FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Toyotu hásingar

by Björn Ingi Óskarsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Toyotu hásingar

This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Björn Ingi Óskarsson Björn Ingi Óskarsson 16 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 25.03.2009 at 16:33 #204103
    Profile photo of Björn Ingi Óskarsson
    Björn Ingi Óskarsson
    Participant

    Nú langar mig aðeins að forvitnast hjá þeim sem hafa verið að gormavæða og fá smá ráðleggingar. Þannig er að nú er svo komið að það eru Toyotu hásingar á leið undir Súkku því hitt dótið er allt að verða ónýtt og nú síðast braut ég framdrifið (Dana27) og nenni þessu ekki lengur og ætla í hásingar undan LC 70. Um leið ætla ég að gormavæða að frama en held ég haldi mig við loftpúðana að aftan en skoða kannski gormana þar líka. Nú langar mig að fá að vita hver er besta afstaðan á stífum og slíku og hvort betra sé að þær séu nær grind en utar á hásingunni sjálfri. Er að pæla í þessu vegna þess að grindin í Súkku er heldur mjórri en í Crusernum og hvort ég ætti þá að smíða festingarnar lengra út frá grindinni eða hafa þær eins nálægt og hægt er.Vonandi skilst hvað ég er að fara með þessu en kannski skiptir þetta engu máli, en líka ef það er eitthvað annað sem ber að varast í þessum efnum þá væri gott að vita það, leiðinlegt að vera að finna upp hjólið aftur ef þess þarf ekki. Einnig ætti ég eitthvað að spá í að setja gorma í staðinn fyrir loftpúðana, þeir hafa sína kosti og galla eins og annað og þarna skiptast menn sjálfsagt í tvo hópa eða fleiri.
    Ausið nú úr viskubrunni ykkar góðir félagar

    kv. BIO H-1995

  • Creator
    Topic
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)
  • Author
    Replies
  • 25.03.2009 at 19:22 #644452
    Profile photo of Hrolfur Árni Borgarsson
    Hrolfur Árni Borgarsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 878

    Sæll

    Þú skalt ekki fara að breyta stífu festingunum á hásingunum og færa þær innar það eykur bara hættuna á að beygja hásingarnar,miklu frekar að færa festingarnar utar á grindina.
    Svo er yfirleitt best að stífur séu sem flatastar.
    Ef þú ert sáttur með púða að aftan haltu þig þá við það og gorma að framan,ég hef trú á að það sé ideal set up í ferðajeppa.
    Gangi þér vel með þennan töff jeppa.





    25.03.2009 at 20:54 #644454
    Profile photo of Björn Ingi Óskarsson
    Björn Ingi Óskarsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 448

    Takk fyrir góðar ábendingar. Ég hafði ekki hugsað mér heldur að færa festingarnar á hásingunni sjálfri heldur var ég að velta fyrir mér afstöðunni á stífunum. Þannig er að mér sýnist að orginal sé heldur lengra á milli stífanna á hásingunni heldur en upp við grind, þannig að stífurnar dragist inn að aftanverðu ef ég get komið þessu rétt frá mér. Er aðallega að velta þessari afstöðu fyrir mér og hvaða áhrif það hafi að minka eða auka þennan mun. Loftpúðarnir hafa vissulega sína kosti, eins og t.d. þegar maður er kominn með 150 lítra af eldsneyti þá bætir maður bara aðeins í og heldur sömu fjöðrun og áður. Málið er að ég þarf að breyta loftpúðunum að aftan þegar ég skipti um hásingu þar sem púðarnir eru nánast neðan á grindinni en ég vil færa þá utar til að fá hann stöðugri og betri í keyrslu. Kannski það plús bætt framfjöðrun geri mig sáttari við púðana. Já það er gott að heyra að einhverjum líst vel á þetta brölt hjá manni, það hefur stundum hvarflað að manni að hætta þessu og fá sér bara bíla eins og allir hinir eru á en það er bara gaman að vera svolítið öðruvísi.

    Kv. BIO





    25.03.2009 at 23:20 #644456
    Profile photo of Kristján Heiðmar Kristjánsson
    Kristján Heiðmar Kristjánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 66

    sko þegar ég var að þessu undir Hilux þá smíðaði ég turnana innar en grindin er því a’ það var minnir mig 74 cm á milli endanna á stífunum sem eru við grindina og grindin var 80,5 cm og svo voru turnarnir smíðaðir með það í huga líka að fá góðan og gildan spindilhalla á hásinguna

    verður bara að fá að kíkja á þetta um næstu helgi eða við tækifæri:D
    KV:Heiðmar





    26.03.2009 at 08:32 #644458
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Ég lét stífurnar hjá mér halla inn að aftan. Þetta passaði bara betur þannig og með því náði ég að halda fullum beygjum á bílnum þrátt fyrir 44" blöðrur. Skiptir meira máli að stífurnar halli ekki upp-niður, séu nokkurnvegin láréttar (þ.e.a.s. að grindarendinn á stífunni sé í ca sömu hæð og miðjan á hásingunni).

    kv
    Runar.





    26.03.2009 at 11:45 #644460
    Profile photo of Björn Ingi Óskarsson
    Björn Ingi Óskarsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 448

    Já Heiðmar það væri auðvitað í lagi að kíkja á þetta hjá þér, reikna með að vera heima um helgina svo að ef þú ert á ferðinni líttu þá bara við eða þá að ég kíki á þig. Grindin í Súkkunni er töluvert mjórri svo að sennilega lenda stífurnar undir grindinni, ég þarf bara mæla þetta nákvæmlega en hef ekki gert það en þar sem ég er ekki búinn að ná í hásingarnar svo að ég er ekkert farin að máta þetta saman.

    Kv. BIO





  • Author
    Replies
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.