bilað og þurft að skipta um þá. Það eina sem gerðist var að það kviknaði "Check engine" ljós í mælaborðinu.
Hann var kallaður inn af umboði vegna ábyrgðarviðgerðar á forþjöppu fyrir nokkrum misserum og skipt um einhverja hluti – við urðum aldrei vör við að neitt væri athugavert.
Önnur vandamál hafa ekki komið upp.Á móti kemur að bíllinn er þrælöflugur, með tregðulæsingu á afturhásingu og (var amk.) á mjög hagstæðu verði miðað við sambærilega jeppa. Hann er auk þess mjög þægilegur ferðabíll og við höfum ferðast mikið um hálendið á sumrin síðan við eignuðumst hann.
Bestu kveðjur,
OHR
20.01.2004 at 18:44 #485194Sælir
Af hverju mundir þú ekki kaupa svona bíl ekinn meira en 100 þús?
Bíllinn er rétt tilkeyrður þá, þessar vélar endast mörg hundruð þúsund km akstur.
Eins og með öll tæki þarf að hugsa um þetta og hirða vel.Mér finnst þetta full hæpin athugasemd um bíl í dag ,flestir bílar bæði fólks og jeppa rúlla 3-4 h þúsund í góðu standi.
Gallar eru ú öllu sem við kaupum, og túrbínan í Trooper 99 er einn þeirra, og hefur Igvar Helgason hf séð alfarið um að skipta þeim út, nánast án þess að eigendur verði þess varir.Hvaðan hefur þú það að bíllinn sé framþyngri en aðrir t.d. Patrol og Toyota, aldrey hefur það háð mínum bíl þegar farið er framúr Patrol 38" eða hann dregin upp úr holu.
kv
Þröstur
20.01.2004 at 18:44 #485196
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Stærsti gallinn er að mínu mati Heddið.
Það er common rail á þessum mótor og allir hráolíu, smurolíu og vatnsgangar eru boraðir þvers og kruss inn í heddið þannig að það er eins og svissneskur ostur.Þetta veikir að sjálfsögðu heddið og það vill springa, til að mynda er ekki óalgengt að menn fái dieselolíu inn á vatnskerfi við svona sprungur og viðgerð á svona pakka er ekki undir 200 þús .
Semsagt stór galli ef þú ert óheppinn.
Kv Alli.
20.01.2004 at 20:16 #485198
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Alli,
hefurðu dæmi um að heddið hafi farið í Trooper með 3 lítra vélinni? Ég hef ekki heyrt um þetta fyr.kveðja,
ohr
20.01.2004 at 20:33 #485200Nokkur hedd hafa farið hjá vegagerðinni. Ég hef það frá starfsmönnum.
20.01.2004 at 20:47 #485202
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ertu að djóka þetta eru í fyrsta lagi ekki góðir bílar ég á einn Jeep það er hægt að sjá hann ég er Jeeptroll en ég held það meiri segja að þessi bíll er ekki til
20.01.2004 at 21:00 #485204
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ohr, er þetta bara ég, eða ertu að taka þessum svörum eins og persónulegum móðgunum, það er engin þarfi að æsa sig
(gerðu það ekki koma með skítkast út af þessari ábendingu)og það sem að ég vildi segja um þessa bíla er það að þetta eru bara þræl laglegir bílar, en fer samt ekki af því að það flottasta er vítara á 35" 😀
20.01.2004 at 21:16 #485206
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Nei, elskan mín góða, langt frá því að ég taki þessu eitthvað persónulega eða sé eitthvað að æsa mig – nenni ekki svoleiðis yfirhöfuð
Skil ekki alveg afhverju þú færð það út, en það getur verið auðvelt að misskilja pósta þegar menn sjá ekki framan í viðmælandann. Það er ekki óalgeng ástæða fyrir pirringi sem getur verið ástæðulaus.
Ég hef bara ekki heyrt um þetta heddmál í Trooper fyr – ég er á svona bíl og vil gjarnan vita það ef ég hef ástæðu til að hafa áhyggjur.
með brosandi gleðipinnakveðju,
ohr
20.01.2004 at 21:18 #485208Það er á svona tímum sem maður saknar Patrolman, hann og JeepTroll gætu farið í hár saman.
20.01.2004 at 21:34 #485210
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Þröstur.
Ég er nú bara að tala um bíla almennt. Ég veit alveg að vélar í dag endast nokkuð hundruð. En oftast eykst viðhald á svona vélum eftir ákveðinn km fjölda. Með flesta díselbíla byrjar viðhaldið af miklum krafti um 150-200 þúsund. Ekki þetta venjulega að skipta um olíu og spíssa. Heldur eru hedd að fara og svo framvegis. Finnst klikkun að vera borga kannski 3 eða 4 millur, jafnvel meir fyrir bíl sem er ekinn 150+.Já Ingvar Helgason gerið það kannski núna. Þegar fyrstu túrbínurnar voru að fara lágu bílarnir inni í vikur og jafnvel mánuði að bíða eftir túrbínu. Þeir eru kannski farnir að sjá að sér og gera þetta með góðri samvisku.
Auðvitað eru gallar á öllu. Bara mismiklir. Vildi bara benda á þennan galla þar sem maðurinn var að spurja um kosti og galla.
Þyngdarhlutföllin í þessum bíl eru ekki alveg rétt. Talaðu við aðra Trooper eigendur og sjáðu hvað þeir segja. Hef nú bara heyrt þetta frá Trooper eigendum sem ég þekki. Þyngdin dreifist mismikið á bílum. Afhverju er verið að færa hásingar meðalannars. Oft eru bílar afturþungir eða öfugt.
Jónas
20.01.2004 at 22:21 #485212Man eftir lítið eknum 3 l. Trooper í minni familíu þar sem fór hedd, túrbína, olíuverk og fleira smálegt á einu ári þrátt fyrir lítið krefjandi notkun! En það var nú alveg hreint ótrúlegt dæmi og hlýtur að hafa verið tilfallandi…
Kveðja, Hjölli.
21.01.2004 at 11:24 #485214
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir,
Smá innlegg í bilanasöguna. Í mínum kunningahópi eru fjórir trooperar. Óbreyttir og upp í 35". Það hefur verið vandamál með rafmagns/loft innsetninguna á fjórhjóladrifinu í amk tveimur þeirra. Amk. ein túrbínuviðgerð, plús eitthvað smálegt rafmagnsbilerí og olíulekar. Engin af þessum bílum er komin yfir 100 þús km.
Það er engin mínus að bíll sé framþungur, bara betra því þá treður hann með framhjólunum og ýtir með afturhjólunum. Plús það að þyngdardreyfingin lagast með farangringum. Stóra vandamálið með afturþungu bílana er að þeir troða för með framhjólunum og fara svo niður úr þeim með afturhjólunum þannig að þeir eru að tvítroða slóðina. Þess vegna færa menn aftur hásinguna, einmit til að gera bílana framþunga.
Stóra vandamálið við trooper í snjó, er snjóakkerið (millikassinn) sem stendur langt niður úr miðjum bílnum og safnar snjó á undan sér.
Að lokum, þessir fjórir Trooper eigendur sem ég þekki eru allir vel sáttir við sína bíla og segja þá góða og þægilega ferðabíla með góðu plássi.
Kv.
Siggi_F
21.01.2004 at 16:29 #485216Tækk fyrir góð viðbrögð.
Ég er einn af þeim veiku (fársjúkur í 38") á litlum dekkjunum sem vill stækka við sig og er að byrja í þessum bransa. Það er ómetanlegt að fá álit svona margra á svona stuttum tíma til að aðstoða við pælingarnar.
kærar þakkir.
kv HannesJon
30.01.2004 at 19:18 #485218
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hérna er gott dæmi hvað Trooper framþungur hahahahahahahahahaha 😉
[url=http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.php?action=image&imageid=8826&albumid=901&collectionid=1415&offset=0:1grlsenr]Trooper á nefinu[/url:1grlsenr]
Kveðja jónas
03.02.2004 at 20:05 #485220
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég hef tekið 3 stk sjálfur og þar sem allir varahlutir voru til á lager þá tel ég það merki um að þetta séu ekki einangruð tilfelli.
Alli.
03.02.2004 at 23:41 #485222
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir!
Ég er mikill áhugamaður um Isuzu bifreiðar og þess vegna stendur einn slíkur á hlaðinu hjá mér, gamall reyndar en hefur staðið sig vel.
Hann er ekinn 206 þús km og það sem hefur bilað er alternator, kúpling og hjólalega. Allt vil ég meina eðlilegt viðhald. Hinsvegar fór power transistor einu sinni sem var eina raunverulega bilun bílsins hingað til. Þetta er bensínbíll með flókinni innspítingu.
Isuzu hefur þótt ryðsækinn og það hafa komið eintök af þessum bílum hreinlega handónýt, endalausar vélabilanir o.s.frv. Þetta þekkist hjá öðrum bílateg. líka.
Þetta eru heilsteypir og góðir bílar og eigendur þeirra eru flestir hæstánægðir.
Kv Isan
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.