Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Tölvuborð og Spennubreytar
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Elí Magnússon 20 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.01.2004 at 10:04 #193600
AnonymousHvar fé ég ódýr tölvuborð, eða efni í tölvuborð, og hvar fæ ég 12v í 230v spennubreyta ódýrast..
kv,
Jón þór -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
29.01.2004 at 10:59 #486252
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég keypti arm fyrir tölvuborð hjá R.Sigmundssyni. Þetta er armur með kúluliðum á báðum endum og herslubolta, mjög þæginlegt og auðvelt í meðhöndlun. Þetta minnir mig að hafi kostað um 6 þús, en verðið fer sjálfsagt eftir því hvað þú þarf mikið til að koma þessu vel fyrir og hvar þú getur fest þetta. Mér dugði einn frekar stuttur armur. Síðan keypti ég litla járnplötu í Húsasmiðjunni, skrúfaði hana á, klæddi með filt og festi tölvuna með frönskum rennilás. Þetta var því ekki að kosta nema eitthvað upp undir 7. þús.
Það var fyrir stuttu umræða hérna um spennubreyta og nokkrir sölustaðir nefndir. Eins og mig minnir að R.Sigunds hafi komið ágætlega út í verðsamanburði þar, en auk þess færðu þá hjá Aukaraf, Arctic Trucks og fleiri stöðum.
Kv – Skúli
29.01.2004 at 11:10 #486254
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
en hvað þarf ég raunar stóran spennubreyti fyrir ferðatölvu?, og hleðslutæki fyrir myndavél… dettur ekki í hug fleiri rafmagnstæki en þessi 2 sem ég myndi nota…
29.01.2004 at 11:16 #486256Sæll
Ég er með tölvuborð sem er eingöngu uppbyggt úr hlutum frá R. Sigmundssyni. Þetta er stöng sem ég skrúfaði í stokkinn á milli sætana og stífaði svo niður í sætisbolta. Síðan er kúla á endanum á þessu. Síðan er ég með arm í tölvuborðið sem er borð sem klemmist utanum tölvuna og heldur henni algerlega fastri. Þetta kerfi frá þeim er alger snilld og lítur líka mjög snyrtilega út. Þetta er hins vegar alls ekki gefins og mig minnir að þetta hafi allt saman verið að kosta í kringum 20 þúsund.
Spennubreytirinn minn er sá minnsti á markaðnum og er að afkasta 150 W. Það dugir mér til að hafa í gangi fartölvu og hlaða videó og myndavél í einu.
Annars geturðu lesið á straumbreyta tækjanna sem þú ætlar að nota og þar áttu að sjá hversu mikið afl þeir þurfa.
Kveðja
Benedikt
29.01.2004 at 12:25 #486258Sælir
Fartölvunar eru að taka um 60 – 100W fer eftir líka hvað þær eru orðnar öflugar og með stóran skjá. Hleðslutæki fyrir myndavélar taka sára lítið, ég giska um mesta lagi 20w eða svo. Á http://www.rsh.is er hann að selja inverter 300W á 9980 kr en r.sigmund er hann á 10900 svo ofaná þetta kemur okkar ástkærri 4×4 afsláttur 😉 Ég keypti mér frá RSH og er mjög sáttur, hann var reyndar 500W þeir áttu ekki 300W þegar ég keypti munaði 4000 kr á þeim minnir mig. Ég er ennþá að sansa tölvuborðið hjá mér í bílinn. Sett kannski mynd af því þegar það er komið.
Kveðja
Helgi
29.01.2004 at 13:17 #486260Ef ég væri að kaupa svoleiðis í dag, myndi ég kaupa einn nægjanlega stóran fyrir einfallt samlokugrill
Kveðja
Rúnar
29.01.2004 at 13:57 #486262sæll
Ég var einmitt með sömu þarfir og þú í huga þegar ég leitaði að Inverter, þ.e. myndavélahleðslutæki og tölva. Keypti 150W hjá R.Sigumundssyni á ca 7.000 kr. minnir mig og hann heufur dugað mér alveg hreint prýðilega fyrir þessa notkun.
Ég heimasmíðaði nú bara tölvuborðið en það er nú kannski ekki segjandi frá því enda frekar ljótt að sjá, en það virkar ……sjá myndaalbúmið mitt!
kveðja
Agnar
29.01.2004 at 14:51 #486264
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þess má geta að hægt er að fá spenna við flestar tölvur beint í 12 V, sem hlítur að vera hagkvæmara upp á töp að gera.
Kveðja
Kristján
29.01.2004 at 22:53 #486266
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég keypti minn í USA á 15 dollara eða svo. Hann dugar fínt fyrir fartölvuna, flestir spennubreytar fyrir fartölvur, síma oþh. eru að virka á inngangsspennu frá 80-230V. Þetta er semsagt, eins og margt annað ódýrara í útlöndum, en lesið samt fyrst á spenninn sem fylgir fartölvunni fyrir hvaða inngangsspennu hann er gerður. Kv. Gaggi
29.01.2004 at 23:19 #486268Ég veit að 12V spennanir í IBM tölvunar kosta á bilinu 16-17þús, þanning það er solldið mikill peningur fyrir spennubreytir. Svo með 12-220V invertinum geturu notað í margt annað líka.
Kveðja
Helgi
30.01.2004 at 10:19 #486270Er bara ekki þess virði. Miklu sniðugra að kaupa 220 volta spenni, sem er ódýrari og miklu notadrýgri. Af tveimur 12 volta spennum sem ég hef notað (Dell og IBM) hafa 2 hrunið…..!
Rúnar
30.01.2004 at 10:29 #486272
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
fartölvuspennar eru bara almennt dýrir og hrynja oft.. hef farið með nokkra á minni dell vél..
30.01.2004 at 15:51 #486274
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
keypti einn á 6000 kr uppi bilabúð benna um dagin 150w, með sigarettutengli, á annan 300w fyrir, stórsniðugt að eiga þetta
30.01.2004 at 18:55 #486276…ég er með lítinn "áriðil" (ég vildi óska að ég vissi hver á heiðurinn að þessu orði – mig langar dulítið að klappa viðkomandi á bakið) fyrir fartölvuna í bílnum, tengdan í gegnum kveikjaradraslið.
Eftir að hafa pirrað mig endalaust á því að spennubreytirinn hætti að hlaða ef bílnum var ekki haldið á snúningi fór ég að ráðum góðra manna héðan af vefnum og bætti við kveikjaraplöggi í bílinn með sverum vír beint í geyminn (að sjálfsögðu öryggi, eða "var", á leiðinni).
Í stuttu máli breytti þetta öllu. Ég ætlaði varla að trúa muninum.
Fannst rétt að minna á þetta einu sinni enn – sjaldan er góð ýsa of oft soðin.
kv.
EE.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.