Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Trooper í breytingu
This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Sveinn Gíslason 16 years ago.
-
CreatorTopic
-
06.01.2009 at 02:09 #203486
Er að spá í að breyta Troperinum mínum og setja 38″ undir hann. Ég er samt mikið að spá í að setja 8 gata bensinmótor ofan í hann, ekki minni en 350 og er að spá hvaða hásingar og hvernig fjöðrunarkerfi ég ætti að hafa? Ef einhverjir eru með uppástungur endilega að koma með þær en allt óþarft skítkast er afþakkað.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.01.2009 at 05:07 #636410
Ekkert kjarkleysi þarna, þetta er gaman að sjá og lesa. Ekki er undirritaður neinn sérfræðingur í framhásingum, en hefði haldið svona að lítt athuguðu máli, að það þurfi að hafa hliðsjón af því hverskonar mótor þú setur niður í bílinn. Einnig hefur áhrif að sjálfsögðu hvort þú skiptir um skiptingu og millikassa, þ.e. hvoru megin drifskaftið liggur o.s.frv. Man ekki eftir að hafa lesið um neinn, sem hefur sett 8 cyl. vél ofan í Trooper, en það hlýtur samt einhver að hafa gert það. Af því Isuzu er hluti af GM-samsteypunni hefði maður giskað á, að GM-mótor myndi henta, en það þarf þó ekki að vera. Mig minnir að það sé til 4,6 eða 4,7 lítra Vortec – mótor, sem ætti að gefa góðan kraft án þess að vera mjög óhagstæður hvað eyðslu snertir. Staðan varðandi eldsneytisverð er nú orðin þannig, að það er mjög vafasamt, hvort það borgar sig yfirleitt að vera með diesel-vélar, ekki síst ef maður vegur saman aðra þætti. Því miður eru ekki horfur á að verðhlutfall milli diesel og bensíns á alþjóðamarkaði breytist diesel í vil í fyrirsjáanlegri framtíð. Maður hefði því haldið að þetta væri bara hin ágætasta hugmynd hjá þér.
06.01.2009 at 08:45 #636412[u:34d8p7f0][b:34d8p7f0][url=http://www.4x3aflugi.com/Bilaskra.html:34d8p7f0]Hér[/url:34d8p7f0][/b:34d8p7f0][/u:34d8p7f0] er einn með Patrol hásingar. Ég myndi nota hlutföllin sem algengust eru í 2.8 patrol, þ.e. 4.625:1
-haffi
06.01.2009 at 09:22 #636414patrol hásingar myndu kanski duga vel uppaá styrk…
þá ertu kominn með 9.5" að aftan og 9.5" reverse að framan, sem er svipað og D60()man ekki hvað hún er með svert drif.Kristó
06.01.2009 at 11:27 #636416Ekki gleyma því að í benzin Trooper er frábær vél sem skilar 220 hestöflum, sú vél passar svo til beint ofan í eða bara skipta bílnum þínum uppí benzin Trooper og losna við allt vesenið.
06.01.2009 at 18:52 #636418er að spá í 350 chevy og hafa hann á loftpúðum að aftan, en það verður litið kanski öðrum augum á Trooper en einhverja bilanadollu ef þetta gengur allt upp.
06.01.2009 at 20:55 #636420Fáðu þér bara toyotu… (ég stóðst ekki mátið… h0h0)
.
En annars er trooperinn ágætis bíll þegar hásingarnar og vélin er undanskilin.
Mæli með patrol eða HZJ80 eða 60 hásingar (helst 80 og skipta út framdrifinu fyrir ‘afturdrif’, þá færðu 9,5" kamb í stað 8" reverse ruslins, sem er svosem ágætt en ekki nógu stórt). Patrolinn er 9,5" sem er þokkalegt en ég myndi þá annaðhvort mixa toyotu nöf eða fara útí smá pælingar hvað varðar framlegur og einnig minnir mig sterklega að patrolinn sé á hálffljótandi að aftan, sem er slæmt.
.
Fjöðrunarkerfi, 4link að aftan, trailing arms að framan, en ef þú nennir að standa í 4link / 3link að framan þá mæli ég frekar með því en trailing arms. Loftpúðar ef þú vilt vera voða grand.
.
Mótor, þarna er ég enginn sérfræðingur, en ég er afskaplega hrifinn af 350 ‘letta, einfaldlega útaf því að það fæst endalaust af drasli í þetta. Ég myndi ekkert vera að vandræðast við að finna trooper með bensínmótor, sbc er bara mikið skemmtilegra og nóg er pláss oní húddinu á þessu fyrir svoleiðis smá-bensín-rokk, svo er líka hægt að kreista töluvert meira en einhver puny 220hross úr lettanum.
.
Díselkveðjur, Úlfr
E-1851
06.01.2009 at 21:42 #636422Notaðu patrol hásingar öflugar hásingar með góðum drifum eða fara útí dana 60 reyndar aðeins þyngri
kv Heiðar U-119
06.01.2009 at 21:53 #636424afturhásing í trooper er nú dana 60 líki en hún mætti vera fljótandi. what an axle! It’s an Isuzu-derived part, and sports a 9.61-inch ring gear (that’s bigger than a Dana 60, folks!) and 1 1/2-inch axleshafts.
http://www.4wheeloffroad.com/featuredve … index.html
07.01.2009 at 01:08 #636426Vinur minn er góður í smíða 4 link undir jeppa, hann á sex hjóla Hiluxinn sem var á F4x4 bílsýninguni í haust. ég held ég endi allavega að aftan í 4 link. Og þetta með að hafa púða eða gorma er svo sem ekkert heilagt fyrir mér, það er bara ekki verra að geta stillt stífleikann í fjöðruninni eftir hentugleika.
07.01.2009 at 11:36 #636428Algengasta hlutfallið í Patrol er 5.42 ef ég man rétt, ekki 4.62 eins og Hafsteinn skrifar. Hvíta Patrolnum sem er á síðunni sem Hafsteinn vísar á, var breytt nýjum, og þegar ég seldi hann, var hann keyrður 130 þúsund þar af ansi drjúgt á fjöllum, og hafði aldrei skipt um legur í drifum. Nýr eigandi gerði það reyndar fljótlega eftir að hann keypti hann. Ég hef hins vegar aldrei heyrt um vandræði á afturhásingu eða yfirleitt á hásingum og drifum í Patrol.
07.01.2009 at 11:38 #636430Nýr eigandi skipti held ég bara um framhjólalegur það er að segja.
07.01.2009 at 12:54 #636432orginal hlutföll í Patrol eru 1:4.625 og eru því algengust því margir láta það duga fyrir 38" breytingu. Trooperinn sem Haffi vísar í er með orginal Patrol hlutföll.
Framhjólalegur í Patrol er veikasti hlekkur drifrásarinnar og geta verið til vandræða á 44" ef menn passa ekki upp á þetta. Þær halda ágætlega á 38" eins og Eiki vitnar til.
kv
AB
07.01.2009 at 18:54 #636434Nú er ég ekki mjög fróður maður um hlutföll, en virkar þetta þannig að eftir því sem tölurnar eru lægri því lægri hlutföll eru þau? Einsog t.d. 4:62 eru lægri hlutföll en 4:88? og eitt enn ekki vitið þið um hásingar undan patroll á ekki mikinn pening?
07.01.2009 at 19:05 #636436Talan segir hversu marga hringi drifskaftið þarf að snúast á móti einum hring á hjólunum. Hærri tala þýðir lægra drif.
07.01.2009 at 19:28 #636438Langar aðeins að stela þræðinum í smá stund. en þegar aður er að spá í hlutföllin í millikassanum?
KV:stefán
07.01.2009 at 19:37 #636440Flestir millikassar eru með hlutfalli 1:1 í háadrifinu. Það þýðir að öxullinn inn í þá snýst jafn hratt og úttakið. Í lága drifinu er síðan niðurgírun. Mis mikil eftir því hvaða millikassi á í hlut. Í kassa með hlutfallið 2.6 þarf að snúa öxlinum inn í kassan 2.6 hringi til að fá einn hring á drifskaftið (drifsköftin). Því hærri tala, því meiri niðurgírun.
Í stöku bílum er háa drifið niðurgírað líka, t.d Suzuki.
07.01.2009 at 19:37 #636442Orginal patrol millikassi er 1:1 í háa en 2.02:1 í lága.
Hægt er að fá þrjú önnur hlutföll fyrir lágadrifið frá [u:3079dy50][b:3079dy50][url=http://www.marks4wd.com/products/gearmaster/Nissan-GQ-GU-extra-low-tc-gears.htm:3079dy50]Ástralíu[/url:3079dy50][/b:3079dy50][/u:3079dy50]:
[list:3079dy50][/list:u:3079dy50]
-haffi
07.01.2009 at 19:49 #636444Ég þakka bara kærlega fyrir þessar útskýringar 😀
Mjög góðar
07.01.2009 at 19:51 #636446Er síðan margfeldi af öllum niðurgírunum frá vélinni og út í hjól. Lægsti gír í gírkassa/sjálfskiptingu getur t.d verið 4:1 (lesið fjórir á móti einum). Í millikassa í lágadrifinu 2,6:1 og síðan drifið 4,56:1. Heildarniðurgírun í þessu dæmi er 4×2,6×4,56= 47,42. Það þýðir að í lægsta gír og í lága drifinu snýst vélin 47,42 hringi til að snúa hjólunum einn hring.
Ef vélin er á 600 snúningum á mínútu þá þýðir það að hjólin snúast 600/47,42= 12,65 snúninga á mínútu. Á einni klukkustund snúast þau 12.65×60= 760 snúninga. Til að finna hraðann á bílnum við þessar aðstæður þá er að reikna dekkið út, 38 tommu dekk er 96 cm á hæð, eða 0.96m. Ummálið á því er 0.96xpi = 3.03metrar. Þ.e þegar dekkið rúllar einn hring þá fer það rétt rúma þrjá metra.
Á einni klukkustund rúllar það 760 hringi m.v dæmið hér ofar og fer í hverjum hring 3.03 metra sem gerir 760×3.03 = 2303m/klst. Sem er hraði upp á 2.3 km/klst.
07.01.2009 at 22:05 #636448Þess má geta að drifhlutföll önnur en orginal eru nánast ófáanleg ef þau eru þá yfir höfuð fáanleg! Ef mig misminnir ekki er einhverslags 10 og 12bolta gm (12 bolta isuzu kölluð) í þessum bílum, en keisingarnar úr GM 12 bolta passa þó ekki á milli.
Til eru læsingar fyrir þessar hásingar og þær eru 63" að breidd.
.
Edit:
Sjá nánar um trooper hásingar [url=http://www.zu4x.com/modules.php?name=Content&pa=showpage&pid=21:2n99gzlq]hér[/url:2n99gzlq]
.
breytingarkveðjur, Úlfr
E-1851
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.