Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Toy V-6 heddpakning
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Elí Magnússon 20 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
08.09.2004 at 00:04 #194617
Jæja, nú er úr vöndu að ráða.
Úr pústinu hjá mér er farinn að berast örlítill hvítur reykur sem ber aðeins meira á þegar bíllinn hitnar.
Einnig virðist hann ekki sprengja á öllum fyrstu sekúndurnar eftir að ég set hann í gang kaldan.
Reikna með að fólk sé sammála því mati mínu að heddpakning gæti verið farin?
En þá er komið að vandanum – ég er með 3 lítra toyotu V-6 með EFi innspýtingu og það verður að segjast eins og er að vélar“salurinn“ er of lítill fyrir þessa vél. Að auki er aragrúi af litlum pípum, leiðslum og börkum sem liggur ofan á vélinni (í kringum og ofan á soggreininni) og ég veit varla hvar á að byrja eða hvernig ég á að komast að þessu, hvað þá hvernig ég kemst hjá því að skemma eitthað á leiðinni !
Einhver góð ráð um hvernig á að rífa vélina til að skipta um pakkningu?
Eitthvað sem einfaldar mér verkið?
Eitthað sem ég þarf að passa sérstaklega?
Allar uppástungur væru rosalega vel þegnar.
kv.
Einar Elí -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.09.2004 at 00:06 #505494
…já og svo auðvitað: ég kann ekki nóg til að sjá það í svipan, en er álhedd á þessari vél, eða potthedd (’91 toy V-6 3000)?
Kv.
Einar Elí
08.09.2004 at 09:47 #505496Sælir,
Ég þekki ekkert inná þessa vél sem þú ert með en ég hef heyrt að hvítan reyk má stundum rekja til þess að eitthvað vatn komist inná vélina. Til að fullvissa þig um það áður en þú leggur í mikla vinnu við að skipta um hedpakkningu þá skaltu opna lofthreinsarann og kanna hvort þar sé raki.
Önnur merki um að hedpakkning sé farin ættu að vera td. að hann dælir vatninu af sér eða eitthvað þess háttar.
Annars getur þú breytt þér í mink til að komast að í þessum þrengslum.
Gangi þér vel
Elvar
08.09.2004 at 12:10 #505498Einar! ég skal vera með!
Áttu ekki repair manual? þetta er allt saman þar, ef þú átt hann ekki skaltu kaupa hann. Fæst í bílanaust og reyndar líka á [url=http://www.haynes.co.uk:2g9cptdc]www.haynes.co.uk[/url:2g9cptdc] töluvert ódýrari þar, en það tekur örlítið meiri tíma að fá hann í hendurnar.kv
Baldur
09.09.2004 at 00:52 #505500
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er ekki hægt að fá betri vitneskju um það hvort pakkning sé farin eður ei? Þjöppumæla eða hvað sem gert er til þess að finna þetta út? Getur þetta verið stillingarvandi eða eitthvað annað?
E.t.v. óþarfi að rífa allt spað ef bilunin reynist svo vera önnur ekki satt. 😉
Gangi þér vel.
09.09.2004 at 01:23 #505502Takk fyrir uppástungur, ábendingar… og til Baldurs
Jú, það er rétt – það væri vissulega gott að vita fyrir víst hvort það sé pakkningin eða eitthvað annað.
Ég safnaði mér upplýsingum í kvöld og skilst að auk þess að fylgjast með vatnsmagninu á kælikerfinu (sem gæti reyndar breyst út af mörgum öðrum þáttum) má t.d. reyna að koma auga á loftbólur í vatnskassanum þegar bíllinn er í gangi. Að auki má taka kertin úr, starta einn hring og sjá hvort einhver raki sé í kertagötunum. Þannig sést líka hvort nóg er að skipta um pakkningu öðru megin.
Ef fólk á fleiri góð ráð til að prófa á morgun væri það vel þegið – sem og upplýsingar um vélina, hvernig á að rífa hana og hvort heddin séu úr áli eða pottefni.
Þeinkjú.
Einar Elí
09.09.2004 at 10:11 #505504Sæll Einar
þrýstiprófa vatnsrásina! Sú aðgerð ein og sér gefur að sjálfsögðu ekki afgerandi niðurstöðu en gefur vísbendingu ásamt öðrum atriðum sem hafa þegar verið talin upp hér að ofan.
Gangi þér vel
kv
Agnar
10.09.2004 at 01:46 #505506Jamm – það er klárlega heddpakkning.
Vatnskerfið tapar miklu vatni (um líter á 40 km – að vísu mikið í dóli og dulítið í lausagangi), ljósbrún skán hefur safnast neðan á olíulokið á mótornum (frostlögur í olíunni), það koma loftbólur uppúr vatnskassanum ef hann er opinn í hægagangi og maður fyllir stöðugt upp í stút og hvíti reykurinn gerir flest annað en minnka.
Toyota tekur á milli 130 og 150 þús fyrir að skipta um þetta (með varahlutum og plönun, sem er gerð hjá Kistufelli), en pakkningasettið kostar tæp 17.000 (allt innifalið sem þarf að skipta um) þannig að ég á líklega eftir að kynnast þessum mótor betur en mig langar.
Það eru álhedd á honum, þannig að það er algjört möst að plana þau áður en hann er skrúfaður saman aftur.
Þetta er að vísu sá hluti jeppamennskunnar sem heillar mig einna minnst (hér hefði einhver viljað bæta við "fyrir utan Patrol" en mér finnst það svosem ágætir bílar) en allt er þetta hluti af leiknum.
Inní skúr – og laggo!
Vona að eitthvað af þessu gagnist öðrum sem þurfa að sannreyna að pakkningin sé farin…
kv.
Einar Elí
10.09.2004 at 08:08 #505508
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir !
Eftirfarandi aðgerðalisti er æskilegur í sambandi við heddbilanir á V6-vél:
1. Taka heddin af.
2. Láta þrýstiprófa bæði heddin því ef þau eru sprungin (sem getur vel gerst) þá er lítið gagn í því að láta plana þau og skipta um heddpakkningar.
3. Ef annað heddið eða bæði eru sprungin er rétt að skipta um hedd og helst bæði þar sem ekki er ólíklegt að ef annað heddið er farið fari hitt fljótlega.
4. Ef bæði heddin eru í lagi eru þau sett aftur á með nýjum heddpakkningum og allt hert samkvæmt réttri boltaröð og réttri herslu (sjá viðgerðabækur). Þegar ráðist er í svona aðgerð er réttast að skipta alltaf um báðar heddpakkningar þó svo að aðeins önnur sé farin.
Ef hins vegar vatn er komið í olíu er ekki ólíklegt að vélin sé orðin skemmd þ.e.a.s. legur ofl. og það er meira mál en bara að laga heddin og skipta um heddpakkningar. Einnig er rétt ef heddin hafa bilað að skoða vatnskassann og skipta jafnvel um hann eða kælielementin í honum hjá blikksmið. Lélegir vatnskassar hafa valdið ótímabærum bilunum í heddi ásamt því að ekki hefur verið skipt um frostlög á vélinni með réttu millibili (c.a. 2 árum ef ég man rétt).
Með kveðju
Corvus
10.09.2004 at 08:26 #505510Þessi þráður er mjög gott dæmi um hvað það er nauðsynlegt, þegar nýr vefur verður tekinn í notkun, að hafa áfram aðgang að gamla(þessu) spjallinu. (þeas. ef það á að skipta því út fyrir nýju).
-haffi
10.09.2004 at 12:01 #505512
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ef upprunalegu heddin standast þrýstipróf og eru í lagi að öðru leyti er æskilegast og best að láta plana þau (og algjörlega nauðsynlegt ef vélin hefur ofhitnað og um álhedd er að ræða) áður en heddin eru sett aftur á með nýjum heddpakkningum. Einnig er rétt að athuga hvort skipta þarf um heddbolta (hvort um teygjubolta sé að ræða en þá er bara hægt að nota einu sinni. Aðrir boltar ættu að vera í lagi en best er að skoða viðgerðabækur og/eða hafa samband við viðkomandi umboð)
Kv
C
10.09.2004 at 16:08 #505514Takk fyrir ábendinguna um heddið.
Pakkningin fór þegar lítið gat kom á vatnskassatoppinn og bíllinn ofhitnaði. Svo plönun er víst býsna góð hugmynd…Ég kíki á þetta með boltana. Keypti "slípisett" hjá Toyota í dag, hef ekki opnað kassann ennþá, en reikna með að boltarnir séu þar.
Kv.
Einar Elí
10.09.2004 at 17:19 #505516Heddboltar eru í sumum tilfellum teygjuboltar
þeir þekkjast á því að í hersluferlinu er gefin
upp hersla í gráðum
og heddboltar fylgja yfirleitt ekki með
slípisettum
V-6 Kveðja
10.09.2004 at 23:37 #505518Það er eitt í sambandi við heddpakkningarnar sem allt of margir klikka á. Ef hersla er gefin upp í herslu 1, herslu 2 og svo gráður, þá er gott að skipta herslunum í fleiri herslur, taka minni stökk í einu. Fyrst skal herða í uppgefnu herslutölurnar, síðan kemur það sem svo margir sleppa: bíða með að herða í gráðurnar strax. Gott er að bíða í a.m.k. 1 klst. Á þeim tíma lagar pakkninginn sig að þéttiflötunum. Þegar aftur er hert skal byrja á að herða aftur í hæstu herslutöluna. Þá, í lang flestum tilfellum, snúast boltarnir aðeins áður en herslumælirinn smellur. Það er vegna þess að spennan í pakkningunum slaknar aðeins stuttu eftir herslu. Að þessu loknu má svo herða í gráðurnar.
Þegar heddpakkningarnar eru settar á þarf að vera viss um að það sé rétt gert. Á öllum pakkningum stendur top, up eða eitthvað sem vísar til þess að sú hlið eigi að snúa upp. Á flestum en því miður ekki öllum stendur einnig front, rear eða eitthvað sem segir hvoru megin þær eiga að vera (á við V mótora). Að vísu kemur oftast aðeis ein staða til greina. Ef pakkningarnar eru skoðaðar vandlega þá sést að í flestum tilvikum eru kæligötin stærri og fleiri á öðrum enda pakkningarinnar. Stóru kæligötin eiga að vera aftast. Það er vegna þess að vegna vindkælingar í akstri þá kólnar fremri hluti vélarinnar betur. Til þess að sporna við þessu hafa pakkningaframleiðendur stærri göt aftast, það beinir kælivatnsflæðinu aftur í mótorinn og hitastigið verður jafnara en ef öll kæligöt væru jafn stór og kælivökvinn virkaði eins vel fremst og aftast.
Með pappa/pappírs pakkningum getur verið gott að nota smá auka þéttiefni. Eitt efni sem ég mæli með til þess er Hylomar frá Wurth (í lítilli svartri túpu með fjólublárri rönd sem á stendur með hvítum stöfum "DP-300").
Mjög mikilvægt er að hreinsa vel ALLAR leifar af gömlum pakkningum áður en þær nýju eru settar í. Við þá vinnu þarf að passa sérstaklega vel að missa sem minnst af pakkningarestum ofaní kæli- og smurgöng blokkarinnar. Þegar blokkin er laus við gömlu pakkningarnar er rétt að mæla planið (á blokkinni). Það er gert með því að setja réttskeið (eða eitthvað sem er örugglega alveg beint) ofaná blokkina. Síðan að lýsa á samskeytin þar sem réttskeið og blokk mætast með vasaljósi og sjá hvort áberandi meira ljós kemst milli blokkar og skeiðar en annars staðar. Þar er þá komið slit. Best er að mæla blokkina svona á alla mögulega og ómögulega kannta en ef blokkin er skemmd þá er lang líklegasti staðurinn á milli strokkanna. Þar er mjög mikið álag á tiltölulega þunnan þéttiflöt svo þar myndast oft dæld, jafnvel löngu áður en tímabært er að taka upp mótor.
Eins og einhver sagði hér að ofan þá er fátt sniðugra en að fara í bílanaust og kaupa þér Haynes viðgerðarbók. ÞAr er fullt að gagnlegum uppls. Þó ekki væri nema bara til að fá herslutölurnar. Áður en þú byrjar vinnuna þá myndi ég lesa bæði kaflann um vinnu við einstaka vélarhluta og eins kaflann um mótorupptekt og skrifa niður hagnýt atriði. Það sparar þér mikinn tíma í sjálfri vinnuni með því að fækka mjög "nei andskotinn, ég get ekki haldið áfram því að….." mómentunum. Þetta lærði ég "the hard way" undanfarnar vikur meðan ég var að taka upp 4.0 V6 í fordinum mínum frá A til Ö.
Eitt mjög gott ráð til þess að hjálpa þér með rafkerfið, vacumslöngurnar og allar flækjurnar í húddinu er að vera með málarateip og túss eða margar teip-rúllur í mismunandi litum. Síðan á hevrt einasta rafmagnsplögg o.þ.h. seturðu tip í sama lit á báða enda eða málarateip og númerar báða enda. Það kemur sér mjög vel við samsetningu.
Hlutirnir sem þú tekur úr bílnum er gott að raða upp í skúrnum í tímaröð, þá veistu í hvaða röð er best að setja saman aftur. Láttu líka alla bolta og rær fylgja því sem þær festa en ekki safna öllu samann í einn haug. Annars er nokkuð víst að þú lendir í veseni í samsetningu.
Áður en þú byrjar vinnuna þá skaltu tappa kælivatninu af mótornum, annars mun það leka um allt af og til þegar þú losar um hosur og fleira.
Þegar þú hættir að vinna í mótornum á kvöldin er gott að breiða yfir hann plastdúk eða vinnugalla eða eitthvað svo að skítur geti ekki fokið í hann eða ryk innandyra sest í hann.
Meira dettur mér ekki í hug í bili en ef þú hefur einhverjar spurningar þá er þér velkomið að hringja í mig þegar þú vilt.
Freyr Þórsson S: 661-2153
10.09.2004 at 23:50 #505520Vá – takk.
Maður fer nú bara fullur sjálfstraust út í skúr á sunnudaginn, hafandi allan þennan fróðleik!
Kv.
Einar Elí
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.