Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Track Jaki-Skálpanes?
This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Friðrik Hreinsson 14 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.01.2010 at 17:11 #209499
Sælir. Á einhver nýlegt trak af þessari leið sem farin hefur verið í vetur sem gæti sent mér það á e-mail??
Minnir að einhverjir hér á spjallinu hafi farið upp hjá Skálpa í vetur.
mailið er
eddahagalin(hjá)internet.is -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.01.2010 at 17:35 #674124
Þetta er track sem ég á frá skálpa upp í þursaborgir. Er þetta leið sem ætti að vera í lagi á þessum tíma?
[img:3ckx970x]http://www.f4x4.is/g2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=272132&g2_serialNumber=1[/img:3ckx970x]
03.01.2010 at 19:33 #674126Já þessi leið ætti að vera í lagi. Ættir að koma við og skoða hellinn sem er kominn í jökuljaðarinn ca. 1 km vinstra meginn við, þar sem keyrt er inn á jökullinn. Nákæmlega þar sem sést glitta í lónið neðst á myndinni.
03.01.2010 at 22:41 #674128sæll
Fór þessa leið á miðvikudaginn og var hún í fínu lagi, nóg af förum til að fylgja og reyndar var leiðin stikuð
Við vorum ca 20-30 mín frá jökuljaðrinum og að Þursaborg …..
03.01.2010 at 22:54 #674130Almennt er það of fljótt að fara á jökla núna eins og kemur fram í öðrum þræði. Það er aldrei varasamara en að fara á jökla þegar einungis er komin þunn hula af fyrsta vetrarsnjónum. Nógur snjór til að fela sprungu eða svelg en snjórinn heldur kannski ekki hundi. Og þó að farið sé yfir leið sem er að öllu jöfnu sprungulaus þá getur verið von á svelgum allsstaðar þar sem jökull nær að verða ber á sumri. Svelgir eru miklu óútreiknanlegri og hættulegri almennt en sprungur. Að vísu fólki frekar en bílum því fæstir eru það stórir að þeir gleypi bíla. Það getur verið ótrúlega mikið af svelgum á sumum jöklasvæðum en þeir sjást varla nema á sumrin.
04.01.2010 at 00:07 #674132sælir
er einhver möguleiki að sníkja afrit af þessum leiðum hjá ykkur, sérstaklega í sambandi við sprungur
stjanijo(hjá)internet.is
kv Kristján
04.01.2010 at 03:30 #674134fór þetta í dag það eru flott för þarna alla leið að vættaborgum og svo þaðan til jaka þarf að passa sig að taka efri förun frá vættaborgum til jaka skilst á því að enhver bíll hafi verið í sprungu veseni þarna var ekki með track á þetta en átti í engum vandræðum með að fylgja þeim já ef þú sérð svartan excursion þarna uppfrá endilega seigðu honum að skakklappast heim
04.01.2010 at 12:56 #674136Hvar eru Vættaborgir ? Ég þekki bara Vættaborg í Grafarvogi.
04.01.2010 at 22:07 #674138Sælir
Er mögulegt að fá track-ið af þessari leið? Þá sérstaklega Skálpi – Þursaborgir.
kv, Sveinn
sveinn-b@hotmail.com
04.01.2010 at 22:40 #674140Spurt hefur verið um Vættaborgir, mig langar líka að vita hvar Þursaborgir eru?
Kveðja
Snjókallinn
04.01.2010 at 23:53 #674142[quote="Snjókall":3purchjl]Spurt hefur verið um Vættaborgir, mig langar líka að vita hvar Þursaborgir eru?
Kveðja
Snjókallinn[/quote:3purchjl]Það er rétt hjá þér Snjókall, að það er bara til ein Þursaborg á Langjökli. Ágætt að halda málvillum í lágmarki. Rétt skal vera rétt.
Kveðja, Sveinn
05.01.2010 at 00:27 #674144ég veit bara ekki af hverju þetta virðist endalaust ruglast í hausnum á mér égkalla þetta báðum nöfnum og þv´li þessu framm og aftur að sjálfsögðu er ég að tala um þursaborgir.
það virðist myndast stundum smá skammhlaup í kollinum á mér reyndi einusinni að labba og borða tyggjó á sama tíma mér skilst að það hafi verið skopleg sjón.
annars var ég þarna í dag og líka í gær og var færið fínt svolítið púður og veðrið virkilega fallegt.
tók nokkrar myndir
http://www.flickr.com/photos/gunnarpowers/því miður er ég ekki með trackið á þetta
05.01.2010 at 02:12 #674146[quote="Krilid":w7vpkqpk]Já þessi leið ætti að vera í lagi. Ættir að koma við og skoða hellinn sem er kominn í jökuljaðarinn ca. 1 km vinstra meginn við, þar sem keyrt er inn á jökullinn. Nákæmlega þar sem sést glitta í lónið neðst á myndinni.[/quote:w7vpkqpk]
þakka kærlega fyrir þessa ábendingu við kíktum á hellirinn og fanst mér hann virkilega flottur en miðað við mína stuttu reinslu af þessum hellir ber að varast hvað það er hált að labba inní hann.
getur enhver bent mér á fleirri íshella sem gaman væri að skoða
12.02.2010 at 21:03 #674148Íshellirinn er rosa flottur en varasamur. Maður sér breytingar á honum milli vikna ef verða hitasveiflur. Þetta er náttúrulega allt á hreyfingu, en mjög flott að sjá hvernig vatnið hefur mótað þetta hátt uppi síðasta sumar.
Annars er trackið sem ert sýnt hér á undan á þræðinum, frá jökuljaðri neðan við Skálpanes og upp á hásléttuna að Þursaborginni líka varasamt. Eftir að hafa farið þessa leið ítrekað í haust á sleðum og séð allt sprungufarganið sem er þarna undir tel ég afar varasamt að þvælast mikið þarna um á þetta þunnum snjó. Fórum þetta þó á 2 löngum excursion á föstudaginn fyrir viku og gekk vel. Menn þurfa að passa sig þarna þegar nálgast brekkuna upp á hásléttuna (við suð-austur endann) að fara ekki of neðarlega. Það er vel sprungið þar sem og efst á hryggnum vestan við.
En eigið þið nýlegt track af Jaka – Þursaborg – Hveravellir? Hefur einhver hérna farið girðingarleiðina nýlega niður í Þjófadali og að Hveravöllum?
Er með slatta af ferlum fyrir þessa leið en flestir orðnir nokkurra ára gamlir eða meira. Keyri reglulega upp á söðul frá Jaka og jafnvel upp á fyrstu bungu svokallaða, en hef ekki farið austar en það á bíl í nokkuð langan tíma. Er sæmilega ósprungið á milli bungnanna? Vitið þið um það?
Er að spá í að skreppa á sunnudagseftirmiðdag yfir jökul á Hveravelli, Kerlingarfjöll eða jafnvel í Setrið. Og dúllast svo einhverja skemmtilega þvælu heim á mánudeginum.
12.02.2010 at 21:19 #674150Fór siðustuhelgi jaki /hveravellir þ.e.a.s girðingaleið og var hun bara nokkuð
kv
Frikki.
13.02.2010 at 16:38 #674152Hvernig átti þessi setning að enda hjá þér Frikki? "var hún bara nokkuð…"
Kv. Sigurþór
13.02.2010 at 22:57 #674154Góð átti þetta að vera og lika nokkuð auðveld yfirferðar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.