This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Lúther Gestsson 19 years ago.
-
Topic
-
Nú skilst mér að það gangi eitthvert æði yfir nokkra jeppamenn í klúbbnum, reyndar eru þetta ekkert alvöru jeppafólk heldur svona wanabee jeppafólk sem safnar að sér myndum með hárband og dýrum flíspeysum upp á jöklum.
Enn nóg um það þetta fólk eða bara Flugsveitin EJS og nokkrir úr Jeppaklúppnum Heimsgir eins og það kallar sig hafa tekið höndum saman og safnað saman aur í nokkrar Toyotur TACOMUR.
Ég get bara ekki orða bundist yfir þessari ákvörðun þessa ágæta fólks, fyrir það fyrsta getur þetta aldrei gengið á 38″ hjólum, það er bara búið að sanna það eins og HALLI Gulli í KT fyrir norðan hefur reynt, hann drífur ekkert, eyðslan ótæpileg og reyndar sést drengurinn nánast ekkert á fjöllum lengur.
Bíllinn er að mínu mati alltof dýr, ca 3.2 m óbreyttur miða við að þetta er bara Toyota Hilux með bensín mótor sem reyndar P. Samúelsson hyggst ekki einu sinni flytja inn hvað þá meira.Enn maður situr og spyr sig og sína nánustu hvað fær fólk til að ana út í svona vitleysu, er það til að sýnast flottari á myndunum með frosið bros í rándýru flíspeysunni. Er þetta lið að reyna að komast á forsíðu Útiveru eða í 66″ N bækling. Innan um þetta ágæta fólks hélt maður að væri ein og ein skynsöm manneskja sem sæji þetta allt saman, þarna má finna lögfræðing, fisksala, eldvarnarlöggu og fl og fl.
Nei Takk félagsmenn reynum að breyta rétt þegar okkur langar til að breyta. Breytingar eiga að vera af hinu góða ekki slæma.
Virðingarfyllst
Lúther
You must be logged in to reply to this topic.