This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Elvar Níelsson 21 years ago.
-
Topic
-
Sælir!
Nú er illt í efni. Tengdó er með Isuzu pikkup 3.1 diesel turbo sem gengur illa kaldur. Hann gengur eins og andskotinn ef það er kalt úti í hálf til heila mínútu missir jafnvel út slög og hagar sér eins og fífl. Reyndar er hann röskur í gang. Ef það er sæmilega hlýtt úti þá er hann eins og engill, gengur fínt og allt í fína.
Við erum búnir að gera allar hugsanlegar mælingar á glóðarkertunum, prufa að tengja þau á geymi, ohm mæla þau og spennumæla. Í spennumælingunni kom í ljós að það eru tæp 11 volt á hitunartíma sem fellur niður í núll ef bíllinn er ekki ræstur eftir nokkrar sek. en fellur niður í 7 volt fljótlega eftir að hann er ræstur. Reyndar heldur hann 7 volta spennu á kertunum í einhvern tíma sem við mældum ekki en álitum að hitanemi á vatnslás myndi stjórna.
Síur finnst okkur ólíklegar af því að þá myndi hann frekar fúska á hærri snúning óháð hitastigi.
Að hverju ættum við að gá að næst?
Kv Isan
You must be logged in to reply to this topic.