Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Top Gear í kvöld
This topic contains 20 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 16 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.02.2008 at 18:07 #201834
Bara minna ykkur á Top Gear í kvöld á Skjá 1. Þátturinn byrjar 19.40 og þessu má ekki nokkur kjaftur missa af.
Góðar stundir
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.02.2008 at 19:20 #613676
er þetta þátturinn sem þeir fara á norðurpólinn? hélt að það væri búið að sýna hann.
takk kærlega fyrir áminninguna.
10.02.2008 at 19:24 #613678Þeir fóru á SEGUL-pólinn og það er ansi mikill munur þar á.
Einhver landafræðiskussi hjá skjá einum er búinn að gala sl-mánuð að þeir hafi farið á Norðurpólin, en segulpóllinn er hinsvegar nyrst í Kanada.
10.02.2008 at 19:37 #613680það er annaðhvort,er búinn að downloada þessum þætti og hann er flottur..:) það er bannað að missa af honum….en ég efast ekki um að þetta áhald er hentugt sem clarkson smellir aftan í prófíltengið….kannski maður fari að sjá þetta á jeppum í sumar…;)
10.02.2008 at 21:04 #613682snilldar þáttur. hvaða bílar voru með þeim?
10.02.2008 at 21:05 #613684Þeir Íslendingar sem komu þessum trúðum á segulskautið eiga heiður skilið, það hefði verið ærið að komast með vönum mönnum en þessir skemmdarvargar hljóta að hafa verið mikil byrði á hópnum en samt frábær skemtun.!!!!!
kv:Kalli krídigger
10.02.2008 at 21:34 #613686Þetta er ekki beint gáfulegur akstursmáti á köflum. Svo er svo sniðugt að þeir virðast ekkert reikna með að þurfa að fara heim, olíulausir og segjast ekki þurfa að tjalda aftur.
En ég veit ekki betur en að þetta hafi verið Hjalti í Arctic trucks og Halli P úr torfæruni sem voru með þeim. Það var ekki heil brú í bílnum þegar hann kom til baka.
10.02.2008 at 21:50 #613688Geturu sent urlið á downloadið á þessum þætti?
10.02.2008 at 23:50 #613690En er engin hér inni sem var á fyrirlestrinum hjá Artic trucks mönnum á opnu kvöldi fyrr í vetur, einmitt um þessa ferð?
Mjög áhugaverður og skemmtilegur.
Mig minnir að þeir hafi allavega verið þrír frá Artic trucks.
Þeir tóku með sér minnir mig 250kg af varahlutum. Og þeir komu með megnið af því ónotuðu til baka.
En þeir voru annsi útskeifir að framan bílarnir á einhverri mynd sem ég sá frá ferðinni.
En það sem kom Artic trucks mönnunum mest á óvart hvað hvað þessir blessaði Hilux þolir.Kveðja
Þengill
11.02.2008 at 00:00 #613692ég er fulkomlega samála því að þessi þáttur var mjög góður en til að vera smá nöldrari þá veit eg það ásamt fleirum hér að við jeppamenn erum ekkert of vinsælir í kringum almening og þess vegna fanst mer að það hefði átt að klippa úr þessum þætti þar sem þeir fóru að fá ser í glas og allmeningur sem þekkir ekki til venjulgrar jeppamensku var ekkert voðalega hrifið af þessum akstri og hvað þá´endalausu áhættuni um þunan ís sem tönnglast var á og dæmir okkur sem sömu sauðina
11.02.2008 at 00:04 #613694Það er nú óþarfi að vera með einhvern feminisma yfir þessum þætti. Eins og þeir sögðu sjálfir voru þeir á alþjóðlegu hafsvæði svo að þeir gátu drukkið að vild og svo kemur það einhverju liði út í bæ ekki neitt við hvernig jeppamenn keyra á norðurpólnum. Fólk getur þá bara farið og skrifað í velvakanda ef það er eitthvað kvekkt yfir þessu. Nú eða bara moggabloggað
En engu að síðu sýndi þessi þáttur enn einn stórsigur Toyota Jeppa sem eru nú ófáir fyrir.
11.02.2008 at 01:08 #613696Var að horfa á þetta. Þetta var ágætis skemmtun.
Mér fannst nú vanta aðeins uppá að segja meira frá hvernig bílnum var breytt. T.d. hefði verið gaman að sjá svona bíl við hlið óbreytts bíls. Búið að styrkja fjöðrunina, jú fínt en ég tók ekki eftir því að það kæmi fram hvað var gert til að styrkja fjöðrunina.
Það hefði líka mátt vera lýsing á því frá þeim hvernig upplifun það er að vera í fullbreyttum fjallabíl.Hljóðgæði þáttarins voru mjög vafasöm (eins og í mörgu amatör jeppamyndbandinu) en þetta eru sérfræðingar í þáttagerð. Þeir fá falleinkun!
Samanburður á þyngd búnaðar hundamannsins og jeppakallanna hefði verið skemmtilegur en það er nú önnur saga.
Kveðja
Elvar
11.02.2008 at 01:41 #61369811.02.2008 at 08:30 #613700Í fyrsta lagi, Takk Hlynur fyrir að minna á þetta!!
Rosalega var þetta skemmtilegur þáttur!! Og þarna sást vel hversu mikill þjarkur hi-luxinn er!! Váááá!
Menn eru eitthvað að setja útá hljóðið og vinnslu ofl, það væri gaman að sjá hvernig þeir myndu standa sig í þessum aðstæðum, og eins kom fram í þættinum eyðilögðust endalaust af rafmagns dóti hjá þeim, m.a micrafónninn utaná bílnum vegna frosts…
Og ekki skil ég athugasemdina með drykkjuna! Afhverju ætti íslenskur almúgi að dæma okkur íslenska jeppamenn útfrá tilburðum breskra sjónvarpsmanna?
Ef menn eru nógu vitlausir til að keyra og drekka á fjöllum þá verða þeir bara eiga það við sjálfann sig..
11.02.2008 at 09:50 #613702Flottur þáttur í all flestum tilfellum, þeir spiluðu sig svolitla kjána en það var eflaust bara til að gera þáttinn áhugaverðari og meira spennandi fyrir þá sem ekki þekkja til svona ferðalaga.
En ein spurning um drykkjuna, sá einhver þá drekka, var þetta bara “show time“ til að sýna þægindin sem þeir nutu á Íslensku hugviti.
kv. vals.
11.02.2008 at 11:05 #613704Frábær þáttur.
Við þurfum bara að átta okkur á því að þetta trúðashow er sett upp til að krydda fyrir áhorfendur sem engan áhuga hafa annars á alvörunni í þessu. Við sem horfum á þetta með augum vanra vetraferðamanna verðum bara að líta framhjá því og hafa gaman af.
Í þessu tilliti var frábært að vera búinn að hlusta á fyrirlestur þeirra ArticTrucs manna á fundi hjá f4x4 fyrr í vetur. Þar var hin raunverulega ferðasaga sögð á þann hátt sem við höfðum áhuga á.
Það er hinsvegar eitt sem fer í taugarnar á mér og það snýr ekki að TopGear eða ArticTrucs heldur snýr að fjölmiðlunum sem eru að kynna þáttinn.
Sjá tilvitnun í kynningu á Skjarinn is:
[url=http://www.skjarinn.is/heim/nanar/store1/item13403/:2sngobvy][b:2sngobvy]linkur[/b:2sngobvy][/url:2sngobvy]
Skemmtilegasti bílaþáttur í heimi. ……………
…………. Þáttaröðin hefst á sérstökum þætti um för félaganna á Norðurpólinn með aðstoð íslenskra jeppasérfræðinga. Þetta er stærsta verkefni Top Gear manna til þessa því þeir ætla í kappakstur á pólinn. Richard keppir á hundasleða með tíu sleðahunda til að draga sig áfram á meðan Jeremy og James keppa á sérsmíðuðum jeppa. Richard hefur vana sleðakonu sér til halds og trausts en í jeppaleiðangrinum eru íslenskir jeppamenn sem eru með ráð við öllu.
—tilvitnun lokið—-Veit þetta fólk virkilega ekki muninn á segulpól og Norðurpól eða eru þetta þvílíkir lýðskrumarar að þeim er sléttsama um staðreyndir bara ef það selur?
Hvor sem skýringin er, þá finnst mér það slæmt fyrir þá og draga úr trúverðugleika þerra sem fjölmiðils.
Það er í sjálfu sér mikið afrek hjá þeim ArticTrucs mönnum að koma bíl á segulpólinn og óþarfi (og jafnvel niðurlægjandi) að skrumskæla það með svona lýðskurmi.Snorri
R16
11.02.2008 at 11:45 #613706eða fóru Artic menn á segulpólinn fyrir þá eftir að þeir voru farnir af klakanum. Hvað voru strákarnir okkar lengi til baka ?
Voru þeir fyrstu menn á pólinn á vélknúnu tæki eða bara á jeppa.
11.02.2008 at 12:17 #613708Jeremy talar sjálfur um Norðurpólinn í þættinum,svo ekki er hægt að kenna fjölmiðlum um hvort þetta hafi verið segulpóllinn eða norðurpóllinn.
Annars fannst mér þetta góður þáttur,en liturinn hefði mátt vera annar á Toy,kannski svona erta coma litinn – Speed way blue..
11.02.2008 at 13:06 #613710Þessi "glæfraakstur" sem sýndur var, var tekinn upp á leiðinni heim, að mér skilst.
.
Mér skildist líka að það hefði verið meira af tóniki en gini þarna á ferð, en ég sel það ekki dýrara en ég stal því.
.
Er segulskautið ekki á leiðinni til rússlands?
.
Annars finnst mér hálf fyndið að í auglýsingunni er talað um "sérsmíðaðan Jeppa".
Eftir því sem ég best veit var þetta lítillega breyttur Hilux. 😉
kkv, Úlfr.
E-1851
11.02.2008 at 13:15 #613712Get ekki séð betur en að hægt sé að horfa á hana af vefnum hjá Arctictrucks, fyrir þá sem misstu af þessu.
Ef ég man rétt (frá 4×4 fundinum hjá AT mönnum) var glæfraaksturinn tekinn upp eftir túrinn. Þetta eru jú bara afþreyingarþættir.
Rúnar.
11.02.2008 at 13:38 #613714
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Miðað við hnitin sem voru á GPS tækinu hjá köppunum, þegar þeir töldu sig vera á Norðurpólnum, þá voru þeir hvorki á Norðurpólnum né á þeim stað þar sem segulpóllin er í dag.
Segulpóllinn færist um ca. 40km á ári og hnitin passa við staðinn sem segulpóllinn var [b:vfdum4g9]árið 1994[/b:vfdum4g9], þeir voru bara 13 árum of seinir á staðinn.
Þarna er verið að framleiða afþeyingarefni og þar sem frjálslega er farið með staðreyndir og "hafa skal það sem hljómar betur" notað óspart.ÓE
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.