This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Björn Ingi Óskarsson 15 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Nú langar mig aðeins að forvitnast hjá þeim sem hafa verið að gormavæða og fá smá ráðleggingar. Þannig er að nú er svo komið að það eru Toyotu hásingar á leið undir Súkku því hitt dótið er allt að verða ónýtt og nú síðast braut ég framdrifið (Dana27) og nenni þessu ekki lengur og ætla í hásingar undan LC 70. Um leið ætla ég að gormavæða að frama en held ég haldi mig við loftpúðana að aftan en skoða kannski gormana þar líka. Nú langar mig að fá að vita hver er besta afstaðan á stífum og slíku og hvort betra sé að þær séu nær grind en utar á hásingunni sjálfri. Er að pæla í þessu vegna þess að grindin í Súkku er heldur mjórri en í Crusernum og hvort ég ætti þá að smíða festingarnar lengra út frá grindinni eða hafa þær eins nálægt og hægt er.Vonandi skilst hvað ég er að fara með þessu en kannski skiptir þetta engu máli, en líka ef það er eitthvað annað sem ber að varast í þessum efnum þá væri gott að vita það, leiðinlegt að vera að finna upp hjólið aftur ef þess þarf ekki. Einnig ætti ég eitthvað að spá í að setja gorma í staðinn fyrir loftpúðana, þeir hafa sína kosti og galla eins og annað og þarna skiptast menn sjálfsagt í tvo hópa eða fleiri.
Ausið nú úr viskubrunni ykkar góðir félagarkv. BIO H-1995
You must be logged in to reply to this topic.