Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Toyota 4runner
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Grimur Jónsson 16 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.09.2008 at 23:18 #202900
Er með 4runner 91 V6 3000 33″ breyttan sjálfskiftan. Er einhver möguleiki fyrir mig að ná niður eiðslu í svoleiðis öktæki með einhverjum íhlutum og eða breytingum? Maður er svo nýr í svona jeppa dóti að maður bara veit og kann ekki neitt
Kv Gummi -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.09.2008 at 02:04 #629222
Ef orginal lykkjan er ennþá á milli pústgreina þá getur það hjálpað þónokkuð að leggja tvöfalt kerfi.
Það ætti líka að bjarga heddpakkningunni hægra megin sem er gjörn á að fara út af þessum hönnunargalla.
12.09.2008 at 07:56 #629224Akkúrat , það og flækjur.
K&N Loftsía er líka gott, hafa kerti og þræði í lagi. Svo munar líklega einhverju að hafa lokur að framan. En það gæti verið eitthvað umdeilt.En á lokubíl þó það sé ekki alveg það sama , munar á eyðslu ef lokurnar eru á off.
Kv. Kalli
13.09.2008 at 02:40 #629226Það skiptir liklega lika màli ef þù ert à orginal hlutföllunum en það breytir talsverðu að opna pustið og loftflæði að mòtor og lìka getur vèlastilling og hjòlastilling skipt máli
13.09.2008 at 13:51 #629228Þú getur eytt fullt af peningum í allskonar hluti eins og flækjur og loftsíu og hitt og þetta, ég stórefa að þú náir þeirri fjárfestingu til baka í minni eyðslu. Það eina sem skiptir máli varðandi eyðslu á þessum bílum og í raun öllum bílum er aksturslagið og það kostar ekkert að breyta því.
Ég keyri svona bíl daglega og innanbæjar miðað við óbreytt aksturslag þá eyðir hann 21 l/100 á 38" dekkjum og 5.71 hlutföllum. þegar ég passa aksturslagið þá bæti ég eyðsluna um ca 4-5 lítra á hundraðið fer í 16+.
Á langkeyrslu þá er sama upp á teningnum, ef ég ek á 100 þá er hann í 17+ ef ég lækka mig niður fyrir 90 þá fer ég niður fyrir 15 ég hef náð honum niður fyrir 13 í langkeyrslu með því að keyra jafnt og þétt og sleppa framúrakstri og kitla aldrei pinnann, það spara ég þangað til ég er komin útfyrir vegakerfið, þá líka er ekkert mál að fara í 50 ltr/100, sem er bara skemmtilegt.d.
13.09.2008 at 13:57 #629230Það var nefnilega það !
Segjum nú sem svo að maðurinn keyri nú þegar sparakstur útá vegi og vandi sig, ertu þá að segja að rétt hlutföll , góð loftsía , réttur loftþrýstingur , kerti og annað í lagi , og jafnvel flækjur og opnara púst mundi ekki skila sér í minni eyðslu? ( Eg er ekki að tala um að spreða í þetta allt í einu )Skrytið ef satt er ……..
Kv. Kalli
13.09.2008 at 13:57 #629232Ég þræti ekki fyrir það d. ég er á 38" og 5:29 og er að sjá svipaðar tölur og þú nefnir. Þrátt fyrir það skipta smáatriðin líka miklu máli. Kári R-4200
13.09.2008 at 14:05 #629234já já, ég tók stórt upp í mig, staðreyndin er hinsvegar sú að aksturslag er oftast það síðast sem menn skoða, það er alltaf(oftast) verið að leita að patent lausnum án þess að þurfa að gera neitt sjálfur. ég er ekkert sauklausari af því en aðrir, ég hins vegar fór í það að mæla þetta og skrá niður eyðslu og tók svo meðvitaða ákvörðun um að breyta aksturslaginu og það er þar sem stóri munurinn liggur, ekki í KN loftsíu og flækjum og keyra með lokurnar af eða á og svo fr.
d.
13.09.2008 at 14:14 #629236Í öllum þeim umræðum sem hafa farið fram á þessum vef um eyðslu og leiðir til sparnaðar þá man ég ekki eftir því að nokkur hafi bent á breytt aksturslag sem lausn. sem er athyglivert í sjálfu sér. eða eru allir búnir að breyta aksturslaginu sínu yfir í sparnaðar aksturslag ? hins vegar má líka alveg deila um hverus gáfulegt er að ræða þetta á þessum vettvangi, þar sem flest snýst um stærri dekk stærri vélar og svo fr.
d
14.09.2008 at 11:49 #629238Aðal ástæðan fyrir því að ég breytti pústinu kemur eyðslu lítið við.
Þessar vélar eru krónískt heddpakkningarvandamál sem að ég tel leysast við að tvöfalda pústið, enda hef ég aldrei séð fáránlegri búnað á pústkerfi en þessa lykkju sem er á milli pústgreinanna á 3VZ-E vélinni.Aftur á móti er það alveg rétt að það munar mestu um að passa bensínfótinn, það munar mestu um að keyra á skikkanlegum hraða og sleppa framúrakstrinum, það er gríðarlega fljótt að muna í eyðslu hvort keyrt er á 90 eða 110 😉
14.09.2008 at 20:32 #629240Tek undir það sem hér hefur verið sagt að aksturslag er eitt þýðingarmesta atriðið hvað varðar eyðslu í almennum akstri. Annað atriði er að hafa vélarnar vel stilltar, slithlutir séu endurnýjaðir reglulega skv. fyrirmælum framleiðanda, hver svo sem tegundin er, loftþrýstingur í hjólbörðum sé hæfilegur o.s.frv. Hitt er svo annað mál, að þegar ekið er t.d. á snjó, eins og okkur þykir nú hvað skemmtilegast, þá verður stundum að standa "pedal to metal" til þess að komast þangað sem maður ætlar sér. Þá þýðir ekki að vera í sparakstri. En jafnvel í snjóakstri er hægt að beita ákveðnum "hagkvæmniakstri" og þar hefur líka mikið að segja að vélin og allt það sem hún þarf á að halda til að ganga, sé í góðu lagi og vel stillt.
14.09.2008 at 21:10 #629242Vélartölvan í þessum bíl stillir sig sjálf að töluverðu leyti, þó er ekki svo að vandamálið sé algerlega úr sögunni, síður en svo.
Ég ók svona bíl nokkra tugi þúsunda km. fyrir 2-3 árum. Þegar ég keypti hann fór eyðslan upp í 35L/100km í miku frosti, innanbæjar, á 30". Það tók mig töluverðan tíma að finna helstu trixin, en þau voru í mínu tilfelli þessi:1: Opna púst. Ég komst ekki svo langt að laga ,,crossover" hönnunargallann, en setti sverara nokkurn veginn frá grein og afturúr. Minnkaði eyðslu um ca 1 ltr/100km.
2: Reif alla spíssa úr milliheddinu, hreinsaði skít og drullu með þéttingunum, setti saman með smá koppafeiti. (Þetta hafði ALLRA mest að segja, fór niður um 3-4 lítra pr. 100km) Það er ógerningur fyrir innspýtingarvél með ,,closed loop" stýringu að halda vitrænum stillingum ef falskt loft lekur inná einn eða fleiri cylindra.
3: Nýr sensor í pústið.
4: Reif lokið ofan af MAF-sensornum (Lofthreinsaraboxið, plastlok á álhúsi) og spennti um 2-3 tennur upp á fjöðrinni fyrir trekkspjaldið.
4: Reif EGR ventilinn úr og boraði hann út þar sem hann er þrengstur ásamt því að bæta götum í rörið sem gengur inní milliheddið.(EGR dæmið er alger snilld, gerir kleift að ,,crúsa" á fremur daufri blöndu án þess að fá neistabank.) Annars er ég almennt andvígur vafasömum ,,mengunarvarnarbúnaði".
5: Ný kerti, man ekki akkúrat hvernig, en mig minnir að ég hafi fengið 2ja neista kerti í hann….svona klofin einhvern veginn.
Svo er gott að hafa í huga að það er ekkert að marka gang/eyðslu/afl fyrr en eftir ca 2ja daga notkun (100-150 km), þar sem það tekur tölvuna svolítinn tíma að aðlaga helstu breytur eftir breytingar. Þó má ganga út frá því að ef bíllinn er ókeyrandi, þá skáni hann ekki þannig að nothæfur sé á aðlögun tölvunnar einni saman. Ef mikið er fiktað borgar sig að taka geymasamband af í 5-10 mínútur til að núlla tölvuna á verksmiðjustillingar, þannig finnur hún frekar gott ,,map" heldur en ef upphafsgildin eru einhvers staðar úti í jaðri eftir áralangt ,,ástand".
Þess má geta að ég náði eyðslunni niður í 12L/100 minnst, en var jafnan í ca 13,5 lítrum í blönduðum akstri á 30" (alls enginn sparakstur þannig séð, enda bíllinn léttur á sér og skemmtilegur)
kv
Grímur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.