This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Indriði Hauksson 21 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar!
Ég ætlaði að kanna hvort að hér væri einhver mjög fróður um þessar vélar og það sem tengist þeim. Þannig er að ég er með B vél í bílnum mínum og við hana er 4-gíra kassi. Ég get hinsvegar fengið í hann 3B vél sem er töluvert öflugri vél og virkar mun betur með túrbínu+millikæli en B vélin. Vandamálið er það að þessi 3B vél var í stóra 60 bílnum (BJ60 árg 85) og í honum var stór og mikill 5-gíra kassi og öxullinn fram úr honum er bæði lengri og fínrillaður þannig að ég get ekki sett 4-gíra kassan beint aftan á vélina. Það sem ég er að spekulera er það hvort að ég geti fært kúplingshúsin á milli véla og passar þá t.d startarinn á milli? BJ60 bíllinn er með 12v startara en BJ40 árg 77(FJ40 árg 67)bíllinn er með 24v startara sem er mjög stór og mikill. Það væri gaman að vita hvort að einhver hefði einhverja reynslu af svona samskeytingum. Öll ráð og speguleringar vel þegin.
kv. vetur
You must be logged in to reply to this topic.