Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Tommustokkur á fjöll!?
This topic contains 39 replies, has 1 voice, and was last updated by Halldór Sveinsson 19 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.05.2005 at 09:30 #195967
Ég las það í Fréttablaðinu á laugardag að nú stæði til að banna akstur utan vega nema jörð sé þakin 50 cm af snjó! Þetta kom nokkuð flatt upp á mig þar sem ég hafði ekkert heyrt um þetta áður, en hafið þið heyrt þetta?
Þetta eru nokkuð stór tíðindi ef rétt er. Ef þetta er raunin þá má bara leggja niður jeppaferðir við vetraraðstæður.Kv. Davíð
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.05.2005 at 20:47 #523238
Er ekki öllum þessum póstum sem félagsmenn og aðrir senda bara eytt, er einhver akkur í því senda þessa tölvupósta.
Held að það væri nær að klára þessi mál í eitt skipti fyrir öll,að mínu mati eru þessi mótmæli og þær ráðagerðir sem koma hér uppá spjallinu stormur í vatnsglasi,væri ekki nær að gera eina allsherjar kröfugöngu með bílum og fólki og hreinlega að hópast saman einhvers staðar og láta í okkur heyra.Hversu margir jeppar eru til á landinu,er ekki málið að senda miða á hvern jeppaeiganda,ferðaþjónustuaðila og þá sem eiga sér hag í hálendisferðum,koma þessum aðilum saman og gera eins og frakkanir-bara gera hreinlega allt vitlaust.
Sem Ríkisþegn áttu að geta skoðað og ferðast um land þitt án vegabréfs eða diplópassa,gerum kröfu um að hver þegn geti ferðast án tommustokks og barnapíu frá Ráðaneytunum.
R-3257
24.05.2005 at 21:14 #523240Nei nei, tölvupóstur getur alveg haft áhrif, það sýnir nýlegt dæmi. Við fengum t.d. svör vegna olíugjaldsins og af einskærri rausn og góðmennsku var gjaldið lækkað um 4 krónur. Þá fengum við svör.
Jei.
Minnir mig pínulítið á dæmi sem ég heyrði einu sinni um þessa aðferð (stórt sjokk fyrst, draga svo úr og þá virkar sjokkarinn sem góði kallinn): Ef þú segist ætla að drepa 100 menn, en lætur þér nægja að drepa 1 – ertu þá ekki búinn að bjarga lífi 99 manna? Það hlýtur að vera leitun í byggðu bóli að annari eins hetju?
Sendið tölvupóst – því fleiri því betri. Munið að vera stuttorð, málefnaleg og kurteis. Reiðipóstur og blammeringar fara beint í ruslið.
Kv.
Einar Elí
24.05.2005 at 22:38 #523242hefur ekkert verið hlustað undan farið ár, það er ein gott að fara að gera sér grein fyrir því. Ég get svo sem talið upp nokkur dæmi ef ég þar að tönglast á því sama endalaust svo menn fari að skilja það.
1 Utanveganefndinn fékk hjá okkur ferla á silfurfati sem Landmælingar geta notað og sparað sér 800 kr á kílómetran = miljónir. Við erum ekkert inn framtíðarmynd þeirra
2 Ekkert er farst í hendi varðandi nýju reglugerðina.
3 Þeir gáfu skít í umsögn Samút vegna Skaftafellsþjóðgarð
4 Við fengum hvergi að koma nærri fáránlegu reglugerðinni um Snæfellsjökulsþjóðgarðinum ofl ofl og svona verður framtíðinn ef við skríðum endalaust niður í holur eða stingum höfðinu í sandinn
25.05.2005 at 00:08 #523244Á okkur ætti auðvitað að hlusta sem oftast, en þó er ekki rétt hjá Ofsa að á okkur sé aldrei hlustað. Ef svo væri gætum við pakkað saman strax og breytt klúbbnum í eina stóra litludeild. Ákvæðið um að það megi keyra utan vega á hálendinu á snævi þakinni og frosinni jörð er í upphafi komið inn fyrir tilstilli 4×4 klúbbsins og sú heimild er einsdæmi í veröldinni. Reglur um breytingar á jeppum er annað dæmi þar sem klúbburinn náði áheyrn. Með Skaftafellsþjóðgarð, þá náðum við fram nokkurri breytingu frá því sem var í upphaflegu hugmyndinni og þá á því sem skipti mestu máli. Ég tek hins vegar undir með eik að það telst varla fullnaðarsigur fyrr en ákvæðið um Skeiðarárjökul er farið út, þó svo hæpið sé að hann sé ökufær á banntímabilinu. Einmitt þess vegna er það ákvæði út í hött og bara til að skapa pirring. Og eins og ég hef sagt kæmi það mér mjög á óvart ef þetta 50 cm ákvæði birtist í endanlegu útgáfunni, þó óvíst sé hvað kemur í staðin. Þetta er því ekki bara vonlaust strax frá upphafi en upp á árangur að gera skiptir miklu máli hvernig við komum málum okkar fram. Þar þurfum við stundum að hemja ofsann og taka ábyrga og víðsýna afstöðu.
Kv – Skúli
25.05.2005 at 00:45 #523246Sú heimild er einsdæmi í veröldinni, hvernig í veröldinni dettur þér í hug að slá um þig með þessari þvælu. Að þetta sé einsdæmi í veröldinni. Að Þetta sé einsdæmi í veröldinni. Veist þú herra formaður hvernig þessu er háttað í Tadzikistan. Kazastan.Turkkmenistan. Súdan, Rúslandi, Bólevíu, El Salvador m/m.
Hversu margar athugasemdir gerði Samút við reglugerðina, voru það 15 eða ?
Hversu margar voru teknar til greina.
Var tekið tillit til 2 eða 3 eða
25.05.2005 at 00:51 #523248afstöðu. Hverslags bull er þetta, en ég vona að þú hafir rétt fyrir þér í þessu máli, það vona ég svo sannarlega. En ég veit að í lengdina þá hefur þú ekki rétt fyrir þér. Eina leiðinn er að klúbburinn láti í sér heyra og verði þrístihópur sem skiptir máli. þannig að herrarnir sem semji reglugerðirnar viti það að það mun heirast frá okkur þegar að okkur er vegið. ég dilli allavega ekki skottinu eins og hundur þegar ég er flengdur og það eiga félagsmenn ekki heldur að gera
25.05.2005 at 00:57 #523250maður bara ekki hætt þegar maður les þetta.
Að skapa pirring, á maður að vera svona hræddur við umhverfisráðuneyti að maður þori ekki að taka afstöðu eða að láta í ljós álit sitt. Eru það skilboðinn til félagsmanna. eigum við að segja félagsmönnum að þeigja svo enginn verði sár. Þetta hefði kannski átt að segja við Einar þegar hann tók Árna Bragason í gegn á utanvegar þinginu
25.05.2005 at 05:30 #523252Hvort er glasið hálfsullt eða hálftómt? Ferðaklúbburinn 4×4 hefur haft gríðarlega mikil áhrif á þær reglur sem okkur snerta, en við höfum ekki fengið öll okkar áhugamál í gegn, a.m.k ekki í fyrstu tilraun. Enda má kannske segja að ef svo væri, þá væri það merki þess að við værum of hógværir í kröfum okkar.
Varðandi Skaftafellsþjóðgarðinn, þá gerði Samút athugasemdir við margar greinar í drögunum, ég held að það sé rétt munað hjá mér að tekið hafi verið tillit til flestra þeirra. Þó stendur bannið á Skeiðarárjökli þar út af, það er ekki rétt hjá Skúla að það sé ekki fært um bannsvæðið á þeim tima sem bannið gildir, því bannsvæðið er gríðarlega stórt. Þó það sé sjaldan fært eftir jöklinum endilöngum þá er yfirleitt fært um nyrðri helming bannsvæðisins. Vegna fordæmis er mjög mikilvæt að fá þessu banni hnekkt.
Varðandi Snæfellsjökulsþjóðgarð, þá er mér fyrirmunað að skilja hversvegna Jóni Snæland og Birni Þorra er svona illa við reglugerðina sem gildir þar. Það sem fer mest í taugarnar á mér þar, er að rollan skuli fá að ganga laus í þjóðgarðinum!. Það þjónar ekki hagsmunum okkar að það sé mikil umferð vélknúinna farartækja þar sem mikið er af göngu eða skíðafólki. Samkvæmt reglugerðinni getur þjóðgarsvörður stýrt umferð á jöklinum, en hún hefur enn ekki nýtt þessa heimild.
[url=http://um44.klaki.net/reglur.html:1n3qfwh1]Hér eru tenglar[/url:1n3qfwh1] á ýmsar reglugerðir sem varða akstur utan alfaraleiða.
-Einar
25.05.2005 at 07:18 #523254Það sem er á dagskrá núna, er nýja reglugerðinn. Og þar þarf að byrga brunnin áður en skaðinn er skeður. Við vitum allir að það er á brattan að sækja eftir á, þó það sé ekki ómulegt að ná fram breytingum. Hvað varðar Snæfellsjökulsþjóðgarð þá ska ég svara því sérstaklega í öðrum pistli. Þó ætla ég að minna á að, á þeim tíma töluðum við um að sú reglugerð gæti verið fordæmisgefandi gagnvart öðrum stöðum, sem varð síðan reindin, hvað varðar Skaftafellsþjóðgarð
25.05.2005 at 07:36 #523256Reglugerðir um þjóðgarða eru settar til þess að bæta aðgengi að náttúrunni að sögn þeirra sem þær semja. Voru einhverjar hömlur á því fyrir reglugerðar setningar eða hvað.
Var vandamál lausaganga nokkra hesta rétt sunnan við Hellisand vandamál fyrir reglugerðina nei segja Sandarar. Sandarar sáu ekki að þarna hafi verið vandamál í gangi yfir höfuð fyrr en reglugerðin benti þeim á að svo væri. Sandarar sá heldur aldrei vandamál við það að tína ber þar sem þau höfðu verið í aldir. Sandar sá heldur ekkert vandamál við það að ör fáir einstaklingar tjölduðu við Hólahóla. Sú sátt sem sagt er að ríki meðal heimamanna er ósönn og komin frá ráðuneytinu. Ég vill t.d minna á ummæli ráðherra þar sem hún hefur fullyrt að allt sem hún gerir sé gert með samþykki og í sátt við útivistarfólk. Þessu var haldið fram í haust ofta en einu sinni.
25.05.2005 at 09:41 #523258Mér finnst mál til komið að Stjórnin sendi frá sér fréttatilkynningu um málið og skýri frá staðreyndum málsins.
Ef við vekjum athygli á þessari vitleysu í fjölmiðlum, þá vaknar líka hinn almenni félagsmaður og aðrir sem eru að ferðast sem ekki eru í þessu félagi.
Þetta eru ekki nema einhverjir 70 manns sem sjá þessi skrif hér og svo kíkja þeir 2-3 á þráðinn til að lesa sem skýrir teljarann.
Það er alveg klárt að við fáum ENGU fram með því að skrifa eitthvað hér á þennan spjallþráð.
Ef við upplýsum fjölmiðla vel um fáránleikan sem í þessum drögum felast þá þætti mér gaman að heyra viðtal við einhvern þessari nefnd því það er ekki hægt að verja þessi lög með neinum hætti og þau þjóna engum hagsmunum nema kannski þeirra sem vilja útrýma "Torfærutröllunum".
Við ættum kannski að fara að beyta okkur fyrir því að banna gönguskíðafólk með þeim rökum að "strikin" eftir skíðin eru svo ljót og þyrnir í augum,það er jafn fárálegt.
Það er akkúrat núna sem við eigum að fá til okkar fjölmiðlafulltrúa eins og talað var um á aðalfundinum og þangað til að heppilegur aðili finnst í það verk þá liggur beinast við að formaðurinn gangi í það verk.
Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þetta er bara byrjunin á útrýminguni því við erum svo auðvelt skotmark.
Þeir sem ekki bera hönd fyrir höfuð sér verður bara slátrað og öfgafull sjónarmið þeirra sem sem hafa sig mest í frammi gegn okkur hafa vinningin.Kveðja,
Glanni.
25.05.2005 at 10:18 #523260Ég held að það geti í það minsta ekki skaðað að senda póst á umhverfisráðuneytið, því fleiri því betra.
Vill þó endilega fá að sjá þessi drög áður en ég fer að tjá mig við svona merkilegt fólk, hvar get ég séð þau? Sá á öðrum þræði að þau fynndust á rottusíðunni en ég hef nú ekki fundið þau. Öll leiðsögn í þessum efnum væri vel þegin.Og munið: postur@umhverfisraduneyti.is
Kv. Davíð
25.05.2005 at 10:38 #523262Drög að REGLUGERÐ um takmarkanir á umferð í náttúru Íslands.
1. gr.
Markmið.
Markmið reglugerðar þessarar er að stuðla að samskiptum manns og umhverfis þannig að hvorki spillist líf né land. Jafnframt að umgengni um náttúruna sé með þeim hætti að ekki hljótist af náttúruspjöll.2. gr.
Gildissvið.
Reglugerð þessi gildir á landinu öllu hvort sem er á eignarlandi, þjóðlendu eða afrétti. Á friðlýstum svæðum geta gilt sérákvæði um takmörkun á umferð umfram það sem segir í reglugerð þessari.3. gr.
Skilgreiningar.
Merking hugtaka í reglugerð þessari er sem hér segir:Afréttur: Landsvæði utan byggðar sem að staðaldri hefur verið notað til sumarbeitar fyrir búfé.
Búsvæði: Staðir eða svæði þar sem tegund getur þrifist.
Björgunarstörf: Öll störf sem miða að því að bjarga fólki úr háska eða að tryggja almannaheill með því að bjarga mannvirkjum eða öðrum verðmætum vegna náttúruhamfara, eldsvoða eða annarrar vár.
Eignarland: Landsvæði sem er háð einkaeignarrétti þannig að eigandi landsins fer með öll venjuleg eignarráð þess innan þeirra marka sem lög segja til um á hverjum tíma.
Landmælingar: Söfnun og úrvinnsla nauðsynlegra staðfræðilegra og landfræðilegra upplýsinga er hafa gildi fyrir landmælingar og kortagerð.
Línulagnir, vegalagnir og lagning annarra veitukerfa: Lagning og viðhald vega, lína og lagna svo sem raflína, ljósleiðara, hitaveitulagna, vatnslagna eða annarra veitukerfa sem hafa fengið leyfi stjórnvalda samkvæmt lögum.
Náttúruspjöll: Spjöll á gróðri, jarðvegi, jarðmyndunum og landslagi hvort sem um varanlegan eða tímabundinn skaða er að ræða. Myndun slóða og hjólfara hvort sem er á grónu landi, þar með töldu mosavöxnu landi, eða ógrónu svo sem melum og söndum.
Rannsóknir: Lögbundnar og aðrar rannsóknir sem eru í samræmi við leyfi stjórnvalda samkvæmt lögum.
Vegur: Varanlegur vegur, gata, götuslóði, stígur, húsasund, brú, torg, bifreiðastæði eða þess háttar, sem notað er að staðaldri til umferðar.Vélknúið ökutæki: Ökutæki búið aflvél til að knýja það áfram,á hjólum, beltum, völtum, meiðum eða öðru, sem ætlað er til aksturs á landi og eigi rennur á spori.
Þjóðlenda: Landsvæði utan eignarlanda þó að einstaklingar eða lögaðilar kunni að eiga þar takmörkuð eignarréttindi.
Náttúruminjar: Náttúruverndarsvæði, lífverur, búsvæði þeirra, vistgerðir og vistkerfi sem eru á náttúruminjaskrá.
Náttúruverndarsvæði: Friðlýst svæði, þ.e. þjóðgarðar, friðlönd, fólkvangar, og náttúruvætti, önnur svæði og náttúrumyndanir sem eru á náttúruminjaskrá. Afmörkuð svæði á landi og sjó sem njóta verndar samkvæmt öðrum lögum vegna náttúru eða landslags.
4. gr.
Akstur utan vega.
Bannað er að aka vélknúnum ökutækjum utan vega í náttúru Íslands. Heimilt þó að aka vélknúnum ökutækjum á jöklum og snævi þakinni og frosinni jörð. Jörð telst snævi þakin ef snjólag er 50 cm. þykkt eða meira.
Við akstur vegna starfa við landbúnað er heimilt að aka utan vega á ræktuðu landi og landi sem sérstaklega er skipulagt sem landbúnaðarland ef ekki hljótast af því náttúruspjöll.5. gr
Akstur utan vega vegna tiltekinna starfa.
Þrátt fyrir ákvæði 4. gr. er heimilt ef nauðsyn krefur að aka vélknúnum ökutækjum utan vega vegna starfa við línulagnir, vegalagnir og lagningu annarra veitukerfa, björgunarstörf, rannsóknir, landmælingar og landbúnað enda sé ekki unnt að framkvæma viðkomandi störf á annan hátt. Sérstök aðgát skal viðhöfð við aksturinn þannig að ekki hljótist af náttúruspjöll. Hafa skal fullnægjandi útbúnað til slíks aksturs. Við framkvæmdir og þess háttar athafnir skal leita leiða til að flytja efni og annað sem til þarf á þann hátt að ekki sé þörf á akstri utan vega, svo sem flutning á snjó.6. gr.
Umferð ríðandi manna og rekstur hrossa.
Þegar farið er ríðandi um landið skal fylgt skipulögðum reiðstígum eins og kostur er. Á ferð um hálendi og önnur lítt gróin svæði skulu menn hafa tiltækt nægilegt aðflutt fóður fyrir hross sín. Heimilt er mönnum, að fengnu leyfi eiganda eða rétthafa eignarlands þegar við á, að slá upp aðhöldum eða næturhólfum, enda valdi það ekki náttúruspjöllum. Á hálendi skal þeim valinn staður á ógrónu landi sé þess kostur. Þar sem svo háttar til skal haft samráð við landverði eða umsjónaraðila á staðnum um leiðarval og áningarstaði þegar farið er um eða dvalist á náttúruverndarsvæðum. Þegar farið er eftir gömlum þjóðleiðum þar sem þær eru markaðar í landið skal ávallt fara með hross í lest eða mest hafa tvö hross til reiðar. Bannað er að reka hrossastóð yfir gróið land þannig að náttúruspjöll hljótist af eða hætta skapist á náttúruspjöllum.7. gr
Umferð hjólandi manna.
Þegar farið er á reiðhjólum um landið skal fylgja vegum og skipulögðum reiðhjólastígum eins og kostur er svo ekki hljótist af náttúruspjöll eða hætta skapist á þeim.8. gr
Takmörkun umferðar og lokun svæða.
Umhverfisstofnun getur í verndarskyni takmarkað umferð tímabundið eða lokað svæðum í óbyggðum enda hafi stofnunin að jafnaði gert grein fyrir fyrirhugaðri lokun í skýrslu til umhverfisráðherra. Slíkar reglur skal umhverfisráðherra staðfesta og birta í Stjórnartíðindum.9. gr.
Viðurlög.
Brot gegn reglugerð þessari varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.10. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 16., 17., 19. og 32. gr. laga nr. 44/1999 um náttúrvernd. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 619/1998 um akstur í óbyggðum.Umhverfisráðuneytinu, 19. apríl 2005.
25.05.2005 at 10:55 #523264Okkar umsögn til ráðneytisins var svohljóðandi:
Reykjavík 4. maí 2005
Umhverfisráðuneytið,
Skuggasundi 1,
150 ReykjavíkEfni: Umsögn um drög að reglugerð um takmarkanir á umferð í náttúru Íslands.
Ferðalúbburinn 4×4 er í meginatriðum samþykkur drögum að"REGLUGERÐ um takmarkanir á umferð í náttúru Íslands", enda eru flesta atriði í samræmi við gildandi lög og stuðla að verndun náttúru slands.
Við leggjum þó til að 3. málsgrein 4. greinar:
"Jörð telst snævi þakin ef snjólag er 50 cm. þykkt eða meira" falli brott en í stað hennar komi svohljóðandi texti:
"Akstri á snjó ber að haga þannig að ekki skapist hætta á náttúrspjöllum"Ef heimild til aksturs á snjó er takmörkuð við að snjóþykkt sé 50 cm eða meira, er í raun verið að afnema heimld til aksturs á snjó utan jökla. Því samræmist þetta ákvæði ekki 17. grein Náttúrverndarlaga sem heimilar slíkan akstur.
Á Hálendi Íslands er snór næstum aldrei jafnfallinn, hann fýkur af hæðum og safnast í lægðir. Þó meðal snjóþykkt sé meira en 50 cm þá liggur leið alltaf yfir hæðir og brúnir þar snjólag er þynnra.
Vindbarinn snjór bindst fljótt og verður það þéttur að gangandi maður, eða jeppi þar sem búið er minnka þrýsting í hjölbörðum, markar aðeins örfá sentimetra í snjóinn og vélsleði enn minna. Því dugar 5 til 10 cm snjólag yfirleitt til að verja jörð fyrir áhrifum umferðar, þó það sé ekki algilt.
Á hinn bóginn geta aðstæður líka verið þannig að 50cm snjólag dugi ekki til að verja fyrir spjöllum af völdum þungra ökutækja, t.d. vinnuvéla, ef snjórinn er laus, t.d. þegar snjóað hefur mikið í logni eða litlum vindi, og ekki hvesst síðan.
Ef koma á í veg fyrir að akstur á snjó valdi spjöllum, er óhjákvæmilegt að ökumenn meti aðstæður og hagi akstri í samræmi við þær. Í orðalagi tillögu okkar felst að náttúran njóti vafans þar sem óvissa er í mati á aðstæðum.Ennfermur leggjum við til að skilgreining á Náttúruspjöllum í 3. grein verði svohljóðandi:
"Spjöll á gróðri, dýralífi, jarðvegi, jarðmyndunum og landslagi, hvort sem um varanlegan eða tímabundinn skaða er að ræða. Ennfremur myndun slóða og hjólfara á landi, hvort sem það er þakið gróðri eða ekki. Þó teljast för þar sem tryggt náttúran muni afmá öll ummerki innan skamms tíma ekki til náttúruspjalla. Þetta getur t.d. átt við um akstur í fjörum, árfarvegum, foksandi eða á snjó."
Í upphaflegu greininni voru óþarfa endurtekningar og þar var ekki minnst á dýralíf. Í orðalagi okkar tillögu felst að náttúran skuli njóta vafans við mat á spjöllum.
F.h. Ferðaklúbbsins 4×4
Skúli H. Skúlason
formaður.Umsögn Útivistar var á mjög svipuðum nótum og segir í henni m.a.:
"Þegar leitað er í reynslu þeirra jeppamanna sem mesta þekkingu hafa á vetrarferðum, og hafa jafnframt stundað náttúruvernd í verki, þá er ljóst að í vetrarferðum þurfa ferðamenn að taka matskenndar ákvarðanir. Þær ákvarðanir snúa þá að öryggi ferðamanna, vernd náttúrunnar og leiðarvali. Í hverri einustu ferða á hálendi Íslands að vetri til er alls óvíst hvernig veður og veðurlag verður í ferðinni. Veðurfarið hefur síðan óhjákvæmilega áhrif á snjóbreiðuna. Ferðamenn vita ekki fyrir víst hvernig snjóalög verða ferðalagið á enda. Enn síður hvort styrkleiki og burður snævarins breytist á meðan á ferð stendur."
Síðan er lagt til að í stað sentimetraákvæðisins komi viðmiðanir um matskenndar ákvarðanir.
25.05.2005 at 11:32 #523266Ég þakka kærlega fyrir svörin og hvet enn og aftur alla til að senda póst á ráðuneytið því það er nú þannig að ráðamenn eiga að þurfa að hlusta á sauðsvartann almúgan og eiga að þóknast okkur til þess að við kjósum þá á þing. Þó svo að því hefur ekki verið þannig háttað um þónokkurt skeið þá má alltaf halda í vonina.
Kv. Davíð
Sem er búinn að senda póst!
26.05.2005 at 10:01 #523268Rétt að upplýsa það hér að ég er búinn að fá ákveðna staðfestingu á því frá ráðuneytinu að snjóþykktarákvæðinu verður breytt með hliðsjón af umsögnunum hér að ofan.
Kv – Skúli
26.05.2005 at 10:20 #523270Þó getur maður ekki verið sáttur við það að þurfa að vinna gegna svona yfirgengilegri vanþekkingu opinbera starfsmann sem þiggja laun frá okkur. Maður fer að efast um hæfnis kröfur umhverfisráðuneytisins þegar fólk er fengið til starfa. Mér þykir það allavega lámarks krafa að þeir sem fjalla um ákveðin mál hafi lámarks þekkingu á viðfangsefninu.
26.05.2005 at 16:06 #523272Frábært að heyra Skúli. Gott að vita að athugasemdir klúbbsins hafa einhverja vigt.
Klapp á bakið til þeirra sem stóðu að umsögninni.Kv.
Einar Elí
27.05.2005 at 01:08 #523274Frábært að þetta skuli vera í höfn og þetta fáranlega áhvæði þurkað út.
Nú er bara halda áfram og snúa þessari þróun við þar sem að virðist sem að það sé sótt að okkur úr mörgum áttum þ.e.a.s snúa vörn í sókn, og reyna að vera einu skrefi á undan þessu fólki sem allt virðist gera til að útrýma jeppamönnum.
Kv.
Glanni.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.