Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Torfærusóðar teknir
This topic contains 76 replies, has 1 voice, and was last updated by Róbert Benediktsson 18 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.06.2006 at 13:52 #198038
Eftirfarandi er tekið af http://www.ruv.is og ég ætla bara að óska Lögregluni til hamingju með að vera loksins að vakna af þyrnirósarsvefninum.
Lögreglan á Selfossi hafði afskipti af þremur hópum af karlmönnum á torfæruhjólum sem óku utan vega á Hengilsvæðinu í gærkvöld. Lögreglumenn flugu í þyrlu yfir Hellisheiði og Hengilsvæðið og hálendið ofan við Árnessýslu um kvöldmatarleytið í gærkvöld og var unnið í samstarfi við Landhelgisgæsluna. Varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi segir að um miklar skemmdir sé að ræða. Einn hópurinn hafi verið uppi í hlíðum að spóla á ósnortnu landi.
Þá hafi verið höfð afskipti af karlmönnum á tveimur jeppum sem óku utan vega við Hafravatn. Hann segir fyrirhugað að halda þyrlueftirliti með akstri utan vega áfram.
Á mbl.is kemur þetta fram
Átta teknir fyrir akstur utan vegaLögreglan á Selfossi eltist í gær við átta menn á svo kölluðum mótorkross vélhjólum sem óku utan vega á Hengilssvæðinu. Notaði lögreglan þyrlu við eltingarleikinn og náðust mennirnir allir. Þeir verða allir kærðir fyrir utanvegaakstur auk þess sem sumir þeirra voru á óskráðum hjólum.
Ég vek sérstaklega athygli á því að það voru einnig teknir menn á jeppum í utanvegaakstri.
Allt Reykjanesið og hengilssvæðið er orðið sundurtætt eftir vélknúin farartæki hinna svörtu sauða. Í mínum huga er hæfileg sekt fyrir svona amk 250-300 þús ekki 25 þúsundkall eins og gæjarnir fengu sem voru dæmdir á Snæfellsnesinu fyrr í vikuni.Höldum okkur á merktum slóðum í sumar
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.06.2006 at 10:52 #553734
land til að spæna um á, það sem þarf er fræðsla um hvar megi aka og hvað telst til slóða og hvað ekki. Það eru brautir um allt land svo til og þar af 4 hér á höfuðborgarsvæðinu. T,d þá bý ég á álftanesi og þar er flott fjara sem hægt er að spóla í og hafa sumir gert það án þess að vita það að sú fjara er friðlýst með öllu vegna fuglalífs, en þessir krakkar hafa bara ekki hugmynd um það og eru ekkert að lesa sig til um umhverfið sem þau búa í. Þetta með hengilinn nær ekki nokkri átt, það er flottur slóði þarna sem hægt er að blasta um á hjóli og er í daglegu tali kallaður 1000 vatna leiðin, frábært að keyra þar um á slóða og svo ef þú verður þreyttur á slóðanum ferðu keyrandi niður í grifjur við bolöldur, allt löglegt ef menn eru með hjólin á númerum. p.s og ef þú verður þreyttur á að keyra í motor brautinni er enduró braut þar líka.
06.06.2006 at 13:09 #553736Ég er bæði jeppa maður og hjóla m.
braut hér og þar er ekki nema f. lítin fjölda hjólamanna . þar sem flestir vilja hjóla semnæst ótroðnar slóðir.
ekkert minna en nokkurir ferkílómetrar er málið
þar sem jeppar , hjól /fjórhjól. öll utannvegar aksturstæki geta verið notuð. nokkur svona svæði víðsvegar um landið er það sem þarf
þetta þarf ekki að vera gjaldfrjálst
06.06.2006 at 13:27 #553738… og hættið að sóða út fallega landið okkar! Ef þessir svörtu sauðir sem eru að eyðileggja náttúruna og hjólasportið í heild taka sig ekki á þá verður bara skrúfað fyrir alla notkun torfæruhjóla!
Sýnið ábyrgð, hjólið á löglegum stöðum og skemmið ekki náttúruna! Það er allra hagur!
Kv, Ólafur.
R2170 – Jeppa- og hjólamaður!
06.06.2006 at 13:40 #553740Lokuð leiksvæði leisa engan vanda það eru alttaf til menn sem þurfa fera útfyrir og þurfa reina sig á öðrum stöðum. Ég mæli með háum segtum og taka faratækið eignarnámi fyrir skemdum sem þeir hafa skilið eftir sig, menn hugsa ekki fyrir en þinnist í pinguni
kv ,,,MHN
06.06.2006 at 18:05 #553742auðvitað leysa lokuð svæði ekki allan vanda en á meðann þau eru ekki til staðar stækkar vandamálið
stór lokuð svæði fyrir hjóla og jeppamenn
myndu leysa stórann hluta þessara vandamála.
06.06.2006 at 18:57 #553744
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er alveg á hreinu að yfirvaldið herna á þessu skeri þarf að sýna meira traust en nu er, ef ég á að samþykja upptöku tækja almennt, það er of mikið af vitleysingum i kerfinu til að þessu se treystandi til að virka, menn fara offörum nú þegar tala nu ekki um ef þeir geta nýðst enn frekar á minnihlutahóp sem hjólafólk er. Frekar legg ég til að hækka sektir almennilega og auka fræðslu, og koma upp almennilegum svæðum.
ég get nefnt dæmi þar sem ég keyrði á 38" jeppa yfir graseyju á bílastæði uppí breiðholti og það var um hálfsmeters snjór á eyjunni og löggan greip mig og ætlaði að kæra mig fyrir utanvega akstur????? þetta synir bara að þessu embætti er ekki treystandi fyrir aukinni ábyrgð eins og upptaka ökutækja er.
06.06.2006 at 19:10 #553746Var þetta fyrir eða eftir þessa margumtalaða 50 cm ákvæðis tilllögu.
06.06.2006 at 21:13 #553748Á ekki OR þetta með húð og hári þessa dagana? Veit ekki betur en að þeir hafi tapað sér í vegalagningu þarna og er ekkert ánægðir yfir því að flottu vegirnir þeirra séu tættir upp sama hvort það er af hjóli eða bíl.
Svo það að halda því fram að aukin aðstaða og opin svæði leysi ekkert er stórkostleg heimska. Að sjálfsögðu leysir það einhvern hluta af vandanum og þegar það er komið er hægt að einbeita sér að þessum litla hóp sem nýtur þess að tæta í mosa og friðlandi. Ég heyrði það um daginn að það væru yfir 3000 virkir hjólamenn (torfæruhjólamenn) á suðvestur horninu og þeir komast ekki allir fyrir á 4 litlum brautum sama hvað er reynt.
Kv. Stebbi sem er alveg spánýr hjólakall.
06.06.2006 at 21:35 #553750"aðflutningsgjöld og tollar
5. júní 2006 – 22:01 | Kristján Grétarsson, 225 póstarÁ síðustu tveim árum reiknast aðflutningsgjöld og tollar um og yfir 2.000.000.000kr"
Án þess að ég ætli að blanda mér í þessa umræðu að öðru leyti en því að ég hef skömm á umhverfissóðum hvernig sem þeir koma til, þá er ég afar skeptískur á þá fullyrðingu að aðflutningsgjöld og tollar af torfæruhjólum nemi um eða yfir tveim milljörðum króna á tveimur árum. Og þá síðan í framhaldi af því að svona feikilegir framleggjendur til samfélagsins eigi að fá leyfi til að skíta þar sem þeim sýnist af því að þeir hafi borgað svo gríðarlega fyrir það. Með sömu röksemdafærslu ætti Björgólfur að fá að keyra eins hratt og honum sýnist og aðrir að aka eins fullir og framast er unnt. Þá er og augljóst að þeir sem ríkir eru ættu að fá að vera miklu oftar veikir en aðrir og eiga miklu fleiri börn í skólum. Í lýðræðisþjóðfélagi verða vitaskuld að ríkja ákveðnar leikreglur til þess að varðveita frelsið. Frelsi eins takmarkast nefnilega af frelsi annars. Vilji einhver freta feikilega hefur hann auðvitað frelsi til þess en hann verður að gera það einhversstaðar þar sem hann takmarkar ekki frelsi annarra til að njóta fersks lofts. Og þar sem fretendur eru mun færri en þeir sem anda verða þeir að semja sig að þeim takmörkunum, jafnvel þótt þeir hafi borgað feikna upphæðir fyrir gasaukandi mataræði. Sem sagt; fretum á takmörkuðum svæðum og líðum ekki þá skítbuxa sem fara út fyrir. Og sú röksemd er afar veik að ef aðrir haga sér eins og hálfvitar þá megi ég, og sé næstum skylt, gera það líka.
Lifum svo heil í gróðursælu landi
Þ
06.06.2006 at 23:13 #553752
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
þetta eru nokkur ár siðan, fyrir frumvarpið um 50cm………. auðvitað varð ekkert úr þessu því ég lét þá ekki vaða yfir mig.
kv mikki.
07.06.2006 at 09:32 #553754
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
endar ílla fyrir hjólafólk ef svörtu sauðirnir verða ekki stoppaðir af, háir tollar aftur á og algert bann við akstri hjóla, mér finnst að hækka eigi sektir verulega og setja viðkomandi í vinnu við að laga skemmdir, nota sektarpeninga í að laga skemmdir, ekki setja þá í sukkhítina hjá ríkissjóði.
Kv. Benedikt jeppa og hjólamaður.
07.06.2006 at 10:23 #553756Þessi grein sem birtist í mogganum í maí segir nú margt um þetta.
Í Mogganum á Laugardagin kom grein sem Gunnar Friðriksson mótorhjólalögreglumaður skrifar undir yfirskriftinni "Torfærumótorhjólin af hesta- og göngustígum" þar sem hann kemur meðal annars inn á að ‘Plássleysið er sambærilegt við að öllum sem stunda fótbolta á höfuðborgarsvæðinu væri gert að nota tvo fótboltavelli.’ Lesið greinina hér fyrir neðan.
HREYFING og útivera er allra meina bót og hér á suðvesturhorni landsins er aðstaðan orðin einstaklega góð. Á undanförnum árum hefur hundruðum milljóna verið varið í að leggja göngu- og hjólastíga og hestareiðgötur innan borgarinnar og í nágrenni hennar. Fólk getur nú farið á hjóli, hestum eða tveimur jafnfljótum hvert sem það vill á þar til gerðum götum og stígum, en það sitja ekki allir við sama borð.Einn hópur hefur þó orðið útundan. Torfærumótorhjólakarlar og -konur sem sum nota gangbrautir, göngustíga og hestastíga til að iðka vélhjólaíþróttina. Þegar hafa orðið slys á hestamönnum þegar hestar þeirra hafa fælst við að mæta mótorhjólum á hestastígum og einnig eru dæmi um að gangandi vegfarendur hafi orðið fyrir torfærumótorhjóli á göngustíg. Ökumenn torfærumótorhjóla verða að átta sig á því að þegar þeir aka á stígum og svæðum sem ekki eru ætluð mótorhjólum bera þeir einir ábyrgðina. Ef ökumaður hjóls veldur tjóni ber hann sjálfur alla fjárhagslega ábyrgð þess og ef annar vegfarandi verður fyrir skaða hefur hann kröfurétt á ökumanninn sem gæti numið milljónum. Þeir sem eiga og nota torfærumótorhjól verða að endurskoða framkomu sína og hátterni annars er ekki spurning um hvort heldur hvenær alvarlegt slys kastar rýrð á vélhjólaíþróttina í heild. Vélhjólaíþróttaforustan reynir sitt besta til að bæta úr aðstöðuleysi en hana vantar tilfinnanlega fjármagn til framkvæmda.
Fjölmargir aðilar ættu að sjá hag sinn í að byggja upp aksturssvæði fyrir þessa nýju og skemmtilegu íþrótt. Ef heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið legði fé í uppbyggingu stíga og svæða mætti koma í veg fyrir mörg óhöpp og slys á göngustígum og hestareiðgötum. Umhverfisráðuneytið gæti skipulagt vegi og götur eða hannað svæði með þarfir og óskir mótorhjólamanna í huga, þá væru torfæruhjólin ekki á stígum ætluðum öðrum íþróttum hvað þá að stunda utanvegarakstur í óspilltri náttúru. Fjármálaráðuneytið fær bæði tolla og virðisaukaskatt af innfluttum mótorhjólum, bætt aðstaða iðkunar myndi hvetja til fleiri ökumanna og aukins innflutnings. Jafnvel samgönguráðuneytið ætti að sjá kosti torfærusvæðis, ráðuneytið fær 40% af verði hvers bensínlítra og miðað við stærð hjólanna þurfa þau lygilega mikið bensín á góðum degi. Ef þessi ráðuneyti tækju sig saman um úthlutun fjármagns til að skapa aðlaðandi aðstöðu fyrir iðkendur íþróttarinnar er næsta víst að mörg vandamál leysist í einu. Innan vélhjólageirans vantar hvorki þekkingu né vilja til að framkvæmda og erlendis sjá iðkendur sjálfir ósjaldan um gerð aksturssvæða og mótorhjólastíga fyrir ríki og borg með frábærum árangri.
Í Morgunblaðinu fyrir skemmstu var bent á samtök í Bandaríkjunum þar sem mótorhjólafólk sjálft hannar og byggir upp svæði og stíga með gróðurvernd og öryggi notenda að leiðarljósi. Þessi samtök, National Off-Highway Vehicle Conservation Council (http://www.nohvcc.org), eru rekin fyrir opinbert fé og fengu nýverið 290 milljónir bandaríkjadala til að vinna að slóðagerð, öryggismálum og skipulagningu torfærusvæða. Gera má ráð fyrir að nýúthlutuðu aksturs- og snjósleðasvæði í Jósefsdal nægi um tíu milljónir til viðunandi uppbyggingar. Tíu milljónir er ekki há upphæð til að tryggja öryggi hestamanna og þeirra sem nota göngu- og hjólastíga.
Um 3000 einstaklingar stunda torfærumótorhjólaíþróttina, um það bil 1% þjóðarinnar, en ekkert er gert fyrir þennan hóp. Ökumenn eru ábyrgir fyrir slysum og tjónum sem þeir kunna að valda, hinir réttu notendur stíga og gatna munu kvarta og ef til vill verða gróðurskemmdir en varla er við ökumennina eina að sakast? Árið 2005 voru flutt til landsins um það bil 1000 torfærumótorhjól eingöngu ætluð til torfæruaksturs utanvegar. Af þessum tækjum hafa innflutningsgjöld og virðisaukaskattur numið 400-600 milljónum og runnið beint í ríkissjóð (á einu ári). Flestum hlýtur að þykja eðlilegt að hluti þessa fjár fari í forvarnir og uppbyggingarstarf? Það mátti heyra urg hjá hestamönnum þegar skeifur voru skattlagðar til reiðstígagerðar en þeir peningar eru aðeins lítið brot af þeirri upphæð sem vélhjólamenn borga árlega í ríkiskassann.
Ef skoðaður er innflutningur mótorhjóla, kostnaður af keppnishaldi og uppákomum sem vélhjólafólk hefur staðið fyrir á síðustu fimm árum má áætla að um og yfir tveir milljarðar hafi skilað sér í ríkiskassann. En stjórnvöld draga lappirnar þegar komið er að því að endurgjalda þetta framlag. Í ráðherratíð Sivjar Friðleifsdóttur hjá umhverfisráðuneytinu var þó lögð til ein milljón til uppbyggingar á mótorcrossbraut á Álfsnesi. Þessari milljón var vel varið því þarna hefur verið mikið ekið síðustu þrjú árin. Brautin er samt of lítil og svæðið engan veginn nægilega stórt fyrir alla iðkendur íþróttarinnar. Plássleysið er sambærilegt við að öllum sem stunda fótbolta á höfuðborgarsvæðinu væri gert að nota tvo fótboltavelli.
07.06.2006 at 10:45 #553758Svona er viðmótið hjá yfirvöldunum.
Tekið af blogginu hjá Selfyssingum http://www.mxarborg.bloggar.is: Brautinni okkar var skyndilega lokað í dag af mönnum sýslumanns. Fannst honum að það væri komin tími til að við fengjum formlegt "aksturleyfi" en við höfum verið þarna síðan árið 2000 án teljandi vandræða og án þess að það hefði verið komið formlegt leyfi fyrir brautinni. Við höfum verið að vinna í því síðan 27 okt. 2005 þegar við fengum bréf þess efnis frá fulltrúa sýrslumanns. Í millitíðinni hefur ýmislegt gerst þess efnis að erfitt var að klára þetta mál og er helsta örsök sú að Þyrping ehf sóttist eftir lóðinni fyrir Hagkaups verlsun sína og dróst þá til muna að fá formlegan lóðarsamming frá sveitarfélaginu þar sem þeir ekki treystu sér til að binda samning við okkur í langan tíma. Í þar til í síðustu viku voru svo þau mál kláruð og var svo næsta skref að klára þennan aksursleyfis samning við sýslumanninn, alla vegana fannst honum að við hefðum ekki staðið okkur, þannig að honum fannst best að senda Lögregluna eftir lokun hjá sýsluskrifstofunni, þannig að við gátum ekkert gert í þessum málum um helgina, og lokar brautinni……. þannig að BRAUTIN ER SEM SAT LOKUÐHvert haldið þið að þeir sem ætluðu að hjóla þarna þessa helgi hafi farið að hjól?
Ég er bæði jeppa og hjóla maður og ég held að jeppa menn ættu að passa sig soldið á því að lýsa yfir ánægju með þetta frumvarp um að það sé hægt að gera ökutæki upptæk ef þau eru staðinn að utanvega akstri. Maður hefur nú margoft keyrt fram á skilti sem segir veg lokaðan og séð jeppa för út fyrir veg til að komast fram hjá skiltinu. Eitthvað myndi nú heirast ef löggan kæmi og tæki jeppan. Ef menn halda að svona frumvarp myndi bara vera um mótorhjól þá þurfa menn aðeins að hugsa svoldið betur. Þetta væri fyrst mótorhjól svo bílar síðan hestar og reiðhjól.
Kv Jón.
07.06.2006 at 10:49 #553760Tvennt sem mig langar að segja um þennan utanvegaakstur. Í fyrsta lagi þá hljóta allir sem hafa einhvern vott af almennri skynsemi að geta séð og metið hvað er utan vega og hvað er ekki utan vega. Þeir sem eru að spóla og tæta upp viðkvæman gróður og ósnert land virðast hafa mjög meðvitaðan brotavilja í þeim efnum, eða þá algjöran skort á almennri skynsemi. Þetta er alveg óháð því hvort til eru brautir eða svæði fyrir þessa starfsemi. Mér finnst það vera aðskilin mál, annað er að utanvegaakstur á aldrei að vera liðinn, hitt er hvort og hvernig og hver eigi að útbúa brautir eða aðstöðu.
Hitt sem mig langaði að segja er að 4×4 klúbburinn ætti að taka mjög einarða afstöðu gegn hverskonar utanvegaakstri. Í 2. grein laga félagsins stendur að markmið félagsins séu m.a.
“Að gefa gott fordæmi um umgengni og verndun landsins með jákvæðri eftirbreytni og umræðu um náttúruvernd.“
Klúbburinn ætti að nýta þetta tækifæri eins og öll önnur til að láta í sér heyra og fordæma þennan utanvegaakstur. Þannig höldum við þeim góða orðstír sem klúbburinn hefur áunnið sér í gegnum tíðina í þessum málefnum.kveðja Ólafur M.
07.06.2006 at 13:59 #553762Öll verðum við nú að gæta hófs í orðum og á ég þar ekki við neinn sérstakan af þeim sem hér hafa skrifað, heldur okkur öll og sjálfan mig líka. Best er að draga djúpt andann og telja upp að tíu áður en maður skrifar eitthvað mjög reið/ur. Það er hinsvegar alveg hárrétt, að akstur á torfærutækjum, hverju nafni sem nefnast, á grónu landi er óafsakanlegur, hvort sem skortur er á svæðum fyrir slíkan akstur eða ekki. Það er auðvitað jafn satt og rétt að það þurfa að vera til svæði fyrir svona ökutæki, fyrst þau eru flutt inn á annað borð og tilvera þeirra viðurkennd með því að innheimta af þeim tolla og önnur gjöld, hverju nafni sem nefnast. Spurningin er náttúrulega líka sú, hvort innheimta gjalda af vörum og/eða þjónustu leggur um leið skyldur á herðar ríkisvaldsins í þessu tilviki um að útbúa æfinga- og keppnissvæði fyrir þessi tæki. Mér þykir líklegt að þeir sem sitja í störfum innheimtuaðilans velti því fyrir sér hvert það kunni að leiða okkur að setja sama sem merki milli innheimtu gjalda og slíkra eða sambærilegra skyldna. En hjá fjölmennari þjóðum tíðkast að svona brautir og svæði séu beinlínis business. Getur verið að möguleiki sé á því að slíkt gangi upp hér? Kannski erum við föst í einhverju hugarfari um að allt svona eigi að vera ókeypis en er það rökrétt? Þeir sem eru t.d. í golfi þurfa að greiða vallargjöld og svo mætti áfram halda.
07.06.2006 at 14:14 #553764Er tómt kjaftæði þetta er bara rugl lögregluni er ekki treystandi til að meta utan vegar akstur og þetta er alltof hátt verð fyrir svona brot gott hjól er allt frá 500Þ til ein miljón það er verið að tala um þarna einhvern hálfs meters breiðan skurð eftir hjól í staðin fyrir að vera rífa hjólin af fólki þá finst mér að það ætti bara frekar að nota einhverja af þessum skattpeningum til að setja plöntur og mold í þennan skurð þá er ekki hægt að hjóla þar lengur ég skal meira að segja bjóða mig framm í sjálfboðavinnu við að gróðursetja tré þarna og eitt annað ef það yrði leift eignar nám á Íslandi þá held ég að löggurnar ættu að fara að ganag með byssur og alltaf 2 eða fleiri saman því ég sér fyrir það ég læt ekki mitt hjól af hendi svo auðveld lega og efast stórlega um að aðrir myndu gera það líka þetta er bara alltof mikið og það er bara forheimska að halada að það geri gott og þið sófastríðsmenn ættuð aðeins að hugsa þetta betur…
kv. Motorcross
07.06.2006 at 14:18 #553766Á allar þær brautir sem eru með akstursleyfi er rukkað fyrir að hjóla á. Það er um 1000kr að kaupa dags passa. Þannig að hjóla menn eru ekki að heimta að þetta sé frítt. Eina sem menn eru að byðja um eru svæði eins og bolalda (jósepsdalur) og kanski smá styrk til að gera brautir. En þetta leysir bara vanda motocross hjólana svo eru líka enduro hjól sem eru ætluð fyrir langar brautir og dags ferða. Ég er með eitt stk svona enduro hjól sem er skráð og á hvíttu nr, nota ég það mest til að ferðast um hálendið. Hjóla ég á vegum, línuvegum,gömlum þjóðleiðum (sem hesta menn þykkjast eiga) . Ef það fer að kallast utanvegar akstur þá held ég að það verði að banna innflutning á svona hjólum. Það kemur ekki til með að leysa vanda þessa hjóla að búa til motocross brautir útum allt.
07.06.2006 at 14:31 #553768Hvar finnur maður þetta frumvarp?
-haffi
07.06.2006 at 15:39 #553770veit ekki til þess að það sé neitt frumvarp í gangi um þessi mál.
Ólafur segir að 4×4 þurfi að láta í sér heira, eða senda frá sér frétta tilkynningu um utanvegar málin.
Það er komið í vinnslu.
07.06.2006 at 16:24 #553772Upp virðist vera komin sú staða að (sumir) ökumenn torfæruhjóla eru á góðri leið með að slátra þeirri góðu ímynd sem f4x4 hefur byggt upp, með ærinni fyrirhöfn, um mögulega notkun vélknúinna ökutækja úti í nátturunni án landskemmda.
Ég tel mikilvægt að við grípum fast inn í þetta óheppilega ferli. Vondandi þurfum við ekki að styðja algjört bann við torfæruhjólum en það gæti reynst afarkostur.
Ég tel jeppa og torfæruhjól ekki samanburðarhæf þegar talað er um landsemmdir af völdum þessara faratækja, þar eru hjólin a.m.k. stærðargráðunni "afkastameiri".
Liggur ekki vandinn að hluta í því að þeir sem hegða sér verst í þessu eru þeir sem ekki eru innan neinna samtaka? Þetta er sá hópur sem erfiðast er að ná til. Og ef viðhorf þessara verstu manna er það (eins og hefur verið gefið í skyn hér á þessum spjallþræði) að með tollum og bensíngjaldi séu Þeir búnir að kaup sér rétt til að skemma landið þá dettur mér bara í hug: "skemmdarverkastarfsemi gegn frelsi í ferðamennsku". Mig skal ekki undra að hugsandi og ábyrgir vélhjólamenn eigi í vandræðum með að ná til þessara manna ef þetta er "levellinn" á hugsuninni.
En mín skoðun er sú að ef við viljum ekki láta eyðileggja fyrir okkur allt sem við höfum byggt upp hjá f4x4 þá verðum við að ná til þessara manna með góðu eða illu. Verst af öllu er ef umhverfisráðherra fer af stað gegn okkur eins og fíll í postúlínsbúð með allsherjarbönnum. Farsælast er ef áhugamenn um frjálsa ferðamennsku finni lausn á þessu sjálfir, sbr starf f4x4 frá upphafi.
Svo lýsi ég yfir algjörum stuðningi við því að úthluta vélhjólamönnum heppilegum og rúmgóðum svæðum sem geta rúmað þeirra starfsemi. Betra er að fórna einhverjum svæðum heldur en Reykjanesinu öllu og frelsinu þar á eftir. Ég bara skil ekki tregðu umhverfisráðherra í þessu. Sjáum bara hvað Kvartmílbratutin gerði fyrir okkur (og alla hina borgarana líka) þegar hún var byggð.
Snorri.
R16
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.