Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Tölvuborð í 4Runner 90″
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Atli Eggertsson 19 years ago.
-
CreatorTopic
-
24.03.2006 at 13:43 #197609
Anonymousheyriði…hvernig er best að útbúa tölvuborð í 4Runner…???
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.03.2006 at 15:07 #547304
1. Rífa burt innréttinguna í kringum útvarpið
2. Sjóða fastan snittein/bolta í járngrindina lárétt út.
3. bora gat fyrir [url=http://www.uppsveitir.is/knarrarholt/Myndir/3.0tdi/100-00025_IMG.JPG:1p14hc23][b:1p14hc23]snittein/bolta[/b:1p14hc23][/url:1p14hc23] út úr innréttingunni.
4. setja saman aftur.
5. kaupa [url=http://www.ram-mount.com:1p14hc23][b:1p14hc23]RAM[/b:1p14hc23][/url:1p14hc23] festingar af R.Sigmundsson.
6. Festa allt stöffið á gengjurnar sem standa út og bruna á jökla himin sæll með festingarnar.Ég er búnn að gera þetta svona á hilux 1993 og 2005 og líka á 4Runner 1993 og þetta er þræl stabílt og snyrtilegt, það sést ekkert nema svört kúla þegar borðið er ekki á.
Ég get tekið mynd af þessu fragengnu ef þú vilt.
kv.Atli E.
24.03.2006 at 15:29 #547306
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já takk myndi gjarnann þyggja myndir af þessu hjá þér!
24.03.2006 at 18:47 #547308þú ættir frekar að kaupa þér kortatæki eða skjá og tengja tölvuna við, hafa tölvuna svo bara í pokanum aftan á sætinu. tölvuborð eru stórhættuleg og eflaust á einhver að slasa sig á þessu, því að þau eru í bringuhæð og oft sem menn eru beltislausir t.d. í hjakki. better to be save than sorry sagði nunnan og setti smokk á kertið!
24.03.2006 at 23:28 #547310Úfff, ég var að vona að einhver þorði að sega það sem Elmar var að nefna, ég nefnilega þorði því ekki sjálfur, enn 100% sammála Elmari.
Að vísu samt ekki þessu með smokkinn og Nunnuna
25.03.2006 at 01:02 #547312besta lausnin er að fá sér ‘mobil’ tölvu. Ekki fartölvu heldur tölvu sem er hönnuð til að vera í bíl, bát, flugvél og þannig. Og tekur 12 VDC inn á sig, þá losnar maður líka við invertor og þannig. Svo bara eins og einhver benti á; Skjá í mælaborðið.
Þetta er allavega það sem ég stefni á.
[url=http://www.mini-itx.com/:11icxkgr][b:11icxkgr]hér er linkur á síðu með svona tölvum[/b:11icxkgr][/url:11icxkgr]
Svo má auðvitað nota þessar tölvur í meira, sérstaklega þar sem maður myndi fasttengja þær. Svo maður gæti skrifað forrit til að stýra ljósum, loftpúðum, úrhleypibúnaði og allt mögulegt 😀
25.03.2006 at 11:15 #547314[i:121izcu4]"Svo má auðvitað nota þessar tölvur í meira, sérstaklega þar sem maður myndi fasttengja þær. Svo maður gæti skrifað forrit til að stýra ljósum, loftpúðum, úrhleypibúnaði og allt mögulegt 😀
"[/i:121izcu4]Enska orðið ‘Overkill’ kemur strax upp í hugan þegar maður les þetta. Ég er í það minsta sú týpan sem vill hafa bílana eins einfalda og hægt er að sleppa með. Lágmarks rafmagnsvesen og helst allt manual.
25.03.2006 at 13:56 #547316vissulega væri það overkill, en það er bara svo gaman að grúska í einhverju svona. Menn hafa víst mismunandi áhugamál 😀
En burt frá því þá var ég nú aðallega að benda á það hversu sniðugar þessar tölvur eru, því vissulega eru margir okkar sem viljum hafa tölvu í bílunum fyrir kort, tónlist og þannig. Og svo eru þær alls ekki dýrar miðað við fartölvur
25.03.2006 at 15:46 #547318Ég skil alveg hvað þú ert að fara með þetta, er tækjaóður með meiru sjálfur. En ég færi samt ekki svo langt að víra ljós og annað í bílnum inná tölvu sem getur auðveldlega stimplað sig út.
En sniðug pæling samt með að stjórna loftpúðum með þessu, einhver sem er nettur í forritun gæti búið til svona ‘active’ loftpúðakerfi.
25.03.2006 at 16:11 #547320af hverju ætti tölvubúnaður sem settur er í bíl frekar að klikka heldur en annar búnaður sem í bílinn er?
25.03.2006 at 16:46 #547322svona tölvur ættu ekkert að klikka frekar en annar rafmagnsbúnaður í bílum. Þessar tilteknu tölvur sem ég er að tala um (mini-itx) ættu meira að segja að þola hristing og raka betur en margur annar rafeindabúnaður.
En það ætti ekki að vera of flókið að búa til svona active-a loftpúðafjörðun, bara nokkra þrýstimæla og loka, smíða rás og tengja við tölvuna með serial eða paraleall, og skrifa svo forrit sem stjórnar þessu. Gallinn væri auðvitað að það tekur alltaf smá stund að starta tölvum.
25.03.2006 at 18:46 #547324Mér líst vel á þessar smátölvur sem hugsaðar eru í bíla. Venjuleg Laptop er alltaf dálítið viðkvæm fyrir hristingi og að hafa þær í pokanum aftan á sætinu er varasamt, þar sem þær þurfa jú kælingu og þar með gott loftflæði, sem er ekki í sætispokanum. Sem dæmi get ég sagt frá vini mínum sem er leigubílstjóri, hann lenti í því um daginn að farþegi ældi í pokan aftan á sætinu og það uppgötvaðist ekki fyrr en tveim dögum seinna!!! Svo þéttur var pokinn að ælulyktinn slapp ekki út.
Jón
27.03.2006 at 13:55 #547326Kristinn – ef þú ert til í að eyða smá pening í þetta getur verið sniðugt að mæta bara á bílnum niður í R. Sigmundsson. Þeir eru með allskonar festingar og dót sem þú getur fengið að máta í bílinn hjá þér á staðnum.
Ég var með borð í Runner sem ég átti, kostaði um 20 þús. með öllu.
–
Er reyndar að fara svolítið aðra leið núna. Vill ekki gefa of mikið uppi en nokkur atriði:
-Tölvuborðið er afturí
-7" snertiskjár
-X-box
-… og fleira…
–
óverkill smóverkill – ef manni finnst gaman að troða drasli í bílinn sinn – þá á maður að gera það.
29.03.2006 at 18:53 #547328Hér er fyrst myndin af bílnum sundur rifnum.
[img:46ac6kkb]http://www.uppsveitir.is/knarrarholt/Myndir/3.0tdi/100-00025_IMG.JPG[/img:46ac6kkb]Það þarf væntanlega að "Zoom´a" vel til að sjá hvernig þetta er frá gengið.
[img:46ac6kkb]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/4393/30312.jpg[/img:46ac6kkb]
[img:46ac6kkb]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/4393/30313.jpg[/img:46ac6kkb]
[img:46ac6kkb]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/4393/30314.jpg[/img:46ac6kkb]
Þetta var 4Runner/Hilux 1989-1996
[img:46ac6kkb]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/4393/30315.jpg[/img:46ac6kkb]
Þetta var svo Hilux 2005
Kv. Atli E.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.