Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Tölvuborð
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 18 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.08.2006 at 16:20 #198432
Hefur einhver reynslu af RAM-MOUNTS tölvuborðin og hefur einhver sett tölvuborð í Mussó?
lifið heil
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.08.2006 at 16:27 #558514
Dinglar þetta ekki til og frá þ.e laf laust alltaf á hreifingu? Ég lét Tryggva í styri.is smíða fyrir mig svona "unit" og það þræl virkar, ekkert vesen þannig að þú skalt skoða þann möguleika líka.
23.08.2006 at 18:15 #558516var með svona í bílnum mínum og þetta þrælvirkaði!
Er með svona til sölu ef þig vantar?
23.08.2006 at 20:28 #558518[url=http://www.ram-mount.com/laptop_mount/no_drill_laptop_mount.htm:x2igou9a][b:x2igou9a]Tölvuborð hér[/b:x2igou9a][/url:x2igou9a]
23.08.2006 at 20:43 #558520Björgvin.
Ef ég ætti teikningu af þessu væri það ekkert mál.
24.08.2006 at 00:50 #558522ég er nú að smíða borð í bílinn minn. Mér fannst þetta ramdót of fyrirferðarmikið og DÝRT.
En ég er að smíða eftirlíkingu af því sem Bridde er að selja, nema ég kann ekki að sjóða ryðfrítt… Þau borð eru að mínu mati mjög fín. Einföld og góð, og lítið mál að smíða svona ef maður hefur suðu og borvél
25.08.2006 at 11:12 #558524Ég er nýbúin að smíða mér sjálfur nett og þægilegt tölvuborð, efnið sem ég notaði í það var gamall veggfótur fyrir sjónvarp sem ég átti, það var smá vinna við að breita þessu og útfæra en það er að virka mjög vel hjá mér en kostað smá suðu og slípivinnu, set inn mynd við tækifæri af þessu hjá mér.
Kveðja Addi Ö-1435
25.08.2006 at 21:02 #558526Ég pældi mikið í þessum tölvuborðum á sínum tíma en nenni ekki lengur að hafa tölvuna með í jeppanum… er að pæla í að fá mér Garmin 192C frekar… dugar það ekki ??? stór og góður litaskjár, nýjasta íslandskortið og það besta… ekki alltaf fyrir eins og helv tölvan…
26.08.2006 at 13:51 #558528setti svona tölvu borð í Mussóinn hjá mér og það þrælvirkar ef þú vilt skoða getur þú hringt Gsm:6943308
27.08.2006 at 19:06 #558530Muffin sagði:
"er að pæla í að fá mér Garmin 192C frekar… dugar það ekki ??? stór og góður litaskjár, nýjasta íslandskortið og það besta"Ég á GPS tæki og ferðatölvu. Að fara að eyða kr. 69901 með/vsk fyrir 192C tæki? Hlýt að geta smiðað borð fyrir minni pening?
27.08.2006 at 23:03 #558532Get nú ekki alveg fallist á að ram-festingarnar séu eitthvað sérlega fyrirferðamiklar, nema maður missi sig algjörlega í kúluliðafjölda.
Hef verið með ram í tveimur síðustu bílum og finnst hafa reynsta vel. Því styttri sem armarnir eru, því stöðugri – en svo er auðvitað hægt að fá allskonar stífur með þessu líka.
Ram-dótið kostar aðeins meira en að smíða þetta sjálfur og mér finnast borðin þeirra einstaklega ljót. Lét skera fyrir borð úr glæru plexíi í krúserinn (það kostaði hálfan handlegg) og kann mikið betur við það.
EE.
28.08.2006 at 18:03 #558534Svolítið velt þessum tölvuborðum fyrir mér og er eiginlega alveg á móti því yfir höfuð að vera með tölvuna svona í mælaborðinu. Hvað ef jeppinn stoppar snögglega, árekstur, sprunga, ís brotnar o.fl?????????? beltið heldur manni aldei alveg þéttum í sætinu, menn kastast alltaf vel frammávið og ég persónulega hef engan áhuga á því að þjóta á 90 km hraða á málm/plast/tré plötu sem gengur lárétt afturúr mælaborði.
.
Svo að ef ég væri að koma svona búnaði fyrir í mínum jeppa þá myndi ég fá mér bíltæki með góðum skjá til að keyra eftir. Síðan er hægt að hafa lappann tiltækan ef á þarf að halda en ekki til að keyra með hann.Freyr
28.08.2006 at 18:50 #558536Þetta er reyndar mjög góð ábending hjá þér Freyr, enda ekki von á öðru
Ég veit svosem ekki hvort eftirfarandi upplýsingar koma að einhverju gagni, en í mínum fjallabíl er borðið ekki framí. Ástæðan var reyndar fyrst og fremst sú að ég keypti mér stóran bíl til að hafa mikið pláss inni í honum, og fannst því asnalegt að hafa tölvuborð í mælaborðinu sem skyggði á allt.
Þegar hönnunin á innri smíði bílsins fór að skýrast ákvað ég að færa tölvuna aftur í en hafa snertiskjá framí, og reyndar lyklaborð líka (ofan á mælaborðinu). Auðvitað hefði verið einfaldara að kaupa bara stórt og gott GPS tæki, en af því að ferðamennskan hjá mér snýst ekki bara um að spóla, heldur er líka stundum svona pínu lúxus, vildi ég hafa lappann með líka.
Svo… Í stað tveggja stóla og bekks eru í bílnum í dag fjórir stakir stólar (reyndar er sá fimmti stundum í skottinu, aðallega til að hafa eitthvað þar).
Á milli stólanna fram í er sérsmíðað geymslubox og á milli stólanna aftur í er annað stærra, sem hýsir reyndar líka bassabotn. Framan á það er skrúfuð kúla og svo er einn svona klemmuleggur (ram) yfir í borðið sem er staðsett nákvæmlega á milli allra sætanna (eins og skurðarpunkturinn í "X"). Það er í ca. hnjáhæð þeirra sem sitja afturí og er staðsett mitt á milli þeirra. Þeir sem eru framí eru alveg úr hættu ef til áreksturs kæmi og geta ennfremur ratað á rétta takka á útvarpinu án þess að þurfa að giska.
Þeir sem eru afturí þurfa að vera óbundnir, ótrúlega smávaxnir og enn óheppnari ef borðið á að geta valdið þeim tjóni.
Einstaka sinnum þarf maður að teygja sig afturí og ýta á einn eða tvo takka, en oftast er hægt að nota lyklaborið og snertiskjáinn framí. Þetta er því besta setup á tölvuborði sem ég haft í bíl hjá mér.
Reyndar kom lengi vel til greina að hafa tölvuna einhverstaðar úr augsýn (t.d. í hanskahólfinu… ég er á krúser :-)) en þessi lausn varð ofan á til að auðveldara væri að t.d. skipta um disk í tölvunni o.þ.h.
Já já… ekki allir löngu hættir að lesa?
kv.
Einar Elí
28.08.2006 at 19:17 #558538Tæki eins og garmin 192c eruhönnuð fyrir notkun í skipum. Skjárinn er t.d. með einn tíunda af þeirri uplausn sem er á venjulegum XGA töluvskjá. Í tækinu aðeins pláss fyrir 2500 punkta í ferlum, sem er langt innan við einn hundraðasti af þeim ferilpunktum sem ég hef með mér á fjöllum. Jeppaleiðir eru nefninlega talsvert hlykkjóttari en þær leiðir sem sjómenn nota.
Ég hef tölvuna á borði fyrir miðju mælaborði, milli framsætanna. Það getur stafað hætta af öllu því sem í bílnum er, í árekstri eða veltu. Mitt mat er að áhættan af tölvu sem gengið er frá með þessum hætti sé ásættanleg, í samanburði við það öryggi sem leiðir að því að hafa greiðan aðgang að upplýsingum um ferla og leiðir.
-Einar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.