Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Tölvuborð / festingar
This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Halldór Sveinsson 21 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
31.01.2003 at 15:19 #192086
AnonymousHvar fær maður einfalt borð og festingar fyrir fartölvu í bílinn? Kári
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
31.01.2003 at 15:58 #467372
Sæll Kári,
Ég hef heyrt af sniðugum kúluliðum sem fást í R.sigmundsson sem hægt er að skella tölvuborði ofaná. Með þessu er vissulega gert ráð fyrir að þú sjáir um smíðina sjálfur.
Þeir sem [b:36r7m2qc]reynsluna[/b:36r7m2qc] hafa mættu gjarnan segja álit sitt.
Það sem menn hafa yfirleitt áhuga á er að tölvan haldist óskemmd á borðinu, gott sé að lesa á hana fyrir bílstjóra og aðstoðarmann.
Það sem ég á við með að tölvan haldist óskemmd er að algengt er að það komi þreyta í skjáinn rétt við eða í lamirnar sem skjárinn er á vegna hreyfinga bílsins.Kveðja
Elvar
31.01.2003 at 16:27 #467374
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er hægt að fá skoðanir frá fleirrum eða þarf þetta að snúast um hver er á barbí, datsún, amerískum, brotinn vél eða hestöfl eða hver er fyrstur og kraftmestur???? Kári
31.01.2003 at 16:40 #467376
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll.
Ég myndi tala við strákana hjá radióþjónustu Sigga Harðar.
Þeir festa tölvuborðsarminn í mælaborðið á eina kúlu sem er það eina sem verður eftir þegar þú tekur græjuna úr bílnum.
Armurinn er með kúluliðum svo hægt er að snúa honum á marga vegu. Kveðja Þórður.
31.01.2003 at 17:28 #467378
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
sælir drengir
ég sá einhverntímann sniðugt tölvuborð hjá Aukaraf einu sinni plata með fæti og ábyggilega 2-3 svona kúluliðum…. one size fit all en hef ekki hugmynd um verð eða gæði.
kv. moli litli
31.01.2003 at 18:04 #467380Sælir
Ég er með borð sömu tegundar og selt er í Aukaraf. Það er fest í gólf/sæti eða eitthvað þvílíkt. Hugmyndin er góð, og það er hægt að stilla þetta í allar áttir. En ég er ekki sáttur. Þetta leikur allt á reiðiskjálfi, og allar herslur losna á fáum mínútum. Ég þarf að laga mitt heilmikið til að það verði gott.
Emil
31.01.2003 at 18:14 #467382Sælir
Mín reynsla er sú að það sem þú færð í búðunum, þ.e von sæs fits all sé enganveginn nothæft við íslenskar aðstæður. Ef þetta á að vera til friðs verður að festa þetta með alvöru verkfærum.
Ég er á Patrol ´94. Við smíðuðum "tækjastokk" úr prófíl. Hann er festur með þremur boltum í gírkassakúpuna. Síðan er plata sem gengur innyfir mælaborðið og er fest þar með tveimur boltum.
Tölvuborðið er fest við prófílinn með 5 skrúfum. Tölvuborðið fæst í BT fyrir #### og kanil og er upphaflega hugsað sem sjónvarpsborð.
Með þessu er ég kominn með massífan tækjastokk sem verður ekki til vandræða. Tölvan er á snúning og því er auðvelt fyrir bílstjóra og aðstoðarmann að vinna í henni.
Við þetta er ég síðan með "besta" GPS tækið, garmin 128, með útiloftneti. Ég mæli ekki með litlum handtækjum nema þau séu tengd við útiloftnet.
kveðaj,
BO
31.01.2003 at 20:16 #467384sæll ég hef verið að skoða tölvuborð síðustu 2 mánuði og velt mér mikið uppúr þeim og komst að þeirri niðurstöðu að thessi one size fits all borð eru bara alls ekkert sniðug á fjöll þótt að þetta sé frábær hugmynd og allt það, en svo var ég í Artic trucks um daginn og þar sá ég allveg magnað borð, en það var reyndar mun dýrara en borðin í Aukaraf og í R.Sigmundssyni, en ég sýndi félaga mínum það og nú er hann að smíða svoleiðis fyrir mig, en ég myndi kíkja þangað á morgun og athuga hvort að það sé á þessari dúndur jeppa útsölu sem að þeir auglýstu í dag og á morgun.. kveðja Matti R-2444
31.01.2003 at 20:52 #467386Ég get bent þér á einn sem sérsmíðar svona stand í bílinn hjá þér.Hann smíðaði svona stand í bílinn hjá mér og það er allt mjög vandað smíðað úr áli á snúningsfæti þannig að tölvan getur snúið að þér eða kóaranum verðið er mjög sanngjarnt hjá honum ca.16-17 þús með efni og öllu.
það heitir sérsmíði Davíðs og síminn hjá Davíði er 897-1833.Kveðja,
Glanni.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.