This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Sælir.
Ég ætlaði að tengja tölvuna mína við GPS-ið, en gengur bölvanlega. Fyrir það fyrsta þurfti ég að fá mér USB í serial 9 pinna , virðist virka. Er með Nav Trek og Garmin 162 garmin bókin segir blár og svartur vír sé útgangur, stilli Garmin á NEMA inn út.
Ef gps-ið er tengt tölvunni þegar hún er sett í gang er músa örin á fullri ferð um skjáinn, án sambands, lagast um leið og gps-ið er tekið úr sambandi.
Nav trek-ið finnur ekki gps merkið, og portið, nema að ég sæki fyrst gögn í gegnum MapSource með kaplinum sem er notaður við heimilistölvuna, með straumbreyti.
Þegar Nav Trek-ið hefur fengið gps merkið dælast inn varúðar upplýsingar um að ég sé ekki staddur í N-Ameríku sem þyngja forritið svo að það er óstarfhæft.
Ef þið hafið einhverja hugmynd um hvað er að eða hafið leiðir til úrbóta, endilega gefið komment.
Strákar bara á einföldu barna máli, takk.
Allar tillögur vel þegnar.Snjó kveðja
Óli Hall.
You must be logged in to reply to this topic.