This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Hallgrímsson 15 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Gott kvöld.
Það hefur lengi verið draumur minn að aka um Trékyllisheiði, sem liggur frá Bjarnarfjarðarhálsi að Eyrarhálsi milli Trékyllisvíkur og Ingólfsfjarðar á Ströndum. Mér skilst að þessi leið hafi opnast árið 2001 þegar rudd var slóð frá Eyrarhálsi og inn á Trékyllisheiði, en þar var fyrir gamall vegur, sem lá niður á Bjarnafjarðarháls. Ég hef hins vegar heyrt að þessi leið sé hinn mesti tröllavegur og illfær nema stærstu jeppum vegna stórgrýtis, snjóskafla og jafnvel aurbleytu.
Það kom mér því á óvart þegar ég kíkti á Vegasafn 4×4 um daginn, að lesa þar að þessi leið væri fær óbreyttum jeppum, sjá hér: http://vegir.klaki.net/vegir/?q=node/23
Því langar mig að varpa þeirri spurningu fram hvort einhverjir hafi farið þessa leið síðsumars á undanförnum árum?
Ég er að hugsa um að fara þarna um ásamt fleirum í lok júlí og það væri því gaman og fróðlegt ef einhver gæti annað hvort staðfest það, sem segir í Vegasafninu eða komið með nánari lýsingu á þessari leið. Ég er búinn að lesa bækurnar hans Jóns Ofsa spjaldanna á milli, en ég get ekki fundið neina lýsingu hjá honum á Trékyllisheiðinni.Kv. Sigurbjörn H. Magnússon.
You must be logged in to reply to this topic.