FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Trexus 38″ – 39 1/2″

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Trexus 38″ – 39 1/2″

This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Valur Sveinbjörnsson Valur Sveinbjörnsson 21 years, 9 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 23.10.2002 at 12:07 #191732
    Profile photo of
    Anonymous

    Getur einhver sagt mér eitthvað um þessi dekk ?

  • Creator
    Topic
Viewing 12 replies - 1 through 12 (of 12 total)
  • Author
    Replies
  • 23.10.2002 at 13:05 #463678
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég er með svona dekk undir bílnum hjá mér og fyrirtækið sem ég vinn hjá er með svona undir 2. bílum hjá sér. Mér finnst þetta vera mjög góð keyrsludekk á malbiki. Aftur á móti hef ég lítið prufað þau í snjó er frá er talinn 1. kls akstur á mjög blautum Langjökli. Það sem ég hef heyrt er að þessi dekk klóra sig vel áfram í snjó en eru viðkvæm gagnvart hliðarskriði. Aftur á móti hef ég ekki heyrt neitt í neinum sem hefur í raun reynslu af þessu bara sögusagnir þannig að það væri gaman að einhver reynslubolti gæti miðlað aðeins til okkar hér.
    kv
    Heiðar





    24.10.2002 at 08:40 #463680
    Profile photo of Kristján Gunnarsson
    Kristján Gunnarsson
    Member
    • Umræður: 9
    • Svör: 46

    einn félagi minn (gunni gunn torfærukappi)er að fara um helgina á 80 cruiser á 39.5 trXus sem er búið að microskera,negla og auka munstur fyrir hliðargrip
    hann er að vonast eftir því að lenda í snjó það á að byrja á að keyra í jökulheima og svo á að fara um vonarskarð og enda daginn í nýjadal nánari fréttir eftir helgi:)

    stjáni
    ö1311





    24.10.2002 at 11:18 #463682
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Það verður gaman að heyra hvernig gengur.





    25.10.2002 at 11:21 #463684
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Já þetta verður spennandi að heira , þetta gæti oltið á dekkjakaupum.





    29.10.2002 at 16:06 #463686
    Profile photo of Kristján Gunnarsson
    Kristján Gunnarsson
    Member
    • Umræður: 9
    • Svör: 46

    dekkin komu roslaega vel út og var nógur snjór til að prófa sjá nánari skýringar á færð undir (færið á hálendinu)undir albert sig





    29.10.2002 at 17:28 #463688
    Profile photo of Hallgrímur Sigurðsson
    Hallgrímur Sigurðsson
    Member
    • Umræður: 32
    • Svör: 435

    Hvað er Trxus?
    38" og 39 1/2". Eru þetta radíaldekk? Hvað eru þetta breið dekk? Hvernig munstur? Hver er að selja þessi dekk? og síðast en ekki síst, hvað eru svona dekk að kosta? Einn forvitinn.
    Halli.





    29.10.2002 at 17:35 #463690
    Profile photo of Valdimar Nielsen
    Valdimar Nielsen
    Member
    • Umræður: 31
    • Svör: 253

    Allar upplýsingar er að finna hjá framleiðanda:
    http://www.intercotire.com/html/trxus_mt_sts.htm

    Fyrir þá sem ekki vita er voða gott að fara inná leitarsíðuna http://www.google.com og skrifa þar inn það sem maður er að leita að og hjálpa sér soldið sjálfur :)





    29.10.2002 at 18:24 #463692
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Gaman að heyra þá getur maður verið sáttur við þessi kaup, er annars að fara í ferð um helgina og vonandi getur maður prufað sjálfur þá





    29.10.2002 at 18:27 #463694
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ef þið skoðið myndaalbúmið mitt þá sést ágætlega hvernig þessi dekk líta út í Patrol safninu bæði munstur og annað





    29.10.2002 at 23:37 #463696
    Profile photo of Hjörtur Sævar Steinason
    Hjörtur Sævar Steinason
    Participant
    • Umræður: 89
    • Svör: 1242

    Sælir Strákar,
    verið þið endilega duglegir við að tjá ykkur, enga feimni látið vita hvernig þessi dekk (Trexus) reynast, fletjast, grip í snjónum og fleira.
    Kveðja Hjörtur og JAKINN.





    19.08.2003 at 08:49 #463698
    Profile photo of Ólafur Davíð Guðmundsson
    Ólafur Davíð Guðmundsson
    Member
    • Umræður: 6
    • Svör: 22

    Sælir
    Er að spá í Trxus dekkinn en leikur forvitni á hvort ekki sé kominn meiri reynsla á dekkinn í snjó?





    19.08.2003 at 16:58 #463700
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Félagi minn keypti Trxus dekk í vetur og reyndi þau fyrst á Skjaldbreið sama dag og þúsundbíla ferðin var farinn. Það er skemmst frá því að segja að hann affelgaði fjórum sinnum á leiðinni upp og í ofanálag var hann ekki ánægður með drifgetuna á þeim. Nokkru seinna fórum við saman í prufutúr upp á Hellisheiði í hlíðar Skarðsmýrarfjalls, til að athuga munin á nýjum Trxus og 60% slitnum Mudder. Við reyndum þau í miklum halla, á jafnsléttu og allt þar á milli. Hitastigið var rétt fyrir ofan 0°C og því snjórinn svolítið blautur en þéttur fyrir.

    Niðurstöður: Mudderinn var betri á alla staði að undanskyldu á jafnsléttu, Trxus er aðeins stærri dekk því hafa þau stærri flöt þegar hleypt er úr þeim og fljóta því betur en Mudder, en að örðu leiti var Trxus alveg eins og belja á svelli. Það skal tekið fram að þau voru hvorki mikroskorinn né negld.

    Það er alveg ljóst að Mudderinn var betri við þessar aðstæður, en Trxus getur verið betri við einhverjar aðrar aðstæður t.d. í púðursnjó, á malbiki og etv. annars staðar. Allavega var niðurstaðan það ljós að félaginn fór til dekkjasalann og fékk þeim skipt út fyrir nýjum Mudder. Við fórum svo á Öræfajökul saman nokkrum vikum seinna og lentum í erfiðu færi upp brekkuna norðan meigin við jökulinn, hann var alveg laus við affelgun og drifgetan í finu lagi.

    Maður á kannski ekki að segja svona en ég mundi aldrei eyða mínum peningum í svona dekk ! þar sem ég miða notkunina við akstur í snjó.

    Kv. vals





  • Author
    Replies
Viewing 12 replies - 1 through 12 (of 12 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.