FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Toyota B og 3B vél

by Indriði Hauksson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Toyota B og 3B vél

This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Indriði Hauksson Indriði Hauksson 21 years, 7 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 20.10.2003 at 16:56 #193046
    Profile photo of Indriði Hauksson
    Indriði Hauksson
    Member

    Sælir félagar!

    Ég ætlaði að kanna hvort að hér væri einhver mjög fróður um þessar vélar og það sem tengist þeim. Þannig er að ég er með B vél í bílnum mínum og við hana er 4-gíra kassi. Ég get hinsvegar fengið í hann 3B vél sem er töluvert öflugri vél og virkar mun betur með túrbínu+millikæli en B vélin. Vandamálið er það að þessi 3B vél var í stóra 60 bílnum (BJ60 árg 85) og í honum var stór og mikill 5-gíra kassi og öxullinn fram úr honum er bæði lengri og fínrillaður þannig að ég get ekki sett 4-gíra kassan beint aftan á vélina. Það sem ég er að spekulera er það hvort að ég geti fært kúplingshúsin á milli véla og passar þá t.d startarinn á milli? BJ60 bíllinn er með 12v startara en BJ40 árg 77(FJ40 árg 67)bíllinn er með 24v startara sem er mjög stór og mikill. Það væri gaman að vita hvort að einhver hefði einhverja reynslu af svona samskeytingum. Öll ráð og speguleringar vel þegin.

    kv. vetur

  • Creator
    Topic
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)
  • Author
    Replies
  • 20.10.2003 at 19:04 #478302
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Hvernig er það, hentar 5 gíra kassinn ekki betur túrbínuvélinni ? Þarna ert þú með vél og gírkassa sem hannað er saman ekki satt ?

    Án þess að ég þori að fullyrða um það þá myndi ég telja að allt önnur hlutföll (td lengra á milli gíra, lægri 1. og overdrive í 5.) séu við turbo en ekki turbo.

    Er ekki hægt að koma 5g kassanum fyrir ?





    20.10.2003 at 22:27 #478304
    Profile photo of Bergur Bergsson
    Bergur Bergsson
    Participant
    • Umræður: 5
    • Svör: 63

    Sælir
    Það kemur ekki fram hvort þú eigir þennan stóra gírkassa frá 3b vélini held að það væri best að nota hann ef þú átt hann alla vega frekar en þennan 4 gíra, 5 gíra kassinn er 1:5 í fyrsta gír og 0.8 í 5 gír.(ég notaði 5 gíra Bens kassa) Veit að einhver kúplingshús passa á milli.Ég er með B vél(13bt)sem var með 24v startara og ég setti innvolsið frá 12v startara í það og er að nota hann svoleiðis





    20.10.2003 at 22:46 #478306
    Profile photo of Indriði Hauksson
    Indriði Hauksson
    Member
    • Umræður: 17
    • Svör: 53

    Í fyrsta lagi á ég ekki 5-gíra kassan í öðru lagi er fyrsti gírinn í 4-gíra kassanum frekar lár (4,8-4,9:1 að mig minnir) en þessir kassar voru seldir á Canada markað og í þriðja lagi er búið að sérsmíða öxul aftur úr honum yfir í gamla 3-gíra millikassan en hann er með lægra lágadrifi en millikassinn fyrir 4-gíra kassan. Svo má bæta því við að þessi 5-gíra kassi+millikassi er mjög stór og þungur og svo á hann að kosta slatta af seðlum.

    kv. vetur





    21.10.2003 at 09:56 #478308
    Profile photo of Þorvarður Hjalti Magnússon
    Þorvarður Hjalti Magnússon
    Participant
    • Umræður: 23
    • Svör: 170

    Sæll
    Ég hef nokkra reynslu af Toyota Landcruiser FJ40. Með öflugum vélum og stórum dekkjum reyndust gömlu millikassarnir frekar illa. Hef átt þrjá FJ40 bíla. Ég braut tvo eða þrjá svona kassa og þetta varð ekki til friðs fyrr en stóri millikassinn var kominn í. Ég lenti reyndar ekki í almennilegum hremmingum með þetta fyrr en í síðasta FJ40 bílnum mínum. Það sem gerðist var að millikassahúsið brotnaði í tvennt.
    Sá bíll var með 4ra gíra kassa, 4.9:1 í fyrsta gír. Sá kassi reyndist mjög vel, en ekki millikassinn.

    Þetta endaði með því að að ég fékka bæði gírkassa og millikassa frá partasölu í USA, Sá kassi var með 3.55:1 í fyrsta gír. ég flutti úttaksöxulinn úr honum yfir í kassann minn og skrúfaði allt dótið í.
    Eftir þetta varð aldrei neitt vesen með millikassann.

    Þessi jeppi var á 38" dekkum, læstur að aftan og framan og með nokkuð spræka Crysler V8 360 cu.in. vél.

    Ég tel að þú ættir að leggja töluvert á þig til að fá sterkari millikassa. Þyngdin á þessu skiptir minna máli en öll óþægindin og kostnaðurinn sem fylgir því að að brjóta millikassa í vondum aðsæðum á fjöllum uppi.

    kveðja Hjalti





    22.10.2003 at 16:55 #478310
    Profile photo of Indriði Hauksson
    Indriði Hauksson
    Member
    • Umræður: 17
    • Svör: 53

    Takk fyrir ábendingarnar ég vissi af þessum veikleika í millikössunum eða réttara sagt húsinu. Ég er búinn að smíða stálstyrkingu á kassan hjá mér og ætla að láta reyna á hann en það má líklega flokka það undir sérvisku en þessi bíll sem ég er með (árg 67) er nánast orginal og þannig skal hann vera. Hjalti! ég man vel eftir þessum Fj40 bíl með 360 vélinni, sá honum einusinni hressilega gefið upp breiðholtsbrautina og þar var greinilega nóg af hestöflum. Kannski engin furða að eitthvað hafi gefið sig. Bíllinn minn hefur verið með innanborðs 6 cyl bensínvél(orgínal),5,7ltr oldsmobile diesel og svo þessa B diesel og aldrei hefur neitt gefið sig í kössum eða drifum þannig að líklega hefur nú aflið haft sitt að segja í þínu tilfelli en takk kærlega fyrir upplýsingarnar.

    kv. vetur





    03.11.2003 at 10:36 #478312
    Profile photo of Indriði Hauksson
    Indriði Hauksson
    Member
    • Umræður: 17
    • Svör: 53

    Mig vantar smá meiri upplýsingar um þessi startara skipti værir þú tilí að hafa samband við mig.

    kvðja
    Indriði Hauksson
    8629245/indridi@lv.is





  • Author
    Replies
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.