This topic contains 42 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 18 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Ég keypti Landcruiser 2002 módelið sl. vor. Bíllinn er nokkuð keyrður 106 þús þegar hann var keyptur og er kominn í 120 þús núna. Þegar ég keypti hann fór ég með hann í umboðið og bað þá að yfirfara bílinn og kom þá í ljós að nauðsynlegt vær að „renna“ bremsurnar ásamt öðrum smáviðgerðum (hosur o.þ.h). Fór með bílinn í 120 þús skoðun hjá Toyota nýlega og kom þá í ljós að splittunin að aftan er ónýt, hosa ónýt, spindilkúlur ónýtar og einhverskonar „kælitengningar“ í sjálfskiptingunni. Ég spyr er þetta eðlilegt slit eða er Toyota að „búa“ sér til verkefni? Þetta er bíll sem hefur varla farið út fyrir malbikið eða eru þessir bílar svona óáræðanlegir?
You must be logged in to reply to this topic.