This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Nýi Landcruiserinn sem allir eru að tala um núna er í raun Landcruiser 120 en ekki LC90. Þetta er alveg nýr bíll en ekki endurbættur LC90. Þetta er bara „pólitísk“ ákvörðun sem var tekinn hjá umboðinu hérna þar sem LC90 er að detta út úr sölu og þessi að taka við. Þar sem allir þekkja LC90 þá var ákveðið að nota það nafn áfram…..
Í mínum huga er þetta bara Landcruiser 120 og er gott að nota það til aðgreiningar frá gamla LC90 bílnum, því þetta eru tveir gerólíkir bílar.
Ég var að skoða bílinn fyrir helgi og verð ég að játa að þarna er kominn draumabíllinn. Maður bíður bara eftir því að sjá hann á 38″, en sú vinna er víst á fullum krafti hjá Arctic Trucks.
Nokkur eintök af LC120 eru komin til landsins, en hann verður frumsýndur hjá Toyota eftir áramót. Nú þegar er búið að taka frá um 200 bíla, þannig að mikill áhugi er fyrir bílnum.
You must be logged in to reply to this topic.