Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Torfærusóðar teknir
This topic contains 76 replies, has 1 voice, and was last updated by Róbert Benediktsson 18 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.06.2006 at 13:52 #198038
Eftirfarandi er tekið af http://www.ruv.is og ég ætla bara að óska Lögregluni til hamingju með að vera loksins að vakna af þyrnirósarsvefninum.
Lögreglan á Selfossi hafði afskipti af þremur hópum af karlmönnum á torfæruhjólum sem óku utan vega á Hengilsvæðinu í gærkvöld. Lögreglumenn flugu í þyrlu yfir Hellisheiði og Hengilsvæðið og hálendið ofan við Árnessýslu um kvöldmatarleytið í gærkvöld og var unnið í samstarfi við Landhelgisgæsluna. Varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi segir að um miklar skemmdir sé að ræða. Einn hópurinn hafi verið uppi í hlíðum að spóla á ósnortnu landi.
Þá hafi verið höfð afskipti af karlmönnum á tveimur jeppum sem óku utan vega við Hafravatn. Hann segir fyrirhugað að halda þyrlueftirliti með akstri utan vega áfram.
Á mbl.is kemur þetta fram
Átta teknir fyrir akstur utan vegaLögreglan á Selfossi eltist í gær við átta menn á svo kölluðum mótorkross vélhjólum sem óku utan vega á Hengilssvæðinu. Notaði lögreglan þyrlu við eltingarleikinn og náðust mennirnir allir. Þeir verða allir kærðir fyrir utanvegaakstur auk þess sem sumir þeirra voru á óskráðum hjólum.
Ég vek sérstaklega athygli á því að það voru einnig teknir menn á jeppum í utanvegaakstri.
Allt Reykjanesið og hengilssvæðið er orðið sundurtætt eftir vélknúin farartæki hinna svörtu sauða. Í mínum huga er hæfileg sekt fyrir svona amk 250-300 þús ekki 25 þúsundkall eins og gæjarnir fengu sem voru dæmdir á Snæfellsnesinu fyrr í vikuni.Höldum okkur á merktum slóðum í sumar
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.06.2006 at 11:32 #553694
daginn
Ég hef velt lengi fyrir mér, bæði í sambandi við motocross hjól og fjórhjól, hvað má nota þessi tæki. Eftir því sem ég kemst næst má ekki nota þau á vegum eða slóðum ag alls ekki utan þeirra.
Reyndar ef maður gónir vel í lagabækur kemur í ljós að vélsleða má maður bara eiga og borga tryggingar af en ekki nota.
Þess vegna spyr maður sig hvort þarna sé ekki mergur málsins að eigendur slíkra tækja mega hvergi vera, nema á brautinni í Þorlákshöfn.
Sjálfur er ég mótfallinn notkun motocross hjóla úti í náttúrunni en væri gott sama að menn notuðu slík verkfæri á þartilgerðum svæðum t.d. Úlfarsfelli eða sambærilegum stöðum. Svæðin þyrftu að bjóða upp á áskorun fyrir bæði byrjendur og þá bestu ásamt keppnisbraut. Nú skil ég ekki hvers vegna slík svæði geta ekki fundist t.d. uppá Hellisheiði þar sem Hellisheiðin er ónýt sem útivistarsvæði þar sem hún er útbíuð í rörum og borgötum og meira og minna bönnuð umferð.
Þarna mætti leita leiða til að gera svæði til þess að nota þessar græjur.
Kv Izan
05.06.2006 at 12:31 #553696
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ríkið eða sveitarfélögin þurfa í raun ekki að koma að þessu nema bara útvega landsvæðið fyrst, ég sé til dæmis fyrir mer einhvern dal sem mætti girða akveðið svæði af, innan þess svæðis væri keppnis og æfingabraut, og svo langir sloðar þar sem bjóða uppá mis erfiða yfirferðir og þar m´ætti vel blanda ymsum tækjum saman það eru td mikið buið að flytja inn af fjórhjólum seinustu ár og enn meira af krossurum og hvergi ma vera á þessu nema á þessum litlu brautum, svæðið við litlu kaffistofuna er reyndar skref í rétta átt enn það annar semt ekki öllum þessum fjölda, eitt sem mer finnst lika alltaf jafn fyndið að heyra er þegar menn eru að væla yfir útspóluðum fjörum, sandi og sandhólum að þegar vikartindur strandaði í háfsfjöru var mikil umferð um sandinn i kjölfar strandsins og nuna nokkrum árum seinna er svæðið sem mest var keyrt á orðið mest gróna svæðið í allri fjörunni.
og það sem GJB segir að ofan er hálf asnalegt, menn hafa reyndar keyrt uppá esjuna enn það er engin að segja að það megi keyra utan vegar herna eingöngu verið að tala um það að mer finnst að menn eigi að fá eitthvað á móti fyrir td bensingjaldið af hjólum og tækjum sem ekki eru notuð á malbikiá meðan ekki er boðið uppa litað bensín hljótum við að geta gert þá kröfu.
05.06.2006 at 16:51 #553698Það getur verið að þér finnist ég beita hálf asnalegum rökum. En þetta eru líkast til rökin sem mnnirnir notuðu sem óku upp á Helgafellið, Hengilinn, gerðu tilraun við að aka upp Keili og fleiri fjöll og fell í kringum borgina. Ég var í göngutúr í fyrra uppi við Djúpavatn þegar þar kom skellinaðra æðandi niður ósnortna hlíð og spændi síðan yfir næstu mýri. Og enn lengra er síðan ég mætti fyrrum vinnufélaga mínum uppi á Landmannafrétti á skellinöðruni sinni spænandi í uppþornuðum lækjarfarvegi, ég spurði hvað hann væri eiginlega að hugsa. Það stóð ekki á svarinu "uss þetta er sko í lagi næst þegar rignir hverfur þetta"
Hér fyrr á árum þótti engin maður með mönnum sem fór inn á Þórsmörk nema hann kæmist yfir hálsin sem ferðaklúbburinn 4×4 er búin að vera með í fóstri undanfarin ár. Ég hef ekkert á móti vélhjólum, fjórhjólum og öðrum vélknúnum faratækum en mér finst helvíti skítt hvernig þau eru að fara með landið okkar og það að skáka í skjóli aðstöðuleysis réttlætir ekki þau spjöll sem verið er að fremja þessa dagana.Þetta með Esjuna var aðeins sagt til að sýna fram á fárnleikan í sumum svörunum hér á undan.
05.06.2006 at 17:21 #553700Að taka tæki af mönnum/konum sem eyðileggja landið með hegðun sinni er mjög góð hugmynd. Þar sem það er forþæmi fyroir því í íslenskri löggjöf,, og á ég þar við þá sem leggja net í sjó, veiðar utan hefðbundins veiðitíma, skotveiði/stangaveiði/netaveiði á friðuðum svæðum,, Svo gerum tækin upptæk,,,, Það er það sem menn/konur skilja.
05.06.2006 at 17:56 #553702Ég held að sumir ættu að lesa yfir [url=http://malefnin.com/ib/index.php?showtopic=90679:2j6d7sem][b:2j6d7sem]þessa umræðu[/b:2j6d7sem][/url:2j6d7sem]
Að vísu nokkuð langar og leiðinlegar eins og gengur og gerist, en sýnir í raun hvað umhverfissóðarnir eru kengruglaðir í höfðinu.
05.06.2006 at 19:41 #553704Izan var að spá í hvar mætti nota hjólin, það er einfallt,
Ef hjólið er með öllum búnaði og á hvítum númerum meiga þau vera á öllum götum og slóðum sem bílar meiga vera á .
Torfæruhjól sem eru á rauðum númerum og eru þá án ljósa og þess háttar meiga aka styðstu leið heiman frá eiganda og út á lokað svæði gegn því að hraðinn fari aldrei yfir 45km/klst.
Hjól á rauðum númerum eru tryggð gegn þessum ákvæðum.
Mótorkrossbrautirna eru nú orðnar það margar hér sunnanlands að menn þurfa ekki að fara langt til að komast í eina slíka. T.D Sandbrautin hérna í Þorlákshöfn, stór braut bæði kross og enduro í Bolöldum, malargryfjur í mosfellsbæ, ein braut er á álfsnesi, ein á reykjanesinu,ein við Ólafsvík og ég held að það sé braut við Sauðárkrók.
Þetta eru þær brautir sem að ég held að séu með leyfi eða allavegana eru menn látnir í friði ef þeir eru þar.
Einnig er fullt af einkabrautum sem eru ekki opnar almenningi.
Kveðja Gunnar Már
05.06.2006 at 19:54 #553706Þessi umræða á málefnin.com er svolítið umdeilanleg. Þessi gaur Spanni á bara við einhver vandamál að stríða. Það er allt í lagi að vera umhverfissinni sem ég er nú sjálfur og ég á mótocross hjól, en að vera einblíndur í að skaða og meiða annað fólk er náttúrulega lögrbrot á verra og æðra stigi í réttarkerfinu en að keyra utan vega.
Það sem hann segist vera að gera er út í hött. Setja upp vörður og grjóthnullunga í för eftir mótorkrosshjól gagngert til að skaða og meiða jafnvel drepa, getur allt eins leitt til manndráps með yfirlögðu ráði og 15 ára fangelsi, ef næst að sanna þetta á hann. Hvað þó að vera með þetta á samviskunni að hafa stórslasað jafnvel örkumlað annan mann/konu. Ekki væri ég til í það. Það eru aðrar betri leiðir heldur en að setja stein við næstu blindhæð þar sem maður á hjóli kemur á siglingunni.
Langar líka að benda á það að Spanni talar undir huldu höfði og fynst mér það vera lákúrulegt. Að bauna út skoðunum sínum og úthýða alla sem tala gegn honum sýnir aðeins minnimáttarkend.
05.06.2006 at 19:55 #553708Langaði bara að benda mönnum á frétt sem var á Rúv áðan þar sem umhverfisráðherra var á rúntinum og mætti tveimur mönnum á hjólum sem höfðu verið að spæna á Reykjanesfólkvangi (eins og Elín kallar það). Annar þeirra þorði ekki einu sinni að taka af sér hjálminn og hinn sagði nú fremur lítið. Svo keyrði ráðherrahópurinn nokkra metra í viðbót og komu að splunkunýjum förum eftir hjól. Það mátti lesa þarna úr að þarna hefðu blessuðu mennirnir verið að verki en það er ómögulegt að fullyrða. Dæmi hver fyrir sig. Þetta fréttaskeið er hægt að finna á http://www.ruv.is
Kv.
Ásgeir [url=http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4284216/5:3rxctchs][b:3rxctchs]Rúv[/b:3rxctchs][/url:3rxctchs]
05.06.2006 at 19:59 #553710Það tók tímann sinn að ná 95% árangri með okkur jeppafólk varðandi utanvegaakstur, nú er kominn nýr vandi eftir mikla fjölgun Motocrosshjóla og þá þarf umburðarlyndi hið annað sinni, og nokkurra ára vinnu. Verður ekki gert með hnefanum í dag. Sorrý.
05.06.2006 at 20:12 #553712[url=http://www.nat.is/nateng/_derived/djupavatn.htm_txt_kort_reykjanes_blaa_lon.gif:3sq8tyl2][b:3sq8tyl2]Á þessum slóðum[/b:3sq8tyl2][/url:3sq8tyl2] en þetta virðist ekki ætla að taka enda,miðað við þessa frétt [url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1082633:3sq8tyl2][b:3sq8tyl2]Hér frá 2004[/b:3sq8tyl2][/url:3sq8tyl2]
05.06.2006 at 20:40 #553714
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
þetta er svakalegt hvernig menn fara um landið, og þetta eru ekki bara einhverjir unglingar á ferð, enn það sem eg er að reyna að benda mönnum á að meðan menn hafa ekki aðstöðu þá er það bara barnalegt að halda að menn haldi sig bara heima hjá sér, auðvitað fara þeir eitthvað útfyrir bæinn og spóla, það ma samt ekki gleyma því að það eru ekki allir landnýðingar sem keyra mótorhjól. og væri nær að lögreglan færi að fylgjast betur með svæðunum i kringum höfuðborgina, þessi hjól eru oftast flutt á bíl þarna uppeftir svo það er litið mal að kortleggja hverjir sækja þessa staði. því einhverstaðar standa bílarnir.
Hvað hann spanna snertir þá ansar maður ekki svona vitleysingum.
05.06.2006 at 21:06 #553716Það var nú dálítið skondið að fylgjast með umhverfisráðherra í fréttunum, þar sem hún hamraði á svæðinu ´við Bolöldu, sem VÍK og LÍV hafa til afnota.
Umhverfisráðuneytið strykti VÍK um 200.000kr til uppbyggingar svæðinu, sem er ekki nema 1,6% af því sem að kostnaðaráætlun svæðisins hljóðar uppá.
Fjárskortur veldur því að það tekur mun lengri tíma að byggja upp svæðið.
Það er reyndar verið að leggja lokahönd á slóðakerfi á svæðiðnu sem er allt unnið í sjálfboðavinnu. En það er ekki búið að taka það í notkun.
Lögreglan verður svo í sumar með reglulegt þyrlueftirlit svo heimurinn batnanadi fer!
Kv
Kristján/Nobrks
05.06.2006 at 21:14 #553718Þetta er orðið algjörlega óþolandi ástand að einhverjir gaurar á torfæruhjólum virðast fá að komast upp með hvað sem er. Landspjöllin eru út af fyrir sig nógu slæm, en sumir hjólamennirnir hafa lagt það í vana sinn að trylla á götum og gögnustígum í austurhverfum borgarinnar, a.m.k. í Breiðholtinu. Fyrir utan að vera kolólögleg eru hjólin vafalaust ótryggð og ekki þarf að fjölyrða um slysahættuna sem þessir menn leggja á börn og saklausa vegfarendur.
Til að kóróna allt virðast Lögregluyfirvöld standa gersamlega ráðþrota. Þar eru hvorki til tæki né mannskapur til að elta þessa þrjóta. Er e.t.v. kominn tími til að hjólavæða Víkingasveitina og siga henni á þá?
05.06.2006 at 21:57 #553720Eru ekki opinber gjöld af innflutningi af einu endurohjóli meira en 200.000 kall?? Mér finnst þetta einfaldlega rakinn dónaskapur að hafa ekki einu núlli meira í þessum styrk.
05.06.2006 at 22:01 #553722Á síðustu tveim árum reiknast aðflutningsgjöld og tollar um og yfir 2.000.000.000kr
05.06.2006 at 22:13 #553724Daginn
Ég sá fréttina í sjónvarpinu áðan (5/6,2006) þar sem umhverfisráðherra ræddi, eða hótaði 2 hjólamönnum að ef þeir hypjuðu sig ekki til Þorlákshafnar þá myndi hún banna torfæruhjól með öllu.
Mér finnst hún vera dóni.
Ég er ekki að segja að þeir hafi mátt spóla og spæna þetta land sem þeir eða einhverjir voru á, en að taka tvo gutta út í bæ og hundskamma þá er náttúrulega barnaskapur.
Mér finnst ekki heiðarlegt að hóta neinu, hvorki eignarnámi í hjólunum né að banna þau fyrr en aðstöðumál eru komin í viðunandi farveg.
Það er líka fáránlegt að halda fram að leiksvæði minnki ekki verulega utanvegaspól vegna þess að ef svona svæði eru til þá er fyrst hægt að hóta almennilegum afleiðingum, þá er engin afsökun til.
Það er auðséð að þessi ráðherra hefur andstyggð á svona tækjum og ættum við jeppamenn einnig að vara okkur á slíkum manneskjum í svona áhrifastöðum.
Kv Izan
05.06.2006 at 23:07 #553726Langar bara að benda á að hestamenn voru að fá 270.000.000.-kr. í styrk til að byggja reiðhallir víðsvegar um land. og skiptist niður í 5 mill í litla reiðskemmu. 15 mill í milli reiðskemmu og svo 30 mills í reiðhöll. Þessu er svo dreift á milli hestafélaga eftir höfðatölu félaga og fleiri leiðum.
Bara ef að brot af svona styrkjum segjum 10% færu til vík erum við að tala um 27.000.000.-kr. og það er gott start á uppbyggingu á þessu sporti.
05.06.2006 at 23:08 #553728
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
er sammála að það verður að gera eitthvað í þessu en held samt að ofstæki leysi engan vanda. Líklega má benda á það að svokallaðir frumkvöðlar jeppaferða voru nú ansi oft nærri því að fremja landsspjöll.
Vil ég þó bæta við að einnig ætti að banna hestaferðir um hálendi Íslands í það minnsta herða eftirlit með þeim. Sá sem hefur séð þau landsspjöll sem hestastóð getur valdið veit hvað ég er að tala um. Blæs ég því á allt tal um að þar sé vistvænn ferðamáti á ferð.
06.06.2006 at 00:44 #553730Mér sýnist á öllu að stærsta vandamálið sé að langflestir vita ekki hvar má keyra.
Hvað telst t.d. slóði og ekki slóði ?
8 kappar spæna sér leið í gegnum mjúkan jarðveg á blautum degi og eftir það koma ansi greinileg og góð för….
3 dögum seinna kemur jón jónsson sem er nýbúinn að kaupa sér hjól og sér þarna þennann fína slóða og ekur hann auðvitað í góðri trú og er svo sektaður fyrir vikið kannski ?
Það kemur t.d. fram í mbl fréttinni að á sumum stöðum séu sárin í Henglinum allt að hálfs meters djúp, þá er nú búið að keyra duglega þar og ef einhver sem ekki veit betur kemur að þá myndi hann auðvitað halda að þetta væri hinn löglegasti slóði.
Gamlir hestaslóðar sem hafa verið farnir í tugi ára…..má hjóla á þeim ? ef ekki……af hverju í ósköpunum ekki ?´
Þetta er allt spurning um fræðslu og tillitssemi. Þegar menn kaupa sér hjól gæti nú fylgt með smá leiðbeiningar um hvar má hjól og smá fróðleikur um hvað má alls ekki.
En þetta voru bara svona mínir 2 aurar af skynsemi og ekki á ég hjól.
06.06.2006 at 10:35 #553732Vélhólamenn ættu að fá land upp við litlu kaffistofu og sunnan við Sandskeið til að leika sér á. Þarna eru a.m.k. tvær gamlar námur og haugur af vegum og slóðum til að tæta í. Svæðið hefur varla mikið náttúruverndargildi (nema gamlar og nýjar námur flokkist undir náttúruperlur) og göngufólk er litið á flakki þarna. Væri bara hið allra besta mál.
kv
Rúnar.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.