This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Þorsteinn Svavar McKinstry 17 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Á sunnud. kemur þ. 15. apríl verður sýnt atriðið með Tomcat jeppunum sem tekið var upp hér á landi fyrir u.þ.b. einu ári. Innslagið sem er 6-8 mínútur var tekið við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi af BBC fyrir Top Gear. Er þar sviðsett kapp á milli vélknúins fótanuddtækis og jeppa. Bæði myndbandið og Tomcat jepparnir hafa vakið athygli um allan heim og linnir ekki látunum í fyrirspurnadeildinni vegna áhugasamra útlendinga sem vilja vita meira um þessa merkilegu jeppa. Það er gamann ( og viðeigandi) að minnast þess að fyrsti tomcat jeppinn á Íslandi var frumsýndur í ausandi rigningu á sumarmóti 4×4 í Húsafelli. Síðan þá hefur gengið á ýmsu. Tomcat jeppi varð t.d. Íslandsmeistari í jeppaflokki í ralli 2006. Bílarnir eru alltaf til sýnis skv. samkomulagi og hafa þó nokkrir heimsótt okkur í vetur og svalað forvitni sinni. Þá munum við bráðlega auglýsa hér á vefnum einhverja hluti notaða og nýja sem falla til í útgerðinni vegna endurnýjunar og þróunar. T.d. Koni demparar fyrir Patrol, og notuð dekk svo eitthvað sé nefnt.
Með kæru þakklæti fyrir áhugann og móttökurnar hingað til.
Steini
E.S: Hægt er að fylgjast með gangi rallýliðsins á tomcat.is undir Team Tomcat
You must be logged in to reply to this topic.