This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Bs 15 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Jæja ég er nú ekki vanur að kvarta en ég ákvað að henda þessu inn hérna.
Svoleiðis er mál með vexti að í Toyota Tacoma með aukatank þá kemur oft vélaviðvörunarljós ef maður er að dæla á milli tanka, ég er vanur að fara með hann í Toyota og láta þá kvitta þetta út og venjulega hefur það kostað mig c.a. 2500kr.
Núna fyrir stuttu síðan þá fór ég þangað og bað um að þetta yrði gert fyrir mig og gaurinn fiktaði í tölvunni hjá sér, til að búa til verkbeiðnina á þetta og spurði mig hvort ég vissi ekki örugglega hvað þetta kostaði… ég hélt það nú en svo sagði hann mér að þetta ætti að kosta 12500kr. !!!
Ég bað hann vel að lifa og fór.
Núna áðan þá var ég í Skiptingu í Keflavík og var að láta þá skipta um olíu á drifunum hjá mér og spurði þá hvort þeir væru með tölvu til að kvitta út viðvaranir… já já ekkert mál, prófum bara… tengt, kvittað EKKERT MÁL
Kostnaðurinn fyrir olíuskiptin og allt saman innan við 8000kr !!!
P.S.: Ég hef reyndar tekið eftir því að þegar ég opna aðaltankinn á meðan ég dæli úr aukatankinum þá slepp ég við viðvörunarljósið, smá hint fyrir ykkur Tacoma eigendur. Ég bara gleymi því stundum 😉
You must be logged in to reply to this topic.