Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Torfærusóðar teknir
This topic contains 76 replies, has 1 voice, and was last updated by Róbert Benediktsson 18 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.06.2006 at 13:52 #198038
Eftirfarandi er tekið af http://www.ruv.is og ég ætla bara að óska Lögregluni til hamingju með að vera loksins að vakna af þyrnirósarsvefninum.
Lögreglan á Selfossi hafði afskipti af þremur hópum af karlmönnum á torfæruhjólum sem óku utan vega á Hengilsvæðinu í gærkvöld. Lögreglumenn flugu í þyrlu yfir Hellisheiði og Hengilsvæðið og hálendið ofan við Árnessýslu um kvöldmatarleytið í gærkvöld og var unnið í samstarfi við Landhelgisgæsluna. Varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi segir að um miklar skemmdir sé að ræða. Einn hópurinn hafi verið uppi í hlíðum að spóla á ósnortnu landi.
Þá hafi verið höfð afskipti af karlmönnum á tveimur jeppum sem óku utan vega við Hafravatn. Hann segir fyrirhugað að halda þyrlueftirliti með akstri utan vega áfram.
Á mbl.is kemur þetta fram
Átta teknir fyrir akstur utan vegaLögreglan á Selfossi eltist í gær við átta menn á svo kölluðum mótorkross vélhjólum sem óku utan vega á Hengilssvæðinu. Notaði lögreglan þyrlu við eltingarleikinn og náðust mennirnir allir. Þeir verða allir kærðir fyrir utanvegaakstur auk þess sem sumir þeirra voru á óskráðum hjólum.
Ég vek sérstaklega athygli á því að það voru einnig teknir menn á jeppum í utanvegaakstri.
Allt Reykjanesið og hengilssvæðið er orðið sundurtætt eftir vélknúin farartæki hinna svörtu sauða. Í mínum huga er hæfileg sekt fyrir svona amk 250-300 þús ekki 25 þúsundkall eins og gæjarnir fengu sem voru dæmdir á Snæfellsnesinu fyrr í vikuni.Höldum okkur á merktum slóðum í sumar
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.06.2006 at 15:56 #553654
ALBEST er að taka ökutækin eignarnámi.
Kalli
04.06.2006 at 16:17 #553656Gæti það verið klúbbnum okkar til framdráttar að beita sér fyrir hærri sektum? Jafnvel að fá VÍK til að vinna með okkur. Það gæti sýnt að við tökum sterka afstöðu gegn svona og treystum því að félagsmenn okkar stundi ekki slíka eyðileggingarstarfsemi. Ath. þetta er bara vangaveltur hjá mér.
Kveðja
Ásgeir
04.06.2006 at 19:00 #553658Þarna var einn hópur í með einbeittan brotavilja,
en tveir hópar á hestaslóða.
Svo þetta er líka spurning um skylgreininguna hvað er slóði??
04.06.2006 at 21:02 #553660Skelfilegt er að sjá hvernig búið er að fara með mýrina við Djúpavatn. Hreint út sagt skelfilegt.
kv
R.
04.06.2006 at 21:34 #553662Það er kanski kominn tími til að ríkið taki eitthvað af þessum hundruðum milljóna sem þeir hafa hagnast af blóðugri skattlagningu á torfærutækjum og setji fjármagn í aðstöðu fyrir þennan hóp. Og ekki bara eina litla braut, heldur fleiri en eina braut.
04.06.2006 at 21:57 #553664Það er alveg rétt sem bent hefur verið á að torfæruhjólin þurfa sína aðstöðu. Hins vegar er þetta sem maður sá þarna í fréttunum eitthvað sem mér finnst ekki hægt að afsaka með aðstöðuleysi en kannski hugsunarleysi á háu stigi. Það þarf að fara að gera eitthvað sniðugt til að koma einhverri hugarfarsbreytingu í gang fyrir alvöru.
Kv – Skúli
04.06.2006 at 22:33 #553666Af hverju á ríkið endilega að útvega fullorðunum mönnum leikvelli? Þeir geta bara gert það sjálfir! Hvað varð um einstaklingsframtakið:)
Hins vegar er það góð hugmynd að taka faratækin eignarnámi og nota söluandvirðið til að bæta tjónið.
04.06.2006 at 22:48 #553668Ég hef verið að fylgjast með hérna í Borgarnesi um helgina og ég er búinn að telja um það bil 30 hjól á kerrum frá því á föstudag og fram á laugardagskvöld sem hafa farið hér í gegn.
Flestir með eitt hjól og fjölskyldan með, en svo hafa nokkrir verið með tvö og þrjú stk.
Mig grunar að eitthvað af þessu sé hér í Borgarfirðinum að spæna upp á Uxahryggi og Kaldadal og þar í kring.
04.06.2006 at 23:13 #553670Ég er innilega sammála Aðalsteini, afhverju í veröldinni á ríkið að gera þetta? Allavega ekki fyrir mína skattpeninga! Það á bara að hirða af þeim þessi hjól og afhenda þau aftur eftir greiðslu sektar og kostnaðar við fluttning og geymslu.
Svo mörg voru þau orð.Kveðja:
Erlingur Harðar
04.06.2006 at 23:18 #553672
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
það er alveg á hreinu að þessir menn sem stunda þetta sport og hafa jafnvel gert i mörg ár eru löngu bunir að borga fyrir leiksvæði, hvað haldiði að það se buiða að renna mikið í ríkiskassann af þessum hjólum, bensini, vara hlutum og aukahlutum, velta uppá ansi margar milljónir,,,,,,, hvergi má vera á þessum hjólum og mönnum jafnvel vísað af svæðum sem hafa verið notuð afþví að þá eru ekki samþykkt blablabla ´það er alveg á hreinu að þessir menn eiga að fá almennileg leiksvæði undir sig eins og aðrir, tek eg sem dæmi golfvellina reiðstígana,skotvellina og boltavellina það er löngu komin tími á að menn hætti þessum fordómum og komi þessum málum í réttan farveg, það er engan vegin nóg að vera með 1-2 brautir fyrir allan þennan hjólafjölda því fjöldin er orðin svo mikill.
Ég fordæmi utanvegaakstur og það á ekki að eiga ser stað að menn keyri utanvegar á grónu landi, enn ég er buin að rekast á það nokkrum sinnum að menn er sagðir keyra utanvegar enn eru í raun að keyra slóða sem jafnvel hafa verið keyrðir af jeppamönnum í morg ár þannig að það má fara varlega í að dæma menn.
það eru alltaf einhverjir sem skemma fyrir hinum ´það á jafnt við um vélhjóla menn og jeppamenn þannig að það þarf mikinn áróður og stjórnvöld verða að koma á móti mönnum og hjalpast þannig að,,, ekki það að eg geri mer nokkrar vonir að neinum að þessum alþingis BÍB hafi nokkur ahuga að gera nokkuð fyrir þessa íþrótt.
04.06.2006 at 23:31 #553674Ég er sammála síðasta ræðumanni. Allir sem taka eldsneyti eru í leið að borga HESTASTÍGA meðfram öllum þjóðvegum. Einhver prósenta af álagningu eldsneytis rennur til vegagerðarinnar sem leggur þessa stíga. Í henni blessuðu ameríku eru þessir stígar samnýttir fyrir fjórhjóla, mótorhjóla, hesta og gangandi vegfarendur. Þannig ætti það lika að vera hér.
Jeppamenn eru svo til svipaðir sóðar. Það þarf nú ekki nema keyra mýrdalssand til að sjá hryllileg vegsummerki eftir breytta jeppa í sandhólunum þar. Rámar í að það hafi náðst myndir af íslendingum pikkföstum í drullu utanvegar við kleifarvatn.
Svo segið þið að ríkið eigi ekki að standa í að borga undir aðstöðu handa hjólamönnum sem spóla út landið. Á þá ríkið að hætta að leggja vegi fyrir bíla um allt land. Eða hætta við að veita 200 miljóna styrk til að byggja reiðhallir víðsvegar um allt land. Ef vík fengi 200 milljónir einusinni væri líklega hægt að sjá fyrir aðstöðuleysi soldið framm í tíman.
Ingi
05.06.2006 at 00:09 #553676Það að halda að einhver aðstaða eins og lítil mótorhjólabraut verði til að torfærusóðar á mótorhjólum hætti að keyra utan vega er afar barnaleg hugmynd. Ef menn eru svona heilalausir að halda að það sé í lagi að fara helgi eftir helgi með fullt af álíka vitleysingjum og spóla upp viðkvæman gróður þá dugar ekkert minna en handjárn. Utanvega akstur jeppamanna myndi heldur ekki minnka þó að til væri drullupittur til að spóla í. Hitt er annað að auðvitað ætti að vera eitthvað jafnræði milli áhugasviða manna, það eru mörg dæmi um að eitt sportið sé skattpínt meðan dekrað er við annað.
Kristjón
05.06.2006 at 00:36 #553678Jamm, ég er nú búinn að drekka bjór og vín í nokkra áratugi. Ríkið hefur grætt verulega á þessum ósið mínum og eflaust nokkurra annarra. Á ég þá ekki heimtingu á að ríkið reki bar fyrir mig…? Hvaða bull er þetta í ykkur, ríkið þetta og ríkið hitt! Hvað eruð þið gamlir eiginlega? Eruð þið virkilega að gera ykkur vonir um að ríkið geri eitthvað svona? Nei takk, enn og aftur; ekki fyrir mína skattpeninga.
Ríkiskveðja:
Erlingur Harðar
05.06.2006 at 00:53 #553680
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
þú fyrirgefur Erlingur enn það er engin að tala um þína skattpeninga, bara dæmi er vegagjaldið sem er af bensininu ekki eru þessi hjól að slíta vegunum!!!!! þú yrðir ánægður að borga veggjald af olíunni enn fengir enga vegi???? eða hvað???
og annað að einhverjar brautir leysa ekki nema brot af vandanum, það þarf eitthvað opið svæði þar sem menn mega keyra án þess að fá sérsveitina á þyrlum á eftir sér, það yrði félegt ef allir hestamenn þyrftu að ríða út a sama reiðvellinum eða allar boltabullurnar að spila a sama vellinum, það er til nóg af lélegum gróðursvæðum sem mætti nyta til að spóla í, það er eins og það sjai allir eitthvað gull í öllum þúfum, það á bara að fórna landi undir þetta einfalt mál og menn verða bara að sættast á það.
05.06.2006 at 01:19 #553682
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
eða hvernig sem þetta hljómaði , en er raunhæft að miða mótorkrossið við íþróttir sem að eru í topp 3 hvað fjölda varðar , fótbolti golf og hestamennska og ætlast til að fá nákvæmlega sömu upphæð hvað það varðar í uppbyggingastarfsemi , þótt að mótorkrossið sé nú á góðri siglingu þá held ég að ríkið eigi seint eftir að bregðast við með þvi að setja upp mótorkr.brautir á sama hátt og sparkvelli og reiðvelli
05.06.2006 at 01:40 #553684
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ekki að það skipti megin máli en… Ríkið hefur mér vitanlega ekki styrkt, neina af þeim íþróttagreinum sem þú nefndir hér "orninn" ef einhverju mæli, heldur sveitarfélög…(kannski samt bull í mér).. Og motocross er aðeins hluti af þessu.
Ég er svo innilega sammála þér "MIKKJAL ARNAR"!!!:
Afmarkaðar brautir leysa ekki nema örlítinn hluta vandamálsins. Það þarf virkilega að úthluta STÓRU OPNU svæði, sem mætti spóla út eins og hver vill, hvenær sem er..
Þá gætu eigendur fjórhjóla, motocrosshjóla, buggy-bíla, keppnis-torfærubíla og meira að segja JEPPAeigendur tekið gleði sína og fengið alvöru, áhyggjulausa útrás á svæði þar sem MÁ spóla!.Á þessu svæði mætti svo koma fyrir m.a endurobrautum, rally sérleið(um), torfærubílabrautum, motocrossbrautum. Æfingabrautum hverskyns og alls kyns brautum og tilbehör…
Seinna meir (draumórar/skýjaborgir) má sjá fyrir sér alþjóðleg mót í hinum ýmsu myndum, sem trekkir að tryllta útlendinga í leit sinni að hinni fullkomnu paradís :-)…
05.06.2006 at 04:16 #553686Ég er bæði Motorcross maður og jeppamaður og er samála mörgum hérna t.d ofangreindum en ég er búin að þrífast í þessu lengi og þið sem eruð að tala um að það eigi að taka tækin eignarnámi fyrir eithvað svona eruð ASNAR… hreint út sagt hvað er að má ég spirja ef þú kaupir þér jeppa eða hjól uppá eina miljón og síðan ferðu að leika þér og tækið er bara tekið bara só sorry þá yrðiru ekki sáttur og hvar eiga mörkin að vera og hver á að meta þaug og ég efast stórlega um að þið sem viljið eignarnám á þessum tækjum séuð að hjóla. þetta er bara rugl. Það er í lagi að sekta eins og sektirnar eru núna en ekki hækka þær meira það er alveg hægt að nota skattpeningin í annað og þið sem eruð altaf að drekka (ERLINGUR)Ríkið er með AA og meðferðar heimili og annað í staðin fyrir bari því það verða sumir alkar og þá verður það stór kosnaður fyrir ríkið… og ef þú vilt líta á það þannig að þú viljir ekki nota þína skattpeninga í eithvað svona rugl þá er það bara þannig að það er lýðveldi á Íslandi og þú ræður ekki rasgat hvað verður um þessa skattpeninga. og ekki er ég sáttur þá við að borga alla þessa skatta af eldsneiti og öðru fyrir þetta hestafólk og golfara ef þeir eru að fá svona mikið eða bara fyrir alla þessa stjórnmála menn og það er lítill tilgangur að gera braut ef þú ert sektaður þar líka fyrir að vera ekki skráður sem gerðist fyrir stuttu þá hverfur þetta litla prósent sem átti að bæta og þið eruð að kvarta yfir að Þyrlurnar eru alltaf upteknar eða í viðgerð þegar einhver slys verða ég meina það er ekki skrítið ef það er verið að nota þyrlurnar heilu og hálfu dagana til að eltast við 15000. króna sektir fyrir óskráð hjól þetta er bara að slíta þessum fáu þyrlum út fyrir utan það þá þarf að skoða þær á 50-100klst fresti eða eithvað nálægt því.
05.06.2006 at 09:10 #553688Ég er einn þeirra sem datt inn í motorkrossið núna nýlega og aðallega af þeim sökum að nokkrir afkastamiklir einstaklingar fóru í það að búa til braut hér í nágrenninu.
Þessi braut er með öll tilskylin leyfi og er samstarfssamningur við sveitarfélagið og landgræðsluna (landgræðslan á svæðið).
Við höfum svæðið ð gegn því að vera ekki að hjóla í fjörunni við golfvöllinn og við heimamenn pössum nokkuð vel upp á það, en til dæmis núna um helgina var golfmót á vellinum fullt af aðkomufólki að hjóla í fjörunni og ég einn upp í braut.
Það eru þessir sóðar sem leggja bílunum sínum undir skiltunum sem segja að ekki megi hjóla sem eru að skemma fyrir öðrum.
Ég hef reynt að hjálpa til við að halda brautinni við og er það töluverð vinna þar sem hún er í sandi og breytist töluvert eftir vindátt, en við höfum ekki fengið krónu í styrk frá sveitarfélaginu en fáum aftur á móti afnot af tækjum þess.
Þessi braut var öll lögð í sjálfboðavinnu og var um tíma borgað fyrir vinnu með aðgöngumiðum í brautina.
Þessi hugmynd um risa stórt svæði er mjög góð en miðað við ölll þau fjöll sem þurfti að klífa til að fá öll leyfi fyrir brautinni þá sé ég það ekki gerast.
Kveðja Gunnar Már
05.06.2006 at 10:03 #553690Samkvæmt nokkrum hérna þá má ég spæna og fræsa út landið vegna þess að ég er búin að borga aðflutningsgjöld og aðra tolla ásamt einhverjum hellingi af sköttum af bensíni og dísel.
Mig hefur alltaf langað að aka upp á Esjuna ég er bara að spá í að láta það eftir mér ég er jú búin að borga svo ógeðslega mikið af sköttum til ríkisins ekki satt ?Nei það er EKKERT sem réttlætir utanvega akstur.
05.06.2006 at 10:53 #553692Þessir örfáu einstaklingar sem sóða eyðileggja fyrir hinum sem aldrei keyra utan slóða. Hestamenn, vélhjólamenn, já og jeppamenn, allir þessir hópar fá á sig sóðastimpil vegna þess að það er nokkrir sem hugsa með einhverju öðru en höfðinu.
Einhverra hluta vegna eru sumir hópar teknir meira fyrir en aðrir og það er fátt sem þeir geta gert í því nema að sýna sérstaka varkárni. Besta leiðin til að láta ekki ná sér er að keyra ekki utan slóða.Ef ríkið skilaði öllu skattfé til bíleigenda sem það fær, væri hringvegurinn fjórfaldur og upphitaður o.s.frv. Hringbrautin væri á fjórum hæðum og öll fjöll útboruð.
Það er endalaust hægt að færa rök fyrir því að hinn og þessi hópurinn eigi rétt á hinu og þessu. Hvað á að ganga langt? Eiga vélsleðamenn rétt á kældri ísbraut sem gæti opin allt árið?
Að lokum vitum við að það er ekki alltaf auðséð hvar má keyra og hvar ekki, það verða allir að sýna tillitsemi og kynna sér hlutina áður en farið er af stað.
Góðar ferðir.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.