FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

tölvuborð

by Sigurður Ásmundsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › tölvuborð

This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Sigurður Ásmundsson Sigurður Ásmundsson 20 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 13.02.2005 at 02:44 #195481
    Profile photo of Sigurður Ásmundsson
    Sigurður Ásmundsson
    Member

    var að hanna tölvuborð í bílinn, og er alveg rosalega ánægður með útkomuna. smellti nokkrum myndum af smíðinni inná síðuna fyrir þá sem eru í slíkum hönnunarhugleiðingum, svona sem hugmynd ef einhver vill notfæra sér það. herlegheitin kostuðu ekki nema 3000 kall og smá vinnu

  • Creator
    Topic
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)
  • Author
    Replies
  • 15.02.2005 at 02:52 #516824
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Mér sýnist á myndunum að sjónvarpsstandurinn gæti látið illa þegar bíllinn fer að hreyfast. Ég er búinn að pæla mikið í tölvuborðum og mín niðurstaða er sú að það þurfi að festa slíkt við bílinn á a.m.k 3 stöðum, til þess að það verði nægilega stöðugt. Þetta borð er bara fest á einum stað, og meir að segja á hjörum við festinguna.

    -Einar





    15.02.2005 at 10:44 #516826
    Profile photo of Bergur Kristinn Guðnason
    Bergur Kristinn Guðnason
    Participant
    • Umræður: 42
    • Svör: 371

    Borðið er flott og fer vel í bílnum, mér satt það sama í hug og Eik en auðvellt ætti að vera að setja einhverja læsingu á arminn við boltannþannig ða borðið verði læst annaðhvort fyrir framan kóarann eða fyrir bílstjórann. Láttu okkur endilega vita hvernig þetta kemur út, eg á svona gamalt borð sem mér hafði dottið í hug að nota og nú sé ég hvernig áð er hægt á einfaldan máta.
    kv Beggi





    15.02.2005 at 11:19 #516828
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir. Ég er með Ram festingar frá Rikka í R.Sigmundssyni sem er armur á kúlulið að ofan og neðan. Þrátt fyrir að vera aðeins á einum arm er þetta ótrúlega stöðugt og hreyfist ekki ef maður herðir nógu vel. Svo smíðaði ég einfalt borð ofan á þetta. Hreyfingin er hins vegar líklega þeim mun meiri eftir því sem armurinn er lengri og þegar menn eru með arm frá gólf er líklegt að nauðsynlegt sé að hafa hann festan á fleiri stöðum, einskonar þrífót.

    Kv – Skúli





    15.02.2005 at 11:19 #516830
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Svo er bara að muna að aftengja lofpúðann farþegamegin þegar vélin er í bílnum. Gæti verið dolítið vont að fá tölvuna í andlitið.

    kv
    Rúnar.





    15.02.2005 at 11:43 #516832
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég tók eftir því að það var ekki límdur franskur rennilás á borðið. Ég mæli eindreigið með því að menn noti slíkt ef borðið útfært svipað og þetta borð. Borðinn sem er notaður til að strekkja tölvuna niður fer verr með tölvuna (þrýstingur á hana sem er ekki gott) og hún getur alltaf hreifst aðeins sem er ekki gott heldur. NOTA FRANSKAN!

    Ég tók líka eftir þeim ALVARLEGA hlut að ekki var festing fyrir skjáinn. Það kostar lungað úr nýrri tölvu að skipta um skjá ÞEGAR hann eyðileggst. Ef það er ekki festing á skjánum þá eyðileggst "kúplingin" fyrir skjáinn og við högg slæst hann til í aðrahvora áttina og eyðileggst á endanum. Það nægir að setja plötu með frönskum á bakvið skjáinn til að gera þetta en svo eru líka til patend lausnir.

    Ég tek undir þetta með að ég sá ekki að það væri læsing sem kemur í veg fyrir að armurinn geti sveiflast, mæli með að það verði gerð bragabót á því.

    Svo er eitt í lokin sem ég notaðist við þegar ég var með tölvuborð í bílnum síðast. Ég fékk mér "skipadúk", svona stapan dúk sem var úr gúmmíkendu efni (ekki þessi götótti, sem líkist neti) og hafði alltaf í bílnum. Svo þegar manni vantaði borð við að éta nestið þá lokaði ég tölvunni, lagði dúkinn yfir (og lét dúkinn ná útfyrir borðið) og þá var manni óhætt að vera með vökva án þess að setja tölvuna í hættu ef það skyldi hellast niður.

    Kveðja, Rikki





    15.02.2005 at 20:30 #516834
    Profile photo of Sigurður Ásmundsson
    Sigurður Ásmundsson
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 949

    takk fyrir ábendingarnar félagar, ég var búinn að pæla í bæði þessu með franskan og festingu fyrir skjáinn og ég er búinn að setja festingu fyrir skjáinn til að verja hann, það var alveg satt að hann toldi illa opin tegar bíllinn fór að hreifast harkalega. eftir að ég festi skjáinn hreifist tölvan ekki neitt ef borðinn er bundinn þétt, ekki of fast.
    það er enginn loftpúði í bílnum svo ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því.
    fyrst prófaði ég að nota borðið án þess að stytta arminn og þá varð vogaraflið svo mikið að borðið breitti um stellingu við miklar hreifingar í bílnum, en eftir að ég stytti arminn bæði passar borðið betur í og vogaraflið minkaði nóg og mikið til að það hefur ekki haggast.
    reyndist bara vel fyrstu helgina
    kveðja siggi





  • Author
    Replies
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.