Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Tölva
This topic contains 34 replies, has 1 voice, and was last updated by Dagbjartur Vilhjálmsson 15 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
25.03.2009 at 13:11 #204101
Sælir.. Hef spurningu handa ykkur. langar að græja í bílinn hjá mér tölvuna á standi, hugsa að maður fái sér kúlur hjá r.sigmundssyni og arm á milli. er ekki með gps tæki en er ekki alveg eins gott að fá sér bara gps pung???
annað hvað þarf öflugann straumbreyti fyrir tölvuna svo maður sé öruggur?? borgar sig eitthvað að taka það stórann að maður hafi auka á honum? hvað ætti maður að hafa í sambandi fatta ekki hvað það ætti að vera??
Svo þetta með þetta nýja Íslandskort.. Af hverju kostar það 19.000 og maður fær bara að hlaða því tvisvar upp?? ef tölvan hrynur er þá bara 18.000 farinn??
spyr sá sem ekki veit;)
kv. Hjalti -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
26.03.2009 at 00:01 #644424
Það er vonlaust að nota nokkuð af þessum tölvuborðum sem MHN sýnir – Þau eru hugsuð til að nota í kyrrstæðum bílum og eru öll á iði þegar bíllinn er á ferð. Tölvuborðin frá R. sigmunds eru ágæt en þó tæplega þar sem að þessar kúlur halda bara sæmilega og borðin hreifast of mikið í jeppa í hossingi – allavega fyrir minn smekk.
Tölvuborð í jeppa eru sjaldan til friðs nema að á þeim séu sem allra fæst liðamót – helst engin. Og eins er mjög gott að ná að festa borðið á a.m.k þremur punktum til að það sé vel stabílt.
Það er ekkert meira pirrandi en tölvuborð sem er á fullri ferð um allan bíl.
Þú getur mjög auðveldlega búið þér til tölvuborð úr nokkrum rörbútum, plexigleri og frönskum rennilás – svoleiðis þarf ekki að kosta nema ca 10.000 á meðan dótið frá R.S. kostar tugi þúsunda og að utan er þetta ekki ódýrara.
Ég er sjálfur búinn að fara í gegnum nokkur tölvuborð og nenni eiginlega ekki að nota tölvuna lengur – er bara með stórt GPS. En ef ég þarf að nota tölvuna þá er ég með hana í vasanum aftaná bílstjórsætinu og er með 10" snertiskjá á milli sætana – Skjáinn fékk ég hjá Leiðum ehf. og hann er frábæri í allri birtu.
Benni
P.S.
Leitaðu eftir tölvuborði í myndasafninu – það var allavega hellingur af myndum þar einu sinni.
26.03.2009 at 00:50 #644426er alveg sammála nafna, það eina sem virkar er að smíða þetta sjálfur. Ef þú getur það ekki þá eru fullt af mönnum sem gera það öruglega, veit að Tryggvi (TnT) S:8981398 hefur verið að smíða eitthvað af þessu sem dæmi.
26.03.2009 at 07:34 #644428Já oki.. reyndar hafði ég það á tilfinningunni að þetta kúludót yrði aldrei almennilega til friðs í hristingi en sölustrákurinn hjá þeim hafði þvílíkann sannfæringarkraft að ég var orðinn þess fullviss að þetta myndi aldrei hreifast.. 😉 En renndi í gegnum myndaalbúmið hjá þér áðan og þar var ekkert tölvuborð…
ég hefði helst vilja smíða þetta þá þannig að það sé hægt að kippa þessu úr með lítilli fyrirhöfn.. En það er nú erfitt ef á að festa þetta á þremur stöðum er það ekki??
kv. Hjalti
26.03.2009 at 08:10 #644430þettaold.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=oldsite/2364/23721
26.03.2009 at 08:59 #644432Sælir,
Ég er nú ekki reynslumikill í þessum bransa en það sem ég er með er HTC sími (HTC Touch Cruise) og í honum er ég með Garmin kortið íslenska. Síminn er með snertiskjá, tekur lítið pláss og hindrar ekkert útsýni og er náttúrulega líka ágætismyndavél, internet, sími, sinkar við outlook þannig að það eru allir fundir, contactar o.fl. o.fl. í þessu tæki… eitt tæki sem leysir allar mínar þarfir allavegana.
Það hefur ekki verið neitt vandamál fyrir mig að setja inn tröck, keyra eftir þessu o.fl.
Til að festa þetta er ég bara með einfalda símasogskál í glugganum. Sjá mynd (ef mér tekst að skella henni inn). Annars er þér velkomið að hafa samband.
[img:36y146yp]http://www.facebook.com/photo.php?pid=30357116&l=993a131c9c&id=1052810949[/img:36y146yp]
kv,
Bjarni
26.03.2009 at 11:04 #644434Sá á spjallinu fyrir nokkru að menn voru að hallmæla þessum sið að hafa fartölvuna á stand sem gæfi sig ekki fyrir fimmaura ef menn lenda í veltu eða annarri ógæfu, minnir að einn hafi lent í því að slasa farþega í einni veltunni, hefur einhver reynslu af slíku?
Verð að segja fyrir mig að ég myndi velja handtæki í sama klassa og GPSMap 60csx, tengja það við bíltölvu sem væri tengd snertiskjá sem færi vel á miðju konsólinu, hvort tveggja út af fagurfræði inni í bílnum og út af öryggi. En þar til ég hef efni á því keyri ég bara eftir handtækinu þó það sé ekki það þægilegasta. Ef menn eru ósáttir við GPS móttökuna í tækjum inni í bíl þá er hægt að tengja utanáliggjandi loftnet í flest tæki í dag
26.03.2009 at 11:14 #644436Það er hægt að fá 7" snertiskjá í N1 á 25.000 kall. Hann er svo hægt að festa í mælaborðið eða með sogskál í rúðuna. Þá losnar maður við allt fartölvu-standa-vesenið og hefur fartölvuna bara í vasanum aftaná sætinu eins og Benni sagði.
.
Ef menn vilja svo hafa lyklaborð líka þá er annaðhvort hægt að setja upp "Virtual keyboard" sem kemur á skjáinn eða kaupa gúmmí-lyklaborð í rúmfatalagernum á 1500 kall sem hægt er að rúlla upp og setja í hólfið þegar það er ekki í notkun.Það er kanski sniðugra að fara þessa leið heldur en að mixa einhvern tölvustand sem er endalaust til vandræða og kostar helling þegar uppi er staðið.
.
Svo eins og bent var á fyrr í þræðinum, þá verða menn að hugsa um öryggi þegar þeir koma þessum tölvustöndum fyrir, þeir geta verið stórhættulegir.
.
Kv, Óli
26.03.2009 at 16:56 #6444387" skjár er of lítill fyrir Windows forritin, amk Ozi. Ég var með 10" skjá í bílnum hjá mér og líkaði vel en stærri skjáir eru bara orðnir of dýrir í samanburði við litlu fartölvurnar sem eru komnar á markaðinn, örgjörvinn þolir vel allan hristing og verðið er mjög gott ef menn nenna aðeins að leita á ebay.co.uk.
Ég fann svona tölvu eins og ég benti á hér að ofan á 32 þús kr heimsent innan UK. Til hvers að fara yfir lækinn að sækja vatnið þegar þú getur súpt vínið beint úr tunnunni ….
kv
AB
26.03.2009 at 18:00 #644440Sammála Agnari. Ef þú ætlar að nota tölvu yfir höfuð finnst mér 10" -12" skjár henta vel, 8,9" lágmark.
Mér finnst Lenovo S10 mjög spennandi einmitt út af glampa"fríum" skjá sem sést á af öllum mögulegum hornum.
En hvernig er skjárinn á Asus EEE tölvunum, er það ekki svona skjár sem glampar á? Er það ekki b.rassgat? Hvernig finnst þér hann vera að koma út Agnar?
26.03.2009 at 18:10 #644442Annað – útaf þessum Asus EEEPC pælingum;
Er einhver að keyra kortaforritin á Linux stýrikerfi? Ef svo – hvernig gengur það?
kv. Pálmi
26.03.2009 at 19:03 #644444ER MEÐ A EEEPC MEÐ 10" SKJÁ SETTI XP Á HANA OG HÚN BARA VIRKAR, LÍTIL LÉTT OG ÞOLIR HRISTING ER MEÐ SSD DISK REINDAR BARA 40 GIG EN ER NÓG Í ÞETTA.
ER BÚINN AÐ PRÓFA ÍMSAR STÆRÐIR OG GERÐIR AF TÖLVUM OG HEF VERIÐ AÐ MINKA ÞÆR VEGNA SLISAHÆTTU OG VEGNA ÞÆGINDA OG MÆLI MEÐ ÞESSARI HIKLAUST .ÞETTA ER ENGIN LEIKJA VÉL ENN DUGAR Í FLEST ANNAÐ
26.03.2009 at 21:17 #644446ég er með 8.9" ASUS eee 900 með "litla" 900 MHz örgjörvanum, 20 GB diskur. Hún kom með Linux stýrikerfi og ég skoðaði að keyra Ozi á því en ég fann bara einn gaur á netinu sem hafði gert þetta og þá þurfti að keyra Windows simulation forrit ofan á Linuxinum (sjá heimasíðu Ozi).
Setti bara upp Windows XP og er sáttur en auðvitað er XP aðeins þungkeyrt á þessari tölvu en það skiptir bara engu máli, ég nota hana bara sem navigation tölvu í jeppanum og þannig virkar hún mjög vel. Á eftir að prófa að "taka til" í uppsetningunni á XP.
Mæli með ASUS eee 1000 ef menn ætla að nota þetta eitthvað af viti í eitthvað annað en hún er með nýja 1.6 GHz Atom örgjörvanum frá Intel.
Ég hef ekki ennþá keyrt með hana í glampandi sól en mér líst bara vel á skjáinn og speglun hefur ekki verið vandamál ennþá.
26.03.2009 at 23:36 #644448Agnar þú verður bara að brenna austur til að prófa hana í sól…
Ég er mjög spenntur fyrir þessari mini-laptop lausn. Hefur alla kosti fartölvunnar og meira til. Ég hef verið með 14" og 15,4" fartölvur frammí hjá mér og finnst það of stórt.
27.03.2009 at 10:23 #644450Sælir
það er að koma ný vél sem gæti verið snilld í jeppan,
[url=http://uk.asus.com/products.aspx?l1=24&l2=169&l3=0&l4=0&model=2290&modelmenu=1:3s3vy5h6][b:3s3vy5h6]Heimasíðan hjá Asus[/b:3s3vy5h6][/url:3s3vy5h6]
[img:3s3vy5h6]http://img.hexus.net/v2/news/asus/eee-top-media.jpg[/img:3s3vy5h6]
með snertiskjá og væri hægt að setja hana upp að mælaborðinu, og stendur þá ekki út í loftið til að slasa farþega ef slys ber að.
mbk
Dabbi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.