Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Trooper stendur fyrir sínu
This topic contains 31 replies, has 1 voice, and was last updated by Samúel Þór Guðjónsson 17 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.01.2007 at 22:04 #199275
Anonymoushttp://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1244784
Já dæmi hver fyrir sig, vélavandræði í patrol hvað.
Nissan kveðjur
Magnús -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.01.2007 at 22:25 #573336
Það sem bilar í þessum Trooper mótorum er að heddið fer og spíssar fara að leka þannig að díselolía fer í mótorolíuna, einnig fer að leka 2 stk pungar sem eru inn í ventlalokinu. En stæsti gallinn er að það þarf ansi oft að bíða lengi lengi eftir varahlutum, td í sumar voru spíssar ekki til í 2 mán. Stk af spíss kostar um 30 þ og Hedd í kistufelli um 130.
03.01.2007 at 23:19 #573338Ég veit nú ekki hvað skal segja um að þessir bílar séu drasl.Átti trooper og á nú 90cruiser,og er ég búinn að eyða meiru í viðgerðir á toyotunni heldur en í trooperinn en samt er aksturinn svipaður!
04.01.2007 at 00:07 #573340…það þóttu mér góðar fréttir og ég er feginn að hafa haft rangt fyrir mér að þessu sinni – enda hlýtur það að þýða að hann sé góður
EE
04.01.2007 at 21:19 #573342Ég bý nú líka í Búðardal og hef oft furðað mig á hversu oft þessi Lögreglubifreið hefur staðið fyrir utan verkstæðið hér(og stundum mjög lengi í einu).
Talað er um sirka 50 skipti sem þessi bifreið hefur farið á verkstæði á 2árum. Inni í því er innan við helmingurinn svona reglulegt viðhald(smur og olíuskipti).
Svo hefur hann oft staðið mjög lengi út af varahlutir eru ekki til og þegar þeir koma er þeim skammtað út af litlu magni sem kemur í einu og mikilli eftirspurn(segir eitthvað um gæði þessarar bifreiðar)En ekki get ég séð að það sé við bifreiðarverkstæðið hér að sakast um fjölda þessara bilana þar sem bilaninar hafa víst verið jafn fjölbreytnar og úrvalið af bjór í Heiðrúnu.
04.01.2007 at 21:51 #573344Þegar ég fór að eiga við þessa bíla þá hristi ég hausinn þar til eyrun duttu af, mart í þessu mjög afbríðilegt:o)
04.01.2007 at 23:10 #573346Ef það eru þessi þá fann ég þau við Jaka í fyrra.
[img:24bny73y]http://www.aradani.com/costuming/pics/smallanime.jpg[/img:24bny73y]
04.01.2007 at 23:50 #573348Já þetta eru mín eyru, ertu til í að skila þeim??
11.08.2007 at 14:40 #573350Daginn
Þessar viðhaldstölur eru ekkert undarlegar að mér finnst. Bíll sem er ekinn 250.000 á 5 árum er mikið notaður bíll og ekkert nema eðlilegt að hann þurfi mikið viðhald.
Síðan er kannski spurning hvort bifvélavirkinn hafi verið að standa sig, ég veit ekkert hver þetta var eða er og er bara að velta þessu fyrir mér, mér t.d. gengur frekar illa að fá bifvélavirkja til að skipta um olíur á öllu sem ÉG tel nauðsynlegt. Þeir stinga puttanum ofaní gatið og þefa af olíunni segja svo að hún sé í fína lagi. Þannig er gert víða af löggiltum bifvélavirkjum í staði fyrir að selja kaupandanum olíu fyrir nokkra þúsundkalla og halda bílnum í lagi.
Patrolinn minn þurfti allsherjar yfirhalningu í ca. 170þ km og vildi fyrum eigandi kenna bifvélavirkjanum um þar sem aldrei hafði verið skipt um olíur á hvorki gír né millikassa.
Annað sem tilheyrir lögreglubílnum er það að hann er notaður af nokkrum aðilum. Það fer yfirleitt illa með bíla jafnt sem önnur tæki. Maður þekkir það á handverkfærum sem gatslitna í höndum margra manna á tveimur árum en nýtast einstaklingi í áratugi.
Þetta var t.d. munurinn sem búðareigandi í verkfæraverslun talaði um þegar átti að ákveða hvort þurfti iðnaðarvörur eða hobbývörur þegar átti að kaupa háþrýstidælu og menn voru óvissir. Ef margir eru um að nota dæluna þá þýðir ekkert að horfa á hobbýáhald þó að notkunartölurnar voru jafnvel sambærilegar.
Kv Izan
P.s. hugsanlega þurfa þessir menn að hugsa öðruvísi um bifreiðaeign sína, kannski eiga trooperinn og bæta við einum nettum fólksbíl til að létta á akstrinum á jeppanum.
13.08.2007 at 17:07 #573352Ég fékk nýjan Trooper diesel sem vinnubíl 1999 og keyrði hann um 135.000 km á 6 árum.
Mín reynsla var sú að hann er kraftmikill og rúmgóður bíll, en gallarnir voru aðallega eilíf vélavandræði eftir ca 3ja ára notkun.
Ég lenti reyndar einnig í því að olíutankurinn ryðgaði í sundur og var dæmdur ónýtur þó bíllinn væri aðeins 5 ára.
13.08.2007 at 17:32 #573354Það er einn að tala um að Trooperinn hans sé kraftmikill, hvar fær maður svoleiðis?
14.08.2007 at 19:31 #573356Tja, kraftmikið og ekki kraftmikið, Trooperinn var fyrsti jeppinn til að koma með Common rail innspýtingakerfi. Og þótti rosa sprækur, þar til Landcruiserinn kom með common rail…
(mér finnst amk LC 90 sprækari en Trooper)
ágætis bílar samt bæði tvennt, hálfgerðir fólksbílar samt.kkv, Úlfr semveitaðhannvaraðkastasprengju
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.