Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Tölvukubb eða Auka blástur á túrbínu???
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Ingi Ólafsson 17 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.08.2007 at 19:14 #200714
Hvort mundu menn mæla með???
tölvukupp eða auka blástur túrbínu??
Er með 2.7 TDI nissan
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
29.08.2007 at 22:30 #595676
Er ekki bara bæði betra. Það mundi ég allavega halda. Í með kubbinn og skrúa síðan aðeins upp í bínuni.
30.08.2007 at 19:29 #595678Sæll Hagalín
Það er á óskalistanum að smella mér í Pústþjónustu BJB í Hafnafyrði og versla 2,5" púst. Það kostar 40.000
30.08.2007 at 20:29 #595680Sæll Jón Ingi
Það sem er á teikniborðinu hjá mér núna er 3"púst, afgasmælir, aukakælir fyrir skiptingu og svo hitamælir á skiptinguna einnig langar mér í Boost controler en veit ekki með það. Er að fara í hækkun að framan og hjólastillingu á mánudaginn þannig að þetta er allt að gerast loksins.Svo á ég 38" kanntana í skúrnum hjá mér sem bíða bara þess að ég klári að sparsla í þá og pússa. Svo verða þeir sprautaðir. Ætla að láta kanntana og sprautunina mæta afgangi. Klára allt annað fyrst. Jafnvel 8sm færslu á afturhásingu á undan……
30.08.2007 at 21:07 #595682Ertu búinn að kanna með 3" púst? Mér var eindregið ráðlagt frá því, það væri of lítil mótstaða og vélinn myndi missa afl. 2,5" væri hinnsvegar alveg málið og þessi gaur í BJB hefur smíðað það kerfi undir marga terranóa.
Svo finnst mér eitt vera alger synd. Allir þeir fordómar sem Terranó verður fyrir. Það er eins og þetta sé ekki almennt viðurkendur bíll til fjallaferða.
Smá staðreyndir:
Terrano II er með 2,7 lítra vél. ’96 módelið eins og minn skilar 100 hestöflum og tæpum 230 Nm við 2200 sn/mín. Vélin hefur hinnsvegar náð 200 Nm við 1500 sn/mín (heimildir frá leoemm.com). Þessar vélar eru víst notaðar í leigubílum í Bretlandi (sel þetta reyndar á kostnaðarverði)Bíllinn er á flexitorum (búhú, það eru flestir nýjir bílar líka) en Patrol hásingu að aftan, Patrol stífur, Patrol millikassi, Patrol þetta og Patrol hitt.
Svo er það vælið að ekkert fáist í þennan bíl. ARB selur loftlæsingar í fram og aftur drif og Fjallasport eiga önnur hlutföll, bíllin kemur sammt á 4,65 hlutföllum (eins og Patrol).
Besta við þennan bíl er að ég get keyrt frá Ískraft, gegnum planið hjá Biko og niður á Reykjanesbraut án þess að nota aðra gíra en 1. og 3., haldandi á kaffibolla í hægri hönd!
Ég hvet alla þá sem eiga breittan Terranó að láta í sér heyra um ágæti þessarra fínu bíla!
30.08.2007 at 21:31 #595684það er aldrei of lítil mótstaða með turbo!
30.08.2007 at 22:09 #595686Ég talað við þá í BJB og þeir mæltu með 3" pústi. En það þarf að vera búið að boddy hækka bílinn þannig að það sé hægt. Annað….. Með læsingarnar ég þori nánast að gefa putta upp á það að það arb selur ekki læsingu í framdrifið hef verið að leita og kem að blindgötu allstaðar. Veit að það var einusinni sérsmíðuð læsing í hann að framan með tilheirandi kostnaði.
Þetta eru svo nátturulega bara trúarbrögð með bílana. Allir hafa sína kosti og galla…….. En það er nauðsinlegt að vera í smá keppni, hver pissar lengst í þessu öllu saman
Allavegana þá er ég sáttur með Terrano…..
30.08.2007 at 22:34 #595688Farðu á þennan link: http://www.arbusa.com/alac/215109.pdf
Tjékkaðu á blaðsíðu 4, undir Ford Maveric og sjá þú finnur læsingu á 31 rillu öxul sem þeir í Bílabúð Benna bentu mér á.
Ford Maveric er hálfbróðir Nissan Terrano II, eins og maðurinn sagði: Modern cars – same shit, different asshole
30.08.2007 at 23:32 #595690Já þetta er nokkuð gott að vita af þessu….
Vissi ekki af þessu. Á þessi læsing að pass beint í framdrifið á Terrano2???Held að flestir hafi ekki vitað af þessu, eða hvað?
31.08.2007 at 10:21 #595692Hagalín
Ertu búinn að velja hvaða putti fær að fjúka??
31.08.2007 at 15:46 #595694,,Með læsingarnar ég þori nánast að gefa putta upp á það að það arb selur ekki læsingu í framdrifið hef verið að leita og kem að blindgötu allstaðar"
Maður er nú með vaðið fyrir neðan sig. Þorði nánast að gefa puttan….. hehehehe
En þetta er mjög gott. Allir sem eg talaði við sögðu að það væri ekki hægt að fá læsingu í hann. Ég talaði við algrip gæjana þeir sögðu nei…. Fjallasport sagði nei…..
En Jón Ingi reddaði þessu…..
31.08.2007 at 18:40 #595696Þeir hjá benna sögðu að það væri mjög líklegt að þetta passaði.
Ég fékk t.d. hjólalegu um daginn sem var merkt NISSAN/FORD
31.08.2007 at 19:02 #595698
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ef þið eruð að tala um læsinguna sem hefur númerið RD78A þá er líklegra að um sé að ræða læsingu í Patrol, hann var markaðsettur sem Ford Maverick í Ástralíu um tíma.
Eftirfarandi texta má finna hjá ARB söluaðila.
"ARB NISSAN PATROL AIR LOCKER #RD78A Diff. Lock – suits:
GU Series I,II,III,IV/Y61, GQ/Y60 & FORD MAVERICK SWB & LWB – FRONT."
Allavega betra að vera viss um að dótið passi.ÓE
31.08.2007 at 21:12 #595700Já maður færi ekki að panta þetta nema vera alveg viss.
Talaði við þá í Benna í dag og þeir sögðu að þetta væri nánast sami bíllinn……Hefur einhver pantað þetta??
Eða bara yfir höfuð sett læsingu að framan í Terrano2???
31.08.2007 at 23:27 #595702Ég sá Terrano II á planinu hjá Artic Trucks fyrir c.a 2 mánuðum síðan. Blár, ’99 módelið minnir mig, númerið var OO-3??
Hann var auglýstur með loftlæsingum að framan og aftan
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.