Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Tommustokkur á fjöll!?
This topic contains 39 replies, has 1 voice, and was last updated by Halldór Sveinsson 19 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.05.2005 at 09:30 #195967
Ég las það í Fréttablaðinu á laugardag að nú stæði til að banna akstur utan vega nema jörð sé þakin 50 cm af snjó! Þetta kom nokkuð flatt upp á mig þar sem ég hafði ekkert heyrt um þetta áður, en hafið þið heyrt þetta?
Þetta eru nokkuð stór tíðindi ef rétt er. Ef þetta er raunin þá má bara leggja niður jeppaferðir við vetraraðstæður.Kv. Davíð
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.05.2005 at 10:09 #523198
Það er rétt Davíð að þetta er í drögum að reglugerð um akstur í óbyggðum. Þarna eru lögfræðingar í ráðuneytinu að reyna að finna konkret mælikvarða á það sem hingað til hefur verið mat hvers ökumanns fyrir sig, þ.e. hvort aðstæður séu þannig að aksturinn valdi ekki náttúruspjöllum. Klúbburinn hefur skilað inn athugasemdum við þetta þar sem bent er á að hér sé um að ræða óframkvæmanlegt, órökrétt og óþarft ákvæði sem ekki standi í neinu samhengi við raunveruleikann. Útivist hefur skilað samsvarandi athugasemdum og ég geri ráð fyrir að LÍV hafi gert það sama. Eins átti ég og formaður jeppadeildar Útivistar spjallfund með þessum starfsmönnum ráðuneytisins og trúi ég ekki öðru en að það sé orðið nokkuð ljóst að þessu tiltekna ákvæði verði að breyta.
Kv – Skúli
23.05.2005 at 10:11 #523200Ég hef reyndar ekki séð Fréttablaðið en þessa mál var hér á þræðinum um daginn og þá var birt þessi blessaða reglugerð með 50 cm snjódýft.
Ef búið er að skrifa undir þetta getum við lagt niður þennan klúbb og hent bílunum okkar. Allavega getum við ekki selt þá.
Kveðja Lella
23.05.2005 at 10:11 #523202Á [url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=umhverfismal/5090:3algp1cv]þessum þræði[/url:3algp1cv] er m.a. að finna texta umsagnar ferðaklúbbsins um reglugerðina.
-Einar
23.05.2005 at 10:15 #523204Við skulum vona að þessi reglugerð fari ekki í gegn óbreytt, ég vill ekki trúa því að umhverfisráðuneytið vilji fara út í opið stríð við jeppamenn. En ef þett fer í gegn óbreytt þá er þessi klúbbur daudadæmdur að mínu viti. Við skulum athuga það að það er fjöldinn allur af embættismönnum sem ekkert vit hafa á þeim verkefnum sem þeir fá greidd laun fyrir að gera, og mörgum af þeim finns eðlilegast að hálendið eigi einungis að skoða af myndum. Þeirra draumur er semsagt að umferð verði bönnuð á hálendinu.
Svona er nú Ísland í dag, copy-paste af leiðinlegasta landi heims þ.a.s Noregi.
Jón Snæland
23.05.2005 at 11:00 #523206Sælir félagar,
Það voru nokkuð kröftug og áberandi mótmæli gegn olíugjaldinu en hvað með þetta.
Við höfum lítið með ódýrt eldsneyti að gera ef við megum ekki aka um landið okkar. Ég tel að þetta sé mun alvarlegra mál því þessir kerfiskallar, sem aldrei hafa fengið kúamykju neðan í skósólan, eru bara rétt að byrja. Ég held að nú sé komin tími á verulega stór mótmæli þar sem allir verða að taka höndum saman ekki bara í Rvk heldur um land allt. Ef hægt er að skipuleggja 100 bíla ferð yfir Höfsjökul með öllu tilheyrandi þá getum við skipulagt eitthvað krasandi gegn þessu. Enda verður aldrei aftur 100 bíla ferð ef þessir kallar fá að ráða. Það er með ólíkindum hvað Lands-virkjun má en ef það eru Lands-menn þá horfir öðruvísi við.kv,
HG
A-111
23.05.2005 at 11:10 #5232081 Við vorum ekki spurð álits á Snæfellsjökulsþjóðgarðinum
2 Skaftafellsþjóðgarður, þar vorum við spurð álits en lítið hlustað á okkur
3 Utanveganefnd ríkisins gaf út 22 síðna skýrslu, þar kemur hvergi fram að haft verði samstarf við okkur í þeirra áætlunum
4 Kverkfjallasvæðið, þar verður væntanlega lokað stóru landsvæði hluta úr ári.
23.05.2005 at 12:42 #523210Það var grein í Fréttalaðinu eftir Einar Elí um helgina, þar varpaði hann fram þeirri spurnigu hvað maður yrði að gera efmaður væri í Hveravöllum og maður kæmi þar i um 50 cm snjó en svo þegar maður vaknaði þá væri 20 cm snjór en harðfenni hvað ætti maður þá að gera, ef maður héldi áfram þá væri maður að brjóta lög. Einnig stakk han uppá því að taka ráðherran með til að gæta hvort maður væri ekki að fara eftir lögum. Ég mæli með því að fólk lesi hana því að hún er dálítið fyndin.
Kv
Snorri Freyr.
23.05.2005 at 12:55 #523212Þessi grein var í bílablaði Fréttablaðsins og er engan vegin nógu áberandi. En hún er ekki bara fyndin heldur þræl góð. En ég vona að jeppamenn, já og allt útivistarfólk, geri sér grein fyrir því hvað þetta er samt allt alvarlegt mál og nú verðum við að vakna.
Ég veit að Ofsi kemur með útspil fljótega og ég hvet alla til að fylgjast vel með á vefnum.kv,
HG
A-111
23.05.2005 at 13:09 #523214Þetta er snilldargrein og hefði mátt vera meira áberandi en farið og skrifið undir mótmælin og svo verður væntanlega farið í bíltúr saman og listinn afhentur.
Mótmælendakveðja Lella
23.05.2005 at 16:46 #523216Ég vill hvetja menn og konur til þess að leggja undirskriftarlistanum lið.
Ég vill minna menn á alvöru þessa máls, en ef þetta fer óbreytt í gegn leggst þessi félagskapur af. Þegar í haust og breyttir jeppar verða verðlausir þannig að þetta á eftir að koma við pingju félagsmanna. En þó skulum við vona að ráðuneytismenn sjá að sér og breyti reglugerðinni.
En það er enginn ástæða til bjartsýni einsog saga síðustu 2 ára hefur því miður kennt okkur
23.05.2005 at 21:33 #523218Hvar getur maður skrifað undir þetta plagg? Annars er ég meira en lítið til í að fara niður í bæ og þenja flautuna, nei það er ekki spurningin
23.05.2005 at 21:35 #523220Við mótmælum
24.05.2005 at 10:48 #523222hvað á síðan að gera við undirskriftar listan, fara með hann niður í ráðuneyti eða sendan til fjölmiðla.
kv. Hilmar
24.05.2005 at 12:19 #523224Það er með öllu óskiljanlegt að á tímum stórframkvæmda sé verið að koma með reglugerðir (eða allavega drög að þeim) sem eru svo úr takti við raunveruleikann að það hálfa væri nóg.
Ég veit að allir þeir sem á annað borð ferðast um að vetrarlagi vita að akstur á frosnum mel sem þakinn er 5 cm harðfenni verður ekki fyrir varanlegum skemdum, sjálfsagt ekki neinum. Þar að auki er okkar góða land þakið svokölluðum hæðum og lægðum og því eru snjólög ákaflega mismunandi eftir því hvoru megin hæðarinnar maður er.Það er líka umhugsunarvert að á þessum tímum umhverfisverndar og þar sem ríkisstjórninni er virkilega umhugað um að vernda landið þá sé landið víða svo ókræsilegt að maður skammast sín fyrir að bjóða túristum upp á það, og verð ég nú að segja ykkur sögu.
Þannig er það nú að ég gerði þau herfilegu mistök að ganga um eina helstu "náttúruperlu" okkar íslendinga nú um daginn þ.e. hverasvæðið við Geysi og ég varð orðlaus. Þetta svæði sem nokkurn veginn allir erlendir ferðamenn skoða er ekki boðlegt.
Þarna er búið að rífa upp hellur og gera stíflur í læki, allt úttraðkað svo ekki sé talað um að það er gat í skál Geysis og pípa sem gengur þar út. Einnig eru þarna steypt ferlíki yfir marga hveri sem væntanlega er til að auðvelda nýtingu hitans fyrir þá starfsemi sem er við Geysi.
Skömmu síðar talaði ég við ferðamann sem vann að bók um goshveri og var hann að mynda á Geysissvæðinu og sagðist hann aldrei hafa séð aðra eins umgengni á ferðamannastöðum í heiminum. T.d. tók hann sem dæmi að hiti fyrir hótelið sem stendur við Gamla Trygg í Yellowstone þjóðgarðinum kemur um nokkurra kílómetra vegalengd þar sem ekki er leifilegt að nýta hitann sem er á ferðamannastaðnum nokkra metra frá.Sumsé boðskapurinn er sá að ríkistjórnin ætti að sjá sóma sinn í því að gera ferðamannastaði landsins boðlega ferðamönnum áður en farið er að ana út í annað eins bull og vitleysu og nú stendur til.
Bara svona smá pælingar,
Kv. Davíð
24.05.2005 at 12:54 #523226Þetta er bara þessi venjulegi tvískinnungsháttur í stjórnvöldum. Almenningur má varla ferðast lengur um landið sitt, en það má reisa virkjannir með tilheyrandi náttúrspjöllum og misþyrmingu á landinu eins og ekkert sé. Það er spurning að fara að berja saman almennilega krítiseringu á þetta lið sem gjörsamlega sparkar í andlitið á þeim.
Hvað varðar þessa 50 sentímetra snjóþykkt, þá ætti sá sem samdi þetta að skreppa upp á hálendi að vetri til og kynna sér aðstæður þar sem er bæði harðfenni og púðursnjór og meta svo skemmdirnar á eftir.
Það er gjörsamlega óþolandi að möppudýr og bókbéusar sem aldrei hafa stigið fæti út í hið raunverulega líf fara að setja almenningi reglur um hluti sem þeir hafa ekki hundsvit á.
Þetta lið ætti að skríða ofan í holuna sem það kom upp úr og hafa vit á að halda sér saman eða afla sér í það minnsta raunverulegrar þekkingar í stað þess að gaspra eins og fábjánar og gera sig að athlægi og fíflum fyrir framan alþjóð.
[b:2c2nhl58]Háskólapróf er lítils virði án raunverulegrar reynslu.[/b:2c2nhl58]
24.05.2005 at 16:06 #523228Hvað spyr hvað beri að gera við undirskriftarlistan, ég tel eðlilegast að hann verði afhentur umhverfisráðherra áður en reglugerðinn verður full frá genginn. Hversu mikið það vegur er hinsvegar annað mál. Vanda málið hérna á vefnum er hinsvegar enn það hversu fáir eru innskráðir. Að mínu mati þyrftu 60-70 % innskráðra félagsmanna að skrá síg á listan svo hann væri marktækur og nýtilegur í baráttunni vil ráðuneytið.
Það væri einnig skemmtilegt að fá alla stjórnar og nefndarmenn til þess að skrá sig. Það mætti minna á að Ferðaklúburinn 4×4 eru fyrst og fremst hagsmuna félag jeppamanna, og er kominn tími til þess að félagið standi undir nafni. Og eins og einhver snillingur sagði, að félagsmenn standi í lappirna í þessu og öðrum málum þar sem að okkur er vegið
Jón Snæland
24.05.2005 at 16:12 #523230Ég tók eftir því að aðeins 3 að 7 stjórnarmönnum eru búnir að skrá sig á listan og einungis einn umhverfisnefndarmaður. Skrítið ?
24.05.2005 at 17:16 #523232Sæll Jón
Það er ekki bara 50cm ákvæðið sem er vont í þessari reglugerð, skilgreiningin á náttúruspjöllum er með þeim hætti að ekki er hægt að keyra nema á algreinilegustu slóðum. Undanþáguákvæðið fyrir rannsóknir, verktöku og bústörf er bundið því skilyrði að ekki sé hægt að vinna störf nema með hjálp ökutækja. Í flestum tilfellum er það hægt með öðrum hætti.
Ég vildi fá ALLA þessa 4. grein út fyrir þá gömlu!Spurningin er hvað er best að gera. Eru mótmæli formannsins nægjanleg? Eigum við að senda inn undirskriftalista til að fylgja þeim eftir og væri hefðbundinn pappírslisti þá e.t.v. betri? Ættum við að fá fleiri aðila með okkur?
Ég ekki viss um að 100 pistlar með mótmælum hér á vefnum hafi svo mikinn slagkraft, sér í lagi þar sem í þessu félagi eru á annað þúsund manns, sem ég tel að séu allir á móti þessari grein. Mér finnst að við þurfum að vera öflugri ef við förum á stúfana með mótmæli, annars gæti litið út fyrir að það væru aðeins lítill hluti félagsmanna á móti þessu.
Fjöldi stjórnarrmanna á listanum þínum segir mér bara það að stjórnin þarf að koma saman og taka sameiginlega afstöðu. Ætli það sama gildi ekki líka um umhverfisnefndina.
Kv,
Grétar
24.05.2005 at 20:18 #523234Klúbburinn er búinn að senda umsögn um reglugerðardrögin, eftir umfjöllun þar sem stjórn, umhverfisnefnd og slóðahópurinn voru séstaklega boðuð. Ekki komu athugasemdir við umsögnina þó hún væri kynnt hér á síðunni og send í tölvupósti til ofangreindra aðila. Mér finnst varla viðeigandi að klubburinn sem slíkur sé að mótmæla þessu núna, við verður þangað til annað kemur í ljós að gera ráðfyrir því að tillit verði tekið til athugasmeda sem sendar voru inn innann tilskilinns frests. Hins vegar sé ég ekkert sem mælir á móti því að menn sendi tölvupóst til ráðherra, hver fyrir sig, og láti skoðanir sínar í ljós. Ég held að það þurfi ekkert gríðarlega mörg tölvubréf til þess að þau hafi áhirf.
Mér finnst að núna sé nær að mótmæla banninu við akstri á Skeiðarárjökli sem tók gildi 15 apríl síðastliðinn. Það bann stystð ekki við nein gild rök, það væri afskaplega slæmt fordæmi ef það ákvæði fengi að standa.
-Einar
24.05.2005 at 20:40 #523236Þetta er alveg rétt hjá eik, á þessu stigi er ekki tímabært að fara í formlegar aðgerðir í nafni klúbbsins. Það sem hefur verið að gerast er að það voru lögð fram reglugerðardrög til kynningar og í framhaldi af því óskað formlega eftir umsögn okkar og breytingatillögum. Við komum athugasemdum okkar á framfæri og núna þessa dagana er verið að vinna úr athugasemdunum okkar og annarra sem að málinu koma. Við þurfum því fyrst að vita hvort hlustað er á okkur áður en við mótmælum því að ekki sé hlustað á okkur. Auðvitað rétt að þessi 50 cm. hugmynd ber það með sér að vera sett fram af aðilum sem hafa litla þekkingu á snjóakstri á hálendinu, en þannig er nú farið um 90% þjóðarinnar. Mótmælasöfnunarþráðurinn segir hins vegar eitthvað um það hvort hópurinn sem samdi umsögn okkar hefur almenna félagsmenn að baki sér í málinu og hvaða leiðir séu færar ef ákvæðið fær að standa í reglugerðinni þegar hún lítur dagsins ljós.
Í umsögn okkar var lagt til að 50 cm ákvæðið falli brott og í staðin komi "Akstri á snjó ber að haga þannig að ekki skapist hætta á náttúrspjöllum".
Þá var gerð athugasem við skilgreiningu á náttúruspjöllum en eins og hún er í drögunum má túlka það sem náttúruspjöll ef menn þurfa t.d. að þræða sig eftir áraurum til að finna fært vað. Slíkt myndi gera ómögulegt að komast inn í Langadal í Þórsmörk svo dæmi sé tekið. Því var lagt til að skilgreiningin yrði svona "Spjöll á gróðri, dýralífi, jarðvegi, jarðmyndunum og landslagi, hvort sem um varanlegan eða tímabundinn skaða er að ræða. Ennfremur myndun slóða og hjólfara á landi, hvort sem það er þakið gróðri eða ekki. Þó teljast för þar sem tryggt náttúran muni afmá öll ummerki innan
skamms tíma ekki til náttúruspjalla. Þetta getur t.d. átt við um akstur í fjörum, árfarvegum, foksandi eða á snjó."Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.