Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Torfærusóðar teknir
This topic contains 76 replies, has 1 voice, and was last updated by Róbert Benediktsson 18 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.06.2006 at 13:52 #198038
Eftirfarandi er tekið af http://www.ruv.is og ég ætla bara að óska Lögregluni til hamingju með að vera loksins að vakna af þyrnirósarsvefninum.
Lögreglan á Selfossi hafði afskipti af þremur hópum af karlmönnum á torfæruhjólum sem óku utan vega á Hengilsvæðinu í gærkvöld. Lögreglumenn flugu í þyrlu yfir Hellisheiði og Hengilsvæðið og hálendið ofan við Árnessýslu um kvöldmatarleytið í gærkvöld og var unnið í samstarfi við Landhelgisgæsluna. Varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi segir að um miklar skemmdir sé að ræða. Einn hópurinn hafi verið uppi í hlíðum að spóla á ósnortnu landi.
Þá hafi verið höfð afskipti af karlmönnum á tveimur jeppum sem óku utan vega við Hafravatn. Hann segir fyrirhugað að halda þyrlueftirliti með akstri utan vega áfram.
Á mbl.is kemur þetta fram
Átta teknir fyrir akstur utan vegaLögreglan á Selfossi eltist í gær við átta menn á svo kölluðum mótorkross vélhjólum sem óku utan vega á Hengilssvæðinu. Notaði lögreglan þyrlu við eltingarleikinn og náðust mennirnir allir. Þeir verða allir kærðir fyrir utanvegaakstur auk þess sem sumir þeirra voru á óskráðum hjólum.
Ég vek sérstaklega athygli á því að það voru einnig teknir menn á jeppum í utanvegaakstri.
Allt Reykjanesið og hengilssvæðið er orðið sundurtætt eftir vélknúin farartæki hinna svörtu sauða. Í mínum huga er hæfileg sekt fyrir svona amk 250-300 þús ekki 25 þúsundkall eins og gæjarnir fengu sem voru dæmdir á Snæfellsnesinu fyrr í vikuni.Höldum okkur á merktum slóðum í sumar
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.06.2006 at 16:50 #553774
Ágætu jeppamenn,
Það er fróðlegt að lesa umræðuna á spjallvefum jeppa og hestamanna þessa dagana. Menn keppast hver um annan við að bölsóttast yfir þessum vélhjólamönnum sem stunda umhverfisspjöll. Staðreindin er hinsvegar sú að það eru umhverfissóðar í öllum þessum hópum og kasti nú sá fyrsta steininum sem saklaus er. Það voru t.d. teknir jeppamenn í þessu fræga þyrluflugi á stöðum þar sem þeir áttu ekki að vera.
Einnig er fróðlegt að horfa og hlusta á Ómar Ragnarsson fjalla einhliða um þessi mál án þess að hleypa forsvarsmönnum vélhjólamanna að í umræðunni. Það er ekki eins og hann hafi aldrei ekið utan vega….
Staðreyndin er hinsvegar sú að við stöndum frammi fyrir verkefni sem við þurfum að leysa. Þetta er ekki bara verkefni vélhjólamanna heldur allra þessara hópa sem ég taldi upp áðan. Það er jafnvel hægt að taka göngufólk inn í þennan þar sem fjölfarnir göngustígar á óæskilegum stöðum eru víða að verða vandamál.
Fræðsla er það fyrsta sem kemur upp í hugann. Það vantar meiri fræðslu. Umhverfisnefnd VÍK gaf út bækling sem fjallaði um þetta vandamál og einnig voru sett upp skilti í samvinnu við 4×4 á stöðum sem þóttu líklegir til árangurs. Ég veit ekki til þess að það hafi komið til fjármunir frá hinu opinbera í þetta verkefni og það var unnið í sjálfboðastarfi af félögum í þessum klúbbum.
Því finnst mér rétt að benda ykkur 4×4 mönnum á það að setja krafta ykkar í að kalla eftir meiri fræðslu til handa almenningi frá hinu opinbera. Það er verið að eyða milljónum í þyrluflug en það fer ekki króna í fræðslu. Er ekki verið að byrja á öfugum enda ?
Það þarf að höfða til heilbrigðar skynsemi þeirra sem eiga og nota ökutæki. Rétt eins og í umferðinni. Forvarnir og áróður í bland við efirlit skila árangri.
Kveðja
Aron Reynisson
07.06.2006 at 17:17 #553776Ég er farinn að stórefast um að það verði nokkuð gert í þessum málum,maður hallast einna mest að því að þeim sem ráða ríkjum hér á landi sé nokkuð sama hvort það hægt að hjóla eða keyra,nema þá einna helst á malbikinu þar sem kaffibollinn hreyfist sem minnst hjá þeim á keyrslu,nú ef hann hreyfist þá er hægt að kalla Mr James aðeins hægar.
Mín skoðun er sú að það þyrfti að stórefla alla aksturíþróttir að hafa 4-5 brautir td á höfuðborgarsvæðinu er engan veginn nóg,nú og þá er öll Landsbyggðin eftir það má ekki gleyma henni.
Það mætti spyrja af hverju það er ekki sparað þessar eilífðu og fáranlegu bílakaup Ráðherra,en þar liggja nokkrir tugir milljóna eða rúmlega það sem væri hægt að nota í torfærubrautir.
Mitt mat er að Ráðherrar ættu að geta keypt þessa bíla sjálfir fyrir þau laun sem þeir hafa árslega.
Kv-JÞJ
07.06.2006 at 20:00 #553778Ég er nú sammála flestum hérna á þessum þræði. En svo koma sumir inná milli sem ekki er hægt að rökræða við.
Aðstöðuleysi hjólamanna er engin afsökun á utanvegaakstri. Utanvegaakstur er bara bannaður. Það er ekkert flókið.
Og ef þú ert ekki viss um að þetta sé slóði þá ferðu ekki inná hann. Frekar einfalt.Ég er algjörlega hlyntur því að hækka sektir og taka tækin af mönnum. Og þau rök að hjólin eru svo dýr að menn tími ekki að láta þau af hendi eru bara fáránleg. Þér var nær að keyra utanvega.
Þetta er hiklaust gert við skotveiðimenn, þar geta menn nú verið með græjur sem eru engu ódýrari en flest hjólin. Þar eru leyfin tekin af mönnum líka. En þeim var nær að fara ekki að lögum.Auðvitað eru svartir sauðir í jeppasportinu líka, en því miður eru þeir miklu fleiri í hjólasportinu, enþá. Þetta er mjög nýtt sport. En jeppasportið orðið aðeins eldra og menn orðnir meira meðvitaðir um umhverfið í því sporti.
Svo er annað líka. Menn á motorcrosshjóli, eða drullumallara eins og sumir vilja kalla þetta, eru þeir að spæna um allt til að njóta náttúrunnar eða til að fá kikk út úr því að keyra sem hraðast í sem mestum torfærunum? Því að þetta lítur þannig út þegar maður sér þá á urrandi siglingu eftir vegslóðum eða vegum.
Ég er nokkuð viss um að 90% jeppamanna fara á fjöll til að njóta náttúrunnar. Því að jeppar fara ekki mjög hratt yfir á grófum vegslóðum, og ekki er það það þægilegasta í heimi að sitja í bíl á grófum vegslóða.
En drullumallararnir geta aftur á móti farið mjög hratt yfir. Og gera það í þeim tilfellum sem ég hef séð til þeirra.Að þessu leiti er eiginlega ekki hægt að bera saman þetta sport.
En engu að síður eru það sömu svörtu sauðirnir í röðum okkar jeppamanna sem eyðileggja fyrir okkur hinum sem reynum að fara vel með landið okkar og auðvitað að fara eftir lögum.Allt snýst þetta um virðingu. Númer eitt, tvö og þrjú er að virða náttúruna. Bæði landið og dýralífið.
Svo auðvitað að virða skoðanir annara og áhugamál annara. En þá verða menn líka að haga sér eins og menn.Fræðsla er málið, hækka sektir og herða aðgerðir.
Ef að menn eru upplýstir og vel fræddir þá þarf ekki að koma til sekta eða hertra aðgerða.Kveðja
Þengill
07.06.2006 at 20:46 #553780Hver ákveður hvað er slóði og hvað er ekki slóði. Nú á ég fjórhjól sem með réttu aksturslagi markar ekki í gróna jörð, er mér þá algjörlega bannað að fara útaf malarvegum. Ég veld minni skemmdum en hestur en hestamenn mega truntast á þessum grasmótorum um nánast allt.
Hver er dómarinn á náttúruspjöll í svona málum, ég eða sumarafleisingamaðurinn í lögguni sem stoppar mig.
07.06.2006 at 20:48 #553782
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég held að þetta sé allavega góð byrjun á að ræða vandamalið ég veit að hjólamenn ræða þetta mikið þessa dagana og er umræðan þörf og hið besta mál,
eitt sem ég hef pælt í með upptöku tækja, er að ég get ekki unað því að yfirvöld fái að taka hjólin eignarnami 1-2 og 3………. ætti þetta frekar að vera stigvaxandi, td við fyrsta brot þá er hjólið tekið af þér í viku, annað brot mánuð, og við 3 brot færi það fyrir dómara og hann myndi meta málið enn ekki einhverjar 21 árs löggur með mikilmennskubrjálaði og annað að bera þetta saman við skotveiðimenn er ekki alveg sanngjarnt, að bera byssu er mikil ábyrgð og þurfa menn að sækja namskeið. og td þurfa þeir að vera með hreint sakarvottorð, enn má vikja frá ef brot er smavægilegt eða langt um liðið, og í lögunum segir að það má td gera allan veiðibúnað upptækan og jafnvel fína jeppann.
annað finnst mer góð hugmynd að menn séu látnir taka til hendinni og laga eftir sig eins og hægt er í það þá skiptið.
og fáir herna held ég að séu að réttlæta utanvegaakstur vegna aðstöðuleysis heldur benda á að það gæti verið ein orsök vandans, það þyðir ekkert að berja höfðinu í stein, það þarf eitthvað að koma til til að leysa málið eins og hægt er og til þess þarf landsvæði sem ma missa sig og einhverja peninga sem persónulega mer finnst hjólamenn eigi inni hjá ríkinu.
Og áhyggjur manna af ótryggðum hjólum, trygggingafélögin eru með sameiginlegan sjóð sem bætir slys og skaða sem orsakast af ótryggðum ökutækjum, svo ef þið eruð keyrð niður þá fáið bætur og stjórnandi þess ökutækis er skaðan veldur er gerður ábyrgur og krafan sótt án efa á hann.
08.06.2006 at 11:01 #553784í frétablaðinu í morgun ver grein um þetta mál
þar voru fjórar mindir tvær af þeim síndu utanvegar för sem voru greinilega eftir jeppa
og þessu hef é oft tekið eftir og séð með eigin augum . t.d þar sem jeppamen fara út firir slóða
þanig að jeppamen sem eru að tjá sig hér og lysa yfir vanþóknun sinni á hjólamönnum ættu aðeins að líta í eigin barm
krissi
08.06.2006 at 15:55 #553786Einhvernveginn er maður voðalega hræddur um að sá fasi sem umræðan er nú í geti leitt til þess að viðbrögð yfirvalda geti orðið full drastísk. Ég veit ekki hvað blessuð prestsfrúin úr Mosó hefur holla ráðgjafa sér við hlið, en mörgu af því fólki sem leggst í þessi umhverfismál hættir til að mála alla hluti ansi sterkum litum. Ég er alls ekki að mæla því bót að fólki aki á grónu landi utan vega og tæti það í sundur, hvaða farartæki svo sem á í hlut. Hvort það heitir jeppi, fjórhjól, grasmótor eða jarðýta skiptir ekki máli í mínum huga. Við sem höfum áhuga á að viðhalda því takmarkaða ferðafrelsi sem við höfum þó enn utan alfaraleiða, verðum líka að gæta okkar á því að láta ekki æsa okkur upp í of stórkarlaleg viðbrögð við öfgakenndri afstöðu. Það er aðferð, sem oft er notuð til að geta sýnt að svona séu nú þessir fósar sem verið er að deila á! En það er náttúrulega sýnu merkilegra, að þegar einhver framkvæmdaaðili og stórfyrirtæki sendir stórvirkar vélar og hvað nú heitir, t.d. til virkjunarrannsókna upp á öræfi, grefur allt í sundur, leggur vegi og slóða út um allt, þá er ekkert sagt, engar takmarkanir og enginn minnist á að þessir aðilar þurfi að laga til eftir sig. En ef einhver skilur eftir sig hjólför í foksandi verður allt vitlaust. Mig uggir að það sé verið að nota útivistarfólk sem blóraböggla til að draga athyglina frá einhverju öðru.
08.06.2006 at 16:52 #553788Ég gæti ekki verið meira sammála síðasta ræðumanni.
Spólför eftir hjólamenn í hestaslóðum og lækjarfarvegum í vestanverðum Henglinum eru lítilfjörleg í samanburði við stóriðjuframkvæmdir OR á svæðinu. En framkvæmdirnar eru í þágu fyrirtækis í eigu Reykvíkinga þannig að þetta er allt í lagi. Eða hvað ?
Það sama á við um úrgangs heitavatnið sem bunar frá Nesjavallavirkjun í þingvallavatn. Í Þorsteinsvík í þingvallavatni er hægt að baða sig í 24°C heitu vatni og þingvallaurriðinn kemur forsoðin upp. Þarna kemur ekki lengur ís á vatnið þó hann sé allsstaðar annarsstaðar og hægt er að moka upp fiski á stöng þarna yfir veturinn. Þetta er mengun sem má ekki tala um af því að hún er í þágu OR.
Tvískinnungur opinberra starfsmanna er alger. Þetta snýst bara um pólitík og af því við erum þægileg skotmörk þá erum við notaðir til þess að beina athyglinni frá öðrum öllu stærri umhverfisspjöllum.
En sem betur fer eru kosningar eftir ár…
Aron Reynisson
08.06.2006 at 19:41 #553790Sælir allir – það er ljóst að það hafa allir svör á reiðum höndum hvernig við hjólamenn eigum að bæta ráð okkar. Mig langar því að koma nokkrum punktum inn í þessa umræðu.
Vélhjólaíþróttaklúbburinn fordæmir harðlega allan utanvegaakstur og hefur gert lengi. Við höfum undanfarin 2-3 ár bent ráðamönnum á þann vanda sem óhjákvæmilega fylgdi gríðarlegri aukningu á innflutningi torfæruhjóla. Við teljum okkur hafa bent á fjölda raunhæfra lausna og það vantar ekki að við fáum jákvæð viðbrögð en þegar á reynir höfum við lítinn sem enga raunverulega aðstoð fengið til að koma í veg fyrir eða draga úr utanvegaakstri. Það er hins vegar okkar trú að með réttu skipulagi, bættri aðstöðu og skipulögðum áróðri megi leysa þennan vanda á farsælan hátt.
Félagsmenn í Vélhjólaíþróttaklúbbnum eru um 700 í dag en til marks um gríðarlega fjölgun í sportinu voru þeir um 100 árið 2004. Við áætlum að félagar í vélhjólaíþróttafélögum um allt land séu hátt í 1000 en að sá fjöldi sé innan við 35% þeirra sem íþróttina stunda í raun og veru.
Áætlaður fjöldi hjóla er ríflega 3000 torfæruhjól á hvítum og rauðum númerum. Undanfarin 5 ár (ekki 2 ár) er áætlað að ríkið hafi haft hátt í 2ja milljarða tekjur af vélhjólaíþróttinni í gegnum aðflutningsgjöld, virðisaukaskatt, vegagjöld og aðra skattheimtu. Upphæðin réttlætir klárlega á engan hátt utanvegaakstur – það ætti þó amk. að gefa okkur rétt til áheyrnar þegar við óskum eftir aðstoð!
Aksturssvæði torfæruhjólamanna eru tvö á Reykjavíkursvæðinu á Álfsnesi og Bolöldusvæðið við Kaffistofuna. Álfsnes opnaði um síðustu helgi en hefur hingað til verið ófært vegna bleytu. Bolöldusvæðið opnaði formlega fyrir þremur vikum og er á frumstigi ennþá. Við höfum þó að undanförnu notið velvilja fyrirtækja og stofnana s.s. Orkuveitunnar, Landsvirkjunar, Pokasjóðs ofl við uppbyggingu á Bolöldusvæðinu. Þar höfum við á skömmum tíma byggt upp stóra akstursbraut og lagt fjölda slóða. Félagið hefur ráðið til sín starfsmann í fullt starf til að vinna að uppbyggingunni og afla henni tekna. Auk þess hafa stjórnar- og félagsmenn hafa unnið kröftuglega að því gera svæðið aðlaðandi fyrir þann stóra hóp hjólamanna sem býr á Suðvesturhorninu og draga þannig úr utanvegaakstri á svæðinu. Auk ofantalinna svæða eru lítil svæði við Þorlákshöfn, Grindavík og Selfoss. Það gefur augaleið amk. þeim sem vilja skilja málið að tvö svæði geta engan veginn annað öllum þeim fjölda hjólamanna sem er að finna á höfuðborgarsvæðinu.
Umhverfisnefnd VÍK var stofnuð 2004 og hefur m.a. haldið opna umræðufundi, sett upp skilti í samstarfi við 4×4, gefið út umhverfisbækling og rekið stífan áróður gegn utanvegaakstri.
Allt þetta gerum við af eigin frumkvæði, í eigin frítíma og á eigin kostnað. Í fjölmörg ár höfum við bent stofnunum eins og Umhverfisstofnun og Umhverfisráðuneyti, Landgræðslunni og sveitarfélög á vandann sem mun fylgja auknum innflutningi hjóla ef ekki verði unnið sérstaklega í svæðamálum og þjónustu við þennan hóp. Í tíð Sivjar Friðleifsdóttur í Umhverfisráðuneytinu fékk félagið 2 milljóna kr. styrk vegna Álfsnesbrautarinnar ofl. en að því slepptu hafa undirtektir ráðamanna verið litlar sem engar og vanalega bendir hver á annan.
Sem stendur eru viðræður í gangi við Umhverfisstofnun, Umhverfisráðuneyti og fjölmarga aðra aðila um ýmsar áhugaverðar lausnir en það ferli einkennist þó mest af því að hver stofnunin vísar á aðra frekar en að taka af skarið til að gera eitthvað í málunum!
Á sama tíma standa hins vegar menn í biðröð við að benda okkur á hvað við (með áherslu á við!)þurfum að gera og hvernig við eigum að koma í veg fyrir utanvegaakstur og skilja ekki hvers vegna við erum ekki búnir að leysa málin! Okkur vantar ekki viljann en við gerum þetta ekki á eigin spýtur!
Það sem til þarf er í fyrsta lagi bætt skipulag og aðstaða auk framkvæmda strax – bæði hvað snertir svæði og fé til uppbyggingar þeirra og einnig afmörkun ákveðinna slóða fyrir torfæruhjól fyrir þá sem aka á hvítum númerum og velja slóða frekar en lokuð aksturssvæði. Hins vegar þarf skipulagðan áróður gagnvart hjólamönnum sem og öðrum sem keyra utanvega. Þetta ætti að skila þeirri hugarfarsbreytingu sem þörf er á. Aðeins þannig verður raunverulega komið veg fyrir utanvegaakstur en ekki með boðum, bönnum eða þyrlueftirliti.
Í lokin má geta þess að í gær hittust umhverfisnefndir 4×4 og VÍK ásamt fulltrúum Landgræðslu og Umhverfisstofnunar og lögðu drög sameiginlegu átaki til að draga úr utanvegaakstri með þátttöku fjölda aðila sem eiga hagsmuna að gæta.
Kveðja, Hrafnkell Sigtryggsson formaður VÍK
08.06.2006 at 20:28 #553792Ég hugsa að allir sem spá í þessi mál séu sammála um að þó svo aðstöðuleysi réttlæti ekki skeytingalausan utanvegaakstur, muni bætt aðstaða auðvelda lausn þessara mála. Við skulum ekki gleyma því að þegar 4×4 náði á sínum tíma að draga stórkostlega úr utanvegaakstri jeppamanna fór það saman með nýjum lagaákvæðum sem opnuðu á akstur á snjó og frosinni jörð sem í dag er grundvöllur þeirrar ferðamennsku sem við stundum í stórum stíl í dag. Það var semsagt eitthvað annað sem kom í staðin. Þetta er vissulega allt spurning um að ná fram hugarfarsbreytingu, en aðstæður ráða nokkru um hversu móttækilegir menn eru fyrir hugarfarsbreytingunni.
Það er vissulega rétt að stórfyrirtæki og þá sérstaklega orkufyrirtæki fá að skemma ótrúleg flæmi í íslenskri náttúru og spurningar vakni. Þær skemmdir eru í skjóli skipulags, þessar framkvæmdir eru inni á skipulagi. Segir okkur einfaldlega að svæði fyrir hjólin að spóla á þurfa að vera inni á skipulagi, þá verða allir sáttir. Auðvitað er manni samt ekki sama um hvaða svæði séu skipulögð þannig, rétt eins og við höfum ákveðnar skoðanir um hvaða svæði séu skipulögð undir orkuöflun.
Það má svo bæta við að þessi þáttur leysir ekki það vandamál sem snýr að okkur sem er að enn og kannski í vaxandi mæli eru að sjást för eftir jeppa. Vonandi getum við hresst upp á hugarfarsbreytinguna innan okkar raða og ég held að við megum alveg líta í eigin barm og vera svolítið vakandi gagnvart eigin akstri, sérstaklega á vorin.
Kv – Skúli
08.06.2006 at 22:48 #553794Aðflutningsgjöld?
6. júní 2006 – 21:35 | Þorvaldur Sigurðsson, 108 póstar
Án þess að ég ætli að blanda mér í þessa umræðu að öðru leyti en því að ég hef skömm á umhverfissóðum hvernig sem þeir koma til, þá er ég afar skeptískur á þá fullyrðingu að aðflutningsgjöld og tollar af torfæruhjólum nemi um eða yfir tveim milljörðum króna á tveimur árum.
———–Það var gerð skýrsla um þetta fyrir ekki svo löngu, eftir að hafa kíkt í hana aftur, þá sé ég að ég fór með rangt mál.
Áætlaðar tekjur ríkissjóðs á síðasta ári, fyrir utan 6hjól og alla aukahluti á hjól, er:
1.700.000.000krKv
Kristján
09.06.2006 at 10:06 #553796En eins og ég bent á í fyrsta póstinum þá voru jeppakallar líka teknir síðustu helgi.
Þar stendur orðrétt "Þá hafi verið höfð afskipti af karlmönnum á tveimur jeppum sem óku utan vega við Hafravatn."
Þannig að umræðan var ekki síst hafin til höfuðs þessum jeppa köllum, þó hún hafi síðan þróast út í mjög einhæfan áróður í átt að vélhjólamönnum.
Einn ágætur hér á undan segir sínar farir ekki sléttar í viðskiptum sínum við lögregluna eftir að hafa verið tekin fyrir að aka á sínum "38" jeppa í snjónum uppi á umferðareyju eða einhverju álíka. Umferðalög leyfa ekki slíkan akstur, svo mér fanst nú þessu speki vera hálfgert skot í fótin hjá þessum ágæta snillingi. Ég ætla því að spyrja svona í lokin hvernig mönnum og konum þætti ef allir tækju nú þennan ágæta dreng sér til fyrirmyndar og allir sem ættu jeppa á "38" tækju upp á því að aka uppi á umferðareyjum þegar nægur snjór væri til þess.
Í lögregluni er misjafn sauður en upp til hópa eru þetta mjög góðir einstaklingar sem eru í vinnu hjá okkur við að framfylgja umferðarlögum og öðrum landslögum og ef menn eru ekki með umferðarlögin á hreinu þá er bara að lesa þau aftur og þar til menn og konur skilja þau.
Þar með talið að aka uppi á umferðareyjum og utanvega.Ég sendi Kela og öllum hans félögum í VÍK baráttukveðjur.
09.06.2006 at 10:11 #553798Þótt ekki sé vænlegt að kíta um einstakar tölur þá langar mig til að bera saman fullyrðingar tveggja manna, Hrafnkels Sigtryggssonar og Kristjáns Grétarssonar. Hrafnkell segir: "Áætlaður fjöldi hjóla er ríflega 3000 torfæruhjól á hvítum og rauðum númerum. Undanfarin 5 ár (ekki 2 ár) er áætlað að ríkið hafi haft hátt í 2ja milljarða tekjur af vélhjólaíþróttinni í gegnum aðflutningsgjöld, virðisaukaskatt, vegagjöld og aðra skattheimtu." Kristján segir: "Áætlaðar tekjur ríkissjóðs á síðasta ári, fyrir utan 6hjól og alla aukahluti á hjól, er:
1.700.000.000kr"
Þetta kemur ekki alveg heim og saman?Aðalmálið er þó það að þótt torfæruhjólamenn séu vafalaust hið besta fólk upp til hópa mega þeir ekki falla í þann pytt að ætla sér að nota upphæðina sem þeir greiða til að réttlæta að ekki sé farið að lögum. Auðvitað ættu þeir rétt á fyrirgreiðslu og brautagerð, en þangað til verða þeir að fara að lögum rétt eins og aðrir. Og þótt hestamenn og jeppamenn séu ekki endilega allir hvítskúraðir englar, að maður tali ekki um verktaka og bændur, -þótt yfirgnæfandi meirihluti þessara hagi sér eins og menn, sem betur fer,- þá gefur villimennska eins ekki öðrum leyfi til að haga sér eins og svín.
Lifum heilir
Þ
09.06.2006 at 18:24 #553800
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
jújú auðvitað var alger óþarfi að fara þarna yfir þennan meters breiða grasbala, sem var vel varin með is og snjó, enn þegar ég fór þar yfir þá vissi ég að ég væri ekki að skemma neitt hvað um það…. allir eiga einhverjar syndir…. því miður á ég bágt með að hrósa lögreglunni upp til hópa, þar er að finna fína kalla enn einhvern vegin lendi ég aldrei á þeim, heldur alltaf eitthvað lið á valdatrippi sem ætlar aldeilis að lesa manni lífsreglurnar…..vil taka það framm að ég hef einu sinni fengið sekt eftir þessi afskipti lögreglunar, svo það er ekki að ég sé einhver brjálæðingur sem á þetta inni…
enn hvað sem öllu liður þá virðumst við allir vera sammála um það að utanvegaakstur á ekki að líðast og það er ljósi punkturinn í þessu öllu saman ekki satt?????
09.06.2006 at 18:53 #553802ég hef aldrei hitt saklausan mann hvorki hér eða annars staðar ! við höfum allir gert eitthvað af okkur en kannski sá enginn til okkar þegar að við gerðum okkar mistök ??? svo ég vil bara benda mönnum á að þó að þessi umræða sé nauðsinleg þá skulum við ekki fara að henda grjóti því að við höfum jú allir okkar "glugga" þó þeir séu kannské mismunandi stórir
kv:Kalli baraaðspá
09.06.2006 at 20:31 #553804já þetta lítur ílla út, en vellirnir eiga eftir að teigja sig leingra uppeftir, þannig að það verður líklega komið bryggju hverfi þarna við djúpavatnið eftir ca 20 ár.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.