Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Tölvuborð
This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Arnar Gunnarsson 21 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
06.11.2003 at 14:10 #193126
AnonymousSælir,
Hvernig tölvuborði mæla menn með í bílinn og hvar fær maður svoleiðis dót – eða þarf maður að smíða þetta sjálfur ?
BM
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.11.2003 at 14:21 #479798
Það eru nú til allavega útfærslur á þessu. Það sniðugasta sem ég hef séð eru kúluliðirnir frá R. Sigmundssyni. Með smá útsjónarsemi má útbúa flott borð í bílinn með þeim búnaði.
kv.
Eiki
06.11.2003 at 14:35 #479800
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eg keypti arm og kúluliði hjá R. Sigmundssyni, keypti svo passlega járnplötu í Húsasmiðjunni, boltaði hana á arminn, límdi filt ofan á og franskan rennilás (til að festa tölvuna) og stöng upp til að halda við skjáinn. Svínvirkar og kostiði total ca. 6.000.
Kv – Skúli H.
06.11.2003 at 17:06 #479802sælir
Ég er með heimasmíðað en ég ákvað að prufa það áður en ég fjárfesti í einhverju öðru.
Fékk mér tvö vatnsrör sem passa inn í hvort annað, bolta og ró til að stjórna snúningi borðsins, tvö fittings með ásoðinni stálplötu annars vegar til að festa borðið ofan á fótinn og hins vegar til að bolta borðfótinn ofan í gírkassahúsið, plexigler með frönskum rennilás er notað sem borð og síðan stífi ég þetta af með snitttein og tveimur pípuupphengjum.
Ég er með nóg pláss í bílnum á milli miðjustokks og innréttingar og því valdi ég að festa borðið ofan á gírkassahúsið. Lausnin hjá SkúlaH er einnig sniðug og hef ég séð hana í nokkrum bílum þar sem hún hentar.
myndir í albúmi!
kv
Agnar
06.11.2003 at 23:48 #479804Sæll.
Fáðu að skoða þetta í gamla bílnum hans Jóhannesar Jóhannessonar (eða hafðu samband við hann 693-6805). Þar var þetta mjög snyrtilega leyst.
Ferðakveðja,
BÞV
07.11.2003 at 00:13 #479806Mér lýst best á hugmynd sem kom hér upp fyrir stuttu,(fyrirsögn GPS fátækamannsinns)
og það er að festa tölvuna í loftið og nota forrit til að snúa skjámyndinni við, svo er bara að vera með þráðlausa mús!
07.11.2003 at 01:32 #479808Sælir,
Tölvuna í loftið á bílnum, og hvað svo þegar þú þarft að velja nýja skrá fyrir trakkið eða eitthvað, þe. að nota lyklaborðið. Hugsaðu dæmið til enda. Hvar á að hafa músina? á lærinu, er ekki hætt við að hún týnist þegar þú tekur góða dýfu á góðri snjóöldu.Þetta er sniðugt ef þú getur aðskilið lyklaborðið fra skjánum. T.d. haft lyklaborðið í hanskahólfinu til að geta notað það með öruggum hætti þegar þess þarf.
Ég myndi treysta á hefðbundnar lausnir í þessum málum, og lýst vel á kúluliðina frá R.Sigmunds.
Elvar
07.11.2003 at 01:43 #479810Sælir allir,
Ég heyrði einu sinni af rannsókn um áverka sem fólk fengi í umferðaróhöppum. Rannsóknin leiddi í ljós að margir hlutu áverka af hlutum sem það var með í bílnum sem ekki komu frá framleiðanda bílsins, t.d. rúðusköfum sem lágu á mælaborðinu og fleirum hlutum sem fólk hefur með sér í bíla. Tölvuborð er eitthvað sem gæti valdið miklum líkamlegum skaða í árekstri eða bílveltu. þekkir einhver útfærslu á borði sem er sniðugt út frá þessu sjónarhorni?
Ég veit til þess að menn hafa beygt brúnir á borðplötum svo þær sé ekki eins skarpar.
Fleiri lausnir er vel þegnar í umræðuna.Elvar
07.11.2003 at 11:52 #479812Notaði svipaða lausn og Agnar, nema notaði kúluliði frá R. Sigmundsson til að geta fært borðið fram og aftur. Eina sem vantar þarna er stærri plata sem boltast í gírkassahúsið, þ.e. götin þurfa að vera lengra frá öxlinum svo þetta verði ekki of svagt.
Hef hinsvegar verið að skoða þetta að setja skjáinn uppí loft í Fordinum. Í stærri bílum sýnist mér þetta vera frábær lausn, hægt að útfæra skjá á armi sem hægt er að færa hvert sem er, beint fyrir framan bílstjórann þess vegna, og þess á milli uppí loft svo börnin geti horft á DVD. Það er hægt að fá LCD skjái fyrir ekki stóran pening, 15" á 25 þús kall í Bónus! Best væri að taka laptopp, saga skjáinn af þar sem léttari skjár fæst varla, hengja hann í loftið og hafa svo tölvuna sjálfa á/við mælaborð, í hanskahólfinu eða milli sætanna. Muna svo bara að setja þykkt gúmmí/svamp á hornin á skjánum svo enginn slasi sig á honum. Og losunarbúnað svo fljótlegt sé að henda þessu úr og í.
B.Rich
07.11.2003 at 16:23 #479814Hvað með HUD (head up display) í framrúðuna!
Eða jafnvel skjávarpa!
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.