Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Toyota umboðið
This topic contains 42 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 18 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
01.02.2006 at 14:22 #197213
Ég keypti Landcruiser 2002 módelið sl. vor. Bíllinn er nokkuð keyrður 106 þús þegar hann var keyptur og er kominn í 120 þús núna. Þegar ég keypti hann fór ég með hann í umboðið og bað þá að yfirfara bílinn og kom þá í ljós að nauðsynlegt vær að „renna“ bremsurnar ásamt öðrum smáviðgerðum (hosur o.þ.h). Fór með bílinn í 120 þús skoðun hjá Toyota nýlega og kom þá í ljós að splittunin að aftan er ónýt, hosa ónýt, spindilkúlur ónýtar og einhverskonar „kælitengningar“ í sjálfskiptingunni. Ég spyr er þetta eðlilegt slit eða er Toyota að „búa“ sér til verkefni? Þetta er bíll sem hefur varla farið út fyrir malbikið eða eru þessir bílar svona óáræðanlegir?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.02.2006 at 22:10 #541086
sæll takk fyrir síðast. (þótt við hefðum ekki talast mikið við)
Hvernig fór þetta í ánni?
Leiðinlegt að hjálpa ykkur ekki en ég var sannfærður um að þið væruð alveg nógu margir þarna.
Og leiðinlegt að koma ekki strax að hjálpa þér en þegar ég stoppaði til að reyna að átta mig á því hvar þú værir, stoppaði ég í púður kistu og strákarnir komu svo allir og stoppuðu við hliðina á mér og enginn fattaði neitt fyrr en við ætluðum af stað aftur. s.s við vorum fastir þarna hlið við hlið.Frekar fyndið.
En þú ættir að hafa kveikt á gps tækinu svo það sé auðveldara að finna þig næst.
Kveðja Bæring
02.02.2006 at 22:18 #541088ég er búinn að eiga marga jeppa um ævina og eru það tvær gerðir sem standa uppur hvað varðar viðhald, átti 2 stk land cruiser í ca 3 ár hvorn allt viðhaldið var einn startari og 2 stk framöxlar patrolinn átti ég í 2 ár og bilaði ein bremsudæla já og vatnskassi takk fyrir, var að fá mér annan patta árg 99, hann er í lagi ennþá 7,9,13. kúplaði mér út úr USA deildinni 97, átti ekki nóg af verkfærum kv Robbi.
02.02.2006 at 22:37 #541090Ég hef átt og ekið 4Runner um nokkurn tíma og þ.a.l. átt viðskipti við umboðið. Heilt yfir er ég nokkuð sáttur bæði við bíl og umboð. Yfirleitt á umboðið til það sem mig vantar og þá oft á ágætis verði. Þá eru flestir starfsmenn með á nótunum og virðast skilja tilgang bílaumboðs, þ.e. að þjónusta bíleigendum. Vonandi sýnir nýr eigandi því hlutverki skilning og eflir ef eitthvað er. Þetta er þó ekki alveg án undantekninga og hef ég m.a. þurft að setjast niður með þeim og fara yfir reikning eftir viðgerð, en þá var himinn og haf á milli áætlaðs verðs (reyndar verðbils) og endanlegs verðs. Einnig var í því tilfelli sitthvað athugavert við vinnubrögðin, kannski þetta hafi bara verið einn af þessum dögum.
Mín niðurstaða er því sú að Toyotu-umboðið getur státað af góðri þjónustu en er ekki hafið yfir alla gagnrýni.
Af því að minnst var á Bílanaust hér að ofan þá má ég til með að segja að verðin þar eru að nálgast þolmörk og þjónustan að komast á stig yfirgefinnar vöruskemmu, því miður.
En allavega, það er fullkomlega eðlilegt að spyrja spurninga og gera athugasemdir ef og þegar manni ofbýður, það vill svo einkennilega til að stundum er það á rökum reist.
Kv.
Friðrik
02.02.2006 at 22:54 #541092toyota umboðið er alveg til sóma. Ingvarhelgason er hörmung, þarf alltaf áfallahjálp þegar ég kem þaðan út, hef þurft að kaupa mikið af bodyhlutum þar td í imprezu turbo fanst ég ekki kaupa mjög mikið en reikn var um 450 þús, td ein hurð á patrol árg 99 120 þús.
02.02.2006 at 23:04 #541094Hvernig var það kom ekki lítill sætur pajero til bjargar þennan dag klemmi. Svo lítill að það rifnaði á hann nýtt rassgat þegar hann kippti í.
02.02.2006 at 23:10 #541096Takk sömuleiðis fyrir síðast. Þetta fór nú þannig að það þurfti 3 spil til að ná mér upp úr kvíslinni. En það fór allt vel. Hins vega þá varð náttúrulega svolítið tjón hjá mér þegar Pajeroinn slitnaði og kom í afturendann á Pattanum, búið að meta það á 230.000. Þó kostar litla afturhurðin á Patrol "ekki nema" 54000 sem virðist vel sloppið miðað við verðið í póstinum hér að framan.
Sjáumst vonandi aftur á fjöllum.
Kveðja,
Klemenz.ps. Ert þú nokkuð með email eða símanúmer hjá Pajeroeigandanum. (Ég ætla ekki að sekta hann neitt:o)
02.02.2006 at 23:43 #541098ég veit nú eiginlega bara ekki neitt um þennan strák. Hann hefur komið með okkur tvisvar og held að hann hafi bara komið með því hann hafi heirt af ferðum hjá okkur á Gemlingasíðunni eða einhverstaðar annarstaðar.
Ég vona að þú ætlir ekki að biðja hann um að borga fyrir að reyna að hjálpa þér?
02.02.2006 at 23:48 #541100Þektirðu ekki sauðasvipinn á honum Klemmi ????
Bazzi, hann kom með afþví að hann er að vinna með Sveinbirni.
03.02.2006 at 00:27 #541102Jú, vissulega þekkti ég sauðasvipinn en það er nú einu sinni þannig að ég kynntist alltof mörgum með sauðasvip í gömlu vinnunni minni. Nei, ég ætla sko ekki að biðja hann um að borga neitt. Ég ætlaði bara að vita hvort hefði nokkuð meira verið skemmt hjá honum heldur en leit út fyrir í fyrstu. Það væri þá frekar að ég reyndi að bæta honum það. Eru þeir ekki báðið úr þinni sveit Stebbi?
(Ég man nú sauðasvipinn á þér þegar þú kysstir Wranglerinn á Hellisheiðinni um árið).
Kveðja,
Klemmi.
03.02.2006 at 00:36 #541104Bíllinn slapp alveg hjá honum held ég, hefur allavegna ekkert minnst á neitt.
03.02.2006 at 02:02 #541106Það var ekki gott að sjá þetta á staðnum og ég er búinn að hafa smá áhyggjur. Skilaðu bestu kveðjum til Arnars og Jónasar með ítrekuðu þakklæti fyrir aðstoðina. Þú getur sagt Jónasi frá mér að ég sé búinn að gera ráð fyrir honum í öðru toppboxinu hjá mér (reyklaus bíll) og ætla ekki á fjöll án hans oftar. Þvílíkur hörku skóflumaður;o)
Klemmi frændi.
03.02.2006 at 09:42 #541108Mig langar til að vita hversu sterkt tógið var, hvar það slitnaði, við bílinn eða við hnút ? og hversu langt tógið var.
ástæðan fyrir þessum spurningum mínum er ekki af forvitni, heldur því að ég er með ákveðna hugmynd í gangi og jafnvel lausn á þessu leiðinda vandamáli. Ef þú vilt fá einhverjar meiri upplýsingar um það sem ég er að gera geturðu annaðhvort hringt í mig eða sent mér póst og ég mun svara um hæl.
kv. mhn
06.02.2006 at 08:31 #541110Fyrirgefðu hvað ég svara seint en ég hef ekki verið við tölvu síðustu daga. Varðandi það hvað tógið var sterkt, þá var það allavega nógu sterkt. Það slitnaði ekki heldur kom dráttarkrókurinn úr Pajeronum (sterklegt auga boltað beint í grindina með 4 boltum) í heilu lagi, ásamt kaðlinum, í afturendan á Pattanum hjá mér. Spottinn var nýr 46mm með 30% teygju og splæstum augum á báðum endum. Var hann festur í pajeroinn með keðju.
Ég veit að nú hugsar einhver að ég hefði átt að setja eitthvað á tógið og það er alveg rétt. Það er bara stundum þannig að þegar manni finnst allt vera svo voða sterkt og ekki geta klikkað, þá einmitt klikkar eitthvað.
En hvaða hugmynd ertu annars með? Ég þigg alltaf góðar hugmyndir.
Kveðja,
Klemmi með klessta rassinn.
06.02.2006 at 09:16 #541112Svona sver kaðall nýtist ekki sem teyjuspotti, það er ávísun á tjón að reyna nota hann sem slíkan. Þessi kaðall er líklega með slitþol upp á ríflega 40 tonn, sem er margfalt meira en allar festingar á bílunum þola. Það er miklu hættulegra þegar festingar á bílunum gefa sig heldur en þegar kaðallin slitnar, sérstaklega þegar menn eru með keðjur og annað járnadrasl fast við spottann. Til þess að fá góða teyju, þarf spottinn að vera sæmilega langur, helst meira en 10 metrar. Því lengri sem spottinn er, því mýkra verður átakið og því meiri líkur eru á að hann fari undir bílinn, ef eitthvað gefur sig.
-Einar
06.02.2006 at 12:33 #54111416 metrar er sú lengd sem ég hef oftast heyrt. Stendur líka á góðri tölu þegar kemur að budduni, ekkert klink í afgang. Ég er með minnir mig 22mm spotta í þessari lengd og það er eins og að draga með rjóma.
Dráttarkrókurinn úr pæjuni losaði víst upp suðu og annað afturljósið úr stuðaranum en það er ekkert sem má ekki laga.
07.02.2006 at 07:59 #541116Kaðallinn góði er gefinn upp með tæp 16 tonn í slitþol keyptur í Ísfelli. Kannski ég muni ekki sverleikann rétt. Hann er 17 metra langur en þar sem ég var svo kyrfilega fastur þá er ég ekki alveg dómbær á rjómatilfinninguna. Helst að Arnar geti lýst henni. Er ljósið á Pæjunni ónýtt Stebbi?
Kveðja,
Klemmi.
07.02.2006 at 12:15 #541118Ég veit það ekki, hugsa nú að það hafi gefið sig festing eða eitthvað svoleiðis. Ekkert stórmál, aðalatriðið að það fékk enginn járnaruslið í hausinn.
Það ættu allir að útbúa ca. meters bandspotta frá kaðli og í bílinn sem öryggistaug ef að krókurinn gefur sig. Bara smá spottalingur er nóg til að taka mestu ferðina af brotajárninu þó svo að spottinn slitni.
07.02.2006 at 13:48 #541120… ætlaði ég bara að benda á að það er annar þráður í gangi um spotta, sem stefnir í að verða bæði skemmtilegur og fróðlegur
07.02.2006 at 16:05 #541122
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég verð aðeins að kommenta á þetta með að nota keðjur við spotta.. Maður lærði það nú í denn, að keðjur eru alls ekki góðar og alls ekki ætlaðar í að taka við höggum, eins og getur gerst þegar verið er að "rykkja" bíl úr festu.. Ég myndi halda að vír væri a.m.k. miklu skárri lausn ef menn vilja vera nota milli spotta og bíls. Keðjur hafa auðvitað enga teygju og þar af leiðandi verður höggið svakalegt ef að rykkt er í…
Annars eru þessi spottamál alltaf spennandi
07.02.2006 at 16:14 #541124Keðjan veldur engu höggi því að sjálfsögðu er teygjan ennþá í spottanum. Það er heldur engin teygja í dráttarkróknum sem venjulega er bundið í og keðjan er bara festing í krókinn.
Kveðja,
Klemmi.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.